Lögberg-Heimskringla - 16.04.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 16.04.1970, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. APRÍL 1970 Dr. Sveinrt Framhald af bls. 1. og menningarlegi húmor, sem þeir einir virðast kunna skil á, sem hafa lag á því að henda hæfilega mikið gaman af sjálfum sér. I öðru lagi voru það svo stuðlamálin, sem fylgdu dr. Sveini Bjömssyni hvar sem hann kom og hvar sem hann fór. Sá Mímis- brunnur varð honum upp- spretta þreks á erfiðum stund- um, en þær urðu á vegi hans, bæði sem læknis í víðáttu- miklu héraði, og sem föður við missi tveggja bama sinna rrngra. Þá vom og Ijóðin hon- um drjúgur auki við sólskins- blettina, en þeir vom svo margir, að oft mun hafa orð- ið úr drjúgstór samfella. Er mála sannast, að Sveinn læknir beitti gáfum sínum og þreki daglega til þess að gleðja og hressa upp á þá, sem umhverfis hann stóðu, og sá hlaut að vera meira en lítið undarlegur og illa til reika, sem ekki tók að finna til góðu straumanna, þegar dr. Svein bar að garði. Hann var mað- ur sem miðlaði samferða- mönnum góðu einu, og í því örlæti átti hans eigin ham- ingja upptök sín. Þess vegna var það öllum gróði að kynn- ast honum. Ekki verður dr. Sveins svo minnzt, að konu hans frú Marju sé ekki getið. Frú Marja, sem nú lifir rnann sinn, var honum samhent í öllum hlutum. Heimili þeirra hjóna var til fyrfrmyndar, og þ e g a r húsbóndinn var að sinna sjúklingum sínum, þá var kona hans víá til þess að vera komin á fund einhvers félagsins, þar sem menningar- og mannúðarmál voru efst á dagskrá. Konu sína dáði dr. Sveinn mjög, enda verður hennar tillags ávallt minnzt, þegar rætt er um þau djúpu spor sem þau hjónin mörkuðu með starfi sínu. Dr. Sveinn var næstum því fullorðinn maður, þegar hann kom til Kanada. Þó lagði hann á langskólaveginn og lauk læknisnámi við Lækna- háskólann í Manitoba árið 1916. Var hann síðan læknir á ýmsum stöðum í Manitoba, þó lengst í Árborg eða í rúm- ain aldarfjórðung, og raunar lengur, ef með erU talin störf hans sem læknis eftir að hann náði hámarksaldri opinberra embættismanna. Störf dr. Sveins í þágu heil- brigðismála í Manitoba voru margvísleg, og mjög mikinn þátt tók hann í þjóðræknis- málum Vestur íslendinga. Var meðal annars í stjórn Þjóð- ræknisfélagsins í mörg ár og varaforseti þess um skeið. Heiðursviðurkenningar hlaut dr. Sveinn ýmsar um dagana. Má geta sem dæmis, að hann var gerður Riddari hinnar ís- lenzku fálkaorðu árið 1955. * Dr. Sveinn var fæddur að Lýtingsstöðum í Vopnafirði, Bréf frá Chicago E. Björnson % sonur þeirra hjóna Eiríks Bjömssonar og Aðalbjargar Jónsdóttur. Þann 9. ágúst 1916 kvæntiist hann Marju Grímsdóttur Laxdal, dóttur Gríms og Sveinbjargar Lax- dal. Börn þeirra eru Svein- björn læknir í Wilmington Delaware, og frú Marion Jóna Benedictson, búsett vestur við Kyrrahafsströnd. Tvö börn, Jóna Marion og Eiríkur Grím- ur dóu á unga aidri. Þó að starfssvið dr. Sveins Bjömssonar væri . í Kanada, þá munum við, sem gerst þekktum hann, minnast hans sem óvenjulega heilsteypts ís- lendings, og virðulegs fulltrúa íslenzks menningararfs, og menningararfurinn er ekki bara innantómt orð, þegar rætt er um Svein Björnsson. Hann bar virðingu fyrir ís- lenzkri ,hefð og lagði mikla rækt við hana. Nefni ég bara þrjú dæmi þeirri staðhæfingu lil stuðnings. Dr. Sveinn var í fremstu röð vestur-íslenzkra ljóðasmiða, sérílagi var fer- skeytlan honum mikið eftir- læti, enda lék hún við hann. Er ljóðabókin Á heiðarbrún, gefin út í Winnipeg árið 1945, óræktur vottur um skáldgáfu dr. Sveins. Önnur var sú íþrótt, sem Sveinn hafði ekki lítið gaman af, en það var skákin, en hann náði svo langt í taflmennskunni, að hann varð kanadískur meistari í bréfskák árið 1924. Sagði hann mér einu sinni, að skák- bréfunum hefði hann orðið að sinna seint á kvöldin, þeg- ar hann kom heim úr sjúkra- vitjunum. í síðasta lagi má geta þess, að á yngri árum var dr. Sveinn svo góður glímumaður, að ekki þurftu nema færustu menn í þeirri list að ætla sér, að þeir gætu staðizt honum snúning. Ljóða- gerðin, taflmennskan, og síð- ast en ekki sízt, glíman eru íslenzkar íþróttir öllum öðr- um íþróttum fremur. En nú er dr. Sveinn búinn að glíma eina glímu til falls. Naumast verður hann þó gagnrýndur, því að þá glím- una hefur enginn unnið, svo að sögur fari af. Þess ber fremur að minnast, hversu lengi hann stóð af sér öll brögðin, og þá einnig hversu mikla fimi og drengskap hann sýndi á glímuvellinum, en drengskapurinn var einmitt aðal góðra glímumamna, og vegna þess, hversu sá eigin- leikinn var ríkur í fari dr. Sveins, þá voga ég mér að fullyrða, að þrátt fyrir fallið nú í lokin hafi hann þó geng- ið með sigur af hólmi. Fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar votta ég eftir- lifandi eiginkonu dr. Sveins, frú Marju, sem og öllum hans skyldmennum okkar dýpstu samúð. Haraldur Bessason. Framhald af bls. 1. leiða hér sýndi. Efni myndar- innar var mjög smekklegt og vel valið. Útskýrðir voru helztu lifn- aðarhættir í slendinga og landslagið var fagurt á að líta. M y n d i n vakti mikla ánægju hjá öllum. Sumir höfðu orð á að þeir þyrftu bara ekki að fara til landsins til að sjá það. Ekki veit ég hvað Mr. How- den segir um það!! En gaman væri þó, ef fleiri Íslendingar gætu séð þessa mynd. (Hún er góð landkynning). Gísli Gíslason söngvari frá Reykjavík söng fögur íslenzk lög fyrir okkur með undirleik dóttur sinnar, Valfríðar. Gaman var að heyra gömlu íslenzku lögin okkar, enda snertu þau okkar hjartarætur. Ennfremur var sungið yfir borðum og kátt var á „hjalla“. Islenzkur matur var fram- reiddur fyrir fjöldann, inn- fluttur frá Reykjavík (Slát- ursfélaginu) og Loftleiðir eins Framhald af bls. 1. Pembina County Historical Sociely hefir nýlega veitt 40 manns heiðursfélaga skírteini, þeim er fæddir voru áður en Norður Dakota ríki var mynd- að. Elztir þeirra, er þannig voru heiðraðir, voru Tryggvi Bjamason að Mountain og Mrs. Florence Johannesson, að Chrystal og verða bæði níræð á þessu ári. Aðrir íslenzkir heiðursfé- lagar, þessa sögufélags eru: G. A. Gudmundson og Fred G. Johnson í Edinburgh, N. D., Mrs. B. F. Olgeirson, Mountain, Mrs. Guðrún John- son, Neche, N. D., Mrs. Chris Geir, og Miss Guðrún Thord- arson að Mountain; Jakob Hall, og Frank Hall, Edin- burg; Mrs. Hannes Walter, Mrs. Thomasson að Garðar; Fred Halldorson, G. B. Nup- dal að Mountain; B. G. Bjorn- son, Walhalla; Bjom K. And- erson, Garðar; Mrs. G. J. Jon- asson, Edinburg. — Við árn- um þeim öllum heilla. * * * Cadel Gene Gudmundson, son of Mr. and Mrs. G. Gud- mundson, Mountain, has been named to the Superinten- dent’s List at the U. S. Air Force Academy in Colorado, Springs Colorado. The cad.et, a member of the class of ‘72, was selected for his outstanding achievement in both academics and mili- tary performance. He will be granted special privileges and wear a silver star and wreath designating the honor ac- corded by the Academy su- perihtendent. og venjulega, sáu um flutning hans. Látið var mjög vel yfir góðgætunum, enda var vel troðið í sarpinn. Dansað var fram eftir mið- nætti með miklu fjöri og létu allir vel yfir skemmtuninni. Gísli Gíslason og kona hans, frú Áslaug frá Reykjavík eru nú á förum til Íslands, en þau hafa verið hér í heimsókn hjá dóttur þeirra og tengdasyni, Einari Júlíussyni, um þrjá og hálfan mánuð. Þau létu afar vel yfir dvöl- inni hér og höfðu þar góðann tíma til að sjá sig um í borg- inni. Mest fannst þeim til komið að sjá „Fied Museum“. Gísli hefur sungið í Karla- kór Reykjavíkur um 16 ár og hefur mjög góða söngrödd, enda söng hann vel fyrir okkur. Við óskum þeim hjónum góðra ferða heim til íslands. Með kærri kveðju til ykkar í L.-H. He has also been selected for the position of flight guide with the rank of cadet staff sergeant. The cadet will be commissioned a second lieu- tenant and awarded a B. S. degree upon his graduation from the Academy. Cadet Gudmundson is a 1968 gradu- ate of Edinburg high school. * * * Kurl Hillman was one of the winners at the District Science Fair in Mayville Sat- urday aind will advance with his project to the State Sci- ence Fair in Jamestown April 4. The subject of his entry was How the Finding of Iron Ore Anomalies is Related to the Study of Magnetism. This is the second consecutive time for Kurt to have an entry at the state meet. He is a fresh- maln at the Cavalier high school, the son of Mr. and Mrs. Eldon Hillman. * * * Robert Olafson, son of Mr. and Mrs. Magnús Olafsson, of Gardar has been named to the University of North Dakota president’s honor roll for aca- demic achievement. * * * Connie Rae Hall, 7, daught- er of Mr. and Mrs. John Hall, Edinburg, is “Little Miss De- Molay Sweethe-art” of 1970. She was chosen at a Northem Lights DeMolay chapter pro- gram here laíst week. She sang and twirled the baton in her competitive number. H. Egilsdóiíir R. N. Fréttir frá North Dakota ÍSLENZK STÚLKA HLUTSKÖRPUST * Framhald af bls. 1. voru Valdar 5 af þeim til loka- úrslita. Þær s e m hlutskarpastar urðu eru eftirtaldar: Nr. 1 ísland, nr. 2. Japan, nr. 3 Fil- ippseyjar, nr. 4 Costa Rico, nr. 5 Danmörk. í lokakeppn- inni áttu stúlkurnar 5 að dansa undirbúningslaust og síðan að tala nokkur orð til áhorfenda, en þær voru látn- ar koma fram í síðum kjól- um, stuttum kjólum, baðföt- um og þjóðbúningum. Sagð- ist Henný ekki vera lengur í nokkrum vandræðum með að skauta sig eftir þessa ferð, því hún hefði fengið góða æf- ingu í því í Tókíó. Þegar úrslit höfðu verið til- kynnt var Henný kölluð fram og skrýdd perlukórónu og slá, en í verðlaun fær hún 3000 dali og tvo bikara og auk þess fær hún eftirlíkingu af kór- ónunni. Á næsta ári mun Henný síðan fara aftur til Tókíó og krýna þá stúlku sem hlýtur titilinn 1971. Nú eru allir þátttakendur keppninnar í ferð á Expo 1970, en að viku liðinni fara allar nema þær fimm hlut- skörpustu heim. Þær verða í 'viku í viðbót á sýningunni og skrýdd perlukórónu og slá, Henný er væntanleg heim til íslands í síðustu viku í apríl, en enn hefur hún enga á- kvörðun tekið um það hvort hún tekur einhverjum af þeim tilboðum sem henni hafa bor- izt. Mgbl. 1. apríl. SKRÝTLUR Halli: Ég á nýja treyju — það átt þú ekki. Siggi: Nei, en ég á nýja húfu en það átt þú ekki. Halli: Nei, en pabbi minn á nýja byssu, það á pabbi þinn ekki. Siggi hugsar sig um litla stund og segir svo sigri hrós- andi: Nei, en á morgun verð- ur amma mín jörðuð, það verður þín ekki. Dómarinn (sem er sköllótt- ur); — Saimvizka yðar virðist vera álíka dökk og hárið á yður. Ákærði: — Ef maður ætti að dæma samvizkuna eftir háralit manna, herra dómari, þá hefðuð þér alls enga. — Hvers vegna haldið þér að ríki maðurinn sé nízkur? — Jú, þegar ég kom síðast heim til hanis, sátu báðar dæt- ur hans og léku á sama píanóið. Kona prófessorsins: — Pét- ur, Pétur, það eru innbrots- þjófar í húsinu! Prófessorinn (hálf sofandi): — Æ, segðu þeim, að é^g sé ekki heima.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.