Lögberg-Heimskringla - 24.09.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 24.09.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. SEPTEMBER 1970 5 ÓLAFUR ÞORVALDSSON: Fyrir sjötíu árum í gömlu Flensborg Framhald úr siðasla blaði 4 Ég hverf svo aftur til skól- ans, til stríðs og friðar, starfs .og leikja. Kennslutími var yfirleitt frá kl. 9 að morgni til kl. 3 eftir hádegi, með fimm mín- útna hléi milli tíma, nema á milli kl. 12 og 1 nokkru leng- ur. Engan mat höfðu börn með sér í skólann og engin sölukrá var þá til í Hafnar- firði, og þó svo hefði verið, var svo langt í kaupstaðinn frá Flensborg. Þó var Flens- borg forn verzlunarstaður og var svo um nær eitt hundrað ára skeið, en þá niðurlagður fyrir 20-30 árum. Hitt er svo annað mál, hvernig matur sá, sem fékkst í Flensborg, hefði farið í munni og maga barna, svona beint af búðardiskinum, svo sem nú er algeng sjón. Ég er þess fullviss, að þó að verzlun hefði á þeim árum, sem ég var í barnaskóla, ver- ið í nágrenni skólans, hefði hvorki skólabarn né ungling- ur sézt þar inni til að kaupa bita eða sopa, sem mörg hefðu þó haft meiri þörf fyrir held- ur en fjöldi barna hefur í dag. Á þeim árum sá ég aldrei skólabarn með pening í hendi né vasa. Þess var heldur ekki von, þar eð peningar sáust tæplega manna á milli, hvað þá að börn hefðu þá að leik- soppi. Það var á öndverðum öðr- um vetri mínum í skólanum, að Ögmundur Sigurðsson seg- ir við okkur í kennslustund, að ágætt væri, ef við gætum haft með okkur í skólann ofurlítinn brauð- eða köku- bita, til að stinga upp í okk- ur í hádegisfrímínútunum. Von bráðar komu flest börn- in með einhvern bita. Þó voru nokkur börn frá mjög fátæk- um heimilum, sem ekkert höfðu, en ekki voru þau mörg, Þetta fannst hinum mjög leitt og hafa víst sagt frá þessu heima, sem varð til þess að mörg þeirra fengu að hafa með sér ríflegan skammt, svo að þau gætu stungið ein- hverju smálegu að þeim, sem ekkert höfðu. Svo var það einn af drengj- um annars bekkjar, sem fór að koma með dálítinn blikk- kassa, fullan af smurðu brauði með ýmiskonar áleggi. Hann opnaði sinn kassa og hélt upp- boð á hverri sneið og sló vit- anlega hæstbjóðanda, en teygði venjulega ekki boðið ef allslaust barn bauð í, sem oft- ast var, þótt fleirum sýndust sneiðarnar girnilegar. Dreng- ur sá hinn örláti var Ólafur V. Davíðsson, þá á heimili Jó- hannesar Sigfússonar kenn- ara og frú Katrínku F. Ziems- en. Ég held, að Óli h$fi aldrei bragðað á sínu nesti. Þarna fór fram fjörugt uppboð, sem var áreiðanlega ekkert nauð- ungaruppboð. Nokkrir krakk- ar áttu sína vissu boðsgesti eða borðfélaga. Þegar mér varð á stundum löngu seinna hugsað til þessa matstunda okkar, fannst mér, að í því kæmi fram sá góð- vilji og sú hjálpsemi, sem ég tel, að hafi verið mjög ríkj- andi meðal Hafnfirðinga þá, í dag veit ég ekki hvernig á- statt er í því efni. Vonandi sem bezt. Flestir eða allir krakkarnir settust flötum beinum á gólf leikfimishússins upp við veggi þess, á meðan bitinn var borð- aður. Á enhverjum hinum fyrstu dögum hins nýja siðar, kem- ur Ögmundur kennari til okk- ar og segir: „Heyrið þið börn- in góð, þið skuluð standa á meðan þið borðið bitann ykk- ar, hann fer betur í ykkur á þann veg, heldur en ef þið sitjið“. Og við stóðum öll upp og tókum bita okkar þannig upp frá því. Þannig kom Ög- mundur Sigurðsson f r a m , á v a 111 leiðbeinandi, ávallt kennandi og fræðandi. Ég er viss um, að ekki er ofmælt, þótt sagt sé, að á þeim árum hafi öll barna- gkólabörn borið þá virðingu, sem þau áttu mesta til, fyrir Ögmundi Sigurðssyni kenn- ara, og mörg unnað honum af barnslegri einlægni. Þessi góði fylgifiskur mun dyggi- lega hafa fylgt Ögmundi til hinna hærri skóla, svo sem gagnfræða- og kennaraskól- ans í Flensborg, eða svo sagði kona mín, Sigrún Eiríksdóttir frá F o s s n e s i, sem naut kennslu hans í kennaraskól- anum í Flensborg 1906-07. Fimm- eða frímínútur, sem ýmist var sagt, voru gefnar milli hverra kennslustunda. Þá var hringt all stórri kopar- klukku, sem var í gangi milli skólastofa, og barst hljómur hennar um aliar skólastofurn- ar. Á sama hátt var hringt inn. M i k i ð fjaðrafok fór um bekkinn, þegar hringt var út, og bar mest á því hjá drengj- unum, og var þá á stundum gengið misjafnlega vel frá bókum og skriffærum, sem verið var með þegar hringt var. Sumir gengu snyrtilega frá. Létu bækur og skriffæri í töskur sínar, þar eð aðrar bækur yrðu notaðar í næsta tíma, einkum voru það telp- urnar, sem ávallt gengu vel frá sínu. Ekki áttu öll börnin töskur, en voru með bækur sínar í klút eða annari rýju. Það fór einkum eftir veðri, hvernig hægt var að nota frímínúturnar. Ef ekki haml- aði veður, snjór eða of mikil bleyta, fóru krakkamir, eink- um þó drengimir, í boltaleik á Flensborgartúni. Sá bolta- leikur, sem þá var aðallega leikinn, held ég, að sé nú með öllu horfinn úr tölu útileikja barna og ungmenna. Ég hefi h v e r g i séð hann leikinn nokkra síðustu áratugina, og mun hann, að ég hygg, flest- um gleymdur nú. Oft kom þá fyrir, að Páll Hjaltalín kennari, var með okkur í þessum boltaleik, og þótti okkur mikill heiður að. Þótt okkur, sem Páll kenndi, fyndist hann strangur og alv- örugefinn, þá var þó þetta eftir af unglingnum og skóla- piltinum hjá honum, að hann virtist vera lífið og sálin í hverjum leik okkar, sem hann tók þátt í. Við krakkarnir, eða svo var það með mig, litlum strangleika Páls mildari aug- um eftir hvern leik, sem hann lék með okkur. Ef e k k i var útiveður, reyndu flestir, eldri og yngri, að leika sér eitthvað í hinu rúmgóða leikfimishúsi, sem þá var svo til nýlega byggt, áfast norðurenda aðalhússins. Höfðu þá ávallt piltar vestur- hlið hússins, en krakkar eystri hliðina. Piltar gripu þá eink- um tl hinnar almennu ís- lenzku glímu, og leiðbeindi skólastjórinn, Jón Þórarinns- son þeim oft, einnig lét hann þá oft gera ýmsa leikfimi. Þeir piltar og kennarar, sem ekki tóku þátt í glímunni, horfðu á og v i r t u s t oft skemmta sér vel. I hópi pilta, voru margir ágætir glímu- menn, á þess tíma mæli- kvarða. Einn piltanna er 'mér þó minnisstæðastur, sá hét Ólafur og var Metúsalemsson, frá Bustarfelli í Vopnafirði, að ég ætla. Ég sá hann aldrei falla, en flesta eða alla felldi hann. Einhverju sinni skoruðu piltar á kennara að glíma. Alla setti hljóða um stund. Loks fara út á völlinn Ög- mundur og Páll Hjaltalín. Ögmundur n o k k r u hærri, þreknari og nokkru eldri en efalaust mjög vel að manni. Páll iægri, grennri og yngri og kattliðugur og efalaust all vel sterkur. Þarna hófust mik- il átök og sviptingar miklar. Þeir glímdu nokkra stund, og áhorfendur, sem flestir voru úr báðum skólunum, virtust standa á öndinni. Glímu þess- ari lauk þannig, að hvorugur féll, en báðir all móðir. Ég held, að þessar frímínútur hafi varað lengst þann tvo og hálfa vetur, sem var í skóla í Flensborg. Oft leiðbeindu aðrir kenn- arar en skólastjórinn okkur drengjunum í glímu. Þegar veður var þannig, að allir urðu að vera inni, nema hvað út þurftu að fara til þarfinda sinna, sem gat verið all harðsótt, var aðstaða telpna til innileikja nokkru lakari heldur en drengja, þeir gátu þó ávallt glímt, en það gerðu telpur ekki þá. Hvað sem nú gerðist í þessu efni veit ég ekki, en glímt ættu þær að geta hvað klæðnað snertir svona yfirleitt, og má vel vera, að þær geri það. Þó var það svo umræddan vetur, að telpur fundu sér eitt og annað til gamans, þar eð oftast höfðu þær nokkurt rúm í austurhlið hússins, svo sem ýmsa smá leiki, og voru stúlk- ur úr kennarabekknum þeim oft hjálplegar í því efni. Þannig liðu dagar, vikur og mánuðir, án nokkra sérstakra breytinga, sem í frásögur séu færandi. Með lengjandi degi fór ú t i v e r u frímínútunum okkar smá fjölgandi. Ég k y n n t i s t bekkjafélögunum betur og nánar, og náðu þessi kynni í rauninni til allra krakkanna. Við aðalpróf þetta vor, 1896, náði ég allsæmilegu prófi, tæplega við betru að búast. Ég var allt frá fyrsta prófi mjög ofarlega í bekknum og hélt fyllilega út með það. Daginn, sem skólauppsögn fór fram, labbaði ég að venju, einn mína leið heim með mína tösku og fátækleg áhöld. Ég var víst bæði glaður en þó nokkuð hnuggin. Ég saknaði ekki bókanna, kennslunnar, heldur félaganna, leikjanna, glaumsins og gleðinnar. Það, sem nú tók við, var alls ann- ars efnis við að fást. Það var víst ekki laust við, að ég væri þá þegar farinn að telja dag- ana til næsta vetrar, en hans var langt að bíða. Og sumarið leið með hirð- ingu bústofns heimilisins, vörzlu túns. og engja, sem hvortvéggja var að mestu ó- varið eða lítt af görðum eðá girðingum. Þá var hið erlenda efni í girðingar ekki tekið að flytjast til landsins. Hér kom því ekki annað til en vörzlu- garður, annað t v e g g j a af grjóti eða mýra- eða valllend- is-hnausum. Löggildur var sá vörzlugarður einn talinn, sem tók meðalmanni í öxl. Al- mennir vörzlugarðar gerðust varla svo háir né öflugir, að stæðu fyrir virkilegum tún- árin, en svo voru þær skepn- ur nefndar, sem enginn garð- ur né önnur girðing stóð fyr- ir. Ágangur á ábýlisjörð móð- ur minnar, var mjög mikill, tún og engi lágu lítt varin f y r i r hrossum og sauðfé þeirra, sem suðurhluta Hafn- arfjarðar byggðu og áttu eitt- hvað af nefndum fénaði. Það mátti því heita að vaka þyrfti yfir túni og engjum, einkum í gróandanum, og lenti þetta mikið á mér. Hundar okkar lágu ævinlega úti, vor og sumar, og sögðu oft til ef stór- gripir nálguðust, en þetta varð á stuncþim of seint, og gripir þá komnir í túnið. Oft hlaut ég votan fót og kalda hönd í þessari baráttu, en svo Framhald á bls. 7. ROUND-TRIP T0 ICELAND! From New York Lowesi fares everl New jei service! In 1970, ihere's a new low fare io Iceland for everyone — young, old, siudenis, groups! There's an Iceland for everyone ioo. The beautifu! Iceland you remember. The modem Iceland you never imag- ined. The exciling Iceland you've heard aboui from family and friends — and ihal you can iell aboui when you gei home. • NEW FARES FROM NEW YORK — only $100* round-irip in groups of 15 or more. Or for individuals, only $120* round- irip for 29 lo 45 days in Iceland; only $145* round-trip for up io 28 days. Only $87* one-way for sludents who go io schoo! in Iceland for 6 monlhs or more. Many olher low fares io meel your needs! LOWEST AIR FARES TO ICELAND, SWEDEN, NOR- WAY, DENMARK, ENGLAND, SCOTLAND AND LUXEMBOURG. ICELANDIC AmuNcs ® mimsssm 630 Fifth Avenue, New York, N.Y. 10020; Phone (212) 757-8585 37 South Wabash Avenue, Chicago, 111. 60603; Phone (312) 372-4792 For full detaáls folder, contact your iravel agent or Ieelandic Airlines.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.