Lögberg-Heimskringla - 12.11.1970, Page 4

Lögberg-Heimskringla - 12.11.1970, Page 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Streeí, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON Pr«5ldent, Jokob F. Krlstjonsson; Vlce-President S. Alex Thorarinson; Secretary, Dr. L Sigurdson; Treasurer, K. Wllhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Carollne Gunnorsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneapolis: Hon. Valdimar 8jornson. Victorlo, B.C.: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlocius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 /#Second class moil registration number 1667/#. Á ferð og flugi VI. „Þar sem enginn þekkir mann, þar er gott að vera,“ er gamalt máltæki, en ekki held ég að mikill sannleiki sé í því, nema þá fyrir einhverja misgerða- menn, sem vilja felast. Fyrsta morguninn sem við vorum í miljónaborginni, London, vorum við að ganga frá Lloyd banka upp Great Russell stræti, hálf das- aðar af þreytu og svefnleysi eftir ferðina, þá sá ég allt í einu kunnuglegt andlit. Ég nuddaði augun því ég trúði þeim ekki; jú, þetta var raunar Victor Jónasson frá Winnipeg, forstjóri Betelheimilanna, sem þarna var á ferð. Ég veifaði höndum í ósköpum til að ná athygli hans. Thora systir var alveg hissa — „hvað gengur að þér manneskja?“ — hún hélt víst, að ég væri rugluð eftir allt svefnleysið, þar til ég gerði hana kunnuga þessum vini frá Winnipeg. Hann bauð okk- ur svo að koma yfir á hótel hinu megin á strætinu, fyrir hressingu. Hún afþakkaði sökum þreytu, en ég þáði með þökkum, því ég er ávalt forvitinn og vildi vita hvað hann væri að gera á þessum slóðum. — Hann hafði þá verið á mánaðar skemmtiferðalagi og hafði ferðast um meginland Evrópu og skemmt sér konunglega og þennan dag ætlaði hann að ferðast til Skotlands. Það var reglulega gaman að hitta hann þarna. Nokkrum dögum síðar var símað til okkar frá Brown’s hótelinu í London; þangað var þá komin vin- kona okkar, Eileen — Mrs. Donald Stewart frá Winni- peg. Hún er dóttir Kristínar Johnson, ekkju Guðmund- ar Johnson hárskera. Eileen var nýkomin frá Switzer- land, en þangað hafði hún farið með Signýju dóttur sína, sem ætlaði að vera þar í skóla nökkrar vikur við frönskunám. Næsta morgun höfðum við systurnar ráðgert að vera viðstaddar þegar skipt er um lífvörð drottningar- innar — The changing of the Guard — við Bucking- ham höllina. Þykir það ein glæsilegasta sýning, sem völ er á í London og mæltum við okkur mót við Eileen að sýningunni í lokinni í Græna lystigarðinum — Green park, sem er norðan við höllina. Ekki man ég hvernig við komumst til staðarins, en þar vorum við seztar á tröppurnar, sem liggja upp að hinni miklu myndastyttu, Viktoríu drottningar, sem er spölkorn frá framhlið hallarinnar. Ekki blaktaði fáninn við hún á höllinni þegar við komum, sem gaf til kynna að drottningin og fjölskyld- an voru ekki í höllinni, en þennan dag átti Elizabet móðir Elizabetar drottningar sjötugs afmæli og mun fjölskyldan hafa verið hjá henni. Innan skamms kom fótgönguliðið klætt hinum skrautlegu búningum, rauðum gullbryddum jökkum, dökkum borðalögðum buxum, með háar loðhúfur á höfði— þrátt fyrir hita þessa dags. Á undan liðinu gekk hornleikaraflokkur og lék listilega. Var opnað hlið fyrir þeim inní hallargarðinn. Okkur þótti nú orðið nokkuð þröngt um okkur hjá Viktoríu og fórum við því til hliðar nær höllinni þar sem við hugðurp að hitt liðið mundi marséra þeg- ar það kæmi út. Nokkrum mínútum síðar tókum við eftir, að nú var fáninn dreginn að hún á höllinni, sem þýddi að drottningar fjölskyldan var komin heim. Hornleikara flokkurinn kom nú út ásamt liðinu og lék hann nú fyrst „Happy Birthday to You“ í virðingarskyni við Elizabetu drottningarmóður. En nú varð hestaherlið að reyna að halda múginum í skefjum, svo var mikil hrifningin, að hætta var á því, að slys myndi verða. Thora var hreikin af því að ná nokkrum myndum af athöfninni. Enginn meðlimur drottningar fjölskyldunnar nýt- ur eins mikillar virðingar og ástúðar af hálfu þjóð- arinnar eins og Elizabet drottningarmóðir eða Queen Mother, eins og hún er ávalt nefnd. Á þessum degi komu ritgerðir og myndir af henni í öllum dagblöð- um og tímaritum landsins, þeim er við sáum. Var þess sérstaklega minnst hve hún reyndist þjóðinni vel, þeg- ar Edward VIII sagði af sér konungdómi og maður hennar, George VI, var alveg óundirbúinn, að taka við embættinu. Hún var ekki af konungafólki komin og þeim hjónum var báðum á móti skapi að taka að sér þetta ábyrgðarmikla starf, en vegna skyldurækni þeirra, létu þau tilleiðast. George VI var dálítið blestur á máli og átti því sérstaklega erfitt með að koma fram sem fulltrúi þjóðarinnar, en hún stóð ávalt við hlið hans og veitti honum kjark til að yfirbuga hverskonar erfiðleika, bæði á stríðstímanum og á ferðalögum þeirra hjóna, sem fulltrúar Bretlands víða um heim. Þessa minnist þjóðin og kann vel að meta. — Að sýningunni lokinni fórum við að litast eftir Eileenu og hún beið okkar þá við hliðið á Green Park ásamt ungri dóttur vina hennar í Winnipeg, sem hafði einnig verið í skóla í Sviss, en þráði nú að komast heim. — Við hvíldum okkur um stund undir skugga trjánna í Green Park, því á bersvæði var hitinn mikill þennan dag. Þau Stewart hjónin koma alloft til London og dvelja þá alltaf á Brown’s hótelinu 1 Mayfair, en það hótel var stofnað 1837, árið sem Viktoría drottning kom til valda og er þekkt fyrir ágæta þjónustu, þang- að áttum við leið seinna, en nú vorum við orðnar svangar og stakk Eileen upp á því að við skyldum fara til Derry and Toms fyrir miðdegisverð. Hún var öllum hnútum kunnug og var ekki lengi að ná okkur í leigu- bíl, sem ók okkur sem leið lá vestur Kensington Road til þessarar verzlunnar, sem er heimsfræg, aðallega vegna lystigarðanna, sem eru uppi á þaki byggingar- innar. Eftir að Tiafa notið miðdegisverðar upp á þakinu skoðuðum við þessa furðulegu garða sem eru hundrað, fet fyrir ofan jörðu og W2 ekru ummáls. Þarna uxu allskonar tegundir af blómum og runnum, og á lækj- um og pollum syntu nokkrir afar fallegir fuglar, hvítir með rauðlita vængi og nefnast þeir famingoes. Þarna var gaman að koma og hvílast um stund. Ekki veittist okkur sú ánægja að hitta fleiri vini að heiman í London, en þá, sem ég hefi nú minnst á, en Bretar eru afar vingjarnlegir; voru ávalt reiðubúnir að tala við okkur, vísa okkur leið og útskýra hitt og annað sem okkur langaði til að fræðast um, og þá ekki sízt hinir prúðu lögregluþjónar, sem virðast bera um- hyggju fyrir öllum og virðast ávalt í góðu skapi, kurteisir og broshýrir. — Okkur fannst að við ættum eiginlega heima í London þessar þrjár vikur sem vit) dvöldum þar. — I. J. Um eyðibyggðir Byggðin eyðist. Hversu oft heyrum vér ekki þessi orð nú á síðustu tímum, og hefir þó fólkið aldrei verið fleira í landinu, né velmegun meiri. En alltaf fylgir þessum orðum einhver óhugnaður eða sökn- uður, þótt ef til vill sé eng- in ástæða til þess. í vitund- inni geymast minningar um þá atburði, sem á löngu liðn- um öldum áttu drýgstan þátt í að leggja heil byggðarlög í eyði. Þá mátti segja, að or- sakirnar væru fremur öðru tvær, drepsóttir eða hungurs- neyð. Þau eru ófá eyðibýlin á íslandi, sem sagnir herma, að eyðzt hafi í Svarta dauða, og þótt sú drepsótt, væri ægi- leg, hefir henni í þeim efnum áreiðanlega verið eignað meira en rétt er. Þegar byggðin var eydd og gleymd, þá gátu menn naum- ast hugsað sér, að slík ósköp gætu gerzt, nema drepsótt eða því um líkt hefði dunið yfir, eða j a f n v e 1 var eyðingin kennd ásóknum drauga eða göldrum. Hitt hefir furðu oft gleymzt í sögunum og skoð- unum manna, að byggðin hef- ir frá öndverðu fylgt eftir árferði og fólksfjölgun á hverjum tíma. Þegar vel áraði og fólkinu fjölgaði, þandist byggðin út, því að ekki var í önnur hús að venda um framfærslu en að stunda land- búnað. Þegar svo lét, byggð- ust heiðar og afdalir, þar sem áður höfðu verið sel eða jafn- vel beitarhús. Einnig færðist byggðin lengra en áður út til nesja og útskaga, en þessar byggðir fóru aftur í eyði, þeg- ar harðnaði í ári, án þess nokkrar sérstakar plágur dyndu yfir, enda þótt slík ó- tíðindi hafi flýtt eyðingunni. Engan undrar, þótt þessi saga endurtakist oft á liðn- um öldum, svo hörð sem lífs- baráttan var, og tæki öll af skornum skammti. í fljótu bragði virðist það furðulegra, að einstök býli eða heil byggð- arlög skuli hafa eyðzt á síð- ustu áratugum, þegar vel- gengni þjóðarinnar er meiri og efnahagurinn betri en nokkru sinni fyrr, að ekki sé minnzt á hina marglofuðu tækni til lands og sjávar, sem gjörbreytt hefir vinnuaðferð- um og lífsháttum. En ekkert af þessu hefir megnað að halda byggðinni við, ef til vill mætti fremur segja, að það hafi fremur flýtt eyðingunni. Fólkið hefir horfið brott úr hinum afskekktu byggðum og setzt að í höfuðborginni og nágrenni hennar eða öðrum þéttbýlissvæðum. Ýmsir hafa fyllzt vandlæt- ingu yfir þessum straum- hvörfum, og ekki mun dæma- laust, að fólki hafi verið legið á hálsi fyrir að yfirgefa byggð sína og leita þéttbýlisins. Er það ekki ólíkt því sem viðhorf margra var til Ameríkuferð- anna á sínum tíma. En þeir, sem svo tala gleyma þeim sársauka, sem flestir hafa yfirgefið byggð sína með. Þeir gleyma því einnig, að lang- flestir hafa setið meðan sætt var, og ber sízt að lá fólki þessar gerðir sínar. En hvað hefir þá valdið mestu um þessa þjóðflutninga? Lang- mestu hefir þar um ráðið hin almenna velmegun þjóðarinn- ar og þeir breyttu þjóðfélags- hættir, sem af henni hafa skapazt. Fyrir nokkru var ég á ferð vestur á Fjörðum. Hvergi á landinu mun eyðingin vera jafnmikil og þar. Tveir hrepp- ar, þar sem fyrir örfáum ára- tugum bjuggu mörg hundruð manns hafa gjörsamlega lagzt í eyði á síðasta aldarfjórð- ungi. Og víða annars staðar um Vestfirði hafa einstök býli eyðzt, þótt ekki sé þar um svo stórfellda, samfellda auðn að ræða og nyrzt í N orður-í safj arðarsýslu. Þótt fljótt væri farið yfir, og naumast meira en skyggnzt inn í fordyri hinna eyddu Hornstranda, k o m u margar spurningar og svör upp í hug- ann um örlög þau, er byggðir þessar hefðu orðið að lúta. Og niðurstaða allra þeirra hug- leiðinga varð sú, að þama væri yfirleitt óbyggilegt við nútíma þjóðfélagshætti, með þeim lífskröfum, sem fólk hlýtur að gera, jafnvel hin- um hófsamlegustu. Hitt undr- ar mig miklu meira, hversu lengi fólk h e f i r þraukað þama, en þetta var þrekmik-

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.