Lögberg-Heimskringla - 01.08.1968, Page 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1968
5
RÁÐHERRAFUNDUR ATLANTSHAFSBANDALAGSINS í REYKJAVÍK
Við borðið fremsi á myndinni eru Willy Brandi, Bjarni Benedikisson og Manlio Brosio.
Ráðherrafundur Atlantshafs-
bandalagsins (Nato) var hald-
inn í Reykjavík í júní og mun
þetta hafa verið fyrsti fundur
Nato, sem hefur verið haldinn
á íslandi.
Það er afar mikil vinna að
undirbúa þessa fundi og eiga
allir sem tóku þátt í þeim
undirbúningi verðskuldaðar
þakkir fyrir vel unnið og
vandasamt verk. Á það var
bent hvað eftir annað bæði á
opinberum fundum og í sam-
tali yfir borðum og milli
funda.
Undirbúningsfundur v a r
haldinn á sunnudaginn, 23.
júní, sem var eiginlega blaða-
uiannafundur og voru yfir 50
blaðamenn viðstaddir, frá Ev-
rópu, Norður-Ameríku og ís-
landi. Fundurinn fór fram í
Hagaskólanum, en hann er
stutt frá Háskóla íslands, þar
sem aðalfundirnir fóru fram.
Hr. Manlio Brosio, aðalfram-
kvæmdastjóri Nato, stýrði
fundi og bauð blaðamennina
Velkomna. Hann útskýrði að
blaðamannafundir yrðu haldn
ir eftir aðal fundina, sem fóru
fram í leyni, og yrði þá skýrt
frá því, sem mætti birta í
blöðum og útvörpum. Svo
fóru fram spurningar og
svör, en engin alvarleg mál-
®fni rædd.
Ráðherrafundurinn var form-
i&ga stofnsettur kl. 10, 24.
júní, með hátíðlegri athöfn í
Háskólabíó, sem er rétt hjá
háskólanUm og stutt frá Hótel
Sögu. Erindrekar hinna 15 að-
ildarríkja, flest allir utan-
ríkisráðherrar, sátu við langt
borð. Á bak við hvern erind-
reka var flagg þjóðar
h a n s hátt á stöng. Þrír
menn sátu við borð dálítið
fyrir framan erindrekanna, en
þeir voru forsætisráðherra ís-
lands, Bjarni Benediktsson,
Hr. Willy Brandt, utanríkis-
ráðherra Vestur-Þýzkalands,
honum til hægri, og Hr. Manlio
Brosio, aðalframkvæmdastjóri
Nato, honum til vinstri. Fall-
eg blóm fyrir framan háborð-
ið og til beggja hliða. Salur-
inn var mjög fagur. — Þetta
allt var tignarleg sjón að sjá.
Forsætisráðherra íslands,
Hr. Bjarni Benediktsson stóð
upp og var undireins dauða-
þögn um allan þingheim. Með
skýrri rödd ávarpaði hann
þingið og lýsti ánægju sinni
og íslenzku þjóðarinnar að
geta boðið Atlantshafsbanda-
laginu á fund í Reykjavík.
Meðal annars fórust honum
orð á þessa leið.
„Það er ekki nema að von-
um, að ýmsir spyrji, hvert svo
fámennur hópur, einungis 200
þúsund menn, geti raunveru-
lega haldið uppi sjálfstæðu
þjóðfélagi og ríki og þá eink-
um í jafn víðlendu og að ýmsu
leyti erfiðu landi og íslandi.
Þeirri spurningu er bezt svar-
að með því, að sjón er sögu
ríkari. Þess vegna er okkur
mikill fengur að því, að svo
margir áhrifamiklir menn og
hér eru saman komnir skuli
heimsækja okkur og kynnast
því, að þrátt fyrir marga
vankanta, þá hefur okkur tek-
izt að skapa og halda uppi
þjóðfélagi, sem þolir saman-
burð við a ð r a r vestrænar
þjóðir...
„Varðandi land mitt er það
að vísu svo, að við höfum sér-
stakan varnarsamning innan
Atlantshafsbandalagsins v i ð
Bandaríkin, en það fer alveg
eftir mati okkar sjálfra á
heims ástandi þegar þar að
kemur, hversu lengi banda-
rískt lið dvelur á íslandi.“
Næst forsætisráðherra ís-
lands stóð upp Hr. Willy
Brandt og sagði meðal annars:
„íslenzka ríkisstjórnin hefur
leyst úr þeim vanda, sem jafn-
an er samfara undirbúningi
að slíkum ráðstefnum sem
þessari, af dugnaði og fullri
aðgát — en það eru eiginleik-
ar, er virðast einkennandi fyr-
ir íslenzku þjóðina.
„Þau 15 ríki, sem eiga full-
trúa sína hér á þessum fundi,
eru mikið afl friðar og fram-
fara. Island er hið minnsta
meðal þeirra, þegar við fólks-
fjölda er miðað. Iiins vegar
er land þetta og sú þjóð, sem
það byggir, engra eftirbátur í
þ e i r r i staðföstu ákvörðun
sinni að vernda frelsi sitt og
lýðræðislegt stjórnarfar, og
leggja fram sinn skerf í við-
leitninni við að skapa betri og
friðsælli heim.“
Sá þriðji, sem tók þátt í
þessari tignarlegu athöfn, var
M a n 1 i o Brosio, aðalfram-
kvæmdastjóri Nato. Hann lét
í ljós sérstakar þakkir til
ríkisstjórnarinnar, borgar-
stjórnar Reykjavíkur og Há-
skóla íslands fyrir þá velvild
að taka á sig allt það „um-
stang og óþægindi sem jafnan
eru samfara slíkum alþjóðleg-
um fundum“. Svo bætti hann
við óumflýjanlegri staðreynd:
„í heimi þeim, sem við nú
lifum í, getur engin þjóð búið
við algera einangrun, og þar
er Island engin undantekn-
ing....“
„Ég tel það í b ú u m þessa
lands til mikilla verðleika,
hve skjótt þeir hafa áttað sig
á þeirri grundvallarbreytingu,
sem átt hefur sér stað í þessu
efni á sviði alþjóðamála. Þeir
gerðu sér grein fyrir þeirri
staðreynd að lega landsins var
mjög mikilsvæg frá hernaðar-
legu sjónarmiði, að landið
myndaði ómissandi h 1 e k k í
þeirri keðju, sem tengdi sam-
an meginlönd Evrópu og Norð
ur-Ameríku, og jafnframt því
að ástandinu í heiminum eftir
lok síðari heimsstyrjaldarinn-
ar var hvergi að treysta.“
Öll þrjú ávörpin voru flutt
á ensku. Á þessum Nato-fundi
kom íslenzk gestrisni skýrt í
ljós. Allt var gert til að gera
dvöl fulltrúa og blaðamanna
þægilega, skemmtilega og hríf-
andi. Aðal máltíðirnar v o r u
tvær. Á mánudaginn 24. júní,
bauð forseti íslands, Hr. Ás-
geir Ásgeirsson, öllum full-
trúum til hádegisverðar að
Bessastöðum í Álftanesi.
Um kvöldið sama dags bauð
ríkisstjórn íslands fulltrúum
og konum þeirra til kvöldverð-
ar á Hótel Sögu. Á miðviku-
dagsmorguninn, 26. júní, var
ekið, til Gullfossar og Hvera-
gerðis, en á leiðinni til baka
var borðað í Valhöll á Þing-
völlum.
Vel var litið eftir kvenn-
fólkinu. Á mánudaginn, 24.
júní, var þeim ekið á bílum
út á land og þar gafst þeim
tækifæri að sjá Þingvelli,
Gullfoss og Hveragerði.
Klukkan 1. bauð frú Sigríður,
kona forsætisráðherra íslands,
konunum til hádegiverðar að
Valhöll á Þingvöllum.
Á þriðjudagsmorgun t ó k
borgarstjórn Reykjavíkur við
og var keyrt um helztu staði
í borginni. Um hádegið var
konunum boðið til máltíðar á
v e g u m borgarstjórnarinnar.
Engin ný mál voru rædd, að
minnsta kosti ekki opinber-
lega, en allir erindrekar voru
sammála að það væri nauð-
synlegt að halda við Atlants-
hafsbandalaginu, sérstaklega
nú þegar alheims horfurnar
eru svo ískyggilegar.
W. J. L.
Kynleg sýn
Hetta hefir tíðkast mjög mikið
1 þessari byggð og átt stóran
þátt í því að hér hefir ríkt
einnig friður meðal nágranna
°g fólksins í sveitinni í heild
°g hafa Helgasons lagt sinn
skerf til þeirra mála. Þau hafa
auðgað og prýtt þessa byggð
^Ueð öllu sínu starfi og öllum
þeim framkvæmdum, sem því
hefir verið samfara og styrkt
°H velferðarmál, sem hafa
verið sett á stað bæði utan og
lunan héraðs. Ef leitað hefir
verið samskota til líknarstarfs
eða einhverra framkvæmda
hafa þau gefið meira en sinn
skerf og stórgjafir hafa þau
gefið til Betel og mörgum
^uiðlað, sem þurfandi voru án
þess að það hafi komist í há-
^æli. Þau hafa ekki gjört sér
lar um að hrópa velgerningar
sínar af gatnamótum né aug-
]ýst sig á einn eða annan
hátt, ekki þeytt upp ryki né
farið með hávaða og jódin á
ferðum sínum í gegnum lífið,
en samt komist leiðar sinnar
ekki síður en aðrir án þess
að sleppa sjónum af velsæmi
eða öðrum dyggðum.
Þau einkenni sem ég hefi
bent á sýndu Helgasons ótví-
rætt þegar þau tóku föður-
bróður sinn, Jacob Helgason
heim til sín af spítala í Winni-
peg þar sem hann hafði legið
veikur, þá orðinn einstæðing-
ur og efnalítill ef ekki efna-
laus. Jacob hafði lengi búið í
Saskatchewan í nánd við De-
foe en flosnað upp þaðan á-
samt öðrum eftir þurrkana og
uppskeruleysið, sem e n t i s t
samfleytt í átta eða tíu ár, ein-
mitt á þeim tíma sem hveiti-
verðið féll niður í 40 til 50
cent á mælirinn. Jacob var til
heimilis hjá frændfólki sínu
við Hayland þar til hann dó.
Þau kappkostuðu öll til að
gera honum veruna hjá sér
eins ánægjulega eins og þeim
var mögulegt og er mér, sem
þetta ritar vel kunnugt af tali
við Jacob, sem ekki var gefin
fyrir lausmælgi, að hann van-
hagaði aldrei um neitt frá því
hann kom til frændfólks síns
og sagði hann að flestir þeir
dagar hefðu verið sólskins-
dagar.
Svo leiði ég þetta tal til
lykkta og óska þessu frænd-
fólki mínu allrar blessunnar
og þakka þeim innilega fyrir
ljúfar og ógleymanlegar end-
urminningar frá þessari sex-
tíu ára samleið okkar á lífs-
brautinni.
Geirfinnur Peterson.
ÁRIÐ 1926 var á heimili okk-
ar vinstúlka mín, Jóhanna
Guðjónsdóttir, sem nú er gift
Stefáni Kristinssyni, bókara
hjá tollstjóra. Bjuggum við þá
í Ingólfsstræti 21. Við Jóhanna
vorum báðar í söngfélögum
hér í bænum og stunduðum
mikið söngæfingar. Það var
siður okkar að borða ekki á
undan æfingum. Var það því
orðinn vani móður minnar að
láta matinn okkar standa á
eldhúsborðinu, því að við
komum oft seint að borða.
Svo hagaði til þarna, að inn
úr ganginum til hægri var
komið inn í eldhúsið, inn úr
því beint var stofan, en til
hægri handar úr henni var
svefnherbergið.
Nú var það eitt sinn sem
oftar, að við höfðum verið á
æfingu og maturinn stóð á
eldhúsborðinu, þegar við kom
um heim. Settumst við að
snæðingi sitt á hvorn enda
borðsins og spjölluðum saman
um æfinguna og sitthvað
fleira. Svo stóð á, að móðir
mín hafði farið í heimsókn til
kunningj akonu s i n n a r , Jó-
hönnu Þorsteinsdóttur, sem
bjó á Lindargötu 9, en hjá
systur minni var stödd vin-
stúlka okkar, Þórhildur Ólafs-
dóttir, nú forstöðukona heim-
ilisins Tjarnarborg, og sátu
þær í stofunni.
Allt í einu kemur móðir
mín inn úr dyrunum, heilsar
okkur Jóhönnu og segir síðan:
„Mikið er blessað veðrið gott.“
Við samsinntum því báðar,
enda var ekki annað hægt, því
Framhald á bls. 7.