Lögberg-Heimskringla - 26.02.1970, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 26.02.1970, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. FEBRÚAR 1970 7 Kvæntist stjúpdóttur sinni Sjálfsagt hafa mörg brúð- kaup verið haldin í Svíþjóð um síðustu helgi. en eitt mun þó öðrum sérstæðara. 41 árs gamall Dani, Hansen, kvænt- ist s. 1. laugardag 19 ára gam- alli stjúpdóttur sinni, Anette. Fengu þau leyfi sænskra yfir- valda til að giftast, en þau eru nokkurs konar flóttamenn frá Danmörku, en þar hefur Hansen tvisvar setið í fang- elsi fyrir að halda við stjúp- dóttur sína. En þau eiga sam- an tvö börn, en Hansen á þrjú böm með fyrrverandi eigin- konu sinni móður Anette, sem nú eru bæði stjupbörn hennar og hálfsystkini. Af sjálfu leið- ir að börn Anette og móður hennar eru hálfsystkini, því Hansen er faðir allra bam- anna. Anette á nú von á þriðja barni sínu. Anette var fædd utan hjóna- bands. Var hún 9 ára, þegar Hansen kvæntist móður henn- ar. Bjó hún ekki að staðaldri á heimili móður sinnar og Hansens en kom oft í heim- sókn. Þegar stúlkan var 13 ára fóru þau Hansen að halda hvort við annað og varð An- ette brátt barnshafandi. Eftir því sem Hansen segir grunaði eiginkonu hans margt, en An- ette sagði henni ekki strax frá hver var faðir að baminu. Þegar þetta var áttu Hansen og frú þrjá drengi. Hjóna- bandið var mjög slæmt. Þar kom að, að Hansen var dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir kynmök við stúlku, sem ekki hafði náð lögaldri. Þegar hann var búinn að sitja inni í sex mánuði var Hansen lát- inn laus til reynslu. Ekki dugði það, því hann var varla laus úr fangelsinu þegar sótti í sama horf og Hansen var stungið inn aftur. Þegar hann var látinn aftur laus fékk hann stranga áminningu um að halda sig frá stúlkunni. Nú var hjónabandið verra en nokkru sinni fyrr og bráð- lega skildu Hansen og frú. Hann tók tvo syni sína að sér en konan einn. Hún tók sam- an við annan mann, sem dó, en Hansen og Anette eignuð- ust annað bamið vorið 1968. Eru nú allir drengirnir hjá þeim. Nú var Anette komin á lögaldur, en hún fékk ekki að giftast Hansen í Danmörku. Fluttu þau til Svíþjóðar og búa þar nú. Fyrir skömmu fengu þau leyfi sænskra yfir- valda til að giftast og s. 1. laugardag gengu þau í borg- aralegt hjónaband. Móðir Anette kemur öðm hvoru í heimsókn og kemur þeim mæðgunum sæmilega saman, en Hansen og fyrrver- andi enginkona mega varla sjást, þá fara þau að rífast. Hansen segir, að löglegt hjónáband hans og Anette skipti í rauninni miklu máli. Þau hafi ávallt elskast og haldi því áfram, hann vill ekki að þriðja bam þeirra fæðist utan hjónabands. Tíminn 9. janúar. FRÉTTIR FRÁ S. Þ. Framhald af bls. 3. Veigamikið skilyrði var, að kostnaði yrði haldið í lág- marki. Með kostnaðarrann- sóknum komust menn að raun um, að steinsteyptir húsgrunn- ar væru ódýrari en hinir hefð- bundnu hlöðnu grunnar. Enn- fremur höfðu menn í önd- verðu hugsað sér að reisa hús- in úr sólþurrkuðum múrstein- um. Það kom hins vegar á daginn, að vegna gríðarlegra regnskúra var ekki hægt að útvega nægilegt magn af slík- um steinum í tæka tíð. Vandinn var leystur með því móti, að reistar voru þeg- ar í stað „beinagrindur“ húsa með hornum úr brenndum steinum og leirþökum, svo að fórnarlömb flóðanna fengju að minnsta kosti þak yfir höf- uðið. Eftir því sem sólþurrk- uðu steinarnir voru fullbúnir var svo hægt að hlaða vegg- ina milli hornstoðanna úr brenndu steinunum. Húsin, sem reist voru með þessum hætti, gátu með réttu vomast yfirvöld húsnæðismála kallazt ódýrt húsnæði, og nú í Afganistan til þess, að eitt- hvað af þeirri reynslu sem fékkst, meðan reynt var að b æ t a úr neyðarástandinu, megi hagnýta við byggingu ódýrra frambúðarbústaða. 50 TÆKNIFRÆÐINGAR OG STARFSMENN Mótun húsnæðismálastefn- unnar er eitt mikilvægasta verkefni húsnæðis- og skipu- lagaráðsins, segir formaður þess, Abdullah Brechna. Á tæpum þremur árum hefur ráðið vaxið úr „nálgea engu“ í velbúna stofnun með ekki færri'en 50 þjálfaðra tækni- fræðinga og aðra starfsmenn. Hafizt hefur verið handa um að kljást við þéttbýlis- vandann, en fjármögnun nýrra byggingaframkvæmda og útrýming gamalla borgar- hverfa eru alvarleg vandamál eins og fjárhag húsnæðis- og skipulagsráðsins er nú háttað, bætir Brechna við. SKRÝTLUR — Mamma, fóstran á barna- heimilinu spurði mig í dag, hvort ég ætti lítil systkin. — Nú, þú átt engin, hvað sagði hún þá? — Guð sé lof! Læknirinn: — Rektu út úr þér tunguna . . . nei, alveg út. Drengurinn: — Ég get það ekki, hún er föst í hinn end- Nýgifta dóttirin kom í heim sókn til mömmu sinnar, sem tók á móti henni með þessum orðum: — Mikið finnst mér leiðin- legt að heyra, að ykkur Hans kemur svona illa saman. Ná- grannakona ykkar var að segja mér, að þið hefðuð rif- izt hræðilega á sunnudaginn. — Það er svívirðileg lygi, við höfum ekki sagt eitt ein- asta orð hvert við annað í hálfan mánuð. ann. BARNABLAÐIÐ ÆSKAN Stærsta og fjölbreyttasta barnablaðið á íslandi kemur út í 9 heftum á ári, alls yfir 500 blaðsíður. Verð árgangurinn í Canada $3.25. Greiðist fyrirfram. Þeir sem vildu gerast fastir kaupendur, skrifi til blaðsins. óskum eftir umboðsmönnum í Canada. Barnablaðið Æskan, Box 14 Reykjavík fsland. UMBOÐSMAÐUR LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU Á ÍSLANDI Kristján Guðmundsson forstjóri C/O Bókaútgáfan Æskan P. O. B. 14., Reykjavík, Iceland. 335*»' “Ég er canadízkur ríkisborgari af eigin hvötum!,, „Mér finnst sómi og ánægja að vera canadízkur ríkisborg- ari þó ég sé ekki fæddur hér.“ „Siðan ég gerðist ríkisborgari í fósturlandinu sem ég kaus mér, hefi ég notið meðvitundar um að eiga rétt til að taka fullkominn þátt í þróun þessa feikna frelsis- og framtíðar- Iands.“ „Cainadízka flaggið er nú mitt eigið flagg og ég nýt með fögnuði míns trausta jafnréttis við alla sem það blaktar fyrir, til að njóta kosta landsins og rækja skyldur mínar við það.“ Áttu rétt til að njóta fríðinda, og ertu reiðubúinn að taka á þig skyldur sem canadízkur ríkisborgari? Ráðgastu um það við næstu skrifstofu Canadian Citizenship Court. Þar verður þér fúslega hjálpað, hvort sem það er í: HALIFAX, MONCTION, MONTREAL, OTTAWA, SUDBURY, TOR- ONTO, HAMILTON, ST. CATHERINES, KITCHENER, LONDON, WINDSOR, WINNIPEG, REGINA, SASKA- TOON, CALGARY, EDMONTON, eða VANCOUVER. Þú getur einnig skrifað til: Registrar of Canadian Citizenship, Secretary of State Department, Ottawa. COVERNMENT OF CANADA l + l

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.