Lögberg-Heimskringla - 27.07.1972, Side 1
Siater Laufey Olson, Jan. 71
fh Advent Lutheran Church,
3000 North Hamline Ave.,
ST. PAUL. Minn. 55113
íslenzki fóninn á borgarhöllinni í
Winnipeg 7. september
íslenzki fáninn verður dreginn að hún á borgarhöllinni í Winnipeg að morgni hins
7. seplember næstkomandi, og svífur yfir borginni til kvölds. Þá verða vinalengslin sem
tókust milli Winnipeg og Reykjavíkur 7. september, 1971, ársgömul. Þann dag undirritaði
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri Reykjavíkur staðfestingarskjal um vinállubönd milli borg-
anna, en áður hafði Siephen ‘ Juba, borgarstjórinn í Winnipeg, undirritað skjalið.
Hö gberg - ^etmöfer insla
Stofnað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886
86. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 27. JÚLÍ 1972
NÚMER 25
Fjölmennið á Islendingahátíðina á Gimli 6. ágúst 1972
FJALLKONAN Rósa Johnson
Hún var bláklædd, bros-
mild og björt yfirlits, Fjall-
konan, þegar hún leit inn hjá
Lögberg-HeimSkringlu einn
lengsta sólskinsdag ársins.
Síðdegissólin kynnti geislamdi
bál á gluggarúðunum, svo
kæfandi hiti var inni á skrif-
stofu blaðsins. Við Fjallkon-
an flúðum því í forsæluna
hinumegin á götunni, og
dreyptum á svaladrykk í
kaffihúsi þar.
Frú Rósa Johnson lagði frá
sér fangfylli af bréfum, sem
öll voru frímerkt og snyrti-
lega samanbundin. Hún sagð-
ist þurfa að koma þeim í póst-
inn á heimleiðinni. Helzt kom
til hugar að líkja þeSsari byrði
við kveitibindi, því þama var
Fjalflkonan með uppskeruna
af dagsverkinu, og Rósa er
sléttubarn, sem ólst upp á bú-
jörð foreldra sinna Péturs og
Jóhönnu Pétursson í grennd
við Lundar, Man. Bréfin hafði
hún skrifað eftir hádegi þá um
daginn, því auk heimilisann-
anna gegnir hún skrifstofu-
störfum fyrir tvo syni sína,
sem reka eigin fyrirtæki. „Það
eru tvíburarnir, Jón Pétur og
Helgi Carl,“ sagði hún. Þá
var það orðið ljóst að annar
tvíburimn ber nafn Péturs,
föður Rósu, enn hinn hefir
hlotið nafn föðurafa síns,
Helga Johnson.
Rósa var fámál um sjálfa
sig. Henni er hugstæðari eig-
inmaðurinn, böm þeirra fimm
og barnabörmn sem nú eru
orðin 13. Með innilegri hlýju
ti'lkynnti hún að hún væri nú
orðin amma níu drengja og
fjögurra stúlkma. En þegar
henni var bent á að það væri
ekkert viðvanimgs handbragð
á bréfunum sem hún væri
með, viðurkenndi hún að hún
hefði numið verzunarfræði í
æsku og verið við skrifstofu-
störf þartil hún giftist Jóni
Gustaf Johnson, syni Helga
og Astu Johnson í Winnipeg,
sem nú eru bæði látin. Hún
kom unglingur til' Winnipeg
og vann stutt bil við Eaton’s
verzlunina, en fór svo til Sas-
katoon, Sask., og stundaði þar
nám. Eftir að útskrifast af
verzlunarskólá, leitaði hún
aftur til Winnipeg og komst
þar að vinnu á skrifstofu.
Jón og Rósa búa nú í Winni-
peg, en voru um hríð í Regina,
Sask., því Jón hefir lengi skip-
að ábirgðarstöður hjá Westing-
house Canada Limited, og er
nú framkvæmdarstjóri fyrir-
tækisins á starfssviði þess í
Vestur fylkjunum (Westem
Framhald á bls. 3.
Brian Jakobson
forseti dagsins
Nýt-f- leikfélag stofnað fyrir
íslendingahótíðina
Hirðmeyjar Fjallkonunnar
Hið nýuppsprottna Vestur-
íslenzka leikfélag vissi ekkert
hvað það hét fyrrenn íslend-
ingadagsnefndin tilkynnti að
það héti „New Iceland Drama
Society," eða „Leikfélág Nýja
íslands." Hingað til hefir leik-
félagið varla fundið til tilveru
sinnar að öðru leyti en því
að 26 nemendur við Manitoba
háskólann hafa gengið að
verki eins og einn maður í
hvert sinn sem þeir hafa kom-
ið saman til að æfa „Gullná
Hliðið“ eftir Davíð Stefáns-
son. í ensku þýðingunni, sem
leikfélaigið hefir til meðferð-
ar nefnist leikritið „The
Golden Gate.“
Þessir nemendur háskólans
hafa haft það á tilfinningunni
síðan snemma í fyrravetur að
þeir væru að verða að leikfé-
lagi. En frá byrjun máímán-
aðar hafa þeir verið of upp-
teknir við leikæfingar til að
gera sér rellur útaf nafngift
og öðmm smámunum. Enda
er í mörgu að snúast þegar
verið er að búa fjögurra þátta
leikrit undir sýningu.
ÍSlendingadags nefndinni
þótti bera vel í.veiðar þegar
unga fólkið bauðst til að sýna
leikinn á íslendingahátíðinni
dagana 5. og 6. ágúst, á Gimli
Air Base, en þegar farið var
Framhald & bls. 3.
Pamela Maureen Downey
Katherine Joyce Young
John P. Sigvaldason
flylur minni Canada
Dr. Páll S. Árdal
flylur minni íslands