Lögberg-Heimskringla - 28.01.1971, Page 6

Lögberg-Heimskringla - 28.01.1971, Page 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. JANÚAR 1971 51. Ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi Framhald af bls. 5. söngur. — Próf. Haraldur Bessason, Heimir Thor- grímsson, Skúli Jóhannsson og Jóhann Sigurd- son fluttu ræður, og svo voru veitingar sem kon- urnar sáu um. Fyrir milligöngu Próf. Bessason kom frú Hrund Skúlason í apríl og hjálpaði Helgu og Snorra Rögnvaldson til þess að telja og raða bókum í safninu, og tölusetja þær. Þær reyndust vera 2,009. (Kári Byron, forseti; Ingibjörg Rafn- kelson ritari). „Brúin", Selkirk: Mrs. McKeag flutti: Deildin hefir haft fjóra fundi á árinu. þar á meðal einn skemmtifund. Fjórir nýir meðlimir. Samkoman var 24. apríl, og skemmti Sveinn Sigfússon, sagði ágrip af ferðasögu sinni til Islands og Evrópu; svo var söngur, hljóðfærasláttur og upplestur. Fyrir jólin heimsóttu nokkrir meðlimir Betel, með gjafir, og veitingar og skemmtu með söng undir umsjón Mrs. Lillian McKeag, og Stefáns Helgasonar. Sjúkranefnd er til þess að heimsækja veika. $50.00 sent í Styrktairsjóð Lögb.-Heimskr. Ákveðið var að útbúa skrúðvagn (Float) og taka þátt í „Centennial" hátíð í Selkirk á komandi sumri. (Jack Björnson, forseti; Guðrún Vigfús- son, ritari). „Gimli" deild, Gimli, Man.: Mrs. Sigurdson flutti. Deildin þakkaði þann heiður auðsýndur deildinni er Mr. J. B. Johnson var gerður heið- ursfélagi Þjóðræknisfélagsins. Meðlimir deildar- innar hafa tekið þátt í ýmsum störfum stjómar Þjóðræknisfélagsins, svo sem samsætum og fl. Fjórir aðalfundir á árinu og fjöldi aukanefndar- fundir. Skemmtun var haldin á „Betel“, söngur og mynd frá Islandi sýnd. Meðlimir í deildinni eru 74. Deildin hefir lagt fé til ýmsra fyrirtækja: $25.00 til L.-H.; $10.00 í skógræktarsjóð; $25.00 til Gimli Art Club; $20.00 til Gimli Centennial Com- mittee; $20.00 til Jacqueline Johnson, stúlku sem við útnefndum Beauty Queen í fyrrasumar. Mikið starf hefir verið lagt í landnámskortið, sem er hér sýnt á þinginu. Þetta kort sýnir jarðir ísl. landnemanna að Gimli og nágrenni, og bæj- arnöfn heimilanna, alla leið suður til Boundary Park. Mikla þökk ber að færa nefndinni sem vann svo ötullega við þetta starf: Mrs. S. A. Sig- urdson, Stefán Stefánson, E. Einarson, og Adolf Hólm. Deildin hefir tekið að sér að varðveita gamla grafreitinn, sem er í norð-vestur homi Gimli-bæjar, sem er að sögn, elzti ísl. grafreitur- inn í N. Ameríku, og hafa miklar bréfaskriftir og fundir verið í sambandi við það mál, og mun það koma fyrir þetta þing. Gimli-deild hefir lagf fram hugmynd um að allar þjóðræknisfélags- deildir í Manitoba taki höndum saman um að útbúa og nota einn skrúðvagn fyrir öll hátíða- höld í sambandi við Manitoba 100 ára afmælið. Skemmtisamkoma var haldin í vor er leið. Skemmtu þar: Hon. P. M. Petursson, John Harvard og Magnús Elíasson, auk heimafólks; mikill söngur undir umsjón Mrs. Shirley John- son. Deildin saknar þess nú að Mrs. Johnson er að flytja úr bænum og þakkar henni fyrir mikið og gott starf. Mrs. D. Björnson og Mrs. S. Peter- son hafa tekið við starfi hennar, — að æfa barna söngflokka. Tveir meðlimir hafa fallið frá á árinu: Mrs. Elli Narfason og Mr. Ingi Einarson. Dagana 3. og 4. ágúst voru mörg málverk, og leiriðn (pottery) sýnd í Gimli Training Centre. Einnig var framsögn bama og kvikmynd sýnd. Meðlimir Gimlideildar, Mrs. Lára Tergesen, Mrs. Inga Nelson og Mrs. Heiða Siðurdson voru við- staddar á tilteknum tíma til að taka á móti fólki þessa daga ásamt konum frá Gimli Art Club. Það er ánægjuefni að því að nú er að vakna áhugi á Gimli fyrir lífi og starfi landnemanna. Hefir J. F. Dunlop, yfirmaður Gimli flugvallar- ins látið nefna blað þeirra „Framfara"' og sýndi fyrsta blaðið með því heiti Ijósprentaða mynd af fyrsta blaði hins gamla Framfara og einnig þýðingu á ensku eftir Miss Sigurbjörgu Stefánson, og er hún meðlimur Gimli-deildar. Svo sjá má að deildin hefir ekki verið aðgerðar- laus á þessu s. 1. ári. (Mrs. Lára Tergesen, forseti; Mrs. L. Stevens, ritari). „ísland", Morden, Man.: Flutt af Thomas Thomasson. Nokkrir fundir voru haldnir á árinu og Sumardags fyrsta samkoma þar sem heima- fólk, unglingar og fullorðnir skemmtu með söng og hljóðfæraslætti. Útisamkoma (picnic) var hald- ið 27. júlí til að minnast 50. ára afmælis Þjóð- ræknisfélagsins og einnig þess að liðin voru 70 ár síðan íslendingar settust að í þessari byggð. Deild- in „ísland“ og kvenfélagið „Fjólan“ stóðu að samkomunni. Þar voru komnir flest allir íslend- ingar úr byggðinni, og margir góðir gestir frá Winnipeg; Próf. og Mrs. H. Bessason og dætur þeirra; Mr. og Mrs. G. L. Johannson; og frá Minneapolis, Rev. og Mrs. H. Haak. Forseti “íslands”, Paul Sigurdson stýrði samkomunni, en ræður héldu, Próf. Bessason, G. L. Johannson og fleiri; Mrs Haak (Petrina Sigurdson, systir Paul) söng ísl. lög, en Signy Sigurdson spilaði undir á „guitar“; svo var almennur söngur og upplestur, veitingar og útileikir. Rev. Haak flutti bæn. Þökkum við aðkomnu gestunum góða heimsókn.' (Paul Sigurdson, forseti; Guðrún Thomasson, ritari). Allar deildarSkýrslur létu í ljósi þakklæti til stjórnarnefndar Þjóðræknisfélágsins, og óskuðu starfinu allra heilla. Voru þær allar samþykktar og viðteknar með þakklæti. G. L. Johannson lét í ljósi þá hugmynd að æskilegt væri að fjölrita allar þessar ágætu skýrslur, og hafa til aflestrar á fundum. Var það samþykkt og Vísað til kom- andi stjórnarnefndar. Skýrlsa kjörbréfanefndar: Fulltrúar deilda á þingi: Frón, Gunnar Baldwinson, Kristín John- son, Páll Hallson, Skúli Jóhannsson, Jakob Kristj- ánsson Báran (Mountain): Dr. R. Beck, Mrs. M. Beck; ísland: Thomas Thomsson; Lundar: Ingi- björg Rafnkelsson, Snorri Rögnvaldson; Brúin: Christine Stefánsson, Lillian McKeag; Norður- ljós: G. C. Thorvaldson; Esjan: Herdís Eiríksson, Gestur Pálsson, Stefán Stefánsson, Kristín Skúla- son; Gimli: Guðmundur Peterson,' Stefán Stef- ánsson, Mrs. S. A. Sigurdson. ANNAR FUNDUR, KL. 2. E. H. Davíð Björnsson las skýrslu frá Þjóðræknis- félaginu á Akureyri (Vinafélagi Vesíur-Íslend- inga) sem var með ánægju viðtekið í fyrra sem deild í Þjóðræknisfélagi V.-íslendinga. Félagið var stofnað árið 1965 af átta mönnum, Akureyr- ingum og Eyfirðingum, sem flestir höfðu dvalið vestan hafs um lengri eða skemmri tíma. Núver- andi formaður er Árni Bjarnarson: Tilgangur félagsins er að vinna af alefli að auknu samstarfi og treysta vináttuböndin á milli íslendinga austan hafs og vestan, m. a. með því að taka á móti og greiða á allan hátt götu þeirra landa okkar að vestan, er hingað kæmu í heim- sókn, einstaklinga eða ferðahópa. Hefir síðan verið haldin árlega svokallaður Vestmannadagur í júlímánuði í sambandi við hópferðalög Vestur-íslendinga til Akureyrar. Hefst hann ætíð með guðsþjónustu í kirkju bæj- arins, og er þá flutt sérstök kveðja til gesta okkar að vestan. Að því loknu dreifast gestirnir oftast og njóta hádegisverðar hjá bæjarbúum, frændum eða vinum. Síðan er byggðarsafnið og önnur söfn heimsótt, farin kynnisferð um bæ og nágrenni, en kvöldverður snæddur ýmist í boði bæjarstjórnar Akureyrar eða enhverra félags- samtaka í bæ eða nágrenni. Má fullyrða, að þessar heimsóknir hafa vakið almenna ánægju hér og Vestmannadagurinn stofnað til margvíslegra vináttubanda, sem von- andi treystast eflaust á komandi árum. Nú höf- um við smátt og smátt fært móttökurnar að nolckru leyti út fyrir sjálfan Akureyrarkaupstað með því að skipuleggja og stuðla að því, að ýmsir fleiri en Akureyringar ættu þess kost að kynnast vestur-íslenzku gestunum með því að bjóða þeim heim til sín. Á s. 1. árum hafa tvö sveitarfélög í Eyjafirði haft stórmyndarleg boð, bæði í Freyvangi og Laugarborg, en einnig Skagfirðinar, ólafsfirðing- ar, Dalvíkingar og Húsvíkingar. Vitað er að þetta hefir vakið mikla ánægju gesta okkar vest- an um haf og ekki síður gestgjafanna. Keypt hafa verið og gefin til hinnar nýju bókhlöðu á Akureyri mörg hundruð bindi af bók- um, tímaritum, blöðum og smákverum, sem gefin hafa verið út í Vesturheimi og snerta á einhvern hátt sögu Isl. vestra og bókmenntastarfsemi þeirra þar í næstum heila öld. Er það hugmynd- in með bókagjöfunum, að stofnuð verði sérstök deild í Amts-bókasafninu á Akureyri, er ein- göngu varðveiti blöð, tímarit, bækur, smáprent o. fl. sem komið hefur út á íslenzku vestan hafs og hér heima, ýmist eftir V.-íslendinga eða um þá. og einnig það, sem komið hefur út á ensku eða öðrum tungumálum varðandi landnám íslendinga og sögu þeirra í Canada, Bandaríkjun- um og Suður-Ameríku. Mun þessi deild verða nefnd: SAFN TIL SÖGU ÍSLENDINGA í VEST- URHEIMI. Þá er að minnast tveggja bóka, sem út komu á liðnu ári og Þjóðræknisfélagið hér hefur stuðl- að að, að kæmust á prent, en þær eru: ÆVISAGA SÉRA JÓNS BJARNASONAR í Winnipeg, fyrsta íslenzka prestsins í Vesturheimi, eftir séra Run- ólf Marteinsson, mikið rit, 384 bls. í stóru broti, og NÝJA ÍSLAND í CANADA, ferðasaga og greinargerð þeirra manna, er völdu landnámsstað- inn við Winnipegvatn árið 1875, nú ljósprentað eftir Ottawa-útgáfunni það sama ár. Útgefandi beggja bókanna er Árni Bjarnarson á Akureyri. Sendum við báðar bækurnar að gjöf til Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vesturheimi með þess- ari skýrslu. Þá er ástæða til að geta þess, að verið er að búa til prentunar á vegum félags okkar rit, sem eingöngu fjallar um samstarf Islendinga austan hafs og vestan og kemur fyrsta heftið út í vor. Að lokum má geta þess, að þegar er hafinn undir- búningur að næsta Vestmannadegi á Akureyri, og væntum við þess að stór hópur Vestur-íslend- inga heimsæki okkur með hækkandi sól og nýju sumri. F é 1 a g okkar sendir svo Þjóðræknisfélagi Vestur-íslendinga í Winnipeg, hjartanlegar kveðj- ur og hamingjuóskir um gifturík störf á Þjóð- ræknisþinginu 1970. (Árni Bjarnarson, formaður og framkvæmdastjóri; Gísli Ólafsson, ritari, Pét- ur Sigurgeirsson, vara-formaður; Jón Thordar- son, gjaldkeri). Þingheimur fagnaði vel þessari ágætu skýrslu og lét í ljósi þakklæti fyrir hinar góðu bókagjafir. Skógræktarmál: Dr. Beck flutti skýrslu milli- þinganefndar, hafði hann sent $75.00 til íslands í Skógræktarsjóð, — gjafir frá einstaklingum og deildum, og bar fram þakklæti frá Hákoni Bjarna- syni, skógræktarstjóra í Reýkjavík. Hafði Dr. Beck á árinu ritað grein í L.-H. um skógræktina á íslandi, („Viljinn til góðs í grónu trjánum lifir“). Höfðu þau hjónin, Dr. og Mrs. Beck, í heimsókn sinni til íslands, á s. 1. sumri, ferðast með Hákoni til Þingvalla og skoðað reitinn sem helgaður er V.-íslendngum, og stendur sá reitur í góðum blóma. Hvatti Dr. Beck alla V.-íslendinga til þess að styðja vel skógræktarmálið. Kveðjuílutningur aí hálíu Þjóðraeknisfélagsins í íslandsferðinni. Dr. Beck var falið, af Þjóð- ræknisfélaginu að bera kveðjur og heillaóskir til íslands og íslendinga, í heimferð sinni og flutti víða þær kveðjur, komu sumar fram í útvarpi og sjónvarpi, voru prentaðar í Morgunblaðinu og Vísi, og síðar í Lögberg-Heimskringlu. Bar hann nú fram skýrslu sína um það efni. Góður rómur var gerður að, og þingheimur mjög svo ánægður með þessa ágætu skýrslu. Framhald í næsta blaði.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.