Lögberg-Heimskringla - 16.07.1970, Side 2

Lögberg-Heimskringla - 16.07.1970, Side 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. JÚLÍ 1970 Hörmulegur atburður Framhald af bls. 1. hans, sem var svo mjög bundið sölum Alþingis, var þannig á traustum grundvelli reist, og munu andstæðingamir í stjómmálaibaráttunni oft hafa fengið að reyna, hversu óbif- anlegur þessi stjórnmálalegi gmnnur forsætisráðherrans var, enda mála sannast, að á ólgusjó íslenzkra stjómmála stæði dr. Bjarni Benediktsson sem klettur úr hafinu. Kom þetta ekki hvað sízt í ljós, er það féll í hans hlut, og það var ósjaldan, að táka hinar örlagaríkustu ákvarðainir fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann var þrekmikill dugnaðarmaður (hjá honum sjálfum var lýsingarorðið „duglegur" alveg sérstakt hrósyrði), fastur fyrir og kjarkgóður. Hann var mikill Islendingur, sem lifði og hrærðist í sögu og málefnum þjóðar sinnar. Má með sanni segja, að á íslandi léti hann sér ekkert mannlegt óviðkomandi eins og gerst má ráða af geysilega umfangsmiklum skrifum hans, sem að jafnaði birt- ust í höfuðmálgagni stjórnmálaflokks hans, Morgunblaðinu. Dr. Bjami Benediktsson setti þjóð sinni stórþjóðarmark- mið, og virtist framtíðarmynd hans af íslandi ekki óáþekk hugsýnum djörfustu aldamótaskáldanna. Málfar forsætisráð herrans var í ætt við hinar fomklassísku bókmenntir þjóðar hans, og að ýmsu leyti vom hans persónulegu eigindir af sömu rót og stuðlabergið á norðurströndum, sem haggast ekki, þótt ægir greiði því ómild slög. Við fráfáll dr. Bjarna Benediktssonar, konu hans frú Sigríðar Bjömsdóttur, og dóttursonar þeirra ungs senda íslendingar í Vesturheimi samúðarkveðjur sínar austur um hafið. — H. B. DR. RICHARD BECK: Tilvolið landkynningarrit Fire Takes Life Of lcelandic PM REYKJAVIK, Iceland (Reuters) — Premier Bjarni Benediktsson, 62, who led the movement bringing Iceland into NATO, was bumed to death early today along with his wife and grandson when a fire swept the premier’s state owned summer house at Thingvalla, 38 miles from the capital. The premier, his wife Sig- ridur Bjornsdottir and his two-year old grandson Bene- dikt V ilmundarsson went there to spend the night. Firemen hurried to the scene when the alarm was raised but the woodén build- ing was reduced to ashes, A neighbor raised the alarm when he saw the house in flames. Benediktsson, chairman of the Independence partý, be- came premier in November, 1963, when he succeeded Ol- afur Thors who resigned for health reasons. He had previously served in the Thors administration as minister of justice and later as foreign minister. Benediktsson became a pro- fessor of law at the Univer- sity of Iceland at the age of 24. He served for some years as mayor of Reykjavik, Ice>- land’s capital. The country went into a state of mouming as news of the tragedy circulated. Flags flew at half staff and the r a d i o played solemn music. Benediktsson was a distin- guished lawyer with a long record of public service. Educated at the Universi- ties of Iceland and Berlin, he became a law professor in 1932, but moved into politics and in 1940 was elected mayor of Reykjavik. He was chosen as his coun- try’s delegate to the United Nations General Assembly in 1946 and became foreign af fairs and justice minister the following year. He remained prominent in govemment life, apart from the period 1956 to 1959 when he was chief editor of the daily newspaper Morgun- bladid. After a spell as president of the Althing legislature in 1959, he became minister of justice and industries, and in November, 1963, was chosen as premier. Winnipeg Free Press, July 10. Robert Jack Framhald af bls. 1. al-lir, sem lesa hana hafi gam- an af. Móðir mín varð 87 ára í gær og er hún mjög frísk og and- lega hress. Allsherjar verkfalli er nú lokið og fá nú allar stéttir 15% kauphækkun. Þjóðin hef- ir tapað miklu á þessu verk- falli, en hún vill vinna það til á tíma bezta bjargræðis, að leggja niður vinnu og allt, se mhenni fylgir. Eitrið í ösku hér er að minnka, en samt hefir tjónið verið mikið. Það verður ekki hægt fyrr en í haust að vita fyrir víst hversu mikið tjónið verður. Ég veit að búskapur okkar hér á Tjöm er hér um bil búinn að vera. Með beztu óskum og kveðj- um frá Vigdísi og okkur öll- um á Tjöm. Roberf Jack. Mér var það sérstaklega kærkomin sending, þegar mér barst nýlega bók Birgis Kjar- an, alþingismanns og rithöf- undar, Skafiafell-Þingvellir (Þjóðgarðar Íslands), er út kom síðastliðið haust. Þetta er óvenjulega falleg bók, prýdd fjölda litmynda af þessum fögm og svipmiklu, fyrstu þjóðgörðum Islands, og frá gangur hennar að öðru leyti allur hinn vandaðasti, útgef- andanum (Bókaútgáfunni Öm og Örlygur H. F. í Reykjavík) til sóma. Lesmálið er einnig hið geð- þekkasta og nær ágætlega til- gangi sínum. Úr miklu efni var 'þar vitanlega að velja, ekki sízt um Þingvelli, en að mínum dómi hefir höf. tekizt prýðisvel um efnisval text- anna, og fært það í greina góðan og skemmtilegan bún ing. Hinn mikli sögulegi og landfræðilegi fróðleikur, og fjölbreyttar náttúmlýsingam- ar, er smekklega saman ofið í s'kýra heildarmynd. Leynir það sér ekki, að hér heldur á pennanum glöggskyggn og h e i 1 h u g a náttúruunnandi, enda hefir Birgir, með fyrri bókum sínum, sýnt í ríkum mæh djúpstæða ást sína íslenzkri náttúmfegurð, og túlkað hana á sambærilegan hátt, svo að lesandinn heill alst af frásögn hans. Má hið sama segja um textana í um ræddri bók hans. Yfir þeim hvílir sami aðlaðandi frásagn arblærinn. Birgir hefir leitað víða ti fanga um efnið í þessa mynda- texta sína; í þær sögur vorar. sem þjóðgörðunum tveim eru tengdar, til annarra sögulegra heimilda, og til ferðabóka ís- lenzkra og erlendra náttúm- fræðinga, er heimsóit hafa staðina og lýst þeim i ritum sínum. Textann um Þingvelli kryddar hann einnig tilvitn- unum í snillcterkvæði sumra skálda vorra um þann dásam- lega og helga stað þjóðar vorrar. Upptalningar hinna erlendu rita um þjóðgarðana ?m sér- staklega mikils virði iyrir út- Ienda ferðamenn, sen bókin er sýnilega ætluð öðrum fremur, og vilja leita s«r frék ari fræðslu um land Tort og þjóð. Með þá í huga eiu text amir og .skýringar myidanna á þrem erlendum turgumál um, ensku, dönsku og þýzku auk íslenzkunnar. Fæ rg ekki betur séð, en að þýðerdumir hafi leyst verk sitt Tel af hendi. Teikningar Hilmars Jelga- sonar em einnig mjö? vel gerðar, einkar smekkle^ar og falla vel að efninu. Litnynd- irnar, sem em eftir mar^, eru hver annarri fegurri c? til- komumeiri. Landslagségurð þjóðgarðanna tveggja rLa les- endrnn fyrir sjónir í hrikaleik| símun og dásemdum. Eiga löfundar miklar þakkir skilið, DÓtt eigi verði þeir hér taldir, en þeir eru allir nafngreindir, og vísað til mynda hvers um sig, í n'afnaskrá aft'an við bókina, ásamt með skrá yfir filmutegundir. Þ e s s i þakkarverða bók Birgis Kjaran er, í fáum orð- um sagt, iilvalið landkynning- ingarrii, er mim opna augu útlendinga, og ainnara, sem f það lesa, fyrir hinni miklu og einstæðu náttúrufegurð Íí> lands og þá um annað frarr} eins og hún lýsir sér í þjóð- görðunum tveim, sem hún fjallar um. Þess vegna á hún einnig mikið erindi til íslend- inga vestan hafs. (Því miður veit ég ekki um verð þessarar fögra og ágætu bókar, en panta má hana beint frá útgefendum: Bóka- útgáfan Öm og Örlygur h.f., Borgartúni 21, Reykjavík.) ÍSLANDSFRÉTTIR Tíminn 4.—7. júlí LISTAHÁTÍÐIN Þeirri víðfrægu Listahátíð í Reykjavík 1970 lauk í gær- kvöldi, í Háskólabíói með söng Victoru de los Angeles og undirleik Ashkenazys, en sem kunnugt er var þessu síð- asta atriði Listahátíðarinnar frestað um einn dag vegn'a veikinda söngkonunnar. Páll Líndal framkvæmda- stjóri Listahátíðarinnar sleit síðan hátíðinni með ræðu og voru þau de los Angeles og Ashkenazy krýnd lárviðar- sveigum, og er áheyrendur gengu úr bíóinu lék Lúðra- sveit Reykjavíkur ættjarðar- lög þar úti fyrir. VEIÐIÞJÓFAR AÐ VERKI Ljósmyndari Tímans var í fylgd með ábúanda á Valda- læk í Vesturhópi og nokkrum rnönnum öðrum, er þeir komu um da'ginn að veiðiþjófum, sem lagt höfðu net fyrir utan mynni Þjórsár í Þverár- hreppi. Eftir nokkurt stapp yfirgáfu hinir óboðnu gestir svæðið, en ábúandinn hirti netin, sem þeir skildu eftir. Þegar komið var að veiði- mönmmum, höfðu þeir lagt 2 net, og voru að undirbúa lagrr ingu tveggja annarra, og aug' sjáanlega ætlun þeirra að leggja netin fyrir allt ár- mynnið og hirða þannig allan þann fisk, sem þangað kæmi, þótt öll netaveiði væri þarna bönnuð. í Þjórsá mun einkum vera silungur og sjóbirtingur. GÓÐUR AFLI í FISKITROLL EN HUMARVEIÐIN ER TREG Humarveiði Þorlákshafnar- báta hefur verið heldur léleg síðan farið var að stunda þá veiði eftir verkfallið. Gæftir hafa verið slæmar, en humar- bátamir fiska ekki nema í góðu. Um 15 tonn af humar eru komin á land, og bátam- ir sjaldnast komizt upp fyrir tonn af hurnar, en aftur á móti hafa þeir fengið talsvert af öðrum fiski, eða allt upp í 10 tonn í róðri. 18 BRETAR í 6 VIKNA LEIÐANGUR HINGAÐ 14. júlí, eða á þriðjudag í næstu viku, kemur 17 manria vísindaleiðangur frá Wales- háskóla í Bretlandi til sex vikna dvalar hér á landi. Mun leiðangurinn hafa aðsetur í Framhald á bls. 3. Garlic-laukur er heilnæmur Garlic-laukur er sóttvarnarmeðal, sem hreinsar blóðið og hamlar gegn rotnunarsýklum. 1 Adams Garlie Pearles er sérstök Garlic-olía er notuð hefir verið til lækniniga árum sam. an. Milljónir manna hafa um aldir neytt Garlic-lauks ser til heilsubótar og trúað á hollustu hans og_ lækningamatt. Eflið og styrkið heilsu ykkar. Fáið ykkur í dag í lyfjabúð einn pakka af Adams Garlic Pearles. Ykkur mun líða betúr og finnast þið styrkari, auk þess sem þið kvefist sjaldnar. Laukurinn er í hylkjum, lyktarlaus og bragðlaus. The Canadian —þægilegasti vegurinn til að sjá Canada Hvolfþak úr gleri; músík, bezti matur, ágætis sæti og hvílur. Þú færð þetta og fleira á Canadian. Á hverjum degi fara lestimar austur og vestur. Farðu um borð og njóttu hvíldar. Finnið ferðastjóra þinn eða ein- hvem í Camada Pacific skrifstofu. Pantið farmiða strax. CP Rail

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.