Lögberg-Heimskringla - 24.09.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 24.09.1970, Blaðsíða 2
2 LÖGBEKG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. SEPTEMBER 1970 MINNING: Mrs. B. Kolbeins VANCOUVER, B.C. „Kom huggari mig hugga þú, kom hönd og bind um sárin; kom dögg og svala sálum nú, kom sól og þerra tárin.“ Þessar ljóðlínur komu í huga minn þegar ég tók upp pennan — og vil ég tileinka þau eiginmanni og börnum hinnar látnu. Dora Kate Kolbeins dó 28. ágúst, 1970. Hún hafði verið úti í góða veðrinu að hlúa að blómum sínum, og fann til þreytu, svo hún settist á tröppurnar á bak við heimili sitt. í því kom Bjarni maður hennar að, og hjálpaði henni inn. Hún lagði sig á rúmið sitt. og sagðist hvergi finna til. Svo brosti hún til hans, sínu blíða brosi, lagði aftur augun og var dáin. Læknir og „in- halator“ komu á svip stundu en gátu ekkert gjört. Hennar stund var komin. Dora Kolbeins var fædd á Englandi 16. desember 1894. Fjórða febrúar 1920 giftist hún Bjama Kolbeins, og litlu síðar, þegar Bjarni var búinn að byggja þeim hús að 557 W 22 avenue fluttu þau þangað, og áttu þar heima til þessa dags. Þau eignuðust 4 syni og eina dóttir, sem öll fengu góða menntun og hafa komist í á- gætar stöður og reynast vel. Fjórða febrúar s. 1. héldu börnin upp á 50 ára giftingar- afmæli foreldra sinna; með gullbrúðkaupsveizlu í neðri sal íslenzku kirkjunnar. Fjöldi ættingja og vina komu þar saman til að óska Doru óg Bjarna til hamingju, og þakka þeim mikið og vel unnið starf. Fór vel á því, þar sem þau hafa efnt sín hjúskaparheit þ a n n i g að fyrirmynd má heita. Það var með Doru eins og Rut í „Bibl'íunni.“ Hún gjörði mann sinn og þjóð að sínu fólki; Hún lærði að tala, lesa, skrifa og syngja á ís- lenzku. Þau hjónin heimsóttu ís- land margsinnis, og dvöldu oft lehgi hjá ættingjum þar. Dora elskaði landið, og fólkið, og var þá líka elskuð af öllum. Hún tók virkan þátt, með manni sínum, í öllu félagslífi íslendinga í Vancouver, hún söng í kirkjukór og vann í kvenfélaginu. Hún kom oft hingað á Höfn — broshýr og glöð, og lét sér annt um líð- an vistmanna. Hennar verður sárt saknað hér, sem víðar. Böm hennar eru sem hér segir: Norman og Henry í Vancouver, Howard í Los Angeles, California og Wil- liam í Austria. Einkadóttir, Mrs. Thelma Ives, í West Van- couver, 14 barnabörn; tveir bræður, Arthur og William Provis, í Califomíu. Útförin fór fram 1. sept. í Lutheran Church of Christ (ísl.) Dr. G. Strothotte flutti kveðjumál, og jarðsöng í For- est Lawn grafreit. Sólósöngur og orgelspil settu hátíðlegan svip á skilnaðarstundina, „Ég leit til Jesú, ljós mér skein — það ljós er nú mín sól; er lýsir mér um dauðans dal, að drottins náðar stól.“ Guðlaug Johannesson. Ragnheiður (Ránka) Magnússon Framhald af bls. 1. vera í burtu og svo segir hann „en alltaf var það borið án möglunar og alltaf var heim- komu minni fagnað með hinu sama ylríka einlæga viðmóti, og blíðu“. Ágúst hafði það fyrir reglu að yrkja kvæði eða vísur til konu sinnar á afmæl- isdegi hennar, sem var einnig giftingardagur þeirra hjóna. Vísan, sem hér á undan fer, var ort af Ágústi þegar hann v a r ð snögglega veikur af hjartaslagi þá þau voru í skemmtiföf vestur við haf. Hann dó tíu árum síðar, 28. febrúar 1953, Öll systkini Ragnheiðar — börn landnámshjónanna Jó- hanns og Kristbjargar, eru nú látin, en þau voru: Jón E. J. Straumfjörð í Vancouver, Jó- hann J. Straumfjörð í Blaine, Kristján Straumfjörð í Van- couver og Ásta, eiginkona Ingimundar Sigurðsonar að Lundar. Ragnheiður var góðum gáf- um gædd, enda hlaut hún að erfa marga góða kosti frá for- eldrum sínum: Hún var bú- kona mikil og dugleg. Stund- aði hún aðallega búskapinn og stjórnaði verkum heima með- an maður hennar gætti sinna verka á skrifstofunni. Vel má þess minnast að allstaðar þar sem hún átti heima, ræktaði hún blóm og grundin um- hverfis húsið var eins og fag- ur lystigarður. Hún elskaði náttúrufegurðina og hafði svo mikinn áhuga á blómarækt, bæði utan húss og innan að það gjörði hana unga í anda og hefur máske gefið henni lengri lífdaga. Ragnheiður var ástrík og góð móðir, og alla sína ævi hafði hún velferð sinna nán- ustu í huga og vildi rétta þeim hjálparhönd. En hún hafði líka brennandi áhuga fyrir velferðarmálum byggðar sinn- ar. Hún hjúkraði foreldrum sínum þegar ellin sótti þau heim. Henni þótti sérstaklega vænt um systur sína og hún gladdist yfir því að þær gátu verið saman síðustu mánuð- ina sem Ásta var á lífi. Ragn- heiður tók líka góðan þátt í félagsmálum sinnar byggðar. Hún var ein af stofnendum kvenfélagsins Frækorn 1906 og var starfandi í því félagi í mörg ár. Hún var einnig í kvenfélaginu Eining, og virk- ur meðlimur hinnar lútersku kirkju. Hún var sérstaklega félagslynd og gestrisin og það var henni mikið gleðiefni þeg- ar vinir hennar komu í heim- sókn til hennar. Nú hefur hún kvatt okkur. Guð blessi minningu hennar. Fornvinur f jölskyldunar. DR. RICHARD BECK: Merkisár í sögu skógræktar á íslandi Á yfirstandandi ári eru lið- in 40 ár frá stofnun Skóg- ræktarfélags Islands og Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga. Er þar því um að ræða merkis- tímamót í sögu skógræktar á íslandi. Hún á sér samt drjúg- um lengri sögu, þótt eigi verði hún rakin hér, en einungis, 1 stuttu máli, dregin athygli að stofnun ofannefndra skóg- ræktarfélaga og starfi þeirra. Það var gamall vinur og velunnari okkar Vestur-ís- lendinga, Jón Rögnvaldsson, frá Fífilgerði í Eyjafirði, sem átti frumkvæðið að því, að Skógræktarfélag Eyjafjarðar var stofnað á Akureyri þ. 11. maí 1930, en það er elzta starf- andi Skógræktarfélag lands- ins. Um tildrögin að stofnun félagsins og hlutdeild Jóns Rögnvaldssonar 1 henni fer Gunnar Finnbogason, skóg- ræktarvörður, eftirfarandi orðum í hinni fróðlegu grein sinni „Þættir úr sögu skóg- ræktar“ (J ó 1 a b 1 a ð Dags, 1969): „Forsaga þessarar félags- stofnunar er sú, að sem ung- ur maður fór Jón til Kanada og vann í nokkur ár við skóg- ræktarstöð stjórnarinnar í In- dian Head í Saskatchewan. Síðan fór Jón á garðyrkju- skóla í sama landi, en kom heim árið 1926. Jón kom til átthaganna með þann ásetning að stofna til landssamtaka um skógrækt. Hann átti m. a. tal um þetta við Sigurð Sigurðsson þáver- andi búnaðarmálastjóra, sem hvatti Jón mjög til fram- kvæmda. Næsta ár vann Jón að því að virkja áhuga fólks fyrir stofnun slíkra samtaka og leiddi það til stofnunar fé- lags er hlaut nafnið „Skóg- ræktarfélag íslands". Daginn áður en félagið var stofnað, var samþykkt á fundi í íslandsdeild norræna búnað- arsambandsins, að stofna til samtaka um skógrækt í sam- bandi við Alþingishátíðina og hélt kjörin undirbúnings- nefnd ,fyrsta fund sinn hinn 12. maí. Síðan var stofnað fé- lag á Þingvöllum þ. 27. júní 1930 og hlaut það einnig nafn- ið Skógræktarfélag íslands. Voru þá starfandi tvö félög með sama nafni til ársins 1932 er félaginu á Akureyri var breytt í héraðsfélag og nefnt Skógræktarfélag Eyfirðinga.11 Lætur Gunnar þess einnig getið, að: „Árið 1938 var Þing- vallafélaginu breytt í sam- bandsfélag allra héraðsskóg- ræktarfélaga landsins og það staðfest með skógræktarlög- unum frá 1940. Nú eru hér- aðsfélögin um 30 talsins og félag 7-8000.“ í þakkar skyni og virðingar Skógræktarfélag Eyfirðinga, og forustu þeirra í skógrækt- armálum, minntist Skógrækt- arfélag íslands 40 ára afmælis félags þeirra með því að halda aðalfund sinn á Akureyri 26,- 28. júní s.l. Yfir 100 mnns, fulltrúar, stjóm félagsins, skógarvérðir og gestir, sátu fundinn. Formaður félagsins, Hákon Guðmundsson, yfir- borgardómari í Reykjavík, hafði fundarstjórn með hönd- um. Kom það, meðal annars, fram í skýrslum Skógræktar- félags íslands og deilda þess, héraðsskógræktarfélag- anna, að síðastliðið ár höfðu 430 þúsund plöntur verið gróðursettar á vegum þeirra, „sem er með minnsta móti vegna óhagstæðrar veðráttu og affalla í gróðrarstöðvum.“ Hins vegar hafði vöxtur trjá- gróðurs verið með bezta móti á árinu. (Smbr. frásögn Dags af fundinum 1. júlí 1970). Segja má, að skógræktin á íslandi sé aðallega tvíþætt: Annars vegar, vemdun og ræktun birkiskóga, hinsvegar, r æ k t u n barrskóga, nytja- skóga. I því sambandi þykir mér fara vel á því að minna á eftirfarandi ummæli Hákon- ar Bjarnasonar, skógræktar- stjóra, í grein hans „Jólatre og svartviður“ (Morgunblaðið 30. nóv. 1969): „Þess verður nú sem betur fer ekki langt að bíða, að ís' lendingar geti dansað kring um íslenzk jólatré. í fyrra nú í ár fá Borgfirðingar ap' eins íslenzk jólatré ofan ur Skorradal, og Héraðsbúar a- samt flestum Austfirðingum fá tré frá Hallormsstað. Innan skamms koma líka tré ur Haukadal og Þjórsárdal.’ Vil ég svo nær málslokum taka upp kafla úr faguryrtr1 og mjög athyglisverðri f°r' ustugrein úr Degi (1. júlí ^ um skógræktina á Islandi eft- ir ritstjóra blaðsins Erling Davíðsson: „1 skóglausu landi Þia menn trjágróður. 1 tæru 1°^’ er hin nakta fegurð stundum köld og svo er hér í okkar f j ö 11 ó 11 a jöklalandi. £*esS vegna þrá menn skóginn’ bæði til skjóls og augnayndis; og oft er hann bundinn Þvl fegursta í draumum manna um umhverfi og óskalönd, það er betra en ekki, að grU , ursetja nokkrar trjáplöntur húsagarði, sjá þær vaxa upP’ verða að s t ó r u m trjám> þrungnum að lífsmagni fegurð. Hið íslenzka birki og v í ði r i n n, sem náttúran þrymdi um aldir á stöku sta > lögðu mönnum ekki einunglS til bjartsýnina, heldur sannanir þess, að hinir fe^ urstu draumar um skógrse á Islandi gætu rætzt. Upp af þessari bjartsý111’ óskhyggjunni um í s 1 e n z ^ a s k ó g a og vitnisburðum trjánna, sem engin tortímin^ aröfl fengu að velli ^a& ’ s p r u 11 u skógræktarfélög111’ fyrst Skógræktarfélag lands, stofnað á Akureyri * ' maí 1930 og lifir enn unm* nafninu Skógræktarfélag firðinga og síðar á sama v°r a n n a ð Skógræktarfélag s lands á Þingvöllum. Aldamótaskáldin sáu í an<^ landið skryðast skógi, og þeirra lifa. En forystume skógræktar liggja heldur á liði sínu og hafa auk ÞeS nokkra fjármuni af almanna fé til umráða og yrkja n skógræktarljóð í krónum 0 aurum, samkvæmt nýrri vl miðun á gæðum lífsins og urðinni, og önnur í reitum og girðingum og 0 Um skógræktarstörfum v um land. Skógræktarmen, eru flestum öðrum fjmr að alheimta daglaun f kveldi. En nokkur hugguíl ^ það þeim, sem lítið eiga g langlundargeði, að vita skógurinn vex á meðan P, sjálfir sofa, og að með ræktinni er verið að sPin _ einn þráð í hamingjuvef fra , tíðarinnar. Megi það vel *a ast og öll störf hinna fertu ^ skógræktarfélaga, sem 1 Þ anda eru unnin.“

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.