Lögberg-Heimskringla - 05.11.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 05.11.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. NÓVEMBER 1970 VALDIMAR J. EYLANDS. D.D.: Ljós úr ausfri ni. PALESTÍNA „Landið helga“, sem svo er nefnt, var fyrsti vettvang- ur fornleifarannsóknanna. Á þessari landræmu fyrir botni Miðjarðarhafsins er talið að megi rekja þroskasögu mannsins aftur á bak um aldaraðir, allt til 4500 f. Kr. Er landið því eins konar gull- náma f y r i r fornfræðinga, enda hafa bæði öflug félög og einstakir auðmenn unnið kappsamlega að uppgreftri þar nú í meira en heila öld. Menn gengu að þessum störf- um með sérstökum áhuga vegna hinnar merku og sér- stæðu sögu landsins. Eins og áður er tekið fram, var í fyrstu efnt til fornleifarann- sókna í Palestínu, vegna þess að menn töldu, að á þann hátt mundi unnt að sanna vís- indalega frásögur Ritningar- innar. Þetta hefir tekizt að því leyti, að fjöldi staða, sem Ritningin fjallar um, hefir komið í ljós, og er hin sögu- lega urrtgjörð hinnar helgu bókar þannig staðfest. En augljóst er, að fornminjar geta aldrei „sannað“ neitt um kenning eða siðgæði. Þegar bezt lætur, gefur fornleifa- fræðin hugmyndir um hugs- unarkerfi þjóða og það þroskastig, sem þær eru á ýmsum tímum. En þar sem meginþráðurinn er staðfestur á ytra borðinu, verður auð- veldara að leggja trúnað á vitnisburð helgiritanna sjálfra um lifnaðarháttu og andlegan þroska þeirra þjóðflokka, sem sagan fjallar um. Er það álit flestra fræðimanna, að forn- leifafræðin hafi reist traustar stoðir undir almennt sann- leiksgildi Ritningarinnar. Ef allar þær bækur og blaða- greinar, sem hafa verið ritað- ar um fornleifarannsóknir í Palestínu, væru komnar á einn stað, myndu þær út- heimta mikil húsakynni. Hér verður því fátt sagt — og ekkert nýtt um þessi efni. Þess má þó geta, að fyrsti og fram til skamms tíma merkasti fomleifafundurinn í Palestínu var F j a 11 v i r k i ð mikla, á vesturströnd Dauða- hafsins, árið 1865. Naumast er þó hægt að segja, að þetta virki hafi verið „fundið“, því að það rís upp ógnarhátt, þverhnípt standberg, ókleift á þrjár hliðar og sést langt að. En menn höfðu ekki séð ástæðu til að leggja það á sig að klifra þarna upp, unz forn- leifafræðingar komu á vett- vang. Þeir höfðu lesið í göml- um sögnum um hérvirki Her- ódesar konungs, og einmitt þetta reyndist vera staðurinn. Þarna hafði mikil harmsaga gerzt. Töldu menn, að sagnir um þá viðburði væru vafa- samar, og vildu nú ganga úr skugga urn verksummerki og sönnunargögn, ef unnt væri. Það var einmitt á þessum stað, að frelsisstríði Gyðinga á fyrstu öldinni f. Kr. lauk á ógleymanlegan hátt. Jósefus sagnaritari Gyðinga (37 — 100 e. Kr.) segir þessa sögu í einni af bókum sínum, en hann hef- ir oft mætt ómildum dómum í sögunni vegna persónulegra afskipta af þeim viðburðum, sem hann segir frá, og vafa- samrar hollustu við málstað Gyðinga, sinnar eigin þjóðar. Hann var fyrst mikils metinn herforingi í uppreisnarliði Gyðinga gegn Rómverjum, en gerðist liðhlaupi og stuðn- ingsmaður sinna fyrri fjand- manna. En hann var snjall rithöfundur, og má segja, að heimurinn standi í þakkar- skuld við hann fyrir. ritverk hans, sem fjalla um þetta tímabil. Þau eru frumheim- ildir. Það var einmitt á þessum stað, að þúsund manna her undir forystu Elesar hers- höfðingja safnaðist til hinztu varnar, eftir að öll önnur virki norðar í landinu voru hrunin ' og Jerúsalem sjálf, höfuðborgin helga, var kom- in í rúst fyrir árásarliði Róm- verja undir stjórn Vespasian- usar. En rómverski herinn fylgdi fast eftir og vildi sem fyrst ganga milli bols og höf- uðs á þessum fáráðlingum, sem voguðu sér að rísa gegn heimsveldinu mikla. Þar kom og, sem augljóst var í fyrstu, að liðssafnaður Rómverja, hernaðarlist og tækni reynd- ust öflugri en svo, að Gyð- ingar fengju rönd við reist, jafnvel þótt virkið væri talið óvinnandi. Rómverjar byggðu rammgerða steinveggi allt í kring um virkið til að varna flótta. Settu þeir einnig upp fallhamra sína á þeirri hlið virkisins, sem hafði verið hlaðin manna höndum, og ógnuðu virkisbúum með eldi og hungursneyð. Þegar Elesar foringi Gyðinga sá, að upp- gjöf var óhjákvæmileg, flutti hann ræðu fyrir liðsmönnum sínum samkvæmt frásögn Jósefusar á þessa leið: „Vér skulum deyja sem einn mað- ur, heldur en að falla í ó- vinahendur og gerast þrælar þeirra. Vér kjósum fremur að deyja með sóma sem frjálsir menn en að lifa við smán. Vér skulum fara út úr heim- inum, nú í nótt, sem hraustir og hugrakkir menn. Aðkoma dauðans er aðeins tímaspurs- mál, hvort sem er. Vér fæð- umst til að deyja og deyjum til að lifa.“ Sagði hann svo fyrir um, hversu haga skyldi verkum. Fyrst deyddu menn konur sínar og börn, og síðan hjuggu menn hver anman eft- ir settum reglum, unz aðeins einn stóð eftir. Lét hann síð- an fallast á sverð sitt, og þá var skipun foringjans full- nægt. Nokkrar konur fólu sig í jarðgöngum og lifðu þannig til að segja söguna. Næsta morgun snemma, er Róm- verjar ruddust inn í virkið með brugnum sverðum, fundu þeir ekkert nema brunarústir og hrúgur af líkum og svo áðurnefndar konur. Urðu þeir svo hissa á þessum aðförum, að þeir gáfu konunum grið. Þetta gerðist í apríl 73 e. Kr. Rómverjar fögnuðu frægum sigri, og til þess að afrek þeirra skyldi ekki falla í gleymsku, byggðu þeir Sigur- boga Títusar í Rómaborg, sem enn stendur, þótt mjög sé hann nú hrörlegur orðinn. 17. nóvember 1947, næstum 19 öldum síðar, fór fram sögu- leg skrúðganga við TítuSar bogann í Rómaborg. Þúsund- ir ítalskra Gyðinga og landar þeirra á dreifingunni í ýms- um löndum gengu nú sigur- göngu undir boga þessum, sem reistur hafði verið til að m i n n a s t niðurlægingar og áþjánar feðra þeirra. Nú voru þeir að halda fagnaðarhátíð í tilefni af því, að Sameinuðu þjóðirnar höfðu þá á þingi ákveðið að endurreisa Israels- ríki. Rómaveldi var fyrir löngu hrundið til grunna með öllum sínum mætti og dýrð. En Gyðingar sáu roða fyrir nýjum degi. En sá dagur hef- ir r e y n z t róstusamur að þessu. Fornleifafræðin hefir með rannsóknum sínum stað- fest frásögn Jósefusar. Hér sem víða annars staðar sýndu merkin verkin. Jeríkóborg þótti snemma á árum fornleifafræðinnar for- vitnilegur staður. Fræg nöfn í fornum sögum eru tengd þessum stað. Jósúa tók borg- ina af Kanverjum með áhlaupi. Antoníus gefur Kleo- pötru hana sem vináttuvott, að hún mætti njóta pálm- anna og ilmvatnstrjánna, sem breiða þar blöð sín og krónur yfir græna velli. Ágústus gef- ur hana síðar Heródesi, sem nefndur er „hinn mikli“ (37 f. Kr,—4 e. Kr.), þótt ekki væri hann mikill að mann- kostum. Hann lét reisa ýms- ar stórbyggingar í Jeríkó, t. d. leikhús eitt mikið. Gerði hann ráð fyrir að láta drepa alla helztu Gyðinga í borginni og umhverfi hennar á dánardegi sínum, til þess að borgin yrði ekki með gleðibrag þá daga óg hann fengi þó nokkra syrgjendur. Átti samkvæmt ráðstöfun hans að taka þessa leiðtoga af lífi í leikhúsi þessu. En ekki varð af fram- kvæmdum. Heródes dó óðar en varði, og ákvæðum hans var ekki framfylgt. Símon nokkur, áður þræll konungs, brenndi höll .hans til ösku. Fornleifafræðin telur sig hafa staðfest ýmsa sögulega' við- burði á þessum stað og einnig aðra, sem engar sagnir eru til um. Uppgröftur hófst þarna árið 1886. Djúpt í jörðu komu menn niður á tvöfalda borgarveggi og töldu þá hina sömu, sem Jósúa braut, er hann tók borgina forðum. Enn var greftri haldið áfram enn dýpra. Komu þá í ljós verkfæri úr steini unnin af mönnum, sem þarna höfðu áður en Jósúa bar þar að garði. T e 1 j a vísindamenn öruggt, að Jeríko hafi verið byggð um átta þúsundir ára, og er hún þá sennilega elzta borg í heimi. DAUÐAHAFS-HANDRITIN KHIRBET QAUMRAN 1 fjalllendi meðfram Dauða- haf inu vestanverðu skammt frá Jeríko er gamall árfar- vegur. Árið 1948 fann hjarð- sveinn þar merkileg handrit í hellisskúta einum. Ekki bar hann skyn á þetta og ekki heldur aðrir, sem sáu þessi handrit í fyrstu. Brátt kom- ust þó handritin í hendur fpæðimanna, og varð þá ljóst, að hér var um merkilegasta fornleifafund aldarinnar að ræða. Merkust þessara rita voru ævaforn eintök af ýms- um b ó k u m Ritningarinnar, nokkur þeirra um þúsund ár- um eldri en elztu handrit af þessum sömu bókum, sem áður höfðu þekkzt. Miklar bókmenntir hafa sprottið upp í ýmsum löndum í tilefni af þessari uppgötvun; hefir einn- ig verið skrifað um hana á íslenzku. Yfirleitt telja fræði- menn, að þessi gömlu handrit staðfesti hinn áður kunna biblíutexta, þótt afbrigði séu nökkur í smáatriðum. RAS SHAMRA Svo er staður nefndur á norðausturströnd Miðjarðar- hafsins, beint á móti eyjunni Kýpur. Þarna var eitt sinn merkileg stórborg, sem nefnd- ist Ugarit. Tvö stór musteri stóðu þarna forðum, var ann- að þeirra helgað Baal, en hitt Dagan, sem var helztur guða í norðurhluta Sýrlands til forna. í byggingu, sem stóð á milli þessara mustera, fund- ust mörg hundruð leirtöflur með fleygletri af elztu gerð árið 1929. Eru áletranir þess- ar á tungumáli, sem nefnist úgarízka, og er það mál skylt bæði hebresku og máli Fönikíumanna. Mikið af þessu 5, mjög til bragarhátta og hrynj- andi í ljóðum Gamla testa- mentisins, t.d.; Það rignir olíu af himni Dalirnir fyllast hunangi. Mikill hluti þessa bókasafns fjallar um kananíska guði og hetjur. Þó kveður við annan tón sums staðar, eins og t. d. þar sem gefnar eru leiðbein- ingar um meðferð og lækning húsdýra. Þar er einnig það þjóðráð gefið að sjóða kiðling í mjólk, ef menn óska eftir regni. Það er athyglisvert, að ísraelsmönnum var strang- lega bannað að gera þetta, eins og sjá má í 2. Mósebók 23:19, og aftur í 34:26. Er bannið tvítekið, með sömu orðum: „Þú skalt ekki sjóða kið í mjólk móður sinnar.“ Trúarbrögð Kanverja, sem túlkuð eru í Ras Shamra safn- inu, eru mjög athyglisverð vegna auðsærra áhrifa þeirra á trúarhugmyndir Gyðinga, sem fluttust inn í landið, og svo síðar kristinna manna. Aðalguðinn er nefndur El, og er það nafn einnig notað í Gamla testamentinu (1. Mós. 33:20). Hátignarfleirtalan af þessu orði er ELOHIM. E1 á sér maka, sem nefnist Ash- erut, og er Baal sonur þeirra. Baal er sá guðanna, sem stjórnar stormum og regni. Stóð lengi í stríði milli hans og Jahve, og kunnugt er, hve illa Baal stóð sig í deilunni við Elía á Karmelfjalli. En þótt Jahve héldi velli og ein- gyðistrú Israelsmanna 1 Pale- stínu, hefir Baal þó ekki látið sjálfan sig án vitnisburðar. Sums staðar er hann nefndur Zabul eða „herra jarðar“. Telja sumir fræðimenn, að það nafn hafi færzt yfir í Ritninguna sem Belsebúb (sjá 2. Kon. 1:2; einnig Mark. 3:22): Á meðal frægðarverka þeirra, sem Baal eru eignuð í Ugarit (eða Ras Shamra) töflunum, er barátta hans við Loton, „sjöhöfðaðan“ d r e k a . Hér mun vikið að sjóskrímsli því, sem talað er um í Jesaja 27:1 og víðar og nefnist Levíatan, „hinn bugðótti dreki“. Aug- ljóst er, að trúarbrögð Kan- verja voru fjölgyðistrú, gegn- sýrð af hjátrú og alls kyns hindurvitnum. Enda þótt Gyðingar hafi orðið fyrir nokkrum áhrifum frá hug- myndaheimi forvera sinna í landinu, héldu þeir fast við trúna á einn allsherjar Drott- in og höfnuðu soranum í hin- um frumstæðu trúarbrögðum Kanverja. Framhald. Garlic-laukur er heilnæmur Garlic-laukur er sóttvarnarmeðal, sem hreinsar blóðið og hamlar gegn rotnunarsýklum. í Adams Garlic Pearles er sérstök Garlic-olia er notuð hefir verið til lækninga árum sam- an. Milljónir manna hafa um aldir neytt Garlic-lauks sér til heilsubótar og trúað á hollustu hans og lækningamátt. Eflið og styrkið heilsu ykkar. Fáið ykkur í dag í lyfjabúð einn pakka af Adams Garlic Pearles. Ykkur mun líða betur og finnast þiS styrkari, auk þess sem þið kvefist sjaldnar. Laukurinn er í hylkjum, lyktarlaus og bragðlaus.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.