Lögberg-Heimskringla - 18.01.1968, Side 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. JANÚAR 1968
r
5
flsiadmqAu ítl QadajnAic.
X
GILITRUTT
(An Icelandic folktale)
Einu sinni bjó ungur bóndi
austur undir Eyjafjöllum.
Hann var ákafamaður mikill
og starfsamur. Þar var sauð-
ganga góð, sem hann var, og
átti bóndi margt fé. Hann var
nýkvæntur, þegar þessi saga
gerðist. Kona hans var ung,
en duglaus og dáðlaus. Hún
nennti ekkert að gera, og
skifti sér lítið af búinu. Þetta
líkaði bónda mjög illa, en gat
þó ekki að gert.
Eitt haust fékk hann henni
ull mikla, og bað hana að
vinna hana til vaðmála um
veturinn, en konan tók ekki
líflega undir það. Leið svo
fram á vetur, að konan tók
ekki á ullinni, og ámálgaði þó
bóndi það oft.
Uoaxbulwuj-.:
að konan tók ekki á ullinni,
that the woman did not
touch the wool
austur undir Eyjafjöllum, to
the east below Eyjafjöll, in
southern Iceland
ákafamaður mikill, a very
energetic man
ámálgaði þó bóndi það oft,
although the farmer often
mentioned it
átti, owned, possessed
bað hana að vinna hana til
vaðmála, asked her to work
(make it into home-spun
cloth
bjó, farmed, lived
duglaus og dáðlaus, incapable
and inactive, good for noth-
ing
eiti haust, one fall
en, but
fékk hann henni ull mikla, he
gave her a great deal of
wool
gat hann þó ekki að gert, he
could not, however, do
anything about it
hún nennti ekkerl að gera,
she was too lazy to do
anything
kona, wife, woman
konan tók ekki líflega undir
það. the woman did not re-
spond lively (enthusiasti-
cally) to that
leið svo fram á vetur, thus
the winter wore on, passed
margt fé, many sheep, cattle
nýkvaentur, newly married
skifti sér lítið af búinu, paid
little attention to the farm-
ing, the household
slarfsamur, industrious
um veiurinn, during the win-
ter
ungur (ung), young
þar var sauðganga góð, sem
hann, var, there was good
sheep-pasture where he was
located (farmed)
þegar þessi saga gerðist, when
this story took place
þetta líkaði bónda mjög illa,
this the farmer disliked
very much
ÞAÐ GERÐIST nýlega
myndarheimili í París, að frú-
in sagði við mann sinn:
„Jæja, elsku Jóhann minn,
nú get ég sagt þér gleðifréttir.
Ég er búin að ráða hingað
vinnukonu mánaðartíma til
reynslu. Hún heitir Yvonne
og kemur um næstu helgi!“
„Ég vofta að hún reynist
betur en þrjár þær síðustu,
sem við höfum haft, Anna
mín“, anzaði eiginmaðurinn,
„en veit hún, hve mikið er
að gera hér á heimilinu?“
bætti hann við.
„Já, ég gleymdi nú ekki að
taka það fram við manninn
á ráðningarskrifstofunni,“ anz
aði frú Anna.
Yvonne kom næsta laugar-
dag, síðklædd að 19. aldar sið
og ekki nóg með það, heldur
var hún ógreidd og ómáluð
í þokkabót. Frú Anna bauð
hana velkomna og veitti því
athygli, að hún hafði föggur
sínar í stórri og fornlegri
ferðakistu.
„Ég held að við getum
aldrei rogazt með þessa kistu
alla leið upp í herbergið yð-
ar,“ andvarpaði frúin.
„Æ, frú mín, mér þykir
leitt, að mér skyldi ekki
hugsast að biðja manninn,
sem ók henni hingað á hest-
vagninum, að hjálpa mér til
þess,“ svaraði stúlkan.
„Á hestvagninum?“
„Já, hann ók henni hingað,
þaðan sem ég bjó. Ég er ein-
stæðingsstúlka, frú mín, og
þetta er ferðakistan hennar
ömmu minnar sálugu. I henni
er allt, sem ég á!“
„Við verðum að láta kist-
una bíða hér, þangað til mað-
urinn minn kemur heim,“
mælti húsfreyja. „Hann verð-
ur að burðast með hana upp
stigana.“
„Ég tek bara upp úr henni
hérna niðri, og þá verður auð-
velt að bera hana upp,“ anz-
aði vinnukonan.
Frúin fór nú fram í eld-
húsið að hita kaffi. Það lá
við, að hún sæi eftir að hafa
ráðið stúlkuna óséða. Allt var
svo ankannalegt í fari hennar.
Málblærinn og tungutakið
var eins og tíðkazt hafði um
síðustu aldamót!
Þegar frúin kom með kaff-
ið, sá hún, að stúlkan var
búin að opna kistuna.
„Ég vona, að þér hafið ekk-
ert á móti því, að ég verði
í þessum fötum?“ m æ 11 i
Duiarfull vinnukona
á
vinnukonan. „Þau eru öll af
henni ömmu sálugu. Hún var
í þeim, þegar hún var vinnu-
kona, en eftir að hún giftist,
geymdi hún þau svo vel og
vandlega, að mér finnst synd
að nota þau ekki.“
Frúin rétti stúlkunni kaffi-
bollan furðu lostin.
„Ég vona, að mér takist að
gera ykkur til. geðs á allan
hátt,“ mælti Yvonne lágt, og
dökk og fögur augu hennar
leiftruðu. „Ég hef enga andúð
á húsverkum eins og títt er
um ungar stúlkur nú á dög-
um. Hún amma mín sáluga ól
mig upp og kenndi mér að
bera virðingu fyrir daglegum
störfum. Ég kann að fægja
svört handrið, þangað til þér
getið séð yður í þeim eins og
í spegli!“
„En hér eru engin svört
handrið,“ anzaði frúin öldung-
is forviða.
MORGUNINN eftir, þegar
Yvonne birtist í fornlegu föt-
unum af henni ömmu sinni,
lá við sjálft, að bæði börnin
á heimilinu færu að skelli-
hlæja, en faðir þeirra hastaði
á þau. Telpan, sem var tólf
ára, sagði, að nýja vinnukon-
an liti út éins og afturganga
frá byrjun aldarinnar — tíma
bilinu fagra —, sem Frakkar
nefna svo.
Yvonne reyndist frábær til
allra verka. Hún leið um hús-
ið hægt og hljóðlega með
þokka og virðuleik, sem er
algert einsdæmi nú á dögum.
Verklægni hennar og afköst
voru með ólíkindum, og
vinnuþoli hennar virtust eng-
in takmörk sett.
„Þú ert ánægð með nýju
vinnukonuna, er ekki svo?“
spurði húsbóndinn konu sína
nokkrum dögum seinna.
„Ja—á,“ anzaði frúin lágt.
„En mér finnst bara eitthvað
svo undarlegt við hana, eins
og hún sé komin hingað aft-
an úr fortíðinni. Yvonne virð
ist alls ekki vera nútíma-
stúlka; hún talar alls ekki við
mig á sama hátt og hinar
stúlkurnar, sem við höfum
haft. Hún er svo sett og
virðuleg í allri framkomu.“'
Nokkru seinna kom systir
frúarinnar í heimsókn, og hún
gat ekki varizt undrun, þegar
hún sá Yvonne.
„Það fer um mig, þegar ég
horfi á þessa nýju vinnukonu
ykkar,“ sagði hún. „Hún líður
um húsið eins og vofa. Ég
mundi segja, að hún væri
varla mennsk!“
Frú Anna hafði ekki minnzt
á Yvonne við systur sína,
ekki haft orð á hinum kyn-
legu háttum hennar né klæða-
burði.
„Ef þú kynntist henni,
mundirðu segja, að hún væri
afturgengin vinnukona, sem
hefði verið hér í húsinu fyrir
100 árum,“ sagði hún hlæj-
andi.
„Það kæmi mér ekki á ó-
vart,“ anzaði systirin. „Segðu
mér eitt: Fer hún nokkurn
tíma á stefnumót við karl-
mann?“
„Aldrei! Þegar hún hefur
lokið dagsverki sínu, sezt hún
ævinlega upp 1 herbergið sitt
og Rs og les.“
„Uækur eftir Vistor Hugo
eða cnn eldri höfunda og auð-
vitað í fyrstu útgáfum, frá
því hún var hér í lifanda lífi,
býst ég við.“
„Hættu nú!“ anzaði frú
Anna. „Þú gerir mig
irædda!“
FJÖLSKYLDUNNI brá í
brún, þegar reynslumánuður
vinnukonunnar var á enda og
hún kvaðst ætla að fara!
„Mér hefur liðið reglulega
vel hjá ykkur, frú mín, og
þið hafið sannarlega verið
mér góð,“. sagði Yvonne.
„En af hverju ætlið þér þá
að fara frá okkur?“ spurði
frú Anna.
„Ég verð að fara, frú mín,
en ég mun aldrei gleyma vist-
inni hjá ykkur hjónunum né
heldur yndislegu börnunum
ykkar.“
F r ú i n reyndi að telja
Yvonne hughvarf og bauð
henni hærra kaup, en allt
kom fyrir ekki
„Hver veit, nema þér komið
aftur til okkar, ef yður van-
hagar um starf. Þér eruð allt-
af velkomin, Yvonne mín,“
sagði frú Anna.
Eftir að Yvonne var farin,
sagði Jóhann við konu sína:
„Nú getið þið systurnar og
krakkarnir hérna hætt að
velta því fyrir ykkur, hvort
hún Yvonne hafi verið aftur-
ganga eða bara raunveruleg
stúlka.“
„Hvað heldur þú um það?“
spurði frú Anna.
Maður hennar svaraði bros-
andi: „Ég skil ekki, að nokkur
draugur hefði getað unnið
annað eins og hún gerði. Hitt
er satt, að hún var of góð til
þess að geta verið nútíma
vinnukona.“ f
Svo var það kvöld eitt
skömmu seinna, að frú Anna
var að horfa á kvikmynd í
sjónvarpinu, en maður henn-
ar mókti í stólnum sínum.
Allt í einu spratt frúin á
fætur og kallaði undrandi:
„Þetta er kvikmynd frá síð-
ustu aldamótum, og þarna er
vinnustúlka að bjóða prestin-
um inn í dagstofu með alls
konar skrani frá þeim tíma.
Sjáðu, Jóhann, stúlkan er eng-
in önnur en hún Yvonne, sem
var hjá okkur, í fötunum af
henni ömmu sinni sálugu!“
Jóhann hrökk upp af vær-
um sjónvarpsblundinum og
Þekkti Önnu undir eins á
skerminum, fasið, röddina og
klæðaburðinn. Þar var alls
ekki um neitt að villast.
Yvonne fór með lítið hlut-
verk í myndinni, en túlkaði
það svo eðlilega, að engum
hefði getað sýnzt, að hún væri
nútímakona.
„Jæja, svo hún er þá leik-
kona,“ sagði frú Anna, þegar
nöfn leikendanna birtust á
skerminum. „Hún hefur bara
verið hér í fríi. Ég ætla að
skrifa henni og spyrja hana,
hvað allt þetta hafi átt að
merkja. Ég sendi bréfið bara
til sjónvarpsstöðvarinnar.“
FRÚ Anna og Yvonne hitt-
ust skömmu seinfta í kaffi-
húsi. Þá var Yvonne orðin öll
önnur eft verið hafði. Hún
var klædd á nútímavísu, og
fas hennar var að öllu leyti
eins og tízkukvennanna í
París.
„Það gleður mig, að ykkur
geðjaðist að leik mínum,“
sagði hún brosandi. „Ég var
nýútskrifuð úr leikskólanum,
þegar mér bauðst þetta hlut-
verk, og af því að æfingar að
myndinni áttu ekki að hefjast
fyrr en eftir mánuð, ákvað
ég að fá mér vist. Það var
satt, sem ég sagði ykkur um
hana ömmu mína. Hún kenndi
mér öll algeng heimilisstörf,
og þegar hún dó, eftirlét hún
mér öll fötin sfn og nóga
peninga til að standa straum
af kostnaðinum við leiklistar-
námið.
„Jæja,“ sagði frú Anna.
„Ég er skapgerðarleikkona,"
sagði Yvonne, „og mig lang-
aði að vita, hvernig mér tæk-
ist að leika vinnukonu frá
aldamótunum í heilan mánuð.
Þess vegna ákvað ég að lifa
lífinu eins og ég hélt, að hún
mundi hafa gert.“
„Þér voruð ákaflega sönn
og trúverðug í hlutverki yð-
ar,“ sagði frú Anna brosandi.
„Jæja,“ anzaði Yvonne, „ég
reyni alltaf að lifa mig inn í
hlutverkin mín.“
„Og eigið þér nú von á
nokkru nýtízku hlutverki?“
Framhald á bls. 7.
Want to know more about
I C E L A
D ?
You are invited to join our ever increasing number of
subscribers, who have already found that ICELAND
REVIEW gives them more and more information on
lceland and the lcelanders in text and striking pictures.
Makc it your mogazinc. Start your subscription now.
Beztu kveðjur fró íslandi.
ii lceland
Write to Review P.O. Box 1238, Rcykjavik, lceland.
Enclosc Can. $ 5.70 or US $ 5.25 for one yeor of YOUR magazine.