Lögberg-Heimskringla - 18.01.1968, Síða 2

Lögberg-Heimskringla - 18.01.1968, Síða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. JANÚAR 1968 Bréf frá séra Robert Jack Géorge Washington Caryer Útdráilur úr bók um hann eflir Lawrence Elliotl. GUNNBJÖRN STEFANSSON ÍSLENZKAÐI SAMTAL VIÐ GUÐ Framhald írá bls. 1. Kvenfélagsins jólatréskemmt un barna samkvæmt venju. í þetta skipti mætti ekki hann sem átti að vera jólasveinn- inn, og kom það á mig að klæða mig í skrúðbúninginn, bera poka af eplum á baki og skemmta börnunum. Ég veit ekki hvernig mér tókst í þessu hlutverki, en einum dreng fannst skeggið mitt líkara bómull heldur en hári. Sem betur fór var ég með sólgler- augu og ég held að börnunum hafi þótt það skrítið því ekki hafði sólin sézt hér á slóðum í nokkrar vikur. En allt gekk vel og eftir stund yfirgaf ég barnahópinn til að ferðast á sleða mínum dregin af hrein- dýrum. Fyrir utan það að ég gerðist jólasveinn um áramót var annað merkilegt sem skeði á landinu. Þegar danshallir víðs vegar í heimi eiga við erfið- leika að etja við að bera sig, var Laugardals íþróttahöll- inni í Reykjavík breytt í dans hús. Þar var sennilega fjöl- mennasti dansleikur sem sög- ur fara af hér á íslandi hald- inn því 15-1600 unglingar voru þar að dansa og um 4 þúsund dönsuðu í höllinni um áramótin. En þótt að fólkið hafi fagnað á jóla- og nýárs hátíðunum hefur „vondur gestur“ komið til landsins, einkum norðurlands. Hann er ísinn, og nú er hætta á sigl- ingarleiðum hér fyrir norðan og ísrek kom inn á nokkra firði. Það var einhver að segja að árið byrjaði eins og frost- veturinn mikli 1918. Frost- harkan er mikil og hefur hún farið upp í 30 stig á selsíus. Það er einhvernveginn að frostið bítur „betur“ á Islandi Framhald af bls. 1. Hér í Long Beach, verður 1967 minnisstætt ár og það kynslóð eftir kynslóð, því þriðjudaginn 12. desember keypti Long Beach brezka gufuskipið Queen Mary, sem var búin að vera drottning á Atlantshafinu í 33 ár og lokið sinni síðustu ferð. Þetta skip tók 1200 farþega auk skipshafnar og flutti um milljón hermenn yfir Atlants hafið í seinna veraldarstríð- inu að sögn kapteinsins J. Treasure Jones. Um milljón manns var niður við sjóinn, að horfa á þetta tignarlega meistarasmíði af skipi, þegar það fyrir lágu gufuafli kom inn á höfnina og varpaði akk- erum í síðasta sinn. 1 kveðjuræðu sinni sagði Mr. Jones meðal annars þetta: „Many people in England, thought I was a traitor to let the ship be sold to America, but I did not want to see her en mér fannst það vera í Manitoba. Loftið þar í Can- ada er mikið þurrara heldur en heima við Atlantshafið. Nú sný ég mér á allt aðra braut og sem kannske flest- um sem þetta lesa finnst ó- þarfi. Samt verð ég að skrifa eins og mér dettur í hug. Að undanförnu hef ég hlustað með athygli á Alþjóða is- hockeykeppni í Winnipeg og hafa lýsingarnar komið gott og skært til mín. En nokkuð þótti mér leiðinlegt og jafn- vel furðulegt að Canadamenn skyldu tapa fyrir Rússum. Ég held að öllum eigi að vera vel kunnugt að áhugamanna íþrótt er ekki til í Rússlandi. Ef þú ert Rússi og í lands- liði einhverrar íþróttagreinar ertu „embættismaður ríkis- ins“ civil servant og á laun- um þess. Þess vegna finnst mér að áhugamanna is-hockey stjórnin ætti að endurskoða sína afstöðu í slíkri keppni. Allur heimurinn veit, að Can- adamenn eru beztir í is-hock- ey leik, en þegar hann fréttir að þeir hafa tapað 5-1 og 4-2 fyrir öðrum þá halda menn að það sé mikil afturför í þjóðaríþrótt Canada. Það eru ekki allir sem gera greinar- mun á NHL og öðrum. Styrk- ur frá ríkinu, NHL og öðrum getur hjálpað til þess að byggja upp gott lið sem verð- ur þjóð sinni til sóma eins og Falcon liðið var forðum. Það var ánægjulegt að heyra hljóð ið í fólkinu, (10,730 met að- sókn) í Winnipeg Arena, þrátt fyrir yfir 30 stig fyrir neðan sero ríkti í borginni. Ekki meira að sinni. Ykkar einlægur, Robert Jack. scrapped“ — then he con- tinued. „If she couldn’t be in Britain, this is the place for her“ and with tears in his eyes — „her second home — America. — S^ie has retired, to become multimillion dollar Museum of the sea and hotel- convention centre“. — Svo er nú kapteinn Jones hættur skipstjórastarfi. Hann fór heim til Englands með Queen Elizabeth, því hann sagðist aldrei hafa flogið yfir Atlantshafið og myndi ekki gera það. Hann er nú 62 ára og ætlar að stunda dálitla garðyrkju og spila golf í frí- stundum sínum. Söluverð var 2% milljón dalir — og nú á að breyta skipinu í sýningarhöll — eða eins og Press Telegram segir „The Museum of the sea and Hotel-Convention-Center“ Sú vinna tekur eitt ár og áætlaður kostnaður ein millj- ón dalir. A. M. A. ÖLL ÞESSI ÁR reyndi Carv- er að fá bændurnar til að sá matjurtategundum af ýmsu tagi. Hann bað þá þrálátlega að sá kúabaunum og sykur- kartöflum, en þeir létu sér lítt segjast. Hann byrjaði nú að gera tilraunir með „soya- baunina“, en þó að úr henni fengist olía, mjöl, og jafnvel mjólk, og vegna þessara til- rauna hans, að hún yrði síðar- meir ein af aðal fæðutegund- um Suðurríkjanna, þá var enn of snemmt að búast við, að bændur vildu minka bóm- ullarræktina, og fara að sá þessari lítið þekktu plöntu. Það var af tilviljun að plága, einhver sú v e r s t a landbúnaðarplága, sem þekkt ist, neyddi bændurnar til að fara eftir ráðum Carvers. Ár- um saman, hafði hann varað þá við útbreiðslu kornmaðks- ins, lítilli bjöllutegund, sem með mikilli græðgi át bóm- ullina og var orðin óviðráðan- leg. Þegar komið var fram um áramót 1915, eyðilagði maðk- urinn svo bómullina í Louisi- ana, Mississippi og Alabama- ríkjunum, að árlegt tjón var metið um 100 milljónir doll- ara og fjöldi bænda varð gjaldþrota og flosnaði upp frá búskap. Á þessum tíma hafði Carver gert tilraunir með litla vínviðartegund, sem bar ávöxt, sem kölluð var baunahnota. Hún var talin að hafa ekkert verðgildi, en fá- einir bændur höfðu dálitla bletti, þar sem hún óx, mest fyrir þá sök, að krökkum þótti gaman að brjóta skelina og eta kjarnann. „Brennið upp bómullina, sem liggur undir eyðileggingu á ökrum ykkar,“ sagði Carv- er. „Sáið baunahnotum.“ Til þess að sýna og sanna þessar tilraunir sínar, fékk Carver Booker skólastjóra til að bjóða 9 kaupsýslumönnum úr Macon héraðinu til miðdegis- verðar í skólanum. Réttirnir, sem matreiddir höfðu verið, undir leiðsögn Carvers, voru: súpa, gervi hænsnakjöt, garðá vextir í rjómakvoðu, brauð, salat og ísrjómi brjóstsykur, kökur og kaffi. Gestirnir tóku eftir því, að allir réttirnir höfðu einkenni- legt kryddarbragð, og þegar Carver sagði þeim, að þeir hefðu ekki borðað neitt ann- að en kjarnann úr bauna- hnotunum, og hann hefði ver- ið matreiddur með 9 ' mis- munandi aðferðum, þá luku þeir miklu lofi á hann með lófaklappi. Smá saman fóru bændurn- ir, sem lágu undir eyðilegg- ingu kornmaðksins, að fara eftir ráðleggingum Carvers og sá baunahnotum. Þar, sem áður höfðu verið smáblettir, var nú sáð í 20-40 ekrur, og þessi litla planta, með hin fíngerðu hvítu blóm, fór að breiðast út. Með tíð og tíma, hættu mörg héruð við bóm- ullarrækt, og baunahnotan varð verðmætasta uppskeran á stóru svæði, sem náði frá Montgomery að landamærum Florida. En svo komu vandræðin. Fregnin um þau, bárust Carv- er til eyrna á þann hátt, að í októbermánuði, drap svert- ingjakona á dyr hjá honum, og bað um leyfi ^að mega tala við hann. Hún sagði pró- fessornum, að hún væri ekkja og hefði farið algerlega eftir ráðum hans og sáð í allann akurblett sinn baunahnotum. Hún hefði fengið mikla upp- skeru og tekið frá nægilegt fyrir hana árlangt, en þó væri afgangs svo hundruðum skifti punda, sem hún hefði enga þörf fyrir. Svo lagði hún fyrir Carver þ e s s a einföldu spurningu: „Hver á að kaupa þær?“ Carver gat ekki svarað henni. Hann hafði verið svo önnum kafinn við að fá bænd ur til að hætta við hina ein- hæfu bómullarrækt, og svo heppinn með tilraunir sínar með baunahnotuna, að hann hafði ekki gefið gaum að því, að nú hafði hann aleinn hrundið af stað plágu, sem var engu betri en kornmaðk- urinn. Hann keyrði í flýti út í byggðina, og sjón var sögu ríkari. Hann horfðist í augu við sjálfs sín yfirsjónir á hverju bóndabýli. H1 ö ð u r voru fullar af óseldum baun- um, og þær voru einnig að rotna á ökrunum. Þegar hann kom heim, sett- ist hann inn á efnarannsókn- arstofu sína og ásakaði sig harðlega fyrir íhugunarleysi sitt, að hafa aðeins ráðið bómullarplágunni að hálfu leyti til lykta. Það þurfti ekki aðeins að leysa bændurnar undan því ánauðaroki að þurfa að treysta á bómullar- ræktina, þeir þurftu að hafa uppskeru, sem væri markaðs- vara, og seldist fyrir peninga út í hönd. Ef enginn markað- ur var fyrir baunahnotuna, þá var það hlutverk hans að finna hann. Mörgum árum síðar, sagði Carver söguna af þessu erfið- asta hlutverki sínu í ræðu er hann hélt á Macalester há- skólanum í St. Paul, í Minne- sotaríkinu, þar sem hann leit- aði hugsvölunnar þennan dag í októbermánuði, þar sem hann gekk fyrir sólarupprás um upphaldsstað sinn í skóg- inum, og þar sem hann skim- aði eftir fyrstu dagsbirtunni, hrópaði hann: „Góði skapari minn, hvers vegna skapaðir þú heiminn?“ Og skaparinn svaraði mér: „Þig vantar að vita of mikið fyrir þessa litlu sál þína, spurðu mig að einhverju, sem meira er við þitt hæfi?“ „Og ég sagði: „Skapari minn, segðu mér til hvers maðurinn var skapaður?“ Hann svaraði mér aftur: „Lítilmótlegi maður, þú ert ennþá að spyrja spurninga, sem þú ræður ekki við, spurðu mig spurninga, sem þú getur búist við að fá svar við.“ Þá spurði ég hann síðustu spurningarinnar. „S k a p a r i góður. Hvers vegna skapaðir þú baunahnotuna?“ „Þetta er betra,“ svaraði skaparinn, og hann gaf mér handfylli af baunahnotum, og fór með mér heim á efna- rannsóknarstofuna, og þar fór um við að vinna saman. Eftir að Carver kom á efna- rannsóknarstofuna, 1 æ s t i hann dyrunum, setti á sig vinnusvuntu og braut í sund- ur handfylli af baunahnotum. Allann daginn og alla nóttina, má segja, að hann tætti kjarn ann í sundur. Hann einangr- aði fitutegundirnar, línkvoð- una, trákvoðuna, sykurefnin, og línsterkjuna. Hann prófaði þessi efni, í ýmsum sambönd- um, og á mismunandi hita- stigi og með mismunandi þrýstingi, og smásaman komu í Ijós ýmis gerfiefni svo sem: mjólk, blek, litunarefni, skó- sverta, olía smyrsli, skegg- sápa og svo auðvitað smjörið — „peanut butter.“ Úr skel- inni fékk hann áburð, borð- plötur og eldsneyti. Hann gerði aðra tilraun með skeljamulninginn, límdi hann saman og fægði þangað til að hann hélt í lófa sínum plötubút, sem leit út eins og marmari, og var alveg eins harður. Carver vann sleitulaust í tvo sólarhringa, og vísaði stúdentum sínum í burtu, sem voru mjög áhyggjufullir, er þeir þrásinnis börðu á dyrn- ar og spurðu: Er ekkert að þér, Dr. Carv- er? „Nei, nei, mér líður vel, gerið það fyrir mig að ónáða mig ekki.“ Honum fannst sjálfum, að guð hefði gert sig, dauðlegann manninn, að verkfæri til mik- illar opinberunar. Löngu seinna sagði hann: „Hinn mikli skapari gaf okk- GOING TO ICELAND? Or perhaps you wish to visit other countries or places here, in Europe or elswhere? Where- ever you wish to travel, by plane, ship or train, let the Triple-A-Service with 40 years travel experience make the arrangements. Passports and other travel documents secured without extra cost. Write, call or telephone to- day without any obligationi to: ARTHUR A. ANDERSON TRAVEL SERVICE 133 Claramonl At«„ Winnipeg 8. Man. Tel.: GLobe 2-5446 WH 2-5949 Frá Long Beach, California > i

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.