Lögberg-Heimskringla - 12.03.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 12.03.1970, Blaðsíða 1
* ÍHJODMI NJASAFN I 0 i UYKJAVIK, ICELANO . ILösberg^^etmöWngla Stofnað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 12. MARZ 1970 NÚMER 10 Heimsókn dr. Guðrúnar P. Helgadoftur þökkuð Fluli á lokasamkomu Þjóðræknisfélagsins 28. febr. 1970 Göfug dóttir aldnar ættarmóður! Ástarríkar kveðjur hennar barstu; yfir djúpið hönd að heiman varstu, hafið brúar vorrar þakkar óður. Heyrðum vér í hlýjum orðum þínum hjartaslög frá móðurjarðar barmi; undir stjörnuhimins björtum hvarmi hennar tign oss skein í mætti sínum. Land og þjóðin urðu í orðamyndum eitt, og risu hátt úr tímans sævi; fundum yér, að djúpt 1 ættarævi andans rætur standa í helgum lindum. Berðu hjartans kveðjur öllum heima héðan. Segðu þeim, að ræktarglóðir heitar lifi, oft á ættarslóðir óskahugir létt á vængjum streyma. RICHARD BECK. Hljómleikar í Vancouver Helga Agnes Sigurdson píanóleikari mun koma fram á hljómleikakveldi í Queen Elizabeth Theatre í Vancouver, B.C. á sunnudagskveldið 15. marz, kl. 8 e. h. Mun arðurinn af samkomunni ganga í scholarships sjóð. Furðulegt er að þeir, sem hafa fengið þessa mikilhæfu listakonu til að koma fram á samkomu skuli ekki hafa sent mynd og frásögn til Lögbergs-Heimskringlu. ÍSLAN DSFR ÉTTIR Morgunblaðið 11. til 17. febrúar. Fjöldi erlenda ferðamanna, sem koma hingað til lands, hefur aukizt mjög á undan- förnum árum, svo sem kunn- ugt er. Árið 1962 komu hingað rúmlega 17 þúsund erlendir fer.ðamenn, en 1968 rúmlega 40 þúsund. Á þessu ári er gert ráð fyrir að um 52 þús- und erlendir ferðamenn komi til Islands, árið 1975 um 90 þúsund og árið 1980 um 150 þúsund. Heildartekjur landsmanna af hverjum erlendum ferða- manni, sem hingað kemur eru taldar um 27 þúsund krónur og eru þá meðtaldar tekjur flugfélaga, fríhafnar o. s. frv. Á árinu 1968 námu gjaldeyr- iskaup bankanna af hverjum erlendum ferðiamanni að með- altali 5600 krónum. ' * * * ” Höggmynd Einars Jónsson- ar „Útlagar“, sem ekkja lista- mannsins, frú nna Jónsson gaf Akureyrarbæ s. 1. sumar verður afhjúpuð eftir messu á sunnudaginn kemur ef veð- leyfir, sennilega um kl. 15,30. Lúðrasveit Akureyrar leik- ur og ávörp verða flutt af hálfu umboðsmanns gefanda og forsvarsmanna Akureyrar- bæjar. Styttunni hefur verið valinn staður á grasflöt við Eyrarlandsveg, skammt norð- an við Menntaskólann. * * * Á morgun — 16. febrúar eru 50 ár liðin frá því að fyrsta dómþing Hæstaréttar Islands var haldið. Hafði íslenzk þjóð þá endurheimt æðsta dóms- vald í málum sínum og feng- ið það í hendur íslenzkum mönnum eftir hálfa sjöundu öld, sem erlendir aðilar höfðu farið með það. S t o f n u n Hæstaréttar mun í sögu ís- lands ávallt verða talinn til merkisatburða — stórst skref í átt til sjálfsforræðis. * * * Átta ungir Islendingar sem höfðu ráðið sig í vinnu hjá Husquvarna-verksm. í Sví- þjóð struku úr vinnunni þar áður en vinnuráðningartím- inn rann út þar sem þeir töldu að ekki hefði verið staðið við gerða samninga í launamálum og fleiru. Hér er um að ræða 8 menn á aldrinum 18-24 ára og höfðu sumir þeirra unnið einn mán- uð, en aðrir lengur. Fjórir mannanna eru komn- ir heim, en hinir eru væntan- Heiðursfélagar í Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vesturheimi Gunnar Erlendsson píanókennari og organleikari hjá Bardals legir á næstunni, en í gær löfðu þeir ekki komist heim vegna fjárskorts. * •:= * LOÐNA TIL JAPANS Nýverið gengu Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávar- afurðadeild S.ít- frá sölu á 1000 tonnum af frystri loðnu til Japans. Er þetta þriðja ár- ið í röð, sem samningar hafa verið gerðir við Japani um sölu á frystri loðnu. Á s. 1. ári keyptu þeir 750 tonin. Samningurinn í ár er frá- brugðinn fyrri samningum að því leyti, að nú er samið um að af þessu magni skuli í 250 tonnum vera 80% hrygna. Fyrir það magn fæst betra verð en fyrir blönduðu loðn- una, sem seld er á svipuðu verði og í fyrra. Mikil vinna mun vera í því að flokka loðnuna. Sérstakt japanskt frystiskip mun sækja loðnuna til lands- ins og flytja hana til Japans eins og verið hefur s. 1. tvö ár. * * * ENN HRISTIST HÚSAVÍK Frá því fyrstu jarðskjálfta- kippirnir fundust á Húsavík fyrir tæpum hálfum mánuði, hafa öðru hverju fundizt smá hi-æringar. I fyrrinótt um klukkan hálf tvö kom all- snarpur kippur, svo fólk vaknaði af svefni. Fylgdu honum skammt á eftir stærri kippir. * * * BÚIZT VIÐ ÁFRAMHALDANDI ÓFÆRÐ Mikla snjókomu og skaf- renning gerði á Suð-Vestur- landi í fyrrakvöld og fyrrinótt og tepptust flestir vegir. Olli þetta margvíslegum erfiðleik- um, þar sem b.lar sátu fastir, mjólkurflutningur og innan- Dr. Guðrún P. Helgadótlir heiðursgestur á ársþingi Þ> jóðræknisf elagsins 1970 Séra Robert Jack prestur að Tjörn í Húnavatnssýslu Fréttarilari L.-H. á íslandi landsflug féll alveg niður í gær. Er þetta mesta snjó- koma, sem mælzt hefur í Reykjavík síðan 1957 og er sama að segja um fleiri staði sunnanlands. 1 gær tókst að ryðja helztu aðalleiðir sunn- anlands og hjálpa bílum, sem þar höfðu átt í erfiðleikum, en í gærkvöldi var víða farið að skafa aftur og búizt við éljum á S.V.-landi en snjó- komu á N.A.-landi. Má því búast við að vegir, sem rudd- ir voru í gær, hafi lokazt í nótt. Framhald á bls. 7. Bréf fró séra Robert Jack Tjörn, Vatnsnesi, V.-Hún., Iceland 24. febrúar, 1970. Kæra Ingibjörg og lesendur L.-H. Nú er þorrinn á förum og öll þorrablót á förum með hangikjöti, hákarl, harðfisk og öðrum góðum mat. Við komumst aðeins á eitt þorra- blót, sem var haldið hér í hreppnum um helgina. Ann- ars ætluðum við Vigdís að fara á það, sem var haldið í Víðidal fyrir tveimur vikum en um nóttina fyrir, gerðist mjög vont veður og sló niður í reikháfinn hér á húsinu með þeim áfleiðingum að það drapst í miðstöðinni sem gengur fyrir olíu. Það mynd- aðist kolsýrugas niðri, þar sem miðstöðvarketillinn er og um 5 leytið að morgni til fann móðir mín lyktina upp í íbúðinni. Hún vakti Vigdísi, sem fór niður. Þegar hún sá að það var dautt í miðstöð- inni, skrúfaði hún frá inn- rennsli olíunnar, en þá hafði gasið haft áhrif á hana og komst hún, eiginlega erfið- lega, aftur upp í íbúðina, og leið henni illa allan daginn eftir það. Þess vegna var ekki farið á þorrablótið í Víðidal. Hún var eiginlega heppin að sleppa út úr þessu. En í Vesturhópi, á Syðri- Þverá var haldið þorrablót s.l. föstudagskveld og var allt á- gætt, allur þorramatur og kostaði aðeins $2.20; mjög ó- dýr. Um 50 manns komu sam- an og var einnig dansað alla nóttina, og var stemningin mjög góð og skal ég geta þess til gamans að ekki var til dropi af áfengi á samkomunni, og eins og þið vitið fylgir vín slíkri hátíð. Ég hafði eitthvað af fólki með mér í bílnum og þegar ég var búinn að aka því heim til sín var klukkan orðin fimm þegar ég steig inn í eldhúsið. Daginn eftir, sunnudaginn, var messað hér við mjög góða aðsókn, veðrið gott með frost og snjó á jörðu. Allt gengur sinn vana gang. Menn hugsa um skepnur sín- ar og er búið almennt að hleypa til. Það er sagt að flest muni hækka í verði í vor vegna söluskatts, þó að toll- urinn falli niður á ýmsum vörum. Krónan er orðin lítils- virði og kostar það mikið að lifa hér — eins og annarsstað- ar. Vertíðin er í fullum gangi og fiska bátar misjafnlega eins og alltaf. Mikið er þó að gera á Hvammstanga því rækjur (shrimps) berast þar í land í stórum stíl þessa daga. Fólkið — um 20 manns, hefur $10-12 á dag í rækjuvinnu og þykir það gott, þar sem ekk- ert var áður. Ykkar einlægur, Robert Jack.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.