Lögberg-Heimskringla - 16.04.1970, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 16.04.1970, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. APRÍL 1970 3 ÞÓRARINN HELGASON: Kópar (Smásaga) Kópadráp á ausíurströnd Canada og í Alaska heíur vakið mikla andúð meðal íólks; myndir aí því hafa verið sýndar í sjónvarpi og blöðum víða um heim. Orsök þessarar and- úðar skýrist við lestur þessara sögu. Ef til vill gæti kven- þjóðin komið í veg fyrir þetta óhugnanlega loðdýradráp með því að hælta að kaupa loðskinnskápur, því nú er búið að finna upp loðfeldi úr gerfiefni, sem eru líkir loðdýra- skinni og er efnið hlýtt og létt. — I. J. • Business and Professional Cards • , ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: SKÚLI JÓHANNSSON 587 Minto Street, Winnipeg 10, Monitoba Styrkið iélagið mað því að gerast maðlimir. Arsgjald — Einstaklingar S3.00 — Hjón S5.00 Sandist til ijármálarilara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion St., Winnipag 3, Manitoba. Ptiona 783-3971 Við hjónin hófum búskap- inn með tvær hendur tómar, eins og það heitir. Reyndar átti ég hest og 12 kindur, en það var líka allt og sumt. Síð- an gáfu foreldrar mínir okk- ur kú í búið. Þetta þótti í þá daga bjarglegur bústofn. En, jarðnæði var ekki auðfengið. Hvert kot, sem losnaði úr á- búð, var umsetið af mörgum. Okkur vildi það til happs, að ég átti frænda í fjarlægri sveit, er orðinn var einn og uppgefinn á kotinu sínu, og hann bauð okkur til sín í hús- mennsku. Leigan af jörðinni og afnot af húsinu var lágt reiknað. Jörðin lá eigi alllangt frá sjó og henni fylgdi fjöru- stúfur. Rekinn var undanskilinn í samningnum við mig, nema matarrekinn, er ég skyldi hafa fyrir að bjarga öðrum reka (trjáreka) undan sjó. Hlunnindi þessi voru mér nýlunda og vildi ég notfæra mér þau til hins ýtrasta. F r æ n di minn sagði, að venjulega mætti á vorin slysa á fjörunni nokkra kópa. Þeir væru góðir til matar, kvað hann, og skinnin verzlunar- vara. Hvort tveggja var, að matarforði okkar var enginn og innleggið ekki nema ullin af kindunum á móti verzlun- arúttektinni, svo að eigi mátti vanrækja þann tekjuauka, sem þama gat borið að hendi. Frændi minn sagði mér að kópatíminn hæfist með sauð- burðinum og stæði jafnlengi yfir. Síðan fræddi hann mig um selinn og sagði mér ótal sögur af veiði hans, tortryggni og háttiun. Ég skipulagði í huganum hvernig ég skyldi fara að því að leika á selinn, en lítinn árangur báru fyrstu veiðiferðir mínar. Þá var það eitt sinn að ég fann lítinn kóp, er lá einn og yfirgefinn langt fyrir ofan flæðarmálið. Ég hafði sela- kepp (barefli) í hendinni og hugðist rota kópinn sam- stundis, en ég hikaði við það. Hanm leit til mín svo bams- lega saklausum augum. Þau voru allt í senn: gáfuleg, for- vitnisleg og falleg. Mér sýnd- ist þau meira að segja mann- leg. Ég ætlaði að grípa í aftur- enda kópsins, en á augabragði sneri hann sér við og hefði bitið mig, nema af því, að ég kippti að mér hendinni nógu fljótt. Því lengur, sem ég virti hann, fyrir mér, því meira þótti mér til hans koma. Ég gat með engu móti fengið mig til að svipta lífi þennan um- komulausa, litla og barnslega kóp. Ég hugðist þá reka hann til sjávar, sem var alllöng leið, því að lágsjávað var og fjara slétt. En ekki vildi kóp- urinn rekast. Ég stjakaði við honum með keppnum. Snerist hann þá sífellt til varnar og reif í hann með tönnunum, grimmilega. Vorkenndi ég honum hálfu meira, er ég sá hann reiðan í umkomuleysinu og vanmegna að firra sig hættunni. Loks gafst ég upp við reksturinn, er ég hafði komið honum svo langt, að ég var öruggur um að næsta flóð næði honum. Frænda mínum þótti ferð mín bæði hrakleg og smánar- leg. Sagðist hann aldrei vita þess dæmi, að kópur væri ekki „sleginn“, þegar færi gæfist. Hann kvað kópa ævin- lega frávillta, er lægju uppi á fjöru. Mér hefði verið nær að stytta honum heiðarlega aldur. Nú mundi fuglinn rífa hann til bana í fjörunni. Skyldi ég fara næsta dag og færa mér heim sanninn, að hann gæti rétt til um þetta. Mætti og vera, að ég hefði þá skinnið af kópnum jafn- gott. Ég fór á fjöruna daginn eft- ir og vonaði þó, að kópurinn hefði bjargazt og væri kom- inn í sjó. En sú varð eigi raun- in. Hann lá dauður og varg- rifinn í fjörunni, þar sem ég hafði skilið hann daginn áður. Þá vissi ég þetta: móðurlaus- an, lítnin kóp var miskunar- verk að „slá“. Á einum stað, þar sem fjörukamburinn var brattast- ur, sá ég eitthvað í flæðarmál- inu, sem vel gat verið selur. Ég fór þegar stóran bug upp á fjöruna og skreið síðan fram á kambinn. Þama var kæpa með kóp. Nú ætlaði ég ekki að hika, en ganga hreint að verki. Þegar ég var kominn svo fram á kaimbinn að ekki varð lengur dulizt, tók ég sprettinn í ofboði. Kæpan sneri þegar undan og reyndi að draga kópinn með sér, en mig bar að svo skjótt, að hún varð að sleppa takinu til að forða lífi sínti. Kópinn rot- aði ég þegar. Ég leit ekki í augu honum, en setti um leið á hann hnífinn. Kæpan var á sveimi úti fyr- ir í brimgarðinum. Aftur og aftur kom hún á innsta sjó og mændi augum til fjörunn- ar þar sem ég stóð. Hún hætti sér eins nálægt og hún írekast taldi fært að huga um kópinn. Þar sem ég nú stóð yfir honum dauðum, hafði hún verið fyrir stundu, óvið- búin árás, að njóta móður- gleðinnar, nýbúin að fá hann úr kviði sínum. Og nú, þegar vígamóðurinn var runninn af m é r og sektartilfinningin komin í staðinn, gat ég eigi betur séð en kópurinn væri hálfkaraður. Ég tók kópinn og gekk með hann upp fjömkambinn. Skömmu síðar stakk kæpan sér í sjóinn og hvarf. Þá hafði hún fullvissað sig um, að af- kvæmi sitt fengi hún eigi endurheimt. Dapur og hugsi sneri ég heimleiðis. Ég losnaði ekki við þá umhugsun, að ég hefði framið ódæðisverk. Frændi minn varð nú mjög á n æ g ð u r við mig. Hann kenndi mér að verka skinnin af kópnum, svo að þau gætu orðið fyrsta flokks verzlunar- vara. Konu minni fannst nokkuð til um heppni mína, en hvorki rakti ég fyrir henni né öðr- um, með hverjum atburðum ég náði síðari kópnum. Frændi minn bauðst til að lána mér gamlan byssuhólk. Hann hvað vel hugsanlegt að takast mætti að slysa einn og einn fullorðinn sel með skoti, einkum kæpur, sem væru ný- gotnar. Mér varð hugsað til kæpunnar og var að því kom- inn að afþakka byssulánið. En þá flaug mér í hug þörfin á að auka tekjur mínar. Og þessi viðkvæmni hlaut að vera heigulsháttur, sem ég varð að losna við. Ef til vill var í mér einhver snefill af kveneðli, sem ekki var karl- manni sæmandi. Næstá skipti, þegar ég fór á fjöruna, kom frændi minn með byssuna og fékk mér hana um leið og ég var að leggja af stað. Mig langaði ekki að hafa hana meðferðis. Ég hafði ákveðið með sjálfum Framhald af bls. 7. ICELAND - CALIFORNIA C0. Bryan (Brjann) Whipple Import and Sale of lcclandic Woolcns, Ceramic, Etc. 1090 Sansome, San Francisco CA94111 Wanted for cash: Older lcelandic Stamps and Envelopes Minnist BETEL í erfðaskrám yðar VIKING GIFT SHOP 698 SELKIRK AVENUE WINNIPEG Importers of Wooden Shoes and Scandinavian Articles Business Hours Monday to Thursday: 1 p.m. to 6 p.m. Friday—1 p.m. to 9 p.m. Saturday—9 a.m. to 6 p.m. BuiSding Mechanics Ltd. falntloa - D.cor«ttnf - Conrtructlon R.nov.ting - R.il btit. K W. (BILL) JOHA.NNSON Manaoer 938 Elgln Avenue Wlnnipeg 3 Divinsky, Birnboim & Company Chartered Accountanti 707 Montreal Trust Bldg. 213 Notre Dame Ave. Winnipeg 2, Lennett Motor Service Op.rat.d by MICKEY LENNETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Hargrav. & B.nnatyn. WINNIPEG J, MAN. Phon. 94JIIJ7 Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargent Avenue Winnipeg 3. Manitoba • All types of Piywood • Pre-finish doors and windows • Aluminum combination doors • Sashless Units Telephone: 943-0526 Benjaminson Constructíon Co. Ltd. 1425 Erin Street. Winnipeg 3. Ph: 786-7416 GCNIRAL CONTRACTORI L BINJAMINSON. Managm • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35-967 SU 34 322 FREE DELIVERY RICH ARDSON & COMPANY Barrlotaro and Solicltoro 274 Gorry Straat, Wlnnipag 1, Manitoba Talaphona 942-7467 G. RICHARDSON, Q.C C. R. HUBAND, LL-B W NORRIf, B A., LL.B. G M. ERICKSON. B.A., LL B J. F. R. TAYLOR, LL.B. W. S WRIGHT, B.A., LL.B. W J KiHLER, B.A., L.L.B I C BFAUDIN, B.A., L.L.B "GARTH M. ERICKSON of tho firm of Richardson & Company ottenda ot th# Gimli Cradit Umon Offica, Gimlí, 4:00 p.m to 6:00 p.m. on th« flrot ond thlrd W#dnaoday of •ocb mr nth '

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.