Lögberg-Heimskringla - 08.10.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 08.10.1970, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 8. OKTÓBER 1970 GUÐRÚN FRA LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga „Það væri víst lítið vit í því að fara að búa þar einhverjum ómyndarbúskap og í þeim húsakynn- um, sem þar hljóta að vera. Það yrði ekki einu sinni hægt að opna glugga. Það á víst við mína heilsu,“ sagði Sæja. „Líklega er nú hægt að losa rúðu úr glugga þar eins og annars staðar. Ekki veit ég hvernig fólk hefur lifað í öll þessi ár, sem búið hefur verið á landi hér, án þess að vera sífellt að opna glugga.“ Þá var það Sigríður, sem gegndi fram í símtalið. „Ég var nú á Grænumýri tvö sumur sem kaupakona og þekki því vel til þar. Bæjarhúsin þar eru hreint ekki svo slæm. Það er víst búið í mörgum lakari, og tún og engjar ákaflega gras- gefið. Það er að mínu áliti búið í mörgum lakari býlum.“ Svo bætti hún við: „Ég skal verða kaupa- kona hjá þér, Sæja mín, ef þú ferð að búa þar.“ „Ég vil helzt hvergi vera nema á Svelgsá. Þar er svo glaðlynt fólk, og þar er góður baðstofuyl- ur, þó að opnaður sé gluggi,“ svaraði Sæja hlæj- andi. Þá rann Hrólfi bónda í skap. „Það skyldi nú verða svo, að hálft heimilið yrði flutt út að Svelgsá. Skárri er það nú dýrðin, sem þar er um að vera. Það er víst nógur ylurinn í baðstofunni hérna, ef nennt er að láta almenni- lega í ofninn.“ „Það er nú barnið, sem dregur huga hennar þangað,“ sagði Friðgerður. Annað sagði hún ekki. „Hún getur líklega tekið krakkann hingað og hugsað um hann hér heima hjá sér eins og allar mæður gera. Þarf víst ekkert að vera að kaupa uppeldi á hann og getur þá sparað sér líka rápið að Svelgsá. Hefur sjálfsagt nóg með sínar eigur að gera,“ þusaði hann. Svo mildaðist hann allt í einu og bætti við í betri tón: „Það er að segja, ef hún verður við þessa heilsu, sem hún hefur núna.“ 42. Hrólfur gat ekki annað en hugsað um þetta kostaboð, sem dóttur hans hefði verið boðið. Jafn- vel þó það hefði kannski ekki verið talað í alvöru. Ef einhver gestur kom á heimilið, sem í buxum gekk, var umtalsefnið vanalega það sama: Hvort hann þekkti nokkuð til þarna úti í Langhúsa- hreppnum. Það væri býli þar, sem héti Græna- mýri. En það var lítið að hafa upp úr gestunum. Flestir höfðu þeir heyrt um arfinn, sem Berg- ljót gamla var búin að fá. Hann gat nú víst ekki talizt mikill, en það munaði þó um að fá hann þarna á Svelgsá. Annað færi hann víst ekki. Loks kom þó maður, sem var vel kunnugur þar ytra. Það var Þorkell á Háaleiti. „Ég var nú smali þar í þrjú sumur og ætti því að þekkja landkostina þar. Þeir eru miklir, enda búnaðist þeim vel þar gömlu hjónunum. Leiðinlegt að aumingja kerlingarstráið skuli ekki geta notið þess, sem aldrei hefur átt neitt nema fötin utan á sig og tæplega það. Það verða náttúr- lega þau Jónanna og Páll, sem fá það með þeim skilmálum, að þau hugsi um hana það sem hún á eftir að lifa. Það er líklega ekki svo langt. Það fer hvergi betur um hana en hjá þeim. Hún er eins og jómfrú síðan hún kom þarna að Svelgsá.“ „Já, líklega fá þau það allt, sem jörðinni til- heyrir,“ sagði Hrólfur. Svo lét hann Þorkel lýsa þessu öllu nákvæm- lega fyrir sér og hlustaði á með athygli. Þegar gesturinn var farinn, sagði hann svo við dóttur sína: „Mér finnst þú ættir að hugsa þig tvisvar um, áður en þú segir nei við þessu tilboði Bergljótar, ef það hq/ur þá verið nokkuð alvara fyrir henni.“ „Það var nú víst spaug. Ilvað svo sem ætti ég að gera við jörð alein,“ sagði hún fálega. „En þessi kærasti þinn? Ég trúi ekki öðru en það sé eitthvað meira en þessi krakkanóra á milli ykkar. Skárra væri það bölvað lauslætið.“ „Hann hugsar víst heldur lítið til búskapar, pilturinn sá. Annað væri, ef hann væri búfræð- ingur eins og Páll,“ sagði Sæja. „Það skyldi nú enginn geta búið nema búfræð- ingar. Mér sýnast þeir nú flestir heldur lélegir til búskapar, sem héðan hafa farið á þennan bún- aðarskóla. Páll er heldur skrýtinn búmaður, finnst mér, ef hann ætlar ekki að eignast kú,“ sagði Hrólfur. „Hann er búinn að kaupa kúna af Bergljótu,“ sagði hann um daginn. Svo á hún líka unga kú, sem á að bera fyrir jól. Svo gleymdi ég víst því, að hún á líka stríðalinn kálf, því að karlinn, sem hokrar þarna einn í kotinu hennar, hafði ekkert að gera með alla mjólkina úr kúnni, svo að hann gaf kálfinum hana með sér,“ sagði Sæja. „Já, skárri er það nú blómabúskapurinn. Þú verður að athuga þetta betur, stúlka,“ sagði faðir hennar. Næsta sunnudag sótti Sæja reiðhest sinn og þeysti út að Svelgsá. Hún settist inn á rúm hjá Bergljótu gömlu og byrjaði strax á erindinu. „Það er nú bara svoleiðis að pabbi er búinn að suða svo mikið í mér um búskap á Grænumýri, að ég er farin að hugsa um hann. Var þetta nokk- ur alvara hjá þér, sem þú varst að tala um þarna seinast, þegar ég kom?“ „Já, það er alvara mín. Ég vil að önnur hvor ykkar fái Grænumýrina. Náttúrlega verður sá sem fær hana að hu'gsa um mig það sem ég á eftir ólifað. Annað hef ég ekki með þetta að gera. En það er nú svona, að hjónin hérna geta ekki hugsað til þess að missa Jónönnu og Pál héðan af heimilinu. Þau eru svoddan ágætis manneskj- ur. Þau eru nú líka farin að lýjast gömlu hjónin og þykir gott að hafa þau til þess að hjálpa sér við búskapinn. Hitt finnst okkur öllum, að þú ættir að hugsa þig vel um, ef þér finnst þú vera búin að fá svo góða heilsu, að þú gætir hugsað um heimili, því að sjálfsagt er nú einhver svolítill búskaparhugur í þér eins og þeim föreldrum þín- um,“ sagði Bergljót gamla. „Ég vil nú heldur búa í sveit en hokra í kaup- stað. Ég hef svo gaman af skepnunum,“ sagði Sæja. Svo fór hún óboðin fram í búr. Þar voru þær frænkurnar að hugsa um kaffið. Önnur bakaði pönnukökur, en hin malaði á könnuna. Hún fékk sér eina pönnuköku og gekk svo fram í stofu. Þar lá Páll hálfsofandi á teppi á gólfinu. Rúmið var svo fínt og uppbúið, að hann hefur víst ekki mátt leggja sig í það. „Hvað er að sjá þig, maður? Liggur þarna á gólfinu,“ sagði hún. „Ég var á sjó fram undir fótaferðatíma og gat ekki verið að vekja upp fólkið. Það fer ágætlega um mig, mér þykir gott að hvíla mig á hörðu,“ svaraði hann syfjulega. „En sá búmaður sem þú ert. Það er rétt, sem ég sagði pabba, að ég verð að fá þig fyrir ráðs- mann, ef ég á að hugsa til þess að búa þarna á jörðinni hennar Bergljótar.“ „Þú þarft ekki annan ráðsmann en Júlla gamla. Hann er prýðilegur fjármaður og er kunn- ugur öllu þar og hefur hugsað um féð af mikilli trúmennsku og dyggð. Það er ómetanlegt að hafa þvílík dyggðahjú. Ég hef hér nógan bústofn til þess áð hugsa um fyrir sjálfan mig eins og þú líklega veizt,“ sagði Páll. „Þér dettur þó líklega ekki í hug að ég fari að búa með eldgömlum karlskrögg,“ sagði Sæja brosandi. „Þá hefurðu þinn pilt þar og sefur hjá honum svona að gamni þínu, en verður notaleg við skrögginn, svo að búskapurinn verði þér ekki til skaða og skammar.“ „Hann er nú líklega ekki mikill búmaður, strákgreyið. Kann líklega betur við sig á sjónum.“ „En sú ómynd, hvernig þú talar um piltmn þinn, sem er áreiðanlega ágætur félagi,“ sagði Páll. Þá kom Jónanna fram með kaffi og pönnu- kökur handa manni sínum. „Ég heyrði að þú varst vaknaður og kem því með kaffisopa handa þér,“ sagði hún og lagði bakkann frá sér á stofuborðið. „Alltaf jafn góð,“ sagði Páll. „Ég get ekki dáðst að því hvað hún er góð við þig að láta þig liggja á gólfinu,” sagði Sæja. „Hann valdi sér þennan náttstað sjálfur. Hef- ur fundið að hann var ekki vel hreinlegur til að hátta í rúmið,“ sagði Jónanna. „Ég vissi ekkert hvenær hann kom heim í nótt. En hann kom heldur færandi hendi eins og fyrri. Níels og Ella eru að verða búin að gera að aflanum. Svo kem- ur þú inn í búrið, Sæja mín, og drekkur kaffi með okkur konunum. Páll þarf að hvíla sig.“ „Ég hefði nú heldur viljað súpa það hérna. Ég þarf svo margt að tala við Pál, sem aðrir mega ekki heyra,“ sagði Sæja og brosti. „Þú hefur allan daginn til þess, sagði Jónanna og ýtti systur sinni út úr stofunni. Inni í búrinnu sat allt heimilisfólkið, nema litla stúlkan, sem svaf inni værum blundi. Sæja settist við hliðina á Bergljótu gömlu. „Það er svo margt, sem er að brjótast um í kollnum á mér núna, að ég veit ekkert á hverju ég á að byrja,“ sagði hún mæðulega. Níels glotti. ,Mér þætti nú ekki ólíklegt að það sé eitthvað um Grænumýrina, sem þar er að brjótast um,“ sagði hann. „Við Páll erum búnir að koma allri töðunni undir þak fyrir þig og nú er Júlli gamli farinn að heyja á útengi. _En þú lætur sem þér komi þetta ekkert við.“ „Það gerir það, heldur ekki. Hvað ætlið þið að gera með töðuna?“ sagði Sæja. „Náttúrlega gerum við það með hana sem vanalegt er, við gefum kúnum og kindunum hana í vetur. Júlli á margar kindur, sem hann hefur hafa á kaupinu sínu öll þau mörgu ár, sem hann er búinn að vera á Grænumýri. En nú er það leiðinlegasta, að hann verður þar líklega einn í vetur. Svo að líklega legir Páll jörðina einhverj- um að vori, ef þú vilt ekki þiggja hana,“ sagði Níels. „Ég vil láta Jónönnu og Pál flytja þangað og búa með mér í einhverju félagsbúi,“ sagði Sæja. „En það er nú einmitt það, sem þau eru ekk- ert að hugsa um, enda er það ekki tvíbýlisjörð. Og svo megum við ekki missa þau héðan,“ greip Ingunn frænka fram í fyrir henni. „Þetta er nú meiri vesaldarhátturinn í þér, að drífa þig ekki í að fara að búa, þegar á að leggja þetta allt upp í hendurnar á þér. Þar sem þú átt líka mannsefni í fórum þínum,“ bætti sú margdáða frænka við. Sæja skellihló. „Ég hélt að þú ætlaðir að fara að ráðleggja mér að fara að búa með þessum karli og hírast þar með honum í kofunum, sem líklega eru ekki mjög geðslegir.“ „Það læt ég allt vera. Það eru víða lakari kofar en þar,“ sagði Ingunn. „Komuð þið inn í kofana þarna?“ spurði Sæja. „Við sváfum þar. Ekki gátum við eytt tíma í það að ríða heim á hverju kvöldi,“ sagði Ingunn. „Mig fer að langa til þess að fara út eftir og skoða mig þar um,“ sagði Sæja. „Já, þú skalt bara gera það. Fá þér reiðtúr út eftir. Ég trúi ekki öðru en þér lítist vel á þig,“ sagði Ingunn. „Hvernig getur svo karlinn þurrkað útheyið einn?“ spurði Sæja. „Hann nuddar við það. Kannski verður.Ella látin .fara út eftir til þess að hjálpa honum, ef hann heyjar eitthvað sem heitir. Svo fær hann eftirvinnu af næsta bæ, þegar hann þarf þess með. Náttúrlega bindur Páll það og kemur því í tóft. Hann gerir nú ekkert utan við sig, sá maður, eða svo finnst henni Bergljótu okkar að minnsta kosti,“ sagði Ingunn. „Það er nú meira að geta ekkert gert í þessu annað en sitja hér og assa, þegar aðrir eru að vinna fyrir mig,“ sagði gamla konan og brosti allt annað en raunalega.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.