Lögberg-Heimskringla - 09.07.1970, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 09.07.1970, Blaðsíða 8
8 LoGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. JÚLÍ 1970 Or borg og byggð ÞORRI BLÓTAÐUR íslendingafélagið í Wash- ington D.C. hélt upp á þorra með blóti að Holiday Inn í Alexandria í Virginíufylki í s. 1. mánuði. Var samkoman mjög vel sótt af flestum meðlimum, svo og mörgum íslendingum sem komu langt að eins og frá Florida, New York, Penn- sylvania, Delaware og Michi- gan, eða alls á þriðja hundrað manns. Meðal gesta voru heiðursfé- lagar félagsins, ambassador Magnús V. Magnússon, frú Guðrún kona hans og frú Ág- ústa Thors. Tveir fyrrverandi ambassadorar Bandaríkjanna á íslandi þeir John L. Muccio og James K. Penfield voru þar ásamt konum sínum, Sheila og Anne, sömuleiðis fyrrum yfirmaður sjóhersins í Keflavík aðmíráll Ralph Weymouth og kona hans frú Laura. Þá var þar einnig ís- landsvinurinn próf. Paul S. Bauer með konu sinni frú Winifred. Þorrablóíið hófst með á- varpi Gunnars Tómassonar, formanns félagsins, en síðan sagði ambassador Magnús V. Magnússon frá þ o r r a og þorrablótum til forna á ís> landi. Frú Ágústa Thors afhenti félaginu að gjöf fagran fund- arhamar og fylgdi úr hlaði með nokkrum orðum. Matur var frá Kjötbúðinni Borg í Reykjavík og var all- ur algengur þorramatur á borðum, sem öllum þótti sér- lega góður. F é I a g i ð efndi til happai- drættis í fjársöfnunarskyni og var vinningur flugferð með Loftleiðum til íslands, sem John Holt vann. Eftir borðhaldi var stiginn dans og lauk skemmtuninni um kl 2 um nóttina og þótti mönnum vel hafa tekizt til með fyrsta þorrablót, sem haldið hefir verið af hinu nýstofnaða Íslendingafélagi 1 Washington. Formaður skemmtinefndar var frú Sig- rún Tryggvadóttir Rockmack- er. Mgbl. 24. maí. Séra Sveinbjörn Olafsson frá Minneapolis leit inn á Skrifstofu L.-H. Hann kom norður í heimsókn til systra sinna, Mrs. Helgu Amason að Oak Point og Mrs. Petrínu Peterson í Winnipeg og kom hann sérstaklega til að óska Petrínu góðrar ferðar, en hún ætlar að heimsækja ísland í sumar. Úivarpsskrá íslendinga sem útvarpað var frá CFRW (FM) 94.3 megacycles, 3. júlí kl. 6.25 e. h. tókst ljómandi vel. Grett- ir L. Johannson aðalræðis- maður íslands flutti nokkur inngangsorð og kynnti Fríðu Daníelsson, sem hefir veg og vanda af því að undirbúa efn- ið fyrir útvarpið. Hljómplötur frá íslandi með söngvum Karlakórs Reykjavíkur og fleiri hljómuðu vel og gerði Grettir aðalræðismaður grein fyrir þeim, en hann talaði á ensku og einnig Mrs. Daníels: son, sem flutti mjög hugnæmt erindi frá æskudögum sínum í Arborg og um móður sína. Óttast var, að ekki myndi heyraíst frá þessari útvarps- stöð lengra en rétt út fyrir borgin'a, en þessi útvarpsskrá heyrðist í Arborg og er það vel. Næstu íslenzku skránni verður útvarpað frá sömu stöð fyrsta föstudag í sept- ember á sama tíma. Marino Johnson. ineköllun- a r m a ð u r Lögbergs-Heims- kringlu í Vancouver kom bíl- leiðis að vestan í fyrri viku ásamt konu sinni og dóttur, og kom Ingibjörg, móðir hans, með honum og fór hún til Baldur í heimsókn til Guð- nýjar systur sinnar. Kona hans fór í heimsókn til ætt- ingja sinna í Holland, Man. en Marino ásamt John bróður sínum til hátíðahaldsins í Baldur, sem efnt er til vegna hundrað ára afmælis Mani- tobafylkis. Hann lætur vel af líðan Íslendinga þar vestra. Mr. Steve Heigaard frá Buf- falo, N.Y. var nýlega hér á ferðinni, á leið til Alaska. Hann ferðaðist á „bus“ eða langferða fólksbíl í þetta skipti og lenti í meiriháttar ævintýri. í Sudbury kom piltur um borð sem var klæddur eins og hippy, svo var haldið áfram. Bílstjóri sat í fremsta sæti og var að tala við þann er ók bílnum. Allt í einu þýtur þessi hippy á fæt- ur, rekur alla farþega aftur í bílinn; var auðsjáanlega undir áhrifum eiturlyfja; ræðst á bílstjórann, sem var að tala; ber hann og sparkar af slíku heljarafli að hann hefði stórlamað hann ef hann hefði ekki verið berfættur. Steve Heigaard, sem er þéttur á velli, sat fremst og neitaði að fara aftur í bílinn, náði í handlegg þessa brjálaða manns en hann hrissti hann af sér. Eftir nokkra stund fékk þó Heigaard hann til að setjast hjá sér, og fór þá eins og að dofna yfir piltinum, en ekki fékk ökumaðurinn þó að stöðva bílinn, þar til ungur drengur aftur í, bað um að lofa sér út til að létta af sér. Munu þetta hafa verið sam- an tekin ráð til að drepgur- inn gæti símað í hjálp, og skömmu síðar kom lögregla og tók piltinn með sér, og var hann þá orðinn eins og lamb. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Presiur: Séra J. V. Arvidson, B.A., Enskar guðþjónustur á hverjum sunnudegi kl. 9:45 og kl. 11.00 árdegis. Sunnudagaskóli kl. 9:45 f.h. Dánarfregnir Ingólfur Joseph Lindal varð bráðkvaddur að Lundar 23. júní, 1970, 54 ára. Þar var hann fæddur og átti þar heima alla ævi. Hann þjónaði í síðari heimsstyrjöldinni í Royal Canadian Signal Corps. Eftirlifandi e r u eiginkona hans Lena og sonur þeirra David James; móðir hans, Margrét Lindal; tvær systur, Miss Aurora Lindal og Lillian — Mrs. L. Engbert, báðar að Lundar og Norman bróðir hans í Vancouver. * * * Bjarni Ágúsi Nordal var bráð- kvaddur 26. júní 1970 á átt- unda árinu yfir sjötugt. Hann var fæddur að Lundar og átti þar ávalt heima utan nokkura síðari ára í Winnipeg. Hann missti Laugu konu sína árið 1968. Eftirlifandi eru tveir synir, Marino að Lundar og Norrnan í Winnipeg; ein dótt- ir Guðný Mrs. M. Buckwold; fimm barnaböm; fjórir bræð- ur John í Lanigruth, Helgi í Winnipeg, Einar og Mundi, báðir að Lundar og ein systir Mrs. Bertha Arnason í Lang- ruth. * * * Ágúsl Samúel Eyjólfsson lézt að Betel, Gimli 1. júlí, 1970. Hann var fæddur 19. ágúst 1881 að Laugarvatni í Árnes- sýslu; flutti vestur um haf 1901 og var bóndi í Langruth og Lundar. Hann lætur eftir sig konu sína Guðrúnu Gríms- dóttur Eyjólfsson að Land- mark Apts, Gimli. Ennfremur lifa hann tvær dætur Laufey — Mrs. Cliff Harris í Clark- leigh, Man. og Verma — Mrs. John Zahorodny í St. Martin; þrír synir Guðmundur í Rich- mond, B.C., Emil í Hazeldell, Sask. og Gunnar í Winnipeg; 20 barnabörn og 5 barna- bamabörn. Útförin frá kirkjunni í Clarkleigh; séra Ásgeir Ingi- bergsson flutti kveðjumál. STYRKTARSJÓÐUR LÖGBERGS- HEIMSKRINGLU í minningu um sysiir mína, Abba Goodman, Vicioria, B.C. Mr. og Mrs. Ben Jeffery, Marshall, Sask..... $25.00 * * * Sigurdur B. Helgason, 212 Manchéster Avenue, Selkirk, Man...... $25.00 Mrs. J. Sigurdson, Box 158, Arborg, Man....... $20.00 * * * In fond memory of a very dear friend, Sigurveig Arna- son (laie of Belel) Mrs. Ingibjörg Joseph, 6186 Butler Street, Vancouver 16, B.C.... $5.00 * * * Mr. Steve Heigaard, 100 Villa Avenue, Buffalo, New York 14216, U.S.A................ $20.00 Mrs. Dora Bjamason, Apt. 21-1016 West 13th Ave., Vancouver, B.C....... $3.00 * * * í minningu um eiginmann ný lálin, Thorberg M. Sigurdson Mrs. Ruth Sigurdson, 7700-23rd N. W. Seattle, Wash. 98107, U.S.A.... $4.00 Meðtekið með þakklæti, K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man. THE JOHANNES PALSSON MUSIC SCHOLARSHIP FUND In memory of Johannes Pals- son Proceeds from music re- cital held in Riverton Hall, June 18, 1970 by Sigmar, Pauhne, Melvin, children of Halldor and Lilja Martin of Brandon, Man. ..... $170.00 * * * Mr. Baldwin Jonasson, Gimli, Mr. Steingrímur Jonasson, Winnipeg, Mr. Jonas Th. Jonasson, Riverton, Mr. Einar Jonasson, Winnipeg, Mr. Raymond Jonasson, Winnipeg, Mr. Bjorgvin Jonasson, Riverton, Mrs. Evelyn Jonasson, Winnipeg and Mrs. Beátrice Johannesson, Riverton -......... $20.00 * * * Mr. and Mrs. W. S. Eyolfson, Arborg ............... $20.00 Mrs. Olga Palsson and Baldur, Arborg ............ $10.00 Mr. and Mrs. Th. S. Sigvalda- son, Arborg ....... $10.00 Mr. and Mrs. S. A. Sigurdson, Arborg .......... $10.00 Mr. and Mrs. Donald Duncan, Ottawa ............ $5.00 Mr. and Mrs. Valdi Stefans- son sr., Gimli ..... $5.00 Mrs. Sigridur Hjartarson, Gimli ............. $5.00 Miss Lilja Guttormsson, Winnipeg .......... $10.00 Mr. Stefan V. Guttormson, Arborg ............. $10.00 S. V. Guiiormsson, Box 224, Arborg, Man. Við lát Stalíns kvað Örn Snorrason: Loksins Stalín fór til sinna ferða um feigðarsjá. Ætli ’ann verði eins aðsópsmikill neðra og austurfrá? Þá orti hann að morgni dags: Þvílík högg og hamraskak! Af hjarta yrði ég glaður, ef þú hvíldist andartak, elsku timburmaður. Og enn orti hann, um góð- templara: Langrækinn er þar lífs í vist. Lipur er bóndi við hana. Hann ennþá móðgaður er við Krist út af veizlunni í Kana. WANTED Live in companion for con- genial lady in River Heights. Room, board and wage in ex- change for light duties to suit- able applicant. Phone: 489-4630. 0*0« HÁRÐFISKUR (DRIED HADDOCK) IMPORTED FROM ICELAND Available At NEPTUNE FISHERIES ......... 472 DUFFERIN AVE. CLIFFS TOMBOY .............. 906 SARGENT AVE. SELKIRKS TOMBOY ............ SELKIRK, MAN. GIMLI TOMBOY GIMLI, MAN. THORARINSON’S STORE RIVERTON, MAN. CLOVER FARM STORE LUNDAR, MAN. CLOVER FARM STORE GIMLI, MAN. CONSUMERS CO-OF STORE ARBORG, MAN NEIL LAMBERTSON ............. 317-14th STREET, BRANDON, MAN. DISTRIBUTOR ................ K G EINARSON 105 VALLEYVIEW DR., WINNIPEG 22

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.