Lögberg-Heimskringla - 05.09.1968, Side 1

Lögberg-Heimskringla - 05.09.1968, Side 1
0AV I 0 BJORNSON» 763 6ANNIN6 ST,, WINNIPCG 3, MAN. 1Logberg:-?|etmökrinsIa Stofnað 14. jan. 188P SlofnaS 9. sept. 1886 82. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1968 <^f§g5*> ® NÚMER 33 RICHARD BECK: Góðum gestum fagnað Ort til Sigurðar Sigurgeirssonar og frú Pálínu og flutí í mann- fagnaði þeim til heiðurs í Victoria, British Columbia, 17. ágúst 1968 Blessuð og sæl! Þið berið á tungu og í hjarta blíðróma kveðjur heiman af ættjarðarströndum. Fögur hún rís með tindana bláa og bjarta, börnin sín fjarlæg vefur hún móðurhöndum. Heillandi myndir vakna í vorum sálum, vorbjartar nætur ljóma í röðuleldi. Stígur oss vetrarhiminn hafs úr álum, heiðblár í norðurljósa dýrðarveldi. Arfinn við þökkum, ættjarðarkveðjur hlýjar, eigi mun gleymast þessi vinafundur; frænda- og erfðaböndin hann endurnýjar, ekkert þau böndin höggvið getur sundur. Segið, að hér á eyjunni yzt í sænum ennþá logi í brjóstum tryggða glóðir. Heilsið og segið, að héðan oft með blænum hugir leiti á kærar feðraslóðir. KærkomnSr gesfir S Vicf'oria, B.G. Fréttir fró íslandi Þau hjónin Sigurður Sigur- geirsson og Pálína Guðmunds- dóttir kömu frá Vancouver til Victoria, B.C., á laugardags- öaorguninn 17. ágúst, og dvöldu þar í borg í gistivin- áttu dr. Richards og Margrét- ar Beck fram á sunnudags- öiorgun 18. ágúst. Fyrir hádegið skoðuðu hinir góðu gestir sig um í Victoria í fylgd með gestgjöfum sín- um, en seinni part dagsins lá leiðin út í hinn fræga skrúð- gapð, “The Butchart Gar- dens”, og þótti gestunum mik- ið koma bæði til hins svip- oúkla trjágróðurs og hinnar fjölbreyttu blómadýrðar, sem þar getur að líta. Veður hefði að vísu mátt vera ákjósan- legra, því að himinn var þung- skýjaður og rigndi all mikið öaeðan dvalið var í skrúðgarð- inum, en bót í máli, að Van- couver Island og Victoria höfðu á laugardagsmorguninn °g fram eftir deginum fagnað gestunum heiman um haf með glaða sólskini, og kvöddu þau oieð bjartviðri á sunnudags- ^norguninn, er þau héldu á- fram ferð sinni um loftin blá til Seattle. Á laugardagskvöldið höfðu þau Margrét og Richard Beck boð inni til heiðursgestunum, °g til þess að gefa Islending- 1 Victoria tækifæri til að fagna þeim og kynnast þeim. Voru þar saman konmir rúm- iega 30 Islendingar og fólk af °ðrum þjóðstofnum tengt þeim, bæði eldra og yngra fólk. Dr. Beck flutti ávarp bæði á íslenzku og ensku. B a u ð hann sérstaklega velkomin þau Sigurð og frú Pálínu, lýsti hinu ágæta starfi, er Sigurður, sem formaður Þjóðræknisfé- lagsins á íslandi, hefði árum saman innt af hendi til þess að greiða götu fjölda Vestur- íslendinga, sem heimsótt höfðu ættjörðina, og til þess að gera þeim dvölina þar sem ánægjulegasta. Ræðumaður lét einnig í ljósi fögnuð sinn yfir því, að þau hjónin Sig- urður og Pálína, höfðu verið heiðursgestir á íslendingadeg- inum að Gimli, og væru nú í heimsókn til íslendinga víðs- vegar um álfuna á v e g u m Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi. Lauk Richard Beck máli sínu með því að lesa upp kvæði, sem hann hafði ort til þeirra hjónanna, og birt er annars staðar hér í blaðinu. Því næst tók Sigurður Sig- urgeirsson til máls. Mælti hann fyrst á ensku og lýsti í glöggum dráttum íslandi nú- tíðarinnar og ástandi þar í fé- lags- og atvinnumálum. Síðan flutti hann á íslenzku hjarta- hlýjar kveðjur heiman um haf og lét í ljósi hina miklu á- nægju þeirra hjónanna yfir því að hafa fengið þetta ein- stæðq tækifæri til þess að heimsækja íslendinga í byggð- um og borgum vestan hafs og Boðin til Bslands Snjólaug Sigurdson, hin list- fengi og kunni píanisti hefir þegið boð frá Þjóðræknisfé- laginu á íslandi til þriggja vikna dvalar þar í landi. Hefir f é 1 a g i ð undirbúið, að hún leiki yfir útvarpið og sjón- varpið og m e ð symphony hljómsveit íslands í Reykja- vík. Ennfremur mun hún leika á samkomu á ísafirði, þar sem Ragnar H. Ragnar, fyrrum píanisti og kennari í Winni- peg, á nú heima. Á heimleið mun hún hafa stutta viðdvöl í New York og í Montreal. Við óskum Snjólaugu til ham- ingju með þetta góða boð og árnum henni fararheilla. kynnast þeim. Kvað hann það gleðja sig óumræðilega, hve vel og víða lifði hér enn í gömlum glæðum íslenzk máls og menningarerfða. H v a 11 i hann landa sína vestur hér til þess að halda sem lengst vakandi þeim áhuga til við- halds ættartengslum og menn- ingarsambandi milli íslend- inga vestan hafs og austan. M æ 11 i s f Sigurði ágætlega, enda var máli hans tekið með miklum fögnuði. Yfir kaffiborði gafst sam- komugestum síðan tækifæri til þess að ræða við þau Sig- urð og frú Pálínu, spyrja þau frekari frétta heiman af Is- landi og fræðast með þeim hætti enn betur um land og þjóð. í samkomulok þakkaði Richard Beck þeim hjónum komuna og bað þau fyrir kær- ar kveðjur til ættingja og vina heima á ættjörðinni, og þjóð- arinnar allrar, frá íslending- um í Victoria. Má óhætt segja, að þau hjónin hafi verið öllum íslend ingum þar í borg, sem kynnt- ust þeim, sérstaklega kær- komnir gestir, og að þau hafi með komu sinni þangað treyst ættarböndin yfir hafið. R. B. NORRÆNA HÚSIÐ Norræna húsið í Reykjavík, sem vígt verður við hátíðlega athöfn í dag, er einstæð stofn- un. Fjórar frændþjóðir okkar, Finnar, Svíar, Danir og Norð- menn, hafa tekið saman hönd- um um að reisa þetta hús og reka þar menningarstofnun til að efla tengsl okkar við hin Norðurlöndin. íslendingar hafa aldei haft sterkari tilfinningu fyrir því, að þeir eru norræn þjóð, en þeir hafa í dag. Samskipti okkar við hin Norðurlöndin á öllum hugsanlegum sviðum hafa aldrei verið meiri. Samt sem áður skapa fjarlægð okk- ar frá hinum þjóðunum og voldugir straumar í stjórnmál um og menningarmálum nú- tímans þær aðstæður, að ríkt tilefni var til þess átaks, sem gert er með byggingu hússins. Ef íslendingar láta reka á reið anum, er ekki með öllu víst, að þeir verði norræn þjóð eft- ir nokkra mannsaldra. Þeir verða, eins og raunar allar smáþjóðir, að vinna markvisst að verndun þjóðareinkenna sinna. Byggingin í mýrinni neðan við háskólann er ein hin sér- stæðasta og vandaðasta hér á landi. Einn fremsti húsameist- ari heimsins kom hingað til að teikna norræna húsið, og skilaði verkinu á snilldarlegan hátt en undir sýnilegum á- hrifum frá íslenzkri náttúru. Húsið er listaverk, sem eykur svip höfuðborgarinnar. Innan veggja Norræna húss- ins á að fara fram margvísleg menningar- og kynningarstarf semi, og hefur valizt til að veita henni forstöðu ágætur Norðmaður, I v a r Eskeland. Þrátt fyrir nábýlið við háskól- ann er ekki ætlunin að binda stofnunina um of við hann, heldur á hún að ná til alls al- mennings, fólksins, sem les til- tölulega meira af dönskum vikublöðum en Danir sjálfir. íslendingar þakka í dag þann vinarhug, s e m Finnar, Svíar, Danir og Norðmenn sýna með byggingu þessa húss. Alþýðubl., 24. ágúsi. * * * MERKUR ÁFANGI í SÖGU VESTMANNAEYJA Langþráðum áfanga í sögu Vestmannaeyja var náð á laugardag, er vatnið úr nýju leiðslunni til Vestmannaeyja fossaði úr leiðsluendanum á vestmanneyska grund. Margt fólk var saman komið við höfnina til að sjá þennan merkisatburð. Það var Magn- ús Magnússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem skrúf- aði frá krananum, og hleypti þar með vatninu í gegn. Þess murl þó nokkuð að b í ð a , að Vestmannaeyingar fái nýja vatnið á leiðslukerfið í bænum, sem verið er að ganga frá. Verður það líklega ekki fyrr en í ágústmánuði. En þeir geta nú fengið vatnið á tanka sína í stað regnvatns- ins, sem þeir áður urðu að notast við. Hér er um að ræða merkan áfanga í sögu Vestmannaeyja og á þetta mannvirki örugg- lega eftir að segja mikið til sín í atvinnusögu kaupstaðar- ins, en eins og nærri má geta, verður nú mun hægara um vik hjá fiskvinnslustöðvum um vatnsöflun en áður var. Margt boðsgesta var viðstatt hinn sögulega atburð á laug- ardag. Má þar m. a. nefna ráð- herrana Eggert G. Þorsteins- son og Ingólf Jónsson, seðla- bankastjórana, alþingismenn Suðurlandskjördæmis, og fleiri aðila, sem komið hafa við sögu í þeim framkvæmd- um, sem unnar hafa verið við 1 a g n i n g u vatnsleiðslunnar. Boðsgestum var boðið í stutta Framhaid á bls. 3. GUNNAR ERLENDSSON frá Siurlureykjum: Kveðja Til frændkonu minnar: Krisiínar Guðmundsson og Þórdísar Gunnarsson Búsettar í Vancouver, B.C. Ég þakka1 ykkur — vordísir — vináttu-yl, er veittuð mér liðin árin; sá ylur mig styrkti, því stormsins byl ég stóðst — og öll veðrafárin. Þið gáfuð mér ljósið, er lýsti hér og leiðina mína greiddi; það ljós heíur veginn vísað mér — á vorhugans grund mig leiddi.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.