Lögberg-Heimskringla - 24.09.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 24.09.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. SEPTEMBER 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by * WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Slreel, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON Presldent, Jakob F. Krlstjonsson; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretary, Dr. L. Slgurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Mlnneapolis: Hon. Valdimar Bjomson. Vietorio, B.C.: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscriplion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mall registration number 1667". Á ferð og flugi m. Að kveldi fyrsta dags okkar í London, sem var laugardagur ákváðum við að fara til messu næsta morgun í Westminister Abbey, sem er eitt frægasta guðshús í heiminum og var sagt að hver sem þess ósk- aði væri jafnan velkominn. Við hlökkuðum sérstaklega til þess að hlýða á sönginn, sem hvað vera dásam- legur. Eftir morgunverð athuguðum við borgarkortið og komumst loks að þeirri niðurstöðu að við skyldum ná í strætisvagn á Gover stræti en um það stræti fara margir strætisvagnar og fer það eftir númerum á vögn- unum hvern eigi að velja. Okkur var sagt að ná annað hvort í númer 24. eða 73. Og lögðum við svo af stað út í óvissuna; náðum í 24, sem skilaði okkur skammt frá Westminister Abbey. Þess má geta, að þeir sem seldu farþegum far- miða voru flestir blökkumenn og voru þeir ávalt sér- staklega kurteisir, og leiðbeindu farþegum, hvar þeir skyldu fara af vagninum og bentu þeim á áfangastað- inn. Við urðum fyrir vonbrigðum, því guðsþjónustan hafði byrjað kl. 10 en ekki kl. 11 eins og venja er hér vestra. Þessi kirkja er um 530 fet á lengd og álmur til beggja hliða. Aragrúi ferðamanna vildu ryðjast inn og allmargir voru komnir inn fyrir fordyrnar en prest- ur stóð þar og bað fólkið að fara ekki lengra á meðan á messunni stæði. Söfnuðurinn sat innarlega og við undruðumst yfir því að dyrunum hafði ekki verið lokað því ferðafólkið margt lækkaði ekki róminn þótt hér væri um helgistund að ræða. Við ákváðum að skoða kirkjuna á öðrum degi og snerum upp strætið fram hjá Þinghúsinu og svo upp hið breiða Whitehall stræti, sem er í beinni línu til hins víðfræga Trafalgar Square. Til hægri voru ýms stórhýsi þar sem ýmsar deildir stjórnarinnar starfa, því ekkert af hinu fasta starfsfólki — Civil Servants — er í sjálfu Þinghúsinu eins og hér. Til vinstri frá Whitehall er fremur mjó gata og eftir fáein spor kom- um við að númer 10 Downing Street, íbúð forsætis- ráðherra Breta. Þaðan stjórnaði Winston Churchill stríðssókninni gegn óvinunum í síðustu heimsstyrjöld- inni og bar þyngri byrði en nokkur annar maður í sögu þessarar þjóðar. Einn ungur hermaður stóð við dyrnar og varnaði öllum inngöngu, en ungar mæður fóru til hans með börn sín og létu mynda sig með honum undir þessu fræga nafni — númer 10 Downing Street. Núverandi húsbóndi, Edward Health forsætisráð- herra, var ekki heima og má víst segja að nú sé kom- inn köttur í ból bjarnar. Allan tíman, sem við vorum í London —20 daga — lásum við fréttir um kappsigl- ingar hans og seglskipi sínu. Hann varði víst mánuði í það að leika sér, og er nokkuð líkt með þessum pipar- sveinum, Pierre Elliot Trudeau og honum; það færist fyrst líf í þá þegar þeir eru að leika sér. Gegnt Downing stræti er hinn mikli minnisvarði — Cenotaph í minningu um fallna hermenn í báðum heimsstyrjöldunum, þá eru þarna nálægt, sjóliðsbygg- ingarnar, Fyrir framan þær er stór völlur, þar sem liðið fylkjir sér og massérar á hátíðardögum, klætt rauðum jökkum og dökkbláum buxum með rauðurnl röndum eftir skálmunum. En nú var ekki sérstakur hátíðardagur og sáum við aðeins tvo, sem sátu á hestum sínum í hliðunum að garðinum. Voru þeir og hinir vel tömdu hestar eins og steingerfingar. Þarna þótti krökkum sérstaklega gaman af að þyrpast um til að reyna að tala við þá en þessir reiðmenn virtust ekki einu sinni depla augunum. En svo sáum við verulega steingerfinga, sem virt- ust á reið hver á eftir öðrum á miðju Whitehall stræti en þetta voru myndastyttur af nokkrum frægum hers- höfðingjum Breta á hestbaki. Loks komumst við til Trafalgar Square sem ber það nafn í minningu um hinn mikla sigur Horatios Nelson í Trafalgar sjóorustunni 1805 og lét hann þar lífið. Nel- son súlan er 168 fet á hæð og líkneski af honur er efst sem hvað vera 17 fet á hæð en það þarf eiginlega kíkir til að sjá það vel. Undirstaðan er ferköntuð og á henni upphleyptar brons myndir af fjórum frægum sjóorustum Nelsons, og á hinni stóru steinplötu neðst eru heljarmikil ljón sitt á hverju horni. Nálægt stytt- unni er stór gosbrunnur og á fletinum umhverfis hoppa og flökkta þúsundir dúfna, sem eru afar gæfar, því gestir og sérstaklega börnin hafa mikla ánægju af að gefa þeim mat. Frá Trafalgar Square liggja götur í allar áttir og umhverfis eru stórhýsi eins St. Martins kirkjan, Can- ada House og National Gallery. Það var heitt þennan sólskinsríka dag og við vor- um orðnar nokkuð þreyttar. Við fórum í National Gallery og þar í kjallaranum var hægt að hressa sig á mat og drykk. Áríðandi er fyrir fólk, sem ferðast um London að hafa góða skó með þykkum sólum, því mikið verður að ganga ef nokkuð merkilegt á að sjá, og verður því að varast að verða sárfættur. — 1 þessu mikla myndasafni eru 29 salir með myndum á öllum veggj- um eftir meistara heimsins í málaralist; ítalska, holl- enzka, spánzka, þýzka, franska og brezka málara, aðal- lega frá fyrri öldum. Hingað og þangað voru bekkir svo að fólk gat sezt og horft á myndirnar eftir vild og var það mikil bless- un. Okkur varð lengi starsýnt á myndinni af Júlíus II páfa í Róm (1503-1513) en um hana hafði verið skrifað mikið í blöðum upp á síðkastið. Bretar höfðu haldið að myndin sem þeir höfðu lengi átt af þessum páfa væri eftirmynd af frummyndinni og var talið að frummynd- in væri týnd en hún var gerð af hinum mikla ítalska meistara Raphael (1483-1520) þegar hann var hjá Júlíus II páfa í Róm, sem var vinur hans og verndari. Einhver fékk þá hugmynd, að þessi páfamynd Breta væri frummyndin og að hún væri þakin með hátt upp í fimm alda ryki og óhreinindum. Var nú myndin skoðuð með X geisla og hreinsuð af sérfræðingum, og er nú talið áreiðanlegt að hún sé frummynd Raphaels. Þarna í safninu er nú þessi stóra mynd fest upp á sérstakan vegg enda á hún það skilið. Það gljáir á hana eins og hún sé nýmáluð. Páfinn situr í stól, snýr böfðinu ofurlítið til vinstri og virðist í djúpum þönk- um, augun dökkbrún, rjóður í andliti, ennið hvítt. Hann er í hvítum búningi með rauða stutta skikkju (cape) á herðunum og húfu í sama lit á höfði, hvoru- tveggja bryddað hvítu og hvítt hökuskegg hans fellur niður á bringu. Hann situr í rauðum stól, með gulln- um bakstólpum og köggri. Baktjaldið er fagurgrænt, svo að rauðu og gulllitirnir njóta sín vel. Þetta er stór- kostleg mannsmynd og er auðfundið að mikið hefur verið spunnið í þennan mann. Ég vil aðeins minnast einnrar annarar myndar en það er fremur lítil mynd; Grasið og fiðrildin heitir hún eftir hollenzka listmál- arann Vincent Van Gogh (1853-1890). Hinir skæru litir hans og málningaraðferðir eru töfrandi. Á listanum var önnur mynd sem ég fann ekki: Cornfield and Cypress Trees. En þegar ég kom heim, sá ég í blaði að þessi sólskinsríka mynd hefði verið á uppboði í New York, ekki alls fyrir löngu. Van Gogh málaði þessa mynd eftir að hann var kominn á heilsuhæli og átti þá aðeins eitt ár eftir ólifað. Myndin er lítil, aðeins 20 Va x 25 Vi þumlungar en þó greiddi einhver ónefndur, en ríkur maður iVz miljón dollara fyrir hana. Nú var komið að kveldi og náðum við í vagn núm- er 24, sem skilaði okkur á Tottenham Court stræti, fáein fótmál frá gistihúsi okkar. Við vorum þreyttar eftir langar göngur, en dagurinn var samt sérstaklega ánægjuríkur. — Framh. Vísur Sumarbústaðir þykja nú á tímum — og eru sjálfsagt líka — indælis eign. En þegar Björn Pétursson hugsar til Fjallkonunnar, kemst hann að þessari niðurstöðu: Þó hún sýnist beinaber, og brjóstið fölt og kalið, þar hefur drottinn sjálfum sér sumarbústað valið. Að ógleymdri þessari eign okkar allra, sem Þorsteinn Þ. Þorsteinsson minnir þannig á: Út er sunginn Islendings allur drungi sterkum rómi, magni þrungin hending hrings hlær á tungu, vör og gómi. Fyrir nokkru var í spjalli okkar rifjaðar upp vísur t þeirra bændanna, Steingríms í Nesi og Stephans G., um stökuna og þjóðina. Af svip- uðum toga er spunnin vísa Einars H. Kvarans: Öðrum þjóðum auðnu bar auðsins djúpi lækur, íslendingsins arfur var ekkert — nema bækur. Vísnaspjall — Tíminn. Phillipson Named Framhald af bls. 1. NEW EMPHASIS But there would be new emphasis on universities and colleges before long, he said, because the job of combining vocational schools and region- al colleges has tumed out to be m o r e complicated than first expected. A man will be hired from outside the department to take over the job of assistant superintendent in charge of colleges and universities. That position is being vacated by W. D. Reid, who replaces Christopher I. Taylor as as- s i s t a n t superintendent in charge of field services. Taylor is replacing Phillip- son in the administration and school board relations post. Phillipson was born in Prince Rupert, attended pub- lic school in Sooke and Vic- toria, took teacher training at Victoria Normal School and later graduated in arts and education from the University of British Columbia. He was president of the B.C. Teachers’ Federation in 1955-56. During his teaching career he was principal at Campbell River and later served as sup- erindentent of s c h o o 1 s at Prince Rupert and Prince George. He joined the depart- ment’s headquarters staff in 1964.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.