Lögberg-Heimskringla - 18.01.1968, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 18.01.1968, Síða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMT UDAGINN 18. JANÚAR 1968 Hún hafði ætlað að festa hnapp í jakkaermina hans um morguninn. Þess vegna hafði hún tekið þetta upp, en þá hafði Sigurfljóð, sú mikla dugnaðarkona, tekið við því, svo að það gengi fljótara. Hún var alltaf svo seinvirk, aum- ingja konan. Hann háttaði, en gat ekki sofnað, þótt hann væri dauðþreyttur á líkama og sál. Hann slokkti ljósið og bylti sér til veggjar, en sá þó þessa smáhluti, sem á borðinu voru, jafnskýrt og áður. Hún hafði átt þessi skæri fyrst þegar hann kom að Hraun- hömrum og lét þau aldrei nið- ur fyrr en hún var búin að fægja þau og strjúka. Þau voru líka eins og ný. Ástríður hafði sagt honum það einu sinni, að hann hefði víst gefið henni þessi skæri, strákasn- inn, sem hún hefði verið að finna þarna í hömrunum. Þær hefðu líka ekki verið lengi að kubbast í sundur, tryggðataug arnar hans. Hvort sem það var rétt eða ekki, þótti henni fjarska vænt um þessi skæri. Hann fór allt í einu að sjá eftir því, að hann skyldi ekki hafa gefið henni eitthvað, sem henni hefði þótt svo vænt um, að hún hefði strokið það og fægt í hvert sinn, sem hún hefði handleikið það. Þegar rétt var reiknað, hafði þessi strákflagari verið betri og gjöfulli en hann sjálfur. Hann gladdist við að hugsa til þess að hafa gefið henni falleg bollapör með gylltum stöfum. „Frá vini“ stóð á þeim. Hún tók þau aldrei upp nema á hátíðum. Einna sárast var þó að hugsa til þess, hvað hún hlyti að hafa þráð að hafa smábarn á heimilinu, sem hún væri móðir að. Mik- ið hafði hún verið glöð og sæl yfir drengnum þessa mán uði, sem hann var búinn að vera hjá henni. Þá gleði hefði hann getað veitt henni strax og drengurinn fæddist, ef hann hefði ekki verið ósveigj- anlegur þrákálfur. Allt hafði það verið Sigurfljóð að kenna. Og svo þurfti hún endilega að fara að þeytast hingað núna til þess að hafa hana til kirkju með sér. Honum fannst hún eiga einhverja sök á því, að Gunnhildur var horfin. Þó fann hann, að það var ekki rétt. Hér var engum hægt um að kenna nema ó- frávíkjanlegum forlögum. Sjálfur var hann kvalinn und an ásakandi augnaráði sonar síns, sem ekki hafði talað eitt orð hvorki við hann né aðra þennan dag, síðan slysið hafði borið að höndum. Þess vegna reyndi hann að ýta þessari áleitnu hugsun frá sér, að Sigurfljóð hefði þó óafvitandi stuðlað að því, að hér var komið stórt skarð í heimilið og hans eigið líf. Draumarnir voru sam- hengislaust rugl. Hann sá Hall gamla á Stað, sem hann hafði ekki séð í mörg ár í draumi. Hann var ekki leng- ur farlama vesalingur vafinn í sængur, heldur léttfættur eins og krakki, hlaupandi út með Buslu og talandi um hana. Hún hafði látið þó nokk uð til sín heyra í gær, sagði hann. Svo sá hann Möggu bregða fyrir allra snöggvast. Hann hefði gjarnan viljað njóta þessa draums lengi, en þá losaði hann svefninn og fann sárt til þess hræðilega veruleika að vera aleinn í niðamyrkrinu. Þannig átti líf hans að verða hér eftir, fyrst hún var horfin, þessi hógværa og góða kona, sem hann hafði allt of sjaldan litið réttu auga. Framvegis yrði hann að fylgj- ast með þessum kaldlynda syni, með þessi dimmu ásak- andi augu, eða kannske hann yrði hrakinn út í horn? Hann varð feginn, þegar hann sá ofurlitla dagsbirtu leggja inn um gluggann. Hann vaknaði til fullls við það, að Sigurfljóð kom inn með rjúk- andi kaffi á bakka ásamt brauði. „Góðan daginn, Þ o r g e i r minn“, sagði hún. „Ég hélt, að þú myndir kannske hafa gott af því að fá kaffið í rúm- ið. Varla hefurðu sofið mjög rólega frekar en ég“. Honum hlýnaði við alúð hennar. Svona var hún alltaf stórærleg í öllum sínum af- skiptum. „Nei, það hafa verið erfiðir draumar og óvær svefn, sem ekki er að undra eftir annan eins dag“, sagði hann. Hún hafði komið með pör handa sér sjálfri og settist niður og drakk honum til samlætis og talaði um, hvað veðrið væri dásamlega fagurt. Og svo nokkru seinna spurði hún, hvort hann vildi ekki að hún kveikti upp í ofninum. „Það er víst hreinasti óþarfi að fara að kynda ofan í öðru eins veðri, enda fer ég strax út með á, þegar ég hef komið mér í fötin“, sagði hann. Valka kom nú inn með hversdagsfötin hans, en tók sparifötin, sem voru heldur illa útlítandi, og fór með þau fram án þess að tala orð. „Ég skal reyna að laga föt- in„ Valka mín“, sagði Sigur- fljóð. Valka lét sem hún heyrði ekki til hennar. Hún var allan daginn að bur^ta og pressa fötin. Þegar hún hafði gert það svo að henni líkaði, bar hún þau fram í stofu. Þau voru orðin tvenn. „Ég hefði víst getað hreins- að fötin hans Hjálmars", sagði Sigurfljóð. „Ég gat það líka“, sagði Valka með sínum gamla þráa- svip, sem Sigurfljóð kannað- ist svo vel við frá fyrri tíð. Solveig gamla tönnlaðist sí- fellt á því, að hann hefði vit- að, hvað bezt og heppilegast væri, blessaður himnafaðir- inn, að senda þessa indælu manneskju, hana Sigurfljóð, til að hugsa um sig og hann Þorgeir, fyrst hann hefði endilega þurft að kalla Gunn- hildi á sinn fund. „Hvernig skyldi nú þetta hafa komizt inn í kollinn á henni?“ sagði Sigurfljóð frammi í búri við stúlkurnar. Hún var sú eina, sem reyndi að lífga upp heimilið. Hjálm- ar litli var orðinn svo kump- ánlegur við hana, að hann sat í kjöltu hennar við matar- borðið. Ásta fann til gömlu, sáru afbrýðinnar, en lét það þó ekki í ljós á neinn hátt. Sigurfljóð yrði hér ekki nema fáa daga — svo ætti hún drenginn ein eftir að hún væri farin, en nú voru liðnir þrír dagar síðan slysið vildi til — og Sigurfljóð sýndi ekki nokkurt fararsnið á sér enn- þá. ÞAÐ Á AÐ SKJÓTA BLEIK Fjórða morguninn frá þeim viðburðaríka messudegi kall- aði Hjálmar til Bjössa, þar sem hann var að enda við að brynna kúnum, og bað hann að finna sig heim á hlaðið. Drengurinn bjóst við, að eitt- hvað meir en lítið stæði til, því að Hjálmar hafði tæplega talað orð við nokkurn mann þessa síðustu daga. „Þú skalt búa þig til ferðar, Bjössi minn, og taka bleika klárinn þarna úti á túninu og fara með hann fram að Sviðn- ingi og s^gja honum pabba þínum að skjóta hann. Hann getur haft átuna af honum fyrir skotið“. Bjössi horfði hissa framan í Hjálmar. „Á að fara að lóga honum Bleik?“ spurði hann. „Hann er víst ekki orð- inn svo gamall“. „Það er náttúrlega ekki. En flýttu þér að klára fjósverkin, svo að þú getir farið með hann sem fyrst frá augunum á mér“, sagði Hjálmar. Þorgeir hafði ranglað ofan að á strax um morguninn eins og vanalega. Hann varð ekki lítið hissa, þegar hann kom heim aftur og sá Bjössa í sín- um skárri fötum vera að beizla Bleik úti á túni. Þeir gengu samtímis heim á hlað- ið. „Hvert ætlar þú að fara, Bjössi minn?“ spurði hann áhugalaust. „Hjálmar sagði mér að fara með Bleik fram að Sviðningi. Pabbi á að skjóta hann“, sagði Bjössi dauflega. Þá var eins og Þorgeir vaknaði af svefni. „Ég gæti hugsað mér, að það yrði ekk- ert af því“, sagði hann. „Hest- urinn er ekki kominn á fallanda fót ennþá“. Hjálmar kom sunnan fyrir bæinn jafnsnemma og faðir hans sleppti síðasta orðinu. „Hvaða vitleysa er þetta eiginlega, sem krakkinn er að segja?“ spurði Þorgeir. „Hann á að fara með hest- inn, svo að ég þurfi ekki að horfa á hann lengur“, sagði Hjálmar fastmæltur. „Ég hata hann og allt og alla, sem k®mu nærri þessu slysi þarna á sunnudaginn“. „Hvað heldurðu að skepnan geti gert að því? Ef hesturinn hefði hnotið í ánni, hefði ver- ið ástæða til að hata hann, en svo var nú ekki. Hann hefði víst komið henni til lands, ef hún hefði haft meðvitund svo lengi“, sagði Þorgeir. „Hvað svo sem ætli þú getir sagt um það“, sagði Hjálmar hás af gremju. „Það var víst ekki svo mikið um að þú litir eftir því, hvernig henni gekk yfir um“. „Það ruddist út í ána á milli okkar, Fellsendahyskið — alls staðar til ills“, sagði Þorgeir. „Þú gekkst betur fram í því að koma henni til kirkjunnar, þó að henni væri það þvert um geð. Hvenær var eiginlega tekið tillit til þess, sem hún vildi? Aldrei — heldur aðeins hins, sem þér þóknaðist“, þrumaði Hjálmar hlífðar- laust. Þorgeiri fannst hann tala í fyrsta sinn með mál- rómi Ástríðar móður sinnar. „Hvað eiga þessar ásakanir að þýða? Ég býst við, að eng- inn eigi hér neina sök á. Þetta hefur víst átt svona að fara, að hún hyrfi frá okkur þenn- an dag, blessunin“, sagði Þor- geir ótrúlega hógvær. „Og litlar skaðabætur verða það, þó að hesturinn verði skot- inn“. „Ég get ekki horft á hann á túninu“, sagði Hjálmar. „Farðu með hann sem fyrst í burtu, drengur“. i,Viltu þá ekki senda Gísla karlinn og láta hann skjóta okkur öll, sem viðstödd vor- um?“ sagði Þorgeir. „Sama væri mér, því að ég þykist sjá, að þú ætlir þér ekki að verða mér neitt sérlega hlýr, þegar ég er orðinn einstæð- ingur“. Seinustu orðin voru töluð með andþrengslum. Bjössi hljóp kjökrandi heim hlaðið og inn í stofu til Ástu. „Hvað hefur komið fyrir?“ spurði hún kvíðandi nýjum hörmungum. „Hann Hjálmar er svo vond ur við hann Þorgeir. Hann vill líka, að Bleikur verði skotinn, en það vill Þorgeir ekki og ég ekki heldur“. Ásta hljóp fram úr stofunni með Hjálmar litla hálfklædd- an í fanginu. Sigurfljóð stóð í dyrunum og hleraði eftir því, sem talað var úti á hlað- inu. Ásta fékk henni dreng- inn. „Þú heldur á honum fyrir mig — hann er svo fá- klæddur“, sagði hún. „Þetta líkar mér“, sagði Sigurfljóð og brosti kalt, „það |er kominn tími til að Hjálm- ar sýni föður sínum, að hann er ekkert reifabarn lengur. Hann hefði átt að taka fyrr af honum ráðin“. Ásta gegndi henni engu, en íljóp suður á hlaðið, þar sem rimman hafði staðið. Þorgeir rauk inn í bæ æði svipmikill. Ásta lagði höndina á öxl manni sínum og sagði: „Hvað ertu eiginlega að hugsa, góði minn, að koma svona fram við hann pabba þinn núna, þegar hann á svona bágt? Hvernig heldurðu að henni mömmu þinni líkaði við þig, ef hún gæti fylgzt eitthvað með í þessum heimi?“ Skyldi hana láta að orðum hennar? hugsaði Sigurfljóð. Skyldi nokkur manneskja geta látið hann hvarfla frá því, sem hann hefur tekið á sig? „Hann hvatti hana til þess að fara þennan óhappatúr — annars hefði hún verið hjá okkur ennþá“, sagði Hjálmar, en nú var málrómurinn lægri en áður. „í öllum bænum talaðu ekki svona. Það voru fleiri en hann, sem lögðu að henni að fara. Hverjum gat dottið svona sviplegt slys í hug? Hún var líka svo kirkjuræk- in kona. Við verðum að reyna að láta honum pabba þínum líða vel. Hann hefur misst svo mikið. — Slepptu hestin- um, góði minn“. Bjössi stóð fyrir sunnan bæ óráðinn í því, hvað hann ætti að gera. Hann skalf og titraði af æsingi. Honum fannst Hjálmar vera vondur maður. Það varð talsverð þögn. Ásta horfði í augu manns síns og beið eftir svari. Svo strauk hún mjúkum lóf- anum um kinn hans. „Vertu nú góður, vinur minn“, sagði hún lágt. „Ég hef aldrei beðið þig svona vel fyrr“. Þá kom svarið svo lágt, að hún rétt heyrði það: „Taktu þá út úr honum beizlið. Segðu Bjössa að fara með hann austur á Sel, svo að ég sjái hann ekki fyrst um sinn“. „Fyrir þetta skaltu fá marga kossa, en samt ekki núna — það er svo margt, sem ég þarf að snúast í“, sagði Ásta og hljóp til Bleiks og losaði hann við beizlið. Svo talaði hún til Bjössa. „Þú átt að fara með austur á Sel. Ég er búin að taka af honum helgrímuna“, sagði hún bros- andi með tárvot augun. „Á hann að fá að lifa?“ spurði Bjössi hressari. „Já, já, hann á að fá að lifa, aumingja _klárinn“. Sigurfljóð var horfin úr bæjardyrunum, þegar Ásta kom inn aftur: Það er nú regluleg hefndar- gjöf- * * * Það, sem verður að vera, viljugur skal hver bera. # * * Það skipast margt á skemri tíma.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.