Lögberg-Heimskringla - 11.07.1968, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 11.07.1968, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1968 RICHARD BECK: Morgundýrð Teygir geislafingur inn um glugga, glöðu brosi heilsar sumardagur; hrekur, út á hafdjúp, næturskugga, heimur rís af svefni morgunfagur. Orka ný frá eldi sólar streymir, af sér jörðin hristir myrkurböndin. Þreyttur hugur sínum sorgum gleymir, seiðir blá í fjarska draumaströndin. Sérhver dögun dásemd nýja færir, daggarperlur spegla röðulljóma. Blær í laufi hörpustrengi hrærir, hjörtum lyfta vængir þeirra óma. Sumardagurinn fyrsti á Befel 1968 Framhald frá bls. 1. söng: Edelwiess úr Sounds of Music og Ástasæla eftir S. K. Hall. Sjötta atriði var tvísöng- ur, Steina Martin og Snjólaug Pétursson, þær sungu „Sumar vísur“, eftir Jón Friðfinnson, undirspil við allan sönginn annaðist Snjólaug Peterson. Síðasta atriði á skemmtiskrá var Accordion Solo, Steina Martin. Fór skemmtunin prýðilega fram og hefðum við víst getað hlustað lengur á þetta gáfaða og góða fólk, sem skemmti okkur svo yndislega með fögr- um söng og hljóðfæraslætti. Konurnar kvöddu, — Miss Hjartarson þakkaði þeim á ný komuna, góðviljan, gestrisn- ina, gjafirnar og skemmtun- ina og árnaði þeim allra heilla. Við hér á Betel þökkum kon- unum hjartanlega, — fyrir allt það góða, sem þær hafa okkur í té látið, bæði fyrr og nú. Eftirþankar Þegar forstöðukonan á Bet- el, Miss Hjartarson rétti mér, og öðrum, peningagjöf frá Mínerva Kvennfélaginu, varð ég meira en lítið hissa. Og þegar mér var sagt að þetta hefðu þessar konur gert um margra ára skeið, varð ég snortinn einhverslags forvitn- iskenndri löngun til að kynn- ast þessum félagsskap. Við að leita mér upplýsinga, kom ýmislegt í Ijós, sem mér finnst þess vert að það komi fyrir almennings sjónir. Er þá fyrst og fremst til að taka að félagsskapur þessi sem þekkist bezt undir nafninu „Mínerva Kvennfélag,“ var stofnað nírrnda maí 1920 af 10 konum í sambandi við, — og sem ein deild, af United Farm Women of Manitoba og nefnt United Farm Women of Gimli. í lögum félagsins, eða stefnu skrá, sem rituð var á íslenzku og samþykkt á stofnfundinum stóð meðal annars þetta: Starf félagsins: Að stuðla að samvinnu inn- an og utan héraðs til upp- byggingar andlegs og verald- legs sveitalífs. Að stofna bóka og lestrafé- lagsskap og styðja tilraunir til menntandi skemmtana fyrir yngri sem eldri út um sveitir. Að glæða sjálfstæðis skoð- anir og hugsanir einstaklinga og örva menn og konur til þess -að taka opinberan þátt í öllum velferðarmálum héraðs og sveita. Að vinna í samfélagi við U. F.M. deildina í héraðinu, og styrkja 'hana eftir megni í öllum þeim málum sem miða að því að bæta hag bænda og búalýðs og landsins í heild. Að leggja lið, ..samvinnu hreyfingu og fyrirtækjum bænda í byggðinni, og styrkja ungmenna félagsskap allan sem miðar til betrunar og eykur áhuga fyrir landbúnaði og áframhaldandi veru þeirra á landinu, með fleiru-------- í þessum grundvallarlögum er hvergi minnst á líknarstarf- semi, — en við að rýna í nokkra fundargjörninga frá fyrstu árum varð ég þess var, að áður en fyrsta árið var lið- ið voru þær farnar að veita gjöfum, af kærleika sínum, fyrst til Betel og síðar á næsta ári þar eftir til veikra og fá- tækra í héraðinu, — auk Betels. Hvað þær hafa styrkt mörg fyrirtæki bænda og búalýðs í byggðinni með peningum eða á annan hátt, veit ég ekki. Er líka ókunnugt um hvað þær hafa lagt að mörkum til sjúkra og fátækra sem þær hafa styrkt og hjálpað á ýmsa vegu í þessi 48 ár sem félagsskapur þeirra hefur lifað og blómgv- ast. En ef dæma mætti það af því sem þær hafa lagt til Bet- el heimilisins og vistmönnum hér, þá get ég hugsað að það sé ekki neitt smáræði; því það sem þær hafa lagt Betel og vistmönnum til s í ð a n þ æ r mynduðu þennan félagsskap, — er sem hér segir: Peningar gefnir Beiel á tímabilinu frá apríl 1922 til 1942 — $583.00 og borgaði; fyrir fruit og sæl- gæti frá 1921 til 1949 - $152.40 og borgað; gjafir til visimanna frá 1949 til 1968 — $1539.00 Alls $2274.40 Nærri hálf öld er nú liðin, — aðeins tvær konur eru nú á lífi af þeim tíu sem stofnuðu Minerva Kvennfélagið e ð a U. F. M. í Gimli 9. maí 1920, þær: Mrs. Anna Jósephson sem var fyrsti forseti félagsins; en er nú ásamt Jóni manni sínum til heimilis á Betel, og Mrs. Petrína Arnason, nú heiðursmeðlimur félagsins, einnig er Mrs. Guðrún Narfa- son heiðursmeðlimur, báðar bændakonur í grend við Gimli. Félagið telur nú í dag 20 meðlimi að meðtöldum heið- ursmeðlimum, og er forseti þess, Mrs. Gwen Narfason bóndakona á óðali- Narfason fjölskyldunnar í Mínerva hér- aðinu vestur og suður af Gimli. Sannarlega eiga þessar kon- ur þökk og heiður skilið fyrir þeirra mikla og göfuga starf. Fréttír frá fslandí Frnmhald frá bls. 1. fengizt við nýjar sagnfræði- legar e ð a bókmenntalegar rannsóknir nema sérstaklega standi á. rp ' m Timinn * * * ÍSINN Enn liggur ís að landinu á nokkrum stöðum fyrir norðan og á Siröndum. Sigling fyrir Horn er fær en ísiunga ieygir sig inn Drangaál og upp að Óðinsboðasvæðinu, en er ekki breiðari en 5 iil 6 sjómílur og þéiileiki er 4 iil 6/10. ísiungan er eina siglingahindrunin á siglingaleið fyrir Norðurlandi, en samkvæmí upplýsingum Landheligsgæzlunnar virðisi vel siglandi grunni með Horni og síðan ausiur, fyrir sunnan ísinn. Hrútafjörður og Miðfjörður eru lokaðir af ís, en sigling er sæmileg á Steingrímsfjörð þótt fara verði gegnum íshrafl. Fært er á Blöndós og Höfða kaupstað. Á Skagafirði aust- anverðum er talsverður ís, en eins og er mun siglingaleið fær á Sauðarkrók. Tíminn 5. júlí * * * Mikill grasbrestur er víða á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi, og útlit fyrir verulegu heyleysi á þessum landssvæðum. Hefur þetta m. a. komið greinilega í Ijós í frásögnum þeim sem birzt hafa í TÍMANUM undanfarna daga. * * * Stjórn Búnaðarfélags Islands hefur nú sent frá sér áskorun til bænda landsins, þar sem skorað er á þá, að beita öllum hugsanlegum ráðum til þess að allt graslendi, sem vaxtar- skilyrði hefur, verði varið, á- borið og hagnýtt til slægna í sumar, og ekki í það horft þótt heyfóður af slíkum lönd- um þurfi að flytja um langan veg er nauðsyn krefur. * * * Staðfesting hefur nú fengizt á því að fólk annars staðar í Eyjafirði en á Rútsstöðum, hefur fengi veikina taugaveiki f • t * * bróður, og er þar bæði um að ræða fólk á Akureyri og á bænum Skáldsstöðum innst í Eyjafirði. Að undanförnu hef- ur verið í meira lagi um um- gangsveiki á Akureyri og í Eyjafirði, og hefur sá lasleiki lýst sér svipað og hjá fólkinu, sem staðfest er að hafi fengið taugaveikibróður. Tíminn 5. júlí * * * HALLGRÍMSKIRKJU GEFIÐ DÝRMÆTT LISTAVERK I dag, 3. júlí, eru liðin hundr- að ár síðan Ásgeir Eyþórsson, fyrrum kaupmaður á Kóra- nesi og Straumfirði, fæddist. Hann var faðir Ásgeirs, for- seta íslands, og þeirra syst- kina. í tilefni af þessu aldar- afmæli hafa afkomendur Ás- geirs Eyþórssonar og konu hans, Jensínu Matthíasdóttur, a f h e n t Hallgrímskirkju 1 Reykjavík dýrmæta og fagra gjöf, til minningar um þau- Er það helgimynd úr steindu gleri, gerð í Englandi af sömu meisturum og gerðu gluggana, er nú prýða Bessastaðakirkju. Er hún hinn vandaðasti grip* ur. Myndin er síðasta stórverk Guðmundar Einarssonar f r a Miðdal, og kom hún fullunnin til landsins eftir lát lista- mannsins. Það er enn ekki ákveðið, hvar myndinni verður fynr komið í kirkjunni til frambúð- ar, en sú ákvörðun verður gerð í samráði við gefendurna. En allir, sem að Hallgrímskirkju og hennar málum standa, eru Framhald á bls. 3* Þegar þú ert í sumarfríi þínu skaltu ekki gleyma þeim, semeru heima Sannleikurinn er að fólki sem þykir vænt um þig langar til að vita hvort þú hafir komist hellu höldnu ... langsímatal segir frá því YOUR MANITOBA TELEPHONE SYSTEM 4237-lA Manitoba Telephone System, part of Trans-Canada Telephone System

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.