Lögberg-Heimskringla - 05.11.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 05.11.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. NÓVEMBER 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireet, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessoson, chairman; Dr. P. H. T. Thorlaksón, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Richard Beck. leelond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class moil registration number ]667". DR. RICHARD BECK: Miklcy í sögu og Ijóðum Grein frú Ingibjargar Jónsson ritstjóra „Kirkju og graf- reitum Mikleyjar ráðstafað“ (Lögberg-Heimskringla 22. októ- ber s. 1.) las ég með mikilli athygli, enda var sú látlausa en markvissa frásögn frú Ingibjargar þrungin. hjartahlýju til eyjarinnar, bernsku- og æskustöðva hennar, og fólksins þar. Auðfundið var, að þar talaði ræktarsöm dóttir um hjart- fólgna móður. En „fjórðungi bregður til fósturs“ segir hið gamla spakmæli. Lestur umræddrar greinar rifjaði upp í huga mínum ljúfar minningar um hinar innilegu og höfðinglegu við- tökur, sem ég og ferðafélagar mínir áttum þar að fagna, er leið okkar lá þangað í þjóðrækniserindum. Verður mér sérstaklega rík í huga minningin um fyrstu komu mína til Mikleyjar seint í ágúst 1942, í för með þeim ágætu félagsbræðrum mínum úr þáverandi stjórnamefnd Þjóð- ræknisfélagsins, þeim Ásmundi P. Jóhannsson og Sveini Thorvaldsson. Svo ánægjuleg þótti mér för þessi, og merki- leg um margt, að ég skrifaði um hana all ítarlegan ferðaþátt, „Mikleyjarför“ (Lögberg 10. sept. 1942), og hóf þá frásögn mína með þessum hætti: „Þú frjálsa eyja, föðmuð bláum legi, hvar frónskir drengir hafa numið lönd. Þitt bros er skært á blíðum sumardegi, er báran syngur létt við þína strönd; við augum blikar útsýn heið og fögur og allt í kring er hafið geislum skreytt. Þú geymir margra mætra drengja sögur og merki þau, sem tíminn fær ei breytt. Ósjaldan kveður það við, að skáldin kríti liðugt í lýs- ingum sínum og verði úr hófi fram tiltæk stóru orðin; en af eigin sýn get ég nú borið um það, að Magnús skáld Mark- ússon fer ekki með neinar öfgar í ofangreindu erindi úr hinu fallega kvæði hans um Mikley (Hljómbroi, Winnipeg 1924), því að þessi íslenzka eyja í Winnipegvatni er svo fögur og aðlaðandi ásýndum, að hún er fyllilega verðug ljóðalofs þess, sem skáldið sæmir hana.“ Veðrið var ágætt, sviphýr og notalega hlýr síðágúst- dagur. Mikley reis við augum í sumardýrð sinni, en sigling- in norður með eynni á slíkum degi er mjög heillandi, og urðu mér þessi vísuorð á munni á þeirri leið: Sumargræn og gróðurprúð gestum faðminn breiðir, eyjan fríð, með skógarskrúð, skína vogar heiðir. Er mér enn í fersku minni, hve athyglisvert og ánægju- legt mér þótti það, er Sveinn skýrði fyrir okkur ferðafélög- um hin rammíslenzku bæjarnöfn og önnur örnefni á eynni, svo sem Skógames, Sandnes, Sunnuhvoll, Bjarg, Reynistað- ur, Sandar, Brekka, Steinnes, Straumnes, og Grund, að nokk- ur séu talin. Voru þau mér ein sér ærin sönnun þess, hve djúpum rótum landar mínir þar stóðu í gamalli íslenzkri hefð um nafngiftir og í jarðvegi ættarerfða sinna að öðru leyti. Kom það glöggt á daginn með stofnun þjóðræknis- deildarinnar þar föstudagskvöldið þ. 28. ágúst, en starfssyst- ir okkar félaga úr stjórnamefnd Þjóðræknisfélagsins, þáver- andi vara-ritara þess, frú Ingibjörg Jónsson, var komin til eyjarinnar á undan okkur, og hafði, með drengilegri aðstoð heimafólks, undirbúið jarðveginn, með þeim góða árangri, að stofnun deildarinnar tókst hið bezta. Lifði hún síðan all- mörg ár góðu lífi, og lagði sinn drjúga skerf bæði til félags- og menningarlífs þar á eyjunni og til starfsemi Þjóð- ræknisfélagsins á breiðari grundvelli rrjeð ýmsum hætti. Verður sú saga eigi frekar rakin hér, en horfið að sögu íslenzku byggðarinnar í Mikley í nokkrum megindráttum. Sú saga er bæði orðin löng og merkileg að sama skapi, því að íslenzka nýlendan í Mikley er ein hin elzta vestan hafs. Eins og alkunnugt er, voru rétt 95 ár liðin á þessu hausti síðan íslenzkir landnemar stigu fyrst á strönd Nýja íslands, 22. október 1875, en landnám þeirra í Mikley aðeins einu ári yngra, hófst 1876 (Smbr. Sögu íslendinga í Veslurheimi eftir Þorstein Þ. ÞorsteinSson, II. bindi, Winnpeg 1945). í Mikley, sem annars staðar í frumbyggðum þeirra vestan hafs, háðu íslenzkir landnemar sína hörðu braut- ryðjendabaráttu, en gengu sigrandi af hólmi. Magnús Mark- ússon hittir því vel í mark, en hann segir í fyrrnefndu kvæði sínu um Mikley: Hér fundu gildir frumbyggjendur vígi, með fornan þrótt, er veitti móður storð, þeir hræddust ei, þótt hrönn frá djúpi stigi, að halda fram á mið, var þeirra orð. Nú hvílast þeir, en niðjar erfðu auðinn, hvar íslenzkt þrek og viljakraftur bjó; þá fögru minning felur ekki dauðinn, þó falli öldur geyst um tímans sjó. Ofannefnd grein frú Ingibjargar fjallar sérstaklega um kirkju þeirra Mikleyinga, en hin kirkjulega starfsemi þar á sér nærri jafn langan aldur og landnámið sjálft, því að lútherskur söfnuður var stofnaður þar haustið 1877, og síðan hefir verið þar nærri óslitin safnaðarstarfsemi. Rekur frú Ingibjörg svo vel, í aðaldráttum, sögu hins kirkjulega lífs í Mikley, að nægir til þess að gefa glögga og rétta hug- mynd um það, og ber frásögn hennar því fagurt vitni, að frá því snemma á árum hefir verið „hátt til lofts og vítt til veggja“ í kirkju þeirra Mikleyinga og starfi hennar. Barnaskólinn í Mikley á sér einnig langa sögu að baki. Skólahérað var búið að stofna þar árið 1891, og var Jón skáld Runólfsson fyrsti kennarinn. Eyjarbúar komu sér snemma upp íslenzku bókasafni, er varð með tímanum hið myndarlegasta og harla fjölskrúðugt. Konur þar á eynni gengust fyrir stofnun Lestrarfélags árið 1895, en snemma á næsta ári var ákveðið, að félagið skyldi vera almennings- eign, og hélst sú tilhögun síðan. Frú Ingibjörg dregur í grein sinni athyglina að hinu ágæta líknarfélagi Hjálp í viðlögum, sem stofnað var fyrir 50 árum, og kafnaði sannarlega ekki undir nafni, því að það reyndist mörgum hjálparheilla, er í nauðir rak. Þennan þarfa félagsskap hyllir Jónas skáld Stefánsson frá Kaldbak, er lengi átti heima í Mikley, í skemmtilegu kvæði „Kaupið skugga“ í ljóðabók sinni Úr útlegð (Winnipeg, 1944), og fylgir því úr hlaði með þessari skýringu: „Gamanvísur, fluttar á skemmtisamkomu líknarfélagsins Hjálp í viðlögum í Mikley. Stúlkurnar voru á bak við hvítt tjald. Skuggar þeirra féllu á tjaldið og piltarnir buðu í þá.“ Fara hér á eftir fjögur erindi kvæðisns: Kaupið skugga, kaupið skugga, kvíðið ekki hót. Sá sem betur býður, beint í fangið líður á yndislegri, elskulegri, allíknandi snót. Bal^ við taldið, bak við tjaldið bíða meyjarnar. Yndi ungra sveina, — ástin bræðir steina. Mikleyinga, Mikleyinga mesta prýði er þar. Hikið ekki, hikið ekki. — Hrynja sjúkra tár. — Mey er mannsins drottning. Maður, sýndu lotning hennar skugga, hennar skugga, Hún vill græða sár. Kaupið skugga, kaupið skugga. Kallar tímans þörf. Heimur helveg ríður. Hlakkar dauðinn stríður. Meinin bæta, meinin bæta, meiri líknar störf. í tækifæriskvæðum Jónas- ar, bæði á gleði- og sorgar- stundum, koma einnig, eins og vænta mátti, margir Mikl- eyingar við sögu. Fagurlega kveður hann t. d. Margréti Tómasson á Reynistað, hina mestu merkiskonu. Og það ætla ég, að Jónasi Stefánssyni hafi verið landnemarnir ís- lenzku í Mikley ofarlega í huga, er hann kemst svo að orði í prýðisgóðu kvæði sínu „Minni íslenzkra frumbyggja í Vesturheimi“: Fríðar sveitir frumbyggjanna falla óðum hér og hvar, skarð er fyrir skildi þar. Hverfur fylking mætra manna. Merkið hátt og djarft hún bar. Undir þau orð skáldsins tek ég heilum huga og votta virð- ingu mína og þökk Mikley- ingum fyrr og síðar, og um leið Ný-íslendingum í heild sinni á 95 ára afmæli sögu- og sigurríkrar byggðar þeirra. Vísur Svo hafa mér trúverðugir menn sagt, að Arnfríður Sig- urgeirsdóttir myndi fúslega hafa staðið við orð sín, ef á hefði þurft að halda, þegar hún sagði: Ef að vopnin þyrri þér, þinn væri sigur genginn, tæki ég hár af höfði mér og hnýtti bogastrenginn. M a r g i r hafa haft þessa sömu sögu að segja, þótt ekki hafi þeir komizt eins glæsi- lega að orði og Signý Hjálm- arsdóttir, er hún kvað: Lékum hátt og hlógum dátt, hjörtun sát.t í gleði kætast. Treystum þrátt á þol og mátt þess, er átti seinna að rætast. En Signý Hjálmarsdóttir vissi líka að: Hyrfi yndi allt í skyndi, ef ég fyndi ei glöggt, hvað er, sem okkur bindur, og þá myndi aðeins syndin fylgja mér. En reynslan vill æðioft verða samhljóða niðurstöðu Theódóru Thoroddsen, er hún kvað: Bikar nautna ég bar í munn þann bjór er ljúft að kneifa, ég renndi hann alveg út í grunn, en — ætlaði þó að leifa.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.