Lögberg-Heimskringla - 28.01.1971, Síða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. JANÚAR 1971
Lögberg-Heimskringlo
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Prinied by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Slreet, Winnipeg 2, Man.
Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON
President, Johonn T. Beck; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretary,
Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson.
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr.
Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip
M. Petursson. Minneapolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victoria, B.C.: Dr. Richard
Beck. Iceland: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack.
Subscripiion $6.00 per year — payable in advance.
TELEPHONE 943-9931
"Second class mail registration number 1667".
Silfursalinn og urðarbúinn
(Handrit Ara Arndals sýslumanns 1946. — Sjá Þjóðviljann,
11. árg. 1946, 43.-44. ibl.)
a. Silíursalinn
Á Norðausturlandi er fjall-
garður mikill, sem nefndur
var fyrr á öldum Dimmafjall-
garður. Nú mun aðeins nokk-
ur hluti fjallgarðs þessa vera
nefndur því nafni. — Á fjall-
garði þessum eru sýslumörk
Norður-Múlasýslu og Norður-
Þingeyjarsýslu, og yfir hann
voru farnar ýmsar leiðir, en
tíðast var farin leiðin í milli
Grímsstaða á Fjöllum og
Haugsstaða í Vopnafirði. En
það skal tekið fram, að hér
er átt við Grímsstaði hina
gömlu, sem nú eru lagztir í
eyði fyrir löngu. Mun marg-
ur ferðalangurinn kannast við
uppblásnar bæjarrústir eða
bæjartóttir þessar, rétt við
akveginn yfir Fjöllin. Þessi
leið, í milli Grímsstaða gömlu
og Haugsstaða í Vopnafirði,
er óralöng dagleið, einn af
Iengstu fjallvegum landsins;
auðnir og öræfi er yfir að
fara, hálsa og hæðir, hryggi
og ása í milli þeirra dimma
og djúpa dali eða eggslétta
eyðisanda. Er því mjög villu-
gjarnt á fjallgarði þessum. —
Illviðrasamt er á þessum ör-
æfum, þar sem norðannæðing-
arnir og austanaftökin skipt-
ast á, og á vetrum eru veður
öll válynd á fjallgarði þess-
um.
Það var fyrir rúmri öld,
eða nánar í kringum 1830, að
langferðamaður nokkur lagði
leið sína yfir Dimmafjallgarð
snemma á jólaföstunni. Ferða-
maður þessi gisti á Gríms-
stöðum hinum gömlu. Kvaðst
hann heita Guðmundur og
e i g a heima í Grófinni í
Reykjavík; væri hann kallað-
ur Guðmundur í Grófinni.
Hann kvaðst vera silfursali,
enda hafði hann meðferðis
tvær læstar töskur úr sel-
skinni, og í þeim hafði hann
alls konar silfurvarning til
sölu, svo sem skeiðar, silfur-
búna spæni, giftingarhringa,
eða svonefnda einbauga, mill-
ur, brjóstnálar og ýmsa aðra
skartgripi. Kvaðst hann
leggja mesta áherzlu á að
gista á mannmörgum heimil-
um, einkum prestssetrum, því
að þar seldust munirnir bezt.
Árla morguns, að liðinni
óttastundu, lagði silfursali
þessi af stað frá Grímsstöð-
um hinum gömlu, áleiðis yfir
Dimmufjallgarð að Haugs-
stöðum í Vopnafirði, eins og
áður er sagt, snemma á jóla-
föstunni, að líkindum árið
1830. Maður þessi var allhár
vexti, gervilegur á velli, nokk-
uð við aldur. Töskur sínar
bar hann, aðra á bakinu, hina
í fyrir, spenntar saman með
breiðum selskinnsólum yfir
báðar axlir. í hliðartösku
hafði hann nesti sitt. Þegar
hann renndi af stað á skíðum
sínum með broddstaf í hendi,
var niðdimm nótt. Lausasnjór
hafði fallið, og því seinfært
á skíðunum, s t i 111 veður.
Hvergi hreyfði neinn andvari
eitt einasta snjókorn.
Þegar lýsti af degi, var veg-
farandinn staddur á háum
fjallshrygg. Hvílík útsýn! En
sú fegurð! Heiður himinn,
enginn andvari; óendanleg
vídd öræfanna blasir við. Allt
er falið hvítri mjöll. Lengst
í fjarska, út við sjóndeildar-
hringin í suðri, getur að líta
Snæfellið fagra, sem teygir
sig hátt eins og tignarlega
vaxin gyðja. Nokkru vestar
blasir við hinn þéttvaxni
Herðibreiður með þokuhettu
niður um herðar. Mót vestri
má sjá Reykjahlíðarfjall og
Námaskarð og nokkra tinda
Mývatnssveitarfjalla. En fram
undan, mót austri, sést óend-
anleg slétta, eggsléttir sandar,
faldir nokkurri fönn, en upp
úr standa á stöku stöðum
steinar og dökkir drangar. —
Útsýnið til norðurs er hulið,
því að grá ský þyrlast með
ofsahraða um norðurhvel.
Óveðursnomirnar stíga þar
sinn trölladans. Veðrahamur
er í vændum.
Þegar í stað lætur göngu-
maður skíðin bera sig með
eldingar hraða niður á slétt-
una. En seint vilja skíðin
skríða áfram í fönninni á
sléttunni. Innan stundar sjást
ekki handaskil vegna ofsa-
moldviðris. Gerist ferðamað-
ur skjótt göngumóður. Loks-
ins rekst hann á stóran kletta-
drang. Þar leitar hann sér
skjóls, tekur sér árbít, teygar
úr pyttlunni nýmjólkina frá
Grímsstöðum og kastar síðan
pyttlunni frá sér. Leggur
hann síðan af stað, og áfram
skríða skíðin, alltaf á jafn-
sléttu, allt til kvölds. Nátt-
myrkrið fellur yfir, og seint
um kvöldið rekst göngumaður
á stóran klett; þar lætur hann
fyrirberast um nóttina.
í birtingu næsta morgun
slotaj- veðrinu. Skafrenningur
er, en snjókoma engin. Þegar
ferðamaðurinn fer að taka
saman pjönkur sínar, rekst
hann á mjólkurpyttluna frá
Grímsstöðum, sem hann hafði
skilið eftir tóma, þegar hann
tók sér árbít daginn áður.
Verður honum hverft við, en
áttar sig skjótt á því, að allan
síðara hluta dagsins daginn
áður hefur hann verið að
hringsóla um snævi þakta
sandflákana. Þetta er sami
klettadrangurinn.
Silfursalinn leggur síðan af
stað yfir sandinn. Eftir all-
langan tíma er hann kominn
að jaðri hans, og fram undan
er ás mikill. Sér hann þá,
sér til mikillar furðu, mann
standa á ásnum, sem gengur
þar um gólf fram og aftur og
ber sér á milli. Silfursalinn
kallar þá til mannsins, sem
virðist verða hverft við, og
hittast þeir síðan. Maður þessi
kveðst vera vinnumaður frá
Haugsstöðum í Vopnafirði,
hefði verið sendur að Grund-
arhóli á Fjöllum og lagt það-
an af stað til baka daginn
áður, en verið að villast í
kafaldsbylnum kvöldið áður
og um nóttina. Nú kveður
vinnumaður þá báða eiga
samleið til Haugsstaða, en
þeir hafi villzt langt afvega
og eigi því fyrir höndum óra-
langa leið yfir öræfin. — Seg-
ir ekki af ferð þeirra frekar.
En næsta dag, þegar bóndinn
á Haugsstöðum í Vopnafirði
rak fé sitt á haga, sá hann
vinnumann sinn koma hæg-
fara með þunga byrði á skíð-
unum, sem hann dró. Var það
silfursalinn, sem bundinn var
ofan á skíðin, og hafði hann
gefizt upp á öræfunum.
Á Haugsstöðum í Vopna-
firði dvaldist silfursalinn sér
til hressingar fram að jólum.
Þegar hann hafði náð sér að
fullu e f t i r hrakningana á
Dimmafjallgarði, lagði hann
af stað frá Haugsstöðum áleið-
is til prestssetursins Hofs í
Vopnafirði, þar sem séra
Guttormur Þorsteinsson trón-
aði með miklum myndugleik,
stórbúi og fjölmennu heimili.
Þetta var aðfangadag jóla. —
Þegar silfursalinn var kominn
á hálsbrúnina fyrir ofan Hof,
blasti við sjónum hans Vopna-
fjarðarsveit. Veður var blítt,
áliðíð dags. Varð hann hrif-
inn af þessu vinalega héraði.
F r a m a n úr Hofsárdalnum
kom gangandi fólk í hópum,
niður hlíðina á móti þutu
menn á skíðum með miklum
hraða, en út á héraðinu sáust
hópar ríðandi manna kcma úr
ýmsum áttum, reynandi fáka
sína á eggsléttu láglendinu
og hinum skeiðfæru Hofsár-
bökkum. Allir stefndu heim
að Hofi. — Allt í einu
rýfur klukkuhljómur kyrrð-
ina, dingl-dangl, dingl-dangl-
dangl! Það er hringt til aft-
ansgöngs á Hofi. Silfursalinn
setur á sig skíðin og sendist
áfram niður hálsinn. Veit
hann ekki fyrr til en hann
nemur staðar á flötinni milli
bæjar og kirkju á Hofi, um-
kringdur af kirkjufólki, sem
komið er til aftansgöngu og
gengur til tíða. Hinn óþekkti
aðkomumaður, silfursalinn,
hlýðir einnig á tíðir. Aðfanga-
dagskvöldið b e i n a s t hugir
allra að þessum óþekkta að-
komumanni, sem sloppið hef-
ur úr greipum heljar á
Dimmafjallgarði með svo ó-
skiljanlegum hætti eða af ein-
herri tilviljun.
Á prestssetrinu Hofi var
mikið um dýrðir þetta að-
fangadagskvöld. Skartgripir
voru skoðaðir, hringar mátað-
ir á fingrum, nælur á brjóst-
um, spengur um enni. — Síðla
kvölds v a r ð silfursalanum
gengið út. Frá fjárhúsunum
kom ráðsmaðurinn á staðnum
og við hlið hans fósturdóttir
prestsins; gengu þau rakleitt
til silfursalans og föluðu af
h o n u m trúlofunarhringa.
Festu þau síðan heit sín um
kvöldið. Að því loknu var
gengið til náða. Friður og ró
hvíldi yfir prestssetrinu Hofi
hina heilögu nótt.
Um jólin sat silfursalinn í
bezta yfirlæti á Hofi. Næstu
daga eftir jólin kom hann á
nokkra bæi í Vopnafjarðar-
héraði og hafði skartvörur
sínar á boðstólum. En daginn
fyrir gamalársdag, árla morg-
uns, lögðu þeir af stað frá
Hofi, silfursalinn og bjarg-
vættur hans frá Dimmafjall-
garði, vinnumaðurinn frá
Haugsstöðum. Lögðu þeir leið
sína suður yfir hinn langa
fjallveg, Smjörvatnsheiði, er
liggur milli Vopnafjarðar og
Fljótsdalshéraðs. Færi var hið
bezta, og runnu fráir fákar
með þá hratt eftir hjarninu.
Þegar komið var á suðurbrún
heiðarinnar, er Biskupsbrekka
heitir, áðu þeir ferðalangarn-
ir, tóku fram skreppu sína og
mötuðust. Hér átti vegir
þeirra að skiljast, fylgdar-
maðurinn snúa aftur, en silf-
ursalinn renna á skíðum sín-
um niður heiðarbrekkurnar
að Fossvöllum, þar sem á-
kveðin var gististaður. Þetta
var að afliðnu miðdegi og sól
ekki gengin undir.
Meðan þeir mötuðust, starði
silfursalinn fjarhuga á undur-
fagurt héraðið. í austri sást
Héraðsflóinn spegilsléttur.
öldurnar kysstu Héraðssand-
ana mjúkum kossum. Mót
suðri blöstu við hin risavöxnu
Dyrfjöll, með dyrnar oþnar
upp á gátt. í suðvestri opnað-
ist hinn búsæli Jökuldaluh.
Úthéraðið breiddi út faðm
sinn með öllum sínum ásum
og eggsléttu grundum; Hjalta-
staðaþinghá fjærst undir Dyr-
fjöllunum, í miðið Hróars-
tungan og prestssetrið Kirkju-
bær þar í miðri sveit. Þar
hellti sólin sínum síðustu
geislum á kirkjuturninn.
Þangað var ferðinni heitið
næsta kvöld, — gamalárs-
kvöld. Næst fótum ferðalangs-
ins var Fossvallaland; þar
byrjar hin fagra Jökulsárhlíð,
en úr úr mynni Jökuldalsins
brunar Jökulsá á Dal fram
hjá Fossvöllum, með þungum
nið. — Silfursalinn starði hug-
fanginn á þenna tíguleik nátt-
úrunnar. Loks mælti hann:
„Þetta útsýni dreymdi mig á
Hofi í nótt, aðeins sá munur,
að í gegnum dyrnar á Dyr-
fjöllunum sá eg til suðrænna
landa og sólbjartra stranda;
en nú eru þar aðeins dimm
ský.“
Síðan kvöddust þeir vinirn-
ir, silfursalinn og fylgdarmað-
ur þans. Silfursalinn renndi
sér á skíðunum, sem hrað-
fleygur fugl, niður brekkur
og börð, þar til er hann stað-
næmdist á túninu á Fossvöll-
um. Sá hann þá mann ganga
frá fjárhúsum til bæjar, gekk
í veg fyrír hann og spurðist
fyrir -um gistingu. Maður
þessi var ekki ýkjahár, en
samanrekinn og þéttur, fámáll
fyrst í stað. Kvaðst hann vera
húsbóndinn og bauð gesti til
bæjar og inn í skála, fram-
hýsi við bæjardyr. Síðan
hvarf hann út, en að langri
stundu liðinni kom hann aft-
ur og var þá reiðari í máli.
Sat hann hjá gesti sínum allt
kvöldið og snæddi með hon-
um. Seint um kvöldið hreyfði
silfursalinn því við húsbónd-
ann, hvort hann mætti ekki
ganga til baðstofu og sýna
heimilisfólki varning sinn.
Húsbóndinn tók því fálega;
kvað hann óþarfa fyrir silfur-
smiðinn að opna töskur sínar,
því að fólk sitt færi til kirkju
á nýársdag að Kirkjubæ, og
þá gæti það skoðað skartgripi
hans. Seint um kvöldið, er
heimilisfólk var háttað, bauð
húsbóndinn gesti sínum góða
nótt.
Framhald í næsta blaði.
Skíðahólelið á Akureyri hef-
ur nýlega tekið til starfa og
verður rekið með svipuðum
hætti og verið hefur, nema
hvað ívar Sigmundsson hefur
nú verið ráðinn framkvæmdjL-
stjóri Vetraríþróttamiðstöðv-
arinnar í heild. 1 vetur eru
væntanlegir 4 hópar Bánda-
ríkjamanna, sem ætla að
bregða sér á skíði á Akureyri.
Nýr vegur upp að Skíðahótel-
inu, er nú vel á veg kominn.