Lögberg-Heimskringla - 26.02.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 26.02.1970, Blaðsíða 2
í LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. FEBRÚAR 1970 BJÖRN JÓNSSON LÆKNIR: Herðubreið og hundaþúfan (Guttormur J. Gultormsson 85 ára) „Risafjall á láglendinu" líttu niðrá móti: Hundaþúfa af hálendinu hendir í þig grjóti! Þitt Braga-grjót úr bergi hörðu ei berst um tímans sáld. Hleður þér nú heiðursvörðu hundaþúfuskáld. Smjúga ei þínir Mímis-molar um möskva Braga-sálds, eins og leirvatns leðju skolar lágvaxnara skálds. Hundaþúfa á hálendinu heilsar þér í kvöld: Risafjall á láglendinu lifðu heila öld! 2. nóv. 1963 Flækingshundur. JAMES RESTON: Edward Kennedy Hundrað blaðamenn dvöldusí í Chappaquiddick á dögum, þegar þar fóru fram framhaldsréttarhöld vegna slyssins. sem varð þar síðaslliðið sumar, er Mary Jo KopecliTje drukknaði. James Reston var í hópi þessara blaðamanna. Grein þá, sem hér fer á eftir, birti hann í New York Times um það leyti. er réttarhöldin hófusl. Edward Kennedy öldunga deildarþingmaður er farinn að minna á mann, sem loks- ins er tekinn að rétta við eftir langvarandi veikindi. Hvimpnin frá í sumar er hprf- in. Hann virðist vera nokkru traustari, dálítið rórrí og þol- inmóðari í fjölmennmu, sem enn lítur við, bendir á hann og hvíslar, þegar hann gengur hjá. Samt fer ekki hjá því að sú hugsun leiti á mann núna, þegar Edward Kennedy er að stíga síðustu skref lagaleiðar- innar í Chappaquiddick-mar- tröðinni frá í sumar, að dag- legt líf sé honum enn ærið erfiður og margslunginn vandi undir eins og hann fer út af heimilinu, og sennilega hljóti isvo að verða meðan hann heldur áfram að starfa og koma fram opinberlega. Núna getur öldungadeildar- þingmaðurinn ekkert hreyft sig, án þess að hann hljóti að hafa á tilfinningunni, að hann sé til sýnis. Hann reynir ávallt að láta svo sem hann sjái ekki svipbrigðin og eftirtektina, þegar hann er í margmenni. Hann getur ekki látið sem ekkert sé og brugðið yfir sig eðlilegu nafnleysi hins hvers- dagslega lífs. E d w a r d Kennedy brosti, þegar hann sté út úr réttar- salnum í Edgartown og ein- hverjum varð á að hugsa upp- hátt: „Hvaða ástæðu getur hann haft til að brosa?" Hann getur ekki skroppið inn á vín- stofu og fengið sér glas, án þess að vekja hvíslingar og umtal og hann getur ekki lát- ið sem ekkert sé, tekið sér í jnunn orð allra annarra tek því, sem að höndum ber og hefi einhver ráð, þegar þar að kemur." Edward Kennedy fer með öðrum orðum eftir fyrirfram gerðri áætlun í dagfari sínu. Hann verður að ákveða hreyf- ingar sínar fyrirfram eins og leikari, sem er að fara fram á sviðið, vita fyrir væntan- legar spurningar, ákveða og æfa svör sín og jafnvel að vera á verði gegn beztu vin- um sínum meðal blaðamann- anna. Hverju á hann að svara? Hvað skyldi fólk gera sér í hugarlund? Þessar spurn ingar eru ávallt ofarlega í huga hans. Öldungadeildarþingmaður- inn tók sér ekki gistingu á opinberu gistihúsi í Edgar- town að þessu sinni, eins og hann gerði á Martha's Viney- ard í sumar sem leið. Ástæð- an var þó ekki sú, að gisti- húsin séu flest lokuð yfir vet- urinn. Kennedy vildi heldur ekki njóta gestrisni þeirra vina sinna, sem á eynni búa, en tók á leigu einkaíbúð, þar sem hann gat dvalið óáreitt- ur ásamt fjölskyldu sinni og lögfræðingum. Hann kom í einkaflugvél til þess að kom- ast hjá að hitta blaðamenn- ina, sem auðvitað hefðu beð- ið eftir honum ef þeir hefðu vitað, hvenær og hvar hann var væntanlegur. Þegar athugað er, hvernig öryggis hans var gætt í Edg- artown, verður um leið Ijóst, við hvaða vanda hann á að stríða. K e n n e d y tilkynnti Dominic Arena lögreglustjóra áður en réttarhöldin hófust hvað hann vildi láta gera. Hann vildi ekki, að lögreglu þegar hann kæmi út úr rétt- arsalnum og fylgdu honum að bílnum. Hann vissi, að þetta liti út í sjónvarpinu eins og hann væri glæpamaður, eða væri að minnsta kosti að reyna að hliðra sér hjá að svara spurningum blaðamann anna, sem hlytu að bíða mál- þola. Kennedy sagðist vilja ganga f r á réttarsalnum til síns heimilis í Skólastræti. Afleið- ingin varð auðvitað sú, að hann lenti undir eins í miðri þ y r p i n g u spyrjandi blaða- manna og áhorfenda, og þar hefði hver og einn, sem vildi hann feigan, getað rekið hníf sinn milli rifja honum. Hér er ekki verið að bregða upp fjarstæðri mynd til að gera atburðinn leikrænni og áhrifameiri. Edward Kennedy getur ekki lokað augunum fyrir þessum möguleika, þeg- ar hann m i n n i s t örlaga bræðra sinna. Víst eru þeir til, sem vilja hann feigan. Kennedy-arnir h a f a ávallt bæði aflað sér einlægrar holl- ustu og logandi haturs. Harmaferill fjölskyldunnar virðist laða með sérstökum hætti að sér það fólk, sem er á einhvern hátt annarlegt eða truflað á geðsmunum. Edward Kennedy er ekki aðeins áberandi stjórnmála- maður, heldur er hann um leið eins konar tákn um harm- leik og tiktúrur mannlífsins. t\í þessu leiðir, að blaða- og sjónvarpsmenn leitast ekki aðeins við að elta hann á röndum, heldur reyna að hálf-kæfa hann. Saga stjórn- málanna og blaðanna er að vísu furðulega hjákátleg, en þó mun sjaldan hafa við bor- ið, að jafn margir blaðamenn væru sendir á vettvang og jafn margvíslegra og kostnað- arsamra bragða væri beitt til þess að afla frétta af jafn litlu efni og þessum síðustu réttar- höldum í máli Kennedys. Þarna gerist engin saga, rétturinn er haldin fyrir lukt- um dyrum, — og þar eru auk þess aðeins endurteknar sög- ur, sem áður voru sagðar og almenningur trúir þó ekki til fulls. Þó ráðast blaðamenn- irnir á þennan leyndardóm eins og hrafnar á hræ og menn eins og Chet Huntley og David Brinkley töldu þetta fréttnæmara en nokkuð ann- að í heimi hér daginn, sem öldungadeildarþingmaðurinn gerði ekkert annað en að ganga inn í réttarsalinn og út úr honum aftur. Það, sem mestri forvitni veldur, er þó ekki, hvað Kennedy ber fyrir réttinum, heldur hvað hann hugsar. Hann hefir valið á þá leið, að haga dagfari sínu sam- kvæmt fyrirfram gerðri áætl- un, þrátt fyrir öll ófyrirséðu atvikin og óþægindin, sem af því stafa. Vitaskuld reynir enginn að neyða hann til að halda áfram stjórnmálastarfi. Það stafar aðeins af einhvers konar skyldutilfinningu hans sjál'fs eða metnaði. Þegar rétt- arhöldunum er loksins lokið, byrjar hann að nýju lang- vinna baráttu fyrir endur- kjöri. Fyrir einu ári var yfirleitt aðeins litið á þessa kosninga- baráttu sem aðdragandann að baráttunni um val forsetaefn- Demókrataflokksins árið ís 1972, — og forsetatignina, ef svo vildi verkast. En harm- leikurinn við Chappaquiddick hefir gjörbreytt þessu. Furðu- legast og mótsagnakenndast er þó, að sennilega er hann nú áreiðanlegri og traustari maður en hann var í fyrra, — daprari, vitrari og agaðri. En flokkurinn hefir hafnað hon- um sem forsetaefni — og það hefir hann einnig gert sjálfur. Tíminn 16. janúar. Sex heimsfrægir rónlistarmenn 1 samtali sem Morgunblað- manna og Norræna húsið auk ið átti við Vladimir Ashken-, margra annarra félaga og azy, píanóleikara, og birtst stofnana. Formaður fulltrúar stjórnmálamanna og sagt: „Ég'þjónar flykktust um hann hér í blaðinu 9. apríl s.l. sagði hann m. a.: „ísland á aðeins skilið það bezta". 1 fréttasam- tali þessu skýrði Ashkenazy frá því, að hann hefði áhuga á að koma upp mikilli lista- hátíð á íslandi sumarið 1970. Ashkenazy dvaldist hér um jólin ásamt Þórunni konu sinni og börnum þeirra, en er nú á tónleikaferð. Áður en hann fór aftur utan skýrði hann fréttamanni Morgun- blaðsins frá því, að nú væri afráðið að hann léki hér á listahátíðinni í j ú n í n. k. Listahátíð þessi verður eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu, á vegum sérstakr- ar stofnunar s e m heitir „Listahátíðin", en aðilar að henni eru m. a. Reykjavíkur- borg, menntamálaráðuneytið, B a n d a 1 a g íslenzkra lista- ráðs Listahátíðarinnar er Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Fyrir forgöngu Ashkenazys hefur verið ákveðið, að hehns- þekktir hljómlistarmenn komi hingað á hátíð þessa og má þar nefna hljómsveitar- stjórann André Previn, söng- konuna Victoríu de los Ang- eles og fiðluleikarann Itzbaak Perlman, auk Daniels Baren- boims og konu hans Jacque- line du Pré, sellóleikara. Allt er þetta heimsþekkt tónlistar- fólk. Listaihátíðin hefst 20. júní og er í ráði að hún verði opn- uð með konsert, sem einung- is íslenzkir listamenn taka þátt í. 27. júní mun Ashken- azy leika á hljómleikunum, sem Prévin stjórnar, 28. júní leikur Ashkenazy með Perl- man fiðluleikara, 29. júní leik- ur Perlman á hljómleikum með Prévín, 30. júní leika Barenboim og du Pré og 'l. júlí verða svo hljómleikar með sópransöngkonunni Vict- oríu de los Angeles. Alls mun Ashkenazy sjálf- ur taka þátt í fimm konsert- um á listahátíð þessari. Morgunblaðinu er ekki full- kunnugt um aðra þætti lista- hátíðar þessarar, en þó er gert ráð fyrir því að Lygamörður verði sýndur í Þjóðleikhús- inu og Kristnihald Halldórs Laxness hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Einnig verða þjóðdansar og þjóðlagatónlist. í athugun er, hvort unnt verði að fá hingað balletflokk frá norrænu landi, og enn- fremur er í athugun hvort hingað fáist brúðleikhús frá Stokkhólmi. Þá hefur verið minnzt á að reyna að sýna erlenda barnaóperu, e. t. v. eftir Benjamin Britten, og yrði hún í Landakotskirkju. í Norræna húsinu er gert ráð fyrir nokkrum kammer- músíkkonsertum auk grafík- sýningar á verkum Edvards Munchs. Þá er ráðgert yfir- litssýning í Listasafninu og sýning í nýja sýningarskálan- um á Miklatorgi á íslenzkri nútímalist, a u k sérstakrar sýningar í Þjóðminjasafninu, bókasýningar í Árnagarði og sýningar á íslenzkri húsagerð- arlist í Laugardalshöllinni. Að lokum má svo geta þess að Ashkenazy kvaðst vona að fyrstu tónleikar þeirra Pre- vins 27. júní gætu farið fram í Laugardalshöllinni, „svo að v e r ð i ð á aðgöngumiðunum verði eins lágt og unnt er og sem flestir geti tekið þátt í tónleikunum. En það fer auð- vitað eftir hljómburði hússins og verður hann nú athugaður nánar." Að öðru leyti vísast til fréttar um listahátíð þessa, sem birtist hér í blaðinu um miðjan september s.l., þar sem ýmsir aðilar sem hlut eiga að henni skýrðu frá því sem á döfinni væri. En að lok- um skal þess einungis getið, að Ashkenazy sagði frétta- manni Morgunblaðsins að hann vonaðist til áð unnt yrði en endurtaka hátíðina að tveimur árum liðnum, ef hún tækist vel í þetta skipti. Því væri mikið í húfi „en ég held að þetta verði mjög merkileg hátíð — og vona það bezta", sagði hann að lokum. * I samtalinu við Ashkenazy, sem birtist hér í blaðinu 9. apríl í fyrra, komst hann m.a. að orði á þessa leið — og er ástæða til að minna á þau orð hér í lokin: „Það er von okkar að þessi hátíð takist vel, ekki aðeins frá listrænu sjónarmiði held- ur einnig f járhagslegu. Ef hún borgar sig vel, yrði það ósk okkar að hagnaðurinn rynhi til þess að fá hingað eina af beztu sinfóníuhljómsveiturn heims á alþjóðlega tónlistar- Framhald á bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.