Lögberg-Heimskringla - 22.10.1970, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 22.10.1970, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. OKTÖBER 1970 3 MINNINGAR RÓSU ALDÍSAR VIGFÚSSON, ÁRBORG, MAN. Framhald frá síðasia blaði • Business and Professional Cards • ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: SKÚLI JÓHANNSSON 587 Minto Street, Winnipeg 10, Manitoba Styrkið filagið m#ð þrí að garail maðlimir. Ársgjald — Einsíaklingar $3.00 — Hjón $5.00 Sendiit til fjármálaritora MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1058 Dominion St., Winnipag 3, Manitoba. Pttone 783-3971 Building Mechanics Ltd. Pelnttn* - Doceretlnf - Ccntfrutfl«n Renovatlng - Rnal ttttnta K. W. (BILO JOHANNSON Managtr 938 Ilflln Avenue Wlnnlpeg 3 Lennett Motor Service Operoted by MICKEY LÍNNÍTT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Hergreve 4 Bennetyne WINNIPEG 1, MAN. Phone 945-1117 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 043 Sharbrook Starat Selur likklstur og annast um útfartr. Allur utbúnaOur •á bttzti Stofnafl 1884 SPruce 4-7474 HALLDOR SIGURDSSON AND SON LTD. Lathlng and Plastering Contractors H. Mel Sigurdson, Manager Office and Warehouse: 1212 St. Mory's Road, Winnipeg 8 Ph. 256-4648 Res. 452-3000 GoodiMR and Kojima Electric ■LKTRICAL COKTRACTOM Við kvöddum fjölskyldu mína í Reykjavík og fluttum síðan til Akraness, þar sem við giftum okkur um haustið. Vorið áður gerðist það, að Þórunn amma mín Brynjólfs- dóttir gekk undir uppskurð vegna sjónleysis, hjá hinum góðkunna augnlækni Birni Ólafssyni. Hún hafði þá ver- ið blind í átta ár. Systir henn- ar Halldóra var einnig blind, en þegar læknirinn brá skæru ljósi fyrir augu þeirra systra, _g r e i n d i Þórunn ofurlitla skímu en Halldóra ekkert. Taldi hann því þýðingarlaust að reyna að lækna Halldóru. Amma mín bað lækninn að láta mig vera hjá sér, þegar hann tæki bindið frá augum hennar, svo að hún fengi að sjá mig fyrsta manna, ef að- gerðin heppnaðist. Varð hún mjög hrærð, er hún sá mig aftur eftir öll þessi ár. Allir, sem viðstaddir voru, komust við af þessu, því að fáir höfðu vænzt þess, að hún fengi bata. En svo vel heppnaðist aðgerð- in, að hún gat lesið á bók og hélt þeirri sjón til dauðadags. Eftir giftingu okkar Trausta fórum við suður í Hafnir. Dvaldist ég hjá ömmu minni, eða öllu heldur Sfeinunni móðursystur minni, sem hún var hjá um veturinn, en Trausti var útgerðarmaður á Kalmanstjörn. V o r i ð eftir kvaddi ég þessa ástvini mína og æskustöðvarnar í síðasta sinn, og fluttumst við þá til Akraness. Þar var okkur vel tekið af Otlesens hjónunum, Guðmundi og Elísabetu. Dvöldumst við á heimili þeirra, unz við höfðum feng- ið eigin húsnæði. Heimili þeirra var indælt, og þau hjónin elskulegar manneskj- ur. Kynntumst við þar brátt mörgu ágætisfólki. Á Akranesi áttum við heima í tvö ár og leið þar vel. Kunni ég þar vel við mig, enda er Akranes fallegt pláss. í húsi því, er við leigð- um, kom margt undarlegt fyrir. Hlutir duttu niður, án þess að nokkur kæmi við þá eða önnur orsök fyndist til þess. Harðir skellir buldu á hurðum, og hrökk ég oft upp við það, án þess nokkur maður væri þar að verki. Maðurinn minn varð þessa einnig var, enda naumast unnt hjá því að komast. Um- gangur þessi var settur í sam- band við það, að nokkru áður en við fluttum í húsið, hafði maður nokkur, er þar átti heima, drukknað. Var hann þá rétt kominn að því að kvænast, en unnusta hans átti húsið, og leigðum við hjá henni. I sama húsi bjuggu þau Böðvar Jónsson og Alfífa kona' hans með börnum sín- um. Þau eru nú bæði dáin, en börn þeirra, Tímóieus og Halldóra, eiga heima í Geysis- byggð. Þeir drukknuðu allir, Böðvar, Jón sonur hans og maður Halldóru. Fluttist hún þá til Ameríku með börn sín til Tímóteusar bróður síns, sem kominn var hingað áður. Enda þótt okkur liði vel á Akranesi, vorum við þar ekki nema tvö ár, en fluttumst þá til ísafjarðar. Þar var þá mik- il atvinna fyrir smíði. Hannes Hafstein var þá sýslumaður Isfirðinga. Hann reyndist okk- ur hið bezta. Sá hann Trausta fyrir nægri atvinnu, og þegar við brutumst í að koma okk- ur upp húsi, gekk Hafstein í ábyrgð fyrir Trausta. Nokkru eftir að við flutt- umst til ísafjarðar kom til okkar gamall kunningi minn, Álfur Magnússon. Hann var eitt þeirra barna, sem amma mín hafði kennt, eins og fyrr var sagt frá. Álfur var gáfu- maður mikill en óreglumaður úr hófi fram. Hann var skáld gott, og munu margir enn minnast kvæða hans, en hann orti margt, einkum meðan Skúlamálið var á döfinni þar vestra. Trausti tók honum vel og útvegaði honum vinnu með sér, þar sem hann vann að smíðum, og bjó Álfur hjá okkur um hríð. Við gerðum allt, sem í ökkar valdi stóð, til þess að fá hann til að láta af drykkjuskap. Við fengum hann til að ganga í good- templarastúku, en áður hafði hann verið um hríð á vegum Sáluhjálparhersins. Eftir að hann gekk í stúkuna, hætti hann að drekka um skeið. Flutti hann þá fyrirlestur um lífið á ísafirði. Var það al- mennt gleðiefni öllum, sem til þekktu, hverjum stakka- skiptum hann tók. En ekki leið á löngu, áður en gamlir kunningjar hans og drykkju- bræður náðu tangarhaldi á honum. Tók hann þá að drekka á ný, og fluttist nokkru síðar brott frá okkur, og jókst nú drykkjuskapur hans mjög. Hvarf hann nú brott frá ísafirði, að minnsta kosti vissum við ekki, hvað honum leið. Þá er það eina nótt, að ég glaðvakna um fjögur-leytið. Bjart var af tunglsljósi í herberginu. Ég heyri, að hurðarhúninum er snúið og dyrnar opnast, og inn kemur Álfur Magnússon. Var hann í olíuklæðum og með sjóhatt á höfði, og streymdi sjórinn niður af honum. Hann var náfölur í andliti og augun glennt opin. Aftan í honum hangir einhver svört mann- vera, sem ég sá óljóst. Ég horfði á þetta um hríð, en fékk hvorki hreyft legg né lið. Eftir drykklanga stund hverf- ur hann út um dyrnar, og um leið létti öllu magnleysi af mér. Ég sagði manni mínum frá sýn þessari, og töldum við víst, að Álfur væri dáinn, og hefði hann drukknað. Leið svo nokkur tími. Þegar þetta gerðist, bjuggum við enn í leiguhúsnæði. Við fluttum síð- ar í eigið hús, og nokkru þar á eftir kemur Álfur á ný til okkar. Kom hann oft til okk- ar eftir það, meðan við bjugg- um á ísafirði. Var hann öðru hverju í fæði hjá okkur, og annaðist ég þjónustubrögð fyrir hann. Var hann enn á lífi, er við fluttumst frá Isafirði. Dvöl okkar á ísafirði varð skemmri en við höfðum ætlað í fyrstu. Við höfðum komið þar upp ágætu húsi, og auk íbúðar okkar gátum við leigt þar tveimur fjölskyldum. Trausti hafði góða atvinnu, og okkur leið vel. En svo brást honum peningalán, sem hon- um lá á vegna hússins, til þess Framhald á bls. 4. NÝJAR BÆKUR Framhald af bls. 1. Þá kemur út öðru sinni Sjálfsævisaga Yoga eftir Par- amahansa Yogananda. Fyrra ú t g á f a bókarinnar nefnist „Hvað er bak við myrkur lok- aðra augna?" Þetta er í fyrsta sinni sem raunverulegur ind- verskur jógi ritar ævisögu sína fyrir lesendur Vestur- landa. Lýsir hann ljóslifandi og í smáatriðum hinni and- legu fræðslu er hann naut, og höfundurinn varpar m. a. ljósi á lítt kunn þróunarsvið nú- tíma Indlands. íslenzk-ensk orðabók kem- ur út hjá forlaginu. Hún er efíir Arngrím Sigurðsson BA, en þó munu fleiri hafa unnið að þessari bók. Bókin er held- ur stærri en ensk-íslenzka orðabókin sem verið hefur hér á markaðnum og tekin saman af Sigurði Bogasyni. Þá kemur út íslenzkir sam- líðamenn 3 bindi. I þessari bók eru nefndir menn sem risið hafa upp úr fjöldanum frá því hin bindin tvö komu út, svo og þeir menn sem ekki náðist til þegar þau bindi voru skráð. Þá koma út tvö síðustu bindin af ritverkum Einars H. Kvarans. Það eru fimmta og sjötta bindið. Að lokum skýrði Gunnar blaðinu frá því, að eins og venjulega kæmi út töluverður fjöldi barna og unglingabóka hjá forlaginu. Margar þeirra eru þegar tilbúnar og aðrar komnar langt áleiðis. Tíminn 30. ágúst. ICELAND - CALIFORNIA C0. Bryon (Brjann) Whlpple Import and Sale of lcelandic Woolens, Ceromie, Etc. 1090 Sonsome, San Francisco CA94111 Wanted for cash: Older lcelandic Stamps and Envelopes 770 ILLICI AV!.. WINNIPEO 10 774-J349 ARTHUR OOOOMAN M. KOIIMA Sr 2-5341 LI 2-4433 Bvonlnct and Holldayt JPruc* 4-7*58 B5TIMATES FREE J. M. Ingimundson Ro roof, Atphalt Shlnoloo, Roof Ropolrt, Irwtall Vontt, Inoulotlon ond Kavottrouohlng. 774-7855 IIhmi 54., Wlntlptf 5, Mtti. Selkirk Funeral Chapel Ltd. Dirtctor: GARTH CLARY Lictnsad Embolmer Servlng Selklrk and Intcrtokc oreet Ambulonce Service Call Selkirk Phone 482-6284 Collect 209 Dutferin Ave. Selkirk, Manitobo S. A. Thorarinson Borrlotor & Bofldtor Ind tioor, Crown Truot Bldg. 344 MAIN fTRBFT OHUe WHIuholl 2-7011 FRÁ VIN! TflLUN, KRISTJANSS0N PARKER & SMITH Barristcrs & Solicitora, 210 Osborne Street .Vorth, WINNIPEG I, MANITOBA, Area Code 204, Telephone No. 775-8171. Tho Woitern Polnt Co. Ltd. 521 HARGRAVK IT. WINN19BO ««U»I MIN7 ’THE PAINTERS' SUPPLY HOUSE" SINCE 1908 ^sIééí^ WH 3-7398 J. IHIMNOVVSKI, PronUUnt A. H. COTE, trMiurir Minnist Rctfdenee HU V-4444 BETEL í •rfðaskróm yðar Bsnjamlnson Construetion Co. LM. 1425 Erin Slreet. Winnipeg 3, Ph: 786-7416 •INIRAL COt4TRACTOR8 L IINJAMINION, Motteger Asgoirson Paints & Walipapers Ltd. BUILDING MATERIALS 686 Sargent Avenue Winnipeg 3. Manltoba • All types of Plywood • Pre-finish doors and windows • Aluminum combination doors • Sashless Units • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35-867 SU 34-32* FREE DELIVERY RICHARDSON & COMPANY Barrleteri and Solicltort 274 Garry Street, Wlnnlpea 1, Manitobo Telephone 942-7467 G. RICHARDSON, Q.C. C. R. HUBAND, LL.B. W. NORRIE, B.A., LL.B G. M. CRICKSON, B.A., LL.8 J. F. *. TAYLOR. LL.B. W 5. .VRIGHT, B.A., LL.B W. J. KIHLER, B.A., L.L.B. E. C. BEAUDIN, B.A., L.LB. ''GARTH M. ERICKSON ot the tirm of Rlchordton & Compony attendt ai the Gimli Credit Union Office, Slmll, 4:00 p.m. tx> 6:00 p.m. on the flrst and tt.lrd Wcdneedov of eoch month."

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.