Lögberg-Heimskringla - 01.08.1968, Qupperneq 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGÉA, FIMMTUDAGlNjt.l. ÁGÚST 1968
Furstahöllin í Monaco
Morsfe
Framhald frá bls. 1.
löndum, til þess að njóta ó-
brigðuls sólskins, því að þótt
ég kæmi hér í rigningu, þá er
slíkt einstök undantekning.
II.
Tvennt er frægast á þessum
slóðum: Spilahöllin og Fursta-
höllin og íbúar hennar. Við
skulum fyrst snúa okkur að
spilahöllinni. Hún stendur við
aðaltorg borgarinn^r. Á aðra
hönd er dýrasta gistihús borg-
arinnar, Hotel de Paris. Hinu-
megin er stórt útikaffihús.
Handan torgsins, gegnt spila-
höllinni, er trjágarður. Það
leynir sér ekki, að spilahöllin
hefur ekki verið byggð af van-
efnum. Hún stendur á skógi-
vaxinni hæð og skiptast á
stígar og stallar niður að haf-
inu. Skógargöngin eru mátu-
lega illa lýst til þess að unga
fólkið geti í ró og næði reikað
þarna um í heitu rökkrinu,
hönd í hönd og kinn við kinn,
með hugann meir bundinn við
fegurð mannlífsins sjálfs en
umhverfisins. Spilahöllin er
úr gulleitum steini með mörg-
um turnum og koparþökum
og tekur yfir stórt svæði.
Breið marmaraþrep liggja frá
torginu að aðaldyrunum. Þar
standa dyraverðir í g r á u m
búningum með gylltum borð-
um. Innan dyra er bæði hátt
til lofts og vítt til veggja.
Glampandi marmaragólfið 1
forsalnum minnir á ísilagt
stöðuvatn í tunglsljósi og rað-
ir brúnleitra marmarasúlna á
digra trjástofna. Margar eik-
arhurðir með gullnu skrauti
eru á veggjum, en ekki veit
ég, hvað bak við þær býr. Sitt
til hvorrar handar úr anddyr-
inu liggja breiðir stigar upp á
loft, en þar eru einkaherbergi.
Úr þessum kalda og kyrra
marmarasal liggur leiðin til
vinstri um marga spilasali,
hvern öðrum skrautlegri og í-
burðarmeiri. Rauðviður,
marmari og dýrindis málverk
skreyta veggina og krystals-
krónur varpa Ijósgliti sínu á
gullskreytt loft og veggi, sem
fóðraðir eru fegursta áklæði.
Gólfábreiðurnar eru þykkar
og mjúkar eins og mosaþemb-
ur og næstum því eins falleg-
ar. Skóhljóð heyrist ekki í
þessari teppa-víðáttu, en lágur
kliður, líkastur glaðlegu en
válegu suði mýflugna við Mý-
vatn á regnvotum, sólheitum
sumarmorgni, blandinn fjar-
lægu glamri spilavéla úr
fremri sölunum, sem mala
gull í hendur viðskiptamanna
eða spilabankans. Hæverskir
herramenn líta á vegabréf og
önnur skilríki fyrir því hver
maðurinn sé, en allt er þetta
gert á þann hátt, að engu er
líkara en að þeir hafi raunar
alltaf vitað hver þú varst og
þegar þér er að lokum boðið
að ganga innar, þá hefurðu á
tilfinningunni, að þessi höll
hafi verið byggð í voninni um,
að einhverntíma kynnir þú að
Carlo
leggja leið þína hingað og að
eftir þeirri stundu hafi starfs-
mennirnir beðið lengi. Og svo
ertu hér allt í einu. Hafirðu
ekki verið í góðu skapi þegar
þú komst, þá hlýtur þessi vin-
gjarnlegi hlýleiki að fullvissa
þig um, að það yrði öllum hér
mikil vonbrigði, ef nokkuð
amaði að þér. Sumir segja, að
með sömu elskulegu fram-
komunni myndu vasar þínir
verða fylltir seðlabunkum, ef
þú tapaðir hér aleigunni og
e. t. v. miklu meiru og hefðir
ekki kjark til þess að hverfa
héðan lifandi á vit hins dag-
lega lífs. Á marmarasvölum
standa sólbrúnar, prúðbúnar
konur og menn sem hvíla sig
frá spilunum um stund og
horfa á síprustrén teygja sig
til lofts eins og Geysisgos.
Litlar dökkar svölur skjótast
hratt milli trjákrónanna.
Umhverfis spilaborðin situr
fólk í hvirfingu og bak við
það stendur annar mannhring-
ur, s t u n d u m tvöfaldur, og
leggur spilapeninga, jafnvirði
5 til 30-40 þúsund franka, á
númerin og merkip á borðinu.
Þegar „bankastjóranum" þyk-
ir nægilega vel hafa verið lagt
undir, þá snýr hann örlaga-
hjólinu og kúlan þeytist lengi,
lengi, hring eftir hring um
númeraskífuna, unz hún stöðv
ast við eitthvert númer í rauð-
um eða svörtum lit. „Banka-
stjórinn11 sópar til sín flestum
peningunum sem lagðir hafa
verið á borðið, en einstaka
vinningar eru þó greiddir og
hinir heppnu freista gæfunn-
ar að jafnaði á ný. Sessunaut-
ur minn hefur lagt þrjátíu
þúsund franka eða um þrjú
hundruð þ ú s u n d íslenzkra
króna í borðið og tapaði öllu
á tíu mínútum, en ég sá ekki
að hann tæki það nær sér en
ég að tapa 5 frönkunum mín-
um. Sumir sitja hér og skrifa
vandlega hjá sér hvaða númer
vinna og leggja síðan peninga
sína vísdómslega á víð og
dreif á númerin á borðinu.
Þessir fuglar spila eftir ,kerfi‘,
sem þeir eru búnir að skapa
sér eða eru að skapa sér, og
tapa eða vinna á vísindalegan
hátt. Sérstaklega vekur lág-
vaxinn, nefbrotin, holgóma,
hviklegur maður með trans-
eyði og tinandi höfuð athygli,
sem hinn vísindalegi spila-
maður. Hann leggur af mikilli
skyndingu spilapeningana á
númerin á borðinu eins og
hann ætli að hremma fugl,
sem sé að fljúga upp. Og
stundum er hann heppinn.
Demantshringur s k ý t u r
gneistum þegar höndin, sem
ber hann, leggur peninga svo
rólega og fumlaust á ákveðið
númer, að það vekur ósjálf-
rátt traust á númerinu. Eig-
andi hrings og handar sezt
við hliðina á mér, austræn
fegurðardís í rauðum kjól, og
ég flýti mér að leggja á sama
númer og hún og vann fimm
franka. En hún var ekki var-
anleg heilladís og næst tap-
aði ég aftur fimm frönkunum.
„Bankastjórinn“ horfði jafnan
með ódulinni fyrirlitningu á
okkur, sem lögðum fimm eða
tíu franka í borðið, og tillit
hans sagði alveg greinilega,
að svona menn ættu ekki að
vera að flækjast fyrir þeim,
sem bæði kynnu og þyrðu að
spila. Við vorum eins og flug-
ur í hópi ránfugla. Dökkhærð-
ur maður snarast að borðinu
og stráir mörgum 100 franka
peningum á ýmis númer, alls
sex þúsund frönkum. Ekkert
númeranna vinnur og hann
hverfur yfir að næsta borði.
B a n k i n n græðir drjúgt í
hverri umferð. Örfáir vinn-
ingar eru greiddir, en hrúgur
af peningum hverfa til bank-
ans. En þetta er sú gæra, sem
ríkið rakar hér í staðinn fyrir
skattborgarana og búið þarf
margs við, ekki síður í Monte
Carlo en á íslandi..
III.
En nú skulum við snúa okk-
ur að hinu frægðaratriði ríkis-
ins, furstahöllinni og fursta-
hjónunum. Monaca var á dög-
um Rómverja kallað Portus
Herculis Monoeci. Genua-
menn hófu kastalabyggingu
þarna árið 1215 og ættin
Grimaldi hófst þar til ríkis
árið 1297 og hefur ríkt þar
síðan, þó ekki alveg óslitið.
Árið 1793 varð Monaco hluti
af Frakklandi og var sett und-
ir vernd Sardíníukonungs við
Vínarfriðinn 1815, en varð
franskt verndarríki árið 1861
og samkvæmt samningi frá
1918 þarf franska ríkisstjórnin
að samþykkja ríkiserfðir í
Monaco. Árið 1911 var komið
á fót 18 manna þingi eða
þjóðarráði samkvæmt nýrri
stjórnarskrá og árið 1945
fengu konur kosningarétt. 1
stjórn ríkisins eiga nú sæti
prinsinn eða furstinn af Mon-
aco, Rainier III., forsætisráð-
herrann, Paul Demange, og
þrír ráðgjafar. Monaco er
rómverskkaþólskt land. í Mon-
aco er enginn skattur greidd-
ur, en tekjur ríkisins koma að
nokkru leyti frá spilahöllinni
og þó miklu meir frá ferða-
mönnum, sem spilahöllin og
baðstrendurnar d r a g a a ð .
Jafnframt er þarna allmikill
listiðnaður. á er í Monaco
frægt sædýrasafn og jurta-
garður. íbúar í ríkinu munu
alls vera um 20-30 þúsund.
Höll furstans stendur á sæ-
bröttum tanga, og eru hlutar
af höllinni mjög gamlir, en
aðrir hafa verið endurnýjaðir
og aukið við. Furstahjónin
buðu fulltrúum á Unesco-ráð-
stefnunni heim í höllina mánu
daginn 24. júní. Fyrst er kom-
ið um bogahlið inn í hallar-
garð, sem er umluktur hús-
veggjum á allar hliðar. Þar á
veggjunum, hátt uppi, eru
málaðar myndir á steininn
allt um kring. Gengið var upp
steinþrep á einskonar svalir
og síðan í langan gang. Sitt
til hvorrar handar eru myndir
af ættmennum furstans og
einnig listaverk úr marmara,
speglar í gylltum umgerðum,
kínversk skrautker og bekkir
með veggjum. Þarna varð
löng bið, en loks var okkur
vísað inn í lítinn sal, þar sem
Rainier III. og Grace prins-
essa heilsuðu gestunum með
handabandi, en síðan var
gengið í næsta sal, hásætissal-
inn. 1 salarkynnum þessum
bar mest á rauðum stólum,
stórum málverkum í gullnum
umgerðum og hásæti á rauð-
um palli. Grace prinsessa er
mjög lagleg kona með sér-
lega falleg augu, ljóst hár og
bjartan hörundslit. Þótt hún
sé bæði lagleg og vel vaxin,
þá er það samt fyrst og fremst
greindarlegt og alúðlegt við-
mót, sem gerir hana geðþekka.
Prinsinn er myndarlegur mað-
ur, brúnn yfirlitum, byrjaður
að verða gráhærður. Hann
virtist hlédrægur, næsturo
feiminn. Þarna voru bornar
fram ýmiskonar veitingar og
hjónin skröfuðu við gestina
einn af öðrum, en ekki minn-
ist ég að nein spakleg orð
féllu, sem líkleg séu til frægð-
ar eða langlífis.
IV.
Þótt Monaco og Monte Cai'lo
séu vissulega þess virði fynr
margra hluta sakir að gera
hingað ferð sína norðan af ís-
landi, þá var tilefni minnar
farar staðnum í rauninni o-
viðkomandi. Menningarmála-
stofnun Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO) hafði boðað full-
trúa frá aðaldarlöndum sínum
í Evrópu til fundar í Monte
Carlo til þess að ræða ýmis
menningarmál og starfsemi
Unesco-nefndanna í þessum
löndum. Bar að sjálfsögðu
með Loftleiðum
Spyrjist fyrir. Þér munið komasl að því, að lægstu far-
gjöldin eru enn hjá Loflleiðum — — flugfélaginu, sem
hefir hafl lil boða lægstu flugfargjöldin í 24 ár. Og þér
finnið hið íslenzka andrúmsloft um leið og þér stígið um
borð. Fargjaldið fram og aftur milli New York og íslands
er venjulega $220.40, og aðeins $285, þegar ferðamanna-
slraumurinn er mesiur. Ef þér ferðist með 15 mannahóp,
er fargjaldið aðeins $200, og í því innifalið um $70 fyrir-
greiðsla. Að ferðast til fslands er að ferðast með Loftleið-
um. Og ef þér ætlið til Evrópu hafa Loftleiðir einnig til
boða lægri fargjöld en öll önnur flugfélög.
* aðra leiðina á venjulegum árstíma.
LÆGSTU FLUGFARGJÖLDIN TIL:
ÍSLANDS, SVÍÞJÓÐAR, NOREGS, DANMERKUR.
ENGLANDS, SKOTLANDS, HOLLANDS OG LUX-
ENBOURG.
ICELANDICaHíWT
'®- wmnmB
610 FIFTH AVENUE (ROCKEFELLER CENTRE)
NEW YORK, N. Y. 10020 PL 7-8585
New York Chicago San Francisco
Fáið upplýsinga bæklinga og ráðstafið ferðinni á ferða-
skrifstofu yðar.