Lögberg-Heimskringla - 18.01.1968, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 18.01.1968, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. JANÚAR 1968 Lögberg-Heimskringla Published erery Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON Prasident, Grettir Eggertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessoson, choirman; Dr. P. H. T. Thorlokeon, O. Voldimor J. Eylonds, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phillip M. Petursson. Voncouver: Gudloug Johonnesson, Bogi Bjarnason. Minneepoiis: Hon. Voldimar Bjornson. Victorie, B.C.: Dr. Richord Beck. Icelend: Birgir Thor- lacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 Authorized as second class moil by the Post Office Department, Ottawa, and for poyment of Postage in cosh. Eftirsókn í embætti Það sætir mikilli furðu hve margir menn eru viljugir og þykjast færir um að sækja um æðstu stjórnmálaem- bætti þjóða sinna. Hin mikla ábyrgð, sífelda vinna og á- hyggjur sem þessum embættum fylgja virðist ekki vaxa þeim í augum. En flestir þeir, sem hreppa þessi ábyrgðarmiklu em- bætti eldast fyrir aldur fram. Eftir fá ár sligast þeir undir hinni þungu byrði; áhyggjur, vonbrigði, fylgistap og fleira greipa djúpar rúnir á andlit þeirra. Síðan sjónvarpið kom til sögunnar verður almenningi þessi breyting á útliti og framkomu forustumanna þeirra augljós. Það er til dæmis sorglegt að sjá hve forseta- embættið hefir verið Lyndon B. Johnson þungbært. Hann þekkist varla fyrir hinn glaðsinna og sigursæla mann, sem tók við forsetaembættinu fyrir fjórum árum. Styrjöld- in í Viet Nam mun eiga sinn þátt í þessari breytingu. Hann mun, að sjálfsögðu hafa verið einlægur í þeim á- setningi að binda endi á þennan hildarleik, en það er hægara sagt en gjört þegar út í hann er komið. — Minnis- stæð eru aðvörunarorð Dwight D. Eisenhower þegar hann lét af forsetaembættinu. Hann aðvaraði þjóð sína og stjórn hennar gegn því, að gefa hershöfðingjunum of mikil völd í hendur. Hann vissi hvað hann var að tala um, því hann hafði verið hershöfðingi sjálfur. Þrátt fyrir alla erfiðleikana og fylgistap á þessum fjór- um árum, er talið sjálfsagt, að Johnson muni sækja um endurkosningu í haust. Og ekki verður vöntun á fram- bjóðendum úr báðum stjórnmálaflokkunum. Meir að segja, maður, sem lengst af hefir verið kvikmyndaleikari, hvað vera reiðubúinn að gefa kost á sér í þetta voldugasta em- bætti heimsins! — Allir hér í Canada eru minnugir á hinn mikla kosninga sigur John Diefenbakers og hve mjög honum sárnaði þegar conserative flokkurinn tapaði 1963 og hann varð að víkja úr forsætisráðherra stólnum fyrir Lester B. Pearson og sátu þeir aldrei síðan á sárshöfði á þingi og veittist erfitt um framgang á flestum málum, það tók jafnvel vikur og mánuði að fá samþykkt á þingi að Canada fengi sinn eigin fána. Smásaman snérust fylgismenn Diefenbakers gegn honum og boðuðu loks flokksþing síðastl. haust til að kjósa á ný flokksforingja. Ekki vantaði menn, er höfðu hug á því að ná í það erfiða sæti, einir tíu framámenn í flokknum gáfu kost á sér, þar á meðal Mr. Diefenbaker sjálfur þótt honum hafi hlotið að vera ljóst að hann myndi tapa. Robert Stanfield forsætisráðherra Nova Scotia fylkis var kjörinn — hægur maður og viðfeldinn en ekki ræðuskörungur á við Mr. Diefenbaker. Lester B. Pearson hefir átt við erfiðleika að stríða, sem forsætisráðherra, því Liberal flokkurinn hefir ekki haft meirihluta á þingi í hans stjórnartíð, en hann átti því láni að fagna, að njóta ávalt trausts og virðingar ráðuneytis síns og samverkamanna og hefir stjórn hans afkastað furðu miklu á þessu tímabili. En bæði er það að flokkur Mr. Pearson átti litlu fylgi að fagna hér í vestur fylkjunum og hann hefir verið orðinn þreyttur. Hann tilkynnti í lok árs- ins 1967 að hann myndi segja af sér forsætisráðherra em- bættinu í apríl mánuði þetta ár, og halda þá Liberalar flokks- þing í Ottawa til að velja eftirmann hans, sem verður ekki einungis formaður flokksins heldur og forsætisráðherrfa. þjóðarinnar þar til næstu kosningar fara fram. Ekki virðist hörgull á mönnum í Liberal flokknum, sem telja sig hæfa í þetta háa embætti. Nokkrir hafa nú þegar gefið sig fram og þeir verða væntanlega fleiri. Hversvegna sækja menn svo ákaft í þessi embætti? Það hlýtur að vera þeim kostnaðarsamt að leita sér fylgis um allt landið og óskemmtilegt og þreytandi að sama skapi, og ef þeir hreppa hnossið verða þeir að skotspæni blaða, út- varps, sjónvarps og almennings. — Er það vegna löngunnar til að verða landi sínu og þjóð að liði eða einhvers annars? Af hverju sem það er megum við þó hrósa í happi að eiga einhverja sem gefa kost á sér í þessi erfiðu embætti. Hvernig sem þeir reynast, er þetta fyrirkomulag þó langt um betra en það einræði er fjöldi þjóða á við að búa. — I. J. „Hálfgerður íslendingur" 18 ár ræðismaður íslands í „landinu helga" — Rabbað stundarkorn við Franz Naschilz í Tel Aviv „Já, naínið hljómar pen- ingalega, — en við erum hálíblankir hérna við göl- una", segir aðalræðismaður fslands í ísrael, Franz Nasc- hitz, þegar blaðamaður Vísis og hann ganga í morgunsól- inni eflir Rotschild Boule- vard, en þar er íslenzk ræðis- mannsskriíslofa, — og ræðis- maðurinn kímir, þegar minnzt er á Rolschildana, sem gatan ber nafn af, þeir voru og eru ríkastir af öllum ríkum Gyð- ingum, og um tíma gátu þeir i krafli auðs síns ráðið gangi styrjalda, og hvort þær voru háðar yfirleitt, að því er sagt var. 1 hvíta steinhúsinu við fall- egu breiðgötuna, sem er skipt með risaháum trjám eftir endilöngu, er miðstöð íslands, þeir sem koma frá íslandi eiga þarna mann að, og þeir sem vilja kynnast íslandi geta líka komið og spurt Nasc- hitz-feðgana, en sonur Franz Naschitz, sem er lögfræðing- ur, kann skil á íslandi og flutti nýlega fyrirlestur og svaraði fyrirspurnum um ís- land á fundi, sem blaðamenn í Tel Aviv héldu. „Ég er eiginlega orðipn hálfgerður íslendingur,“ segir Naschitz eftir að við komum inn á látlausa skrifstofu hans, sem ber öll merki þess, að þar sé ekki setið auðum hönd- um á vinnudegi. Á veggjum hanga verk íslenzkra málara, og síðar kynnist ég hinu sama á heimili þeirra Naschitz- hjónanna. Það er eins og að koma inn á íslenzkt heimili, og íslenzkar bækur eru líka til á heimilinu, gjafir frá Nóbelsskáldinu okkar, sem eitt sinn bankaði upp hjá ræðismanninum. N a s c h i t z hefur komið 21 sinni til Is- lands og hefur að baki 18 ára störf sem konsúll. Naschitz er lávaxinn mað- ur, ákaflega snyrtilegur og satt að segja dæmigerður verzlunarmaður af eldri kyn- slóðinni. Ég spyr um verzlunarvið- skipti landa okkar. Þau voru eitt sinn meiri en nú er,“ seg- ir Naschitz. „Enu sinni þurft- um við nauðsynlega á eggja- hvítuauðugri fæðu að halda, og gátum ekki fiskað sjálfir. Þá keyptum við mikið af fisk- blokkum frá íslandi, — 90% af því sem við þurftum kom frá íslandi. Fiskurinn er holl fæða og næringarrík og ódýr miðað við kjöt,“ segir Nas- chitz og neitar þeirri spurn- ingu blaðamanns hvort fisk- urinn hafi ekki verið óvin- sæll en það gaf barþjónn á hóteli blaðamanns í skyn. „Nei, okkur líkar vel við fisk, það sýnir bezt hvað hér er alltaf borðað mikið af fiski, en nú veiðum við sjálfir og því hafa viðskiptin við Island dregizt saman. Þið eruð ekki samkeppnishæfir í verði við önnur lönd.“ Á þessum árum, þ. e. um og eftir 1950, var Vatnajökull í stöðugum flutningum milli Is lands og Israel. Fyrir fiskinn flutti Vatnajökull okkur m.a. í hundraðatali hina frægu Kaiser-leigubíla, sem voru settir saman í ísrael, ísraelsk- ar snyrtivörur og hreinlætis- vörur settu svip á markaðinn, — og ávextirnir þeirra sviku engan fremur en nú. Þetta var þá, — en tímarnir hafa breytzt og nú er verzlunin mun minni milli landanna. Islenzk síld þykir þó herra- mannsmatur í ísrael, eins og raunar víðast annars staðar en á íslandi, þar sem helzt þarf að flytja síldina inn frá Noregi eða Svíþjóð til að fólk fáist til að borða hana. Þenn- an morgun vakti það athygli mína við morgunverðarborð- ið á hótelinu, að fjölbreytt úrval síldarrétta var á borð- um. Þjónninn kom meira að segja að borðinu og benti mér á að notfæra mér þetta kosta- boð. „Hvaðan er þessi síld,“ spurði forvitni blaðamaður- inn. „Andartak,“ segir þjónn- inn og er horfinn. Það er skotið á þjónarráðstefnu og loks kemur þjónninn til baka. „Síldin er frá heimalandi yð- ar, herra minn, — Englandi.“ Hvaðan sem síldin hefur verið þá bragðast hún sæmi- lega vel, en hrósið, sem ég fékk fyrir enskukunnáttuna, var ómetanlegt. Ég spurði ræðismanninn um síldarinn- flutning. Jú, á döfinni var þá að flytja frá íslandi til ísrael 5000 tunnur af síld og var Naschitz einmitt að vinna að því að koma þeim kaupum á. Útflutningur til íslands er alltaf nokkur, vín, appelsínur, lyf, eins og til dæmis pensill- ín, garn og vefnaðarvara, — og það nýjasta var það, að fyrirtæki í Reykjvík hafði á prjónunum innflutning til ís- lands á nýjum og ferskum rósum! — Hvernig stóð á því að þér kynntust íslandi? „Það var á árunum eftir stríð að ég var settur í nefnd sem átti að semja um við- skipti við Norðurlöndin, þar á meðal ísland. Eftir það komst ég í góð kynni við Norður- löndin og þá ekki sízt Island og hef stofnað til vináttu við fjöldamarga íslendinga, bæði á ferðalögum á íslandi og eins hér, ég hitti marga íslendinga sem hingað hafa komið. „Á veggnum eru myndir áritaðar af ýmsum framámönnum ís- lenzkum, sem heimsótt hafa ísrael. — Hafa ísraelsmenn áhuga á Islandi? „Geysilegan áhuga. Hingað á skrifstofuna koma oft börn og biðja um myndir og bækl- inga um ísland. Þau hafa lært í skólanum um ísland og vilja vita meira. Ég er vanur að láta þau ganga undir smá- próf og fyrr fá þau ekki mynd irnar. Börnin ganga ævinlega að þessu og falli þau á próf- inu koma þau bara betur und- irbúin aftur til að taka prófið. Við höfum líka gengizt fyrir íslandskvöldum og þangað er boðið mörgum málsmetandi mönnum og rætt um ísland. Margir þekkja til Islands vegna heimsókna forseta ís- lands og forsætisráðherra, og einnig utanríkisráðherra og Birgis Finnssonar, forseta Al- þingis, sem var eini ræðu- maðurinn af 44 þingforsetum við opnun Knesset, nýja þing- hússins í Jerúsalem. Við mun um líka eftir því að íslend- ingar hafa stutt okkur með ráðum og dáð á alþjóðavett- vangi og voru meðal annars mjög fylgjandi stofnun ríkis okkar á sínum tíma. f En svo nánar sé vikið að samskiptum íslands og Israels í dag, sem að mestu leyti fara í gegnum aðalræðismanninn, þá hafa Loftleiðir teygt anga sína til ísrael og einnig þar hafa menn heyrt getið lágra fargjalda félagsins yfir At- lantshafið og á síðara ári jókst sala farmiða með félaginu stórlega í ísrael. Að því er ræðismaðurinn taldi er innflutningur ísraels frá Islandi 1966 um 6.5-7 mill- jónir króna en inn mun hafa verið flutt frá ísrael fyrir 6-6.6 milljónir króna. Ýmsir annmarkar eru á við- skiptum við ísrael vegna þess hve fjarlæg löndin eru hvort öðru. Hr. Naschitz taldi þó, að auka mætti viðskipti land- anna að mun. Ekki hvað sízt sýndi hann áhuga á að ferða- menn kæmu til ísrael og ísra- elskir ferðamenn þá til ís- lands, — en ísrael er einstakt ferðamannaland og býður upp á flest það, sem önnur lönd gera, t. d. gott veður, bað- strandir og allt það, sem ferðamenn vilja, — og saga ríkisins er einstök, h v e r steinn og hver þúfa hefur sína sögu aftur í aldir. 1 Vísir 9. ianúar 1968

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.