Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 16.03.1972, Qupperneq 3

Lögberg-Heimskringla - 16.03.1972, Qupperneq 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. MARZ 1972 3 Latínusöngur eða kaþólski kirkjusöngurinn, lagðist nið- ur við siðaskiptin að mestu leyti. Marteinn biskup Einars- son gaf út smákver 1555 og Gísli biskup Jónsson annað 1558. Guðbrandur Þorláksson biskup gaf út nýja sálmabók 1589 og þar voru nótur við nokkra sálma, hinar fyrstu prentaðar nótur á íslandi. Svo kemur Graduale fyrst út 1594 á Hólum og eru þar margir sálmar með nótum. Þessi kirkjusöngsbók hlaut nafnið G r a 11 a r i í munni manna og söngur eftir henni var nefndur Grallarasöngur. Nafnið grallari hefir fengið ýmsar merkingar í málinu: uppnefni á flasfengnu fólki (Jón grallari, Gunna grallari), svo er og kallaður pilsgopi, stór skarkoli og fremri hluti af löngu, þá er hún hefur verið sundur skorin; grallara- spói (léttúðugur maður); grall- aralegur (var haft um ískyggi- legt veður, eða óáreiðanlegan mann og jafnvel í merking- unni forneskjulegur); grall- aralaus (forviða; „nú er ég svo sem alveg grallaralaus" — nú gengur alveg fram af mér). Grallara brjótur er prestkenn- ing hjá Bólu-Hjálmari. Oddur b i s k u p Einarsson skrifaði formála að fyrstu út- gáfu Grallarans og er það fyrsti íslenzkur leiðarvísir um söng. Grallarinn var gefinn út hvað eftir annað og VI. út- gáfu fylgir eftirmáli, ritaður af Þórði biskupi Þorlákssyni og er sá eftirmáli kallaður fyrsta söngfræði á íslandi, því að þar er mönnum kennt að þekkja nótur og syngja eftir þeim; þar er einnig getið um tónstiga, dúr og moll o.s. frv. Þ e s s i eftirmáli var síðan prentaður með hverri útgáfu af Grallaranum eftir það, og var hin eina söngfræði íslend- inga um hálfa aðra öld. Nót- umar voru alltaf táknaðar á sama hátt, en talið er að þær hafi v e r i ð orðnar úreltar löngu áður en fyrsti Grallar- inn kom út og muni því hafa veitzt erfitt eða ekki hægt, að 'syngja eftir þeim. Menn lærðu lögin hver af öðrum, mann fram að manni og þau afbökuðust alla vega. Þannig gekk þetta fram um miðja 19. öld og voru íslendingar þá mörgum öldum á eftir tíman- um um söngmennt. Það eru því ekki fagrar lýs- ingar á kirkjusöngnum á fyrra hluta 19. aldar, eins og sjá má á þessum kafla úr grein í blaðinu Norðanfara: „Lagamyndir þessar (sálma- lögin) eru reyndar nokkurs konar lagleysur, með óteljandi dillanda og hringlanda upp og niður, stundum nærri því sitt lag í hverju versi í sama dálki, og víst sjaldgæft að sami söngmaður syngi sama lagið ætíð eins, heldur hefir Grallarasöngur söngur þessi í sér það frjáls- ræði, að það má þá og þá bregða sér á leik, þar og þar, upp eða niður úr, stundum svona, stimdum" hins vegar, rétt eins og andinn inngefur í það og það skipti, og sá andi er ýmist andi heimskunnar, vanþekkingarinnar e ð a til- gjörðarinnar, en ávallt andi smekkleysisins. Af því lögin Framhald á bls. 5. Hraðskeyti Hraðskeyti sent til himna frá *hönnunarskrifstofu jarðar á tólftu stund hins tólfta dags hins tólfta mánaðar: Herra Drottinn; Vér sendum hér með þúsundir bæna sem þér hafið þrásinnis lagt oss til þarfa nætur og daga í tæplega tvöþúsund ár. Vér þurfum þeirra ekki með. Vér þörfnumst einnar allsherjarbænar heppilegrar til hagrænna nota á *hannaðri nútíma jörð. Herra Drottinn; Sendið oss eina allsherjarbæn. Næsta geimfar til jarðar er númer þi'íf fimm sjö og heldur af stað á morgun frá himnum klukkan tvö. Hraðskeyti sent frá himnum hádegi næsta dag: Höfum móttekið hundrað kassa, sem hér með kvittast fyrir, fulia af fyrirbænum. Ein þeirra reyndist með öllu ónotuð. Sendist til baka. Nægir yður nótt og dag næstu þúsund ár. Móttakið hana: Ó Herra; Vertu mér syndugum líknsamur: Páll H. Jónsson. *Hönn — design (no.) *Hanna — design (so.) Hannar — Designer. No explana'tion of abbreviations. Ásmundur Loptson látinn Framhald af bls. 1. ar frá Hurðarbaki í Reykhóls- dal, og stunduðu ungu hjónin búskap fyrstu árin. Sigríður elzta dóttir þeirra fæddist á þeim árum, og 14. febrúar, 1887 fæddist Ásmundur. Sama ár fluttu Sveinbjörn og Stein- unn vestur um haf, bjuggu tvö ár í Nýja íslandi og önn- ur tvö í Winnipeg. Þaðan fluttu þau vestur í Þingvalla- byggð og staðnæmdust þar. Sveinbjörn tók sér heimilis- réttarland sem aðrir landnem- ar og stundaði þar landbúnað fyrstu árin, en 1904 keypti hann verzlun í Churchbridge og jók við landeign sína, rak síðan búið og vérzlunina þar- til 1908, að hann hætti við búskapinn og lagði sig allan niður við kaupsýslu. Síðasta stórhátíðin er hald- in var á gamla heimilinu áð- urenn flutt var til Church- bridge, hefir víst verið brúð- kaup tveggja'elztu systkin- anna. 14. febrúar 1907 kvænt- ist Ásmundur Kristínu, dóttir Guðmundar og Guðrúnar Sveinbjörnsson, landnáms- hjóna í Þingvalllabyggð, en Sigríður systir hans giftist Eyjólfi Gunnarsyni, er hafði komið frá íslandi um aldamót. Stóðu þarna tvenn brúðhjón hhð við hhð í Concordia kirkj- unni og bundu heit sín, en hvert mannsbarn í byggðinni mun hafa setið brúðkaups- veizluna á eftir. Börn Sveinbjarnar og Stein- unnar voru 14, en aðeins 11 komust til fullorðins ára, 9 dætur og tveir synir. Nú eru aðeins þrjár systur á lífi, þær Mrs. Guðlaug Sveinson, í Yorkton, Sask., Mrs. Kristín Nelson í Prince Rupert, B.C., og Mrs. Margaret McLeod í Victoria, B.C. Kristín kona Ásmundar lézt árið 1970, en hann hfir Svein- björn (Stanley) sonur hans og tvær dætur, Mrs, Runa Em- ery í Long Beach, Calif., og Mrs. Donald Christopherson (Bertha) í Vancouver, B.C., 7 barnabörn og 15 barna-bama- böm.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.