Lögberg-Heimskringla - 08.10.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 08.10.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. OKTÖBER 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireet, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretary, Or. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg; Prof. Haraldur Bessason, choirman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneopolis: Hon. Valdimor Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Rlchard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscxipiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mail registration number 1667''. Á ferð og flugi IV. Þegar við systurnar vorum að búa okkur af stað í London ferðina var okkur ráðlagt að hafa meðferðis hlý föt því oft væri það kalt um hásumarið þegar blæsi ai hafinu umhverfis eyjuna, en það fór öðruvísi; hitar voru miklir suma daga og sérstaklega þungbærir vegna raka í loftinu. Það var heitt á mánudagsmorguninn 3. ágúst- en við lögðum þó af stað í verzlanir að gamni okkar, þótt við hefðum ekki í huga að kaupa margt eða mikið, því ekki gátum við flutt með okkur til baka á flugvélinni meir en hundrað dollara virði, án þess að greiða toll þegar heim kæmi. Við gengum nú upp á New Oxford stræti, sem var skammt frá gistihúsi okkar og beigðum til vinstri — eða vestur eftir strætinu. Ein flugfreyjan hafði sagt okkur að lang beztu kjörkaupin væri á Oxford stræti en allt væri rándýrt á Regent og Bond strætum. Okkur þótti fyrst gaman af að kíkja aðeins inn um sýninga gluggana og sjá hve kjólpilsin höfðu síkk- að og stígvél kvenna hækkað upp að kné. En svo stóðumst við ekki mátið og undum okkur inn í eina búðina og þar sá ég fagurgrænan rósóttan ullarslopp, sem mér fannst tilvalinn fyrir vetrarkveldin heima í Manitoba. Og nú byrjaði bardaginn aftur, að reikna út hvað hann kostaði í Canada peningum; að því búnu fannst mér þetta mestu kjörkaup og fór sigri hrós- andi út. Við héldum nú áfram göngunni og allt í einu vorum við komnar að þverstrætinu, Regent stræti. Við stóðumst ekki mátið og beygðum upp það stræti. Ég held að það hafi verið á því stræti sem við sáum Liberty verzlunina. Ég mundi eftir hinum fallegu háls- klútum, sem verzlanir hér í Winnipeg pantar þaðan. Við stóðumst ekki mátið og fórum inn. Þetta er gömul verzlun, þjónarnir flestir eldra fólk, húsið og verzlunin gamaldags. Ég man að lyftan var svo gömul að það hrikkti í henni þegar hún fór upp og niður. En öll kjólefni þarna voru hin vönduð- ustu og af nýjustu tízku hvað liti og efnisgerð snerti. Litfegurðin á öllu var undraverð, ekki síður á karl- mannafötum en kvenna. En eins og maður sér nú hér á strætunum í Winnipeg, eru karlmenn farnir að punta sig upp í allskónar litum, enda tími til kominn að þeir klæddust fleiri litum en svörtum, dökkbláum, brúnum og gráum litum eða bara hvítum skyrtum við spari- föt sín. Ég fékk mér þarna rósótta treyju, en ekki dirfðist ég að fá hana í skærum litum, en hún dugar. Þetta voru mestöll kaupin sem ég gerði í borginni. Hins- vegar hafði Thora systir mikinn áhuga fyrir að ná sér í regnkápu og hafði hún fengið nafnið af verzluninni, sem hafði þessar sérstöku kápur til sölu, en nafnið ætlaði ég ekki að geta lært. Ég held að það hafi verið Aquaskutum. Þegar við héldum ofan strætið aftur blasti þetta einkennilega nafn við okkur, og fékk hún seinna ósk sína uppfyllta. Við vorum nú rétt komnar niður að Piccadilly, en snerum nú við. Á leiðinni upp strætið til Oxford strætis stöldruðum við hjá skrautmunabúð. Borðalagð- ur dyraþjónn stóð fyrir utan dyrnar og gáfum við okkur á tal við hann og sagði hann okkur í óspurðum fréttum, að Alexandra prinsessa hafði komið þar dag- inmáður til að kaupa einhverja skrautmuni og að skyldmenni og venzlafólk drottningarinnar kæmi þangað af og til og var auðheyrt að honum fannst mikið til þess koma. Nokkrum dögum seinna komum við aftur til Piccadilly Circus en þangað liggja götur úr öllum áttum og virðist þessi staður eins og hjarta borgarinn- ar. Þar er allt að finna, verzlanir, söfn, matsöluhús, klúbbahús, prívathús, hótel og fl„ Okkur var gengið inn í eina stórbúðina og urðum hissa þegar við sáum ekki nema matvæli á neðstu hæð. Þessi verzlun heitir Fortnum & Mason. Fáir voru þarna inni að verzla og kom kona strax til okkar að spyrja hvað hún gæti gert fyrir okkur. Annars er eftirtektarvert að verzlunarfólk í London er sérstaklega kurteist og lætur fólk ekki bíða eftir sér ef mögulegt er hægt að komast hjá því og er það ólíkt þeim leiða sið sem nú virðist vera í stór- verzlunum í Winnipeg, að fólk verði að bíða og leita að fólki til að veita á sig. Við sögðum konunni að við hefðum komið inn fyrir forvitnissakir, en ekki til að verzla, og þá sagði hún, að okkur væri velkomið að skoða allt og svo brosti hún og sagði að við mættum til með að hitta þá Fortnum og Mason; þeir myndu koma bráðum til að hressa sig á tesopa á svölunum. Okkur varð litið upp, og rétt í því komu þeir inn á svalirnar og voru klædd- ir hinum skrautlegu átjándu aldar búningum, rauðum jökkum og hvítum silkibuxum, með hárkollur á höfði og að mig minnir, hárið bundið að aftan með sluffu. Hún kynnti okkur nú þessum unglegu mönnum, sem voru svona furðulega klæddir, og þeir buðu okkur að skrifa nöfn okkar í gestabókina og sögðu okkur síðan lítillega úr sögu þessarar verzlunnar. Tveir ungir menn, William Fortnum og Hugh Mason stofnuðu matvælaverzlun árið 1707 á þessum stað en þótt hún hafi verið stækkuð síðan hefir hún ávalt verið þarna — í 263 ár. Vegna þess að stofnendurnir voru matsölumenn, hefir matvörudeildin ávalt verið á neðstu hæð. En í kjallaranum og á hinum hæðunum eru allskonar vör- ur, allar vandaðar og náttúrlega verðmætar að sama skapi. Þeir félagar sögðust ferðast víða um heiminn í erindum verzlunarinnar og hefðu komið til Canada sl. ár, og nú væri Fortnum og Mason í eigu Canadamanns, en það myndi ekki breyta til um fyrirkomulag eða venjur þar á staðnum. Því miður man ég ekki nafn þessa auðuga Canadamanns, sem gat veitt sér þann munað að eignast þessa aldagömlu verzlun. Þeir félagar sögðu okkur, að eftir að við hefðum skoðað verzlunina eftir vild, skyldum við taka eftir klukkunni, sem væri efst á framstafni byggingarinnar. Þegar út kom, fórum við hinu megin á strætið og sáum við þessa klukku, sem er á stærð við Big Ben, og stóð efst á bronz palli. Hún var að verða tólf og um leið og hún byrjaði að slá, opnuðust dyr til beggja handa og út komu á pallinn líkön af Fortnum og Mason. Eftir að klukkan hætti að hringja, léku bjöllur þrjú stutt lög og að hverju lagi loknu, hneigðu Mr. Fortnum og Mr. Mason sig djúpt hvor fyrir öðrum og hurfu síðast inn um dyrnar. Áður en við fórum úr þessu verzlunarhúsi höfð- um við keypt tvö hálf pund af Fortnum og Mason te, beztu tegundar, því teið var upphaf þessarar verzlunar, og er þjóðardrykkur Breta, og læt ég hér fylgja leið- beiningar, sem okkur voru gefnar um leið: HOW TO MAKE DELICIOUS TEA Tea should be stored in an airtight tin. The teapot should be china or earthenware. The water should be cold, from the mains, and boiled quickly. When almost boiling pour sufficient into the empty teapot to heat it thoroughly. Throw that water away and measure out the tea. One teaspoonful of tea for eaeh person is the aver- age measure, but you can use more or less according to individual taste. Take the teapot to the kettle and pour the boiling water on to the tea leaves. Put on the lid and let the tea stand for 3 to 5 minutes. Serve Indian or Ceylon tea with milk (noi thin cream) and slices of lemon with China tea. Sugar can be added according to taste. Vísur L.-H. prentar stundum kafla úr vísnabálki Tímans, sem oft er gaman að lesa. í einum þeirra er meðal annars sagt, að Kristján Jónsson muni nú flestum gleymdur. Eitthvað kann að vera hæft í því á meðal nokkurs hluta heima- þjóðarinnar, sem helzt virðist nærast á rímlausum andar- teppum nýrri skáldanna þar. En Kristján er ekki öllum gleymdur. í kvæðum hans felst enn nokkuð, sem sígilt má kallast, auk margra lausa- vísna, svo sem þeirrar, sem þarna er nefnd. Ein önnur mun þó enn fleirum í minni meðal eldra fólksin^, en það er þessi látlausa vísa, sem virðist að vera sögð af munni fram: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland nú á ég hvergi heima. Jón Ólafsson kallaði þessa vísu fyrir eina tíð hámark íslenzks vonleysis og þung- lyndis, og er þá djúpt tekið í árinni, því ekki er alstaðar bjart yfir nítjándu aldar kveðskap þjóðarinnar. — G. J. Ef svartsýni sækir að okk- ur, getur vel verið, að við viljum taka undir með Frið- björgu Ingjaldsdóttur, þegar hún segir: Hjartað berst um hyggjusvið hugur skerst af ergi. Þegar mest ég þurfti við, þá voru flestir hvergi. Ef svo fer, þá er um að gera að muna það, sem Theódóra Thoroddsen leggur til mál- anna: Lífið ef þig leikur grátt, láttu það vera að kveina, að hafa um sína harma fátt hjálpin verður eina. * * * Löngum höfum við íslend- ingar tekið haustinu með trega og kvíða, en saknað okk- ar skamma sumars. Signý' Hjálmarsdóttir orðar þetta svona: Hallar degi, hugur eygir haust á vegi, dýrð, sem þver. Blómin deyja, blöðum fleygir björkin, þegir söngfugl hver. Gestur Jóhannsson tekur þó enn dýpra í árinni: Ég bjóst við fögru sumri, og taumlaust var mitt traust, að tæmast myndu seint þær gleðistundir, en vorið er nú horfið, það varð mitt ævihaust, og vonarsól er nærri gengin undir. # Timinn.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.