Lögberg-Heimskringla - 27.07.1972, Síða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. JÚLÍ 1972
Litli - Hvamraur
Eflir EINAR HJÖRLEIFSSON
Ja, því þá það? Átti hann ekki sama rétt til
nautnar og sælu í lífinu eins og hver annar mað-
ur? Átti hann að leggja sig flatann, af því að það
væru forlög sín, láta troða á sér, rnisþyrma sér
andlega, mylja sundur það, sem nú var orðin
sterkasta, eina hvöt hans tll að verða verulega að
manni?
Að minsta kosti átti Solveig einhvem rétt á
sér. Og hann var alt að því viss um að hún elsk-
aði sig Átti hann að laumast burt frá henni eins
og halakliptur hundur? Var það karlmannlegt?
Átti hann ekki að verja hana og berjast fyrir hana
og leggja alt í sölurnar fyrir hana — hania, sem
helgaði honum sínar fyrstu, viðkvæmustu og
hreinustu ástartilfinningar, hana, sem ef til vill
hugsaði um hann nótt og dag og treysti honum
og trúði á hann og hélt hann væri kóngssonur-
inn, sem ætti að leiða sig út úr öskustó einstæð-
ingsskaparins og líkamlegrar og andlegrar þrælk-
imar út í sólskin lífsins? Og hann fór að hugsa
um haná, þar sem hún stóð frammi í stofunni
morguninn eftir að hann kom og vakti hann með
þessum orðum:
„Það ætti að vera á annari’ eins stund,
að elskunnar minnar eg kæmist á fund,
ef hana’ eg í heiminn fyndi“
Hann hafði fundið hana á vori lífs síns. Sá
fundur hafði líka orðið til nokkurs, eða hitt þó
heldur, ef hann ætlaði að laumast frá henni, jafn-
skjótt sem hann hafði komist að raun um, að
hann unni henni um alla hluti fram!
En hvað vissi hann, nema faðir sinn kynni að
elska hana eins heitt og hann sjálfur? Vitaskuld
hafði hann ekkert á það minst. Hann hafði hagað
orðum sínum eins og það eitt vekti fyrir honum
að fá konu til að standa fyrir búinu með sér. En
hvað var það að marka? Rosknir menn tala ekki
um ástir — allra-sízt við böm sín. Þeir kveinka
sér að því, líkt og ungar stúllkur. Þeim finst eitt-
hvað hlægilegt við það. En það er ekki. Maður
á sannarlega rétt á að elska, svo lengi sem maður
getur það. Og skyldu tilfinningar föður hans eiga
minna rétt á sér fyrir það, að lífsvor hans var
liðið? Skyldu þær ekki einmitt eiga meira rétt
á sér fyrir það að elliárin voru nú skammt undan
með öllum sínum dapurleik? Var það ekki óþol-
andi tilhugsun, að einmitt hann, sonurinn, yrði
til þess að hella , þau grernju og beiskju? Jú,
hann varð að víkja. Hann varð að minsta kosti
að gefa föður sínum færi á að flytja sitt mál við
Solveigu, án þess hann ætti þar áður nokkum
hlut að málum. Hann gat þá ekki að því gert, þó
að Solveig kynni að veta honum afsvar. Nei, nei;
nú var hann áreiðanlega að draga sjálfan sig á
tálar. Eins og það væri ekki alveg víst, að Solveig
neitaði föður hans, eins og nú var ástatt! Hann
varð einhvem veginn að láta henni skiljast það,
að hann væri henni afhuga.
Nei, nei, nei! Það gat hann ekki. Þó að hann
yrði annars ræktarlaus ódrengur, þó gat hann
það ekki.
Hann fór að hugsa um, hvað faðir sinn hefði
farið vel að sér um daginn og tallað hlýlega til
sín. Nú fann hann, að hann hafði talað af ein-
lægni og góðum föðurhug, þó að honum hefði
einhvem veginn fundist fátt um áður. Hann mint-
ist þess, hvemig faðir hans hafði einu sinni, þegar
hann var lítill, klappað á kollinn á honum og sagt:
„Blessaður vertu, stúfurinn minn. Eg er viss um,
að þú verður mér æfinlega til gleði og ánægju“.
Og ótal atvik þessu lík komu upp í hug hans,
því faðir hans hafði jafnan verið honum góður.
En jaínframt gægðust fram fagnaðarstundirnar,
sem hann hafði með Solveigu verið, og andlitið á
henni, fult af brosi og blíðu og gleði og trausti
og von og ást.
Og hann herti sig að slá, sló, sló í sífellu, eins
og hann ætti lífið að leysa — eins og grænt og
mjúkt grasið í kringum hann væri orðið að endur-
minningunum, sem flyktust utan um sál hans og
tættu hana sundur, enda þótt þar væru ljúfar og
blíðar, eins og föðurblessun og ástmeyarbros eru
vön að vera.
Hapn heyrði kallað á sig og leit við. Solveig
stóð uppi á barðinu og var að kalla á hann að
koma heim að borða. Svo tók hún undir sig stökk,
kom hlaupandi og hlæjandi ofan í slægjuna til
hans. Hún kom beint frá eldamenskunni, létt-
klædd, með handleggina bera upp undir olnboga,
hvíta og mjúka. Hvað hann langaði til að vefja
þeim um hálsinn á sér! Hvað hann langaði til að
ausa út yfir hana í eldheitum kossum og föstum
faðmlögum nokkuru af ástríðu sinni og þrá! Hún
leit framan í hann gráum, kankvísum, ástríkum,
lokkandi augunum, og honum fanst einhvem veg-
inn eins og.hún ætlaðist tll þess, sem honum hafði
dottið í hug.
Og svo átti hún að verða stjúpa hans! Ekki
nóg með það, að hann ætti að missa hana — held-
ur átti hver eimasta hugsun hans um hana að verða
að andstygð og svívirðing! Því að hann fann, að
hann mundi aldrei geta hugsað um hana á anman
hátt en hann gerði nú.
Hann gekk þegjandi heimleiðis við hliðina á
henni, því að það var eins og hann gæti ekkert
sagt. Aldrei fanst honum hafa verið jafnmikil un-
un að vera nálægt henni, og þó hafði því aldrei
fyr verið þjáning samfara.
Hún leit á hamn öðruhvoru, og skildi ekkert
í því, hvers vegna honum var svo brugðið. Var
honum ilt, eða hafði honum þótt fyrir?
„Gengur nokkuð að þér?“ spurði hún svo
loksins.
„Nei, það gengur ekkert að mér“, sagði hann.
Hvað það var óþolandi eftir öll þau trúnaðar-
mál! sem þeim höfðu á milh farið, að verða nú
að dylja hana þess, sem mest var í varið.
Hún spurði hann einskis meira, en gaf honum
auga við og við, þangað til þau voru komin heim.
Hún hafði vonast eftir að þessi för út í slægjuna
til hans yrði sér til ánægju, en það hafði ekki
orðið, og um stund þótti henni allir skapaðir
hlutir leiðinlegir, eins og ungum stúikum þykir
venjulega, þegar þær hafa orðið fyrir vonbrigðum.
Hann mælti ekki orð frá munni, meðan hann
mataðist, enda var hann ekki lengi að því, því að
hann kom varla niður nokkurum munnbita. Svo
lagði hann tafarlaust á stað út í slægjuna aftur.
Solveig gekk á eftir honum út á stéttina og
vonaði, að hann segði eitthvað við sig. En hann
gekk þegjandi burt, og hún horfði á eftir honum,
þangað til hann var kominn í hvarf.
Hvað gat gengið að honum?
Hann fór aftur að slá. En hann sló nú ekki
eins og kappsamlega og áður. Hann var þreyttur,
þreyttur á sál og líkama. En hann hafði engan
frið. Alt af sömu hugsanirnar, sama sjálfheldan,
sama ráðaleysið.
En þegar hann var kominn heim um kveldið
og var búinn að borða — eða búinn að látast
borða — og var á leiðinni inn í svefnherbergið
sitt, þá bedð Solveig hans í stofunni — sömu stof-
unni, sem hún hafði verið í, þegar hún vakti hann
fyrir fáeinum vikum.
Það var orðið skuggsýnt, en tunglið skein inn
um gluggana. Og hún stóð í tunglsgeislanum, há
og grannvaxin, fölleit og yndisleg.
„Viltu ekki segja mér það, Sigurgeir?“ sagði
hún, og röddin var óskýr, ens og tunglsljósið er
og ástaróttinn, þegar vér vitum ekki, hvað er að
óttast.
Hvers vegna ekki að segja henni það? Hvers
vegna ekki binda enda á alt þetta kvalræði? —
Nei, nei! Það var eins og að höggva aftan af föður
sínum, sem ekki átti sér neins ills von.
„Eg get ekki sagt þér það núna, Solveig —
ekki núna. Þú færð að vita það bráðum — þú
færð víst að vita það“.
Og hann skauzt inn í svefnherbergið og lokaði
hurðinni á eftir sér. Hann fann, að hann mundi
ekki hafa neitt vald á sér, ef hann staldraði leng-
ur hjá henni. Hann hafði enda þegar sagt of
mikið.
Hann flýtti sér í rúmið og langaði til að sofna.
Bara að hann mætti sofa og gleyma sjálfum sér
og lífinu, þangað til eitthvað rofaði til, eitthvert
ráð væri fundið. En hann gat ekki sófnað, þótt
hann þreyttur væri. Hann bylti sér á aliar hliðar
í rúminu, en hvíldist ekkert.
Eitt var víst — hann gat ekki haldið svona
áfram að þegja og þjást með Solveigu fyrir aug-
unum á hvérjum degi. Var ekki bezt fyrir hann
að leggja á stað á morgun, eitthvað langt, langt
burt, þangað sem hún kæmi aldrei? Út úr því
datt honum í hug aðkomuhundur, sem um tíma
hafði verið að flækjast í Stóra-Hvammi einu sinni,
þegar hann var lítill. Fólkið hafði ekki viljað
hafa hann þar og hafði bundið bein við Skottið
á honum. Honum stóð lifandi fyrir hugskotssjón-
um hvernig hundurinn hafði tafarlaust rólað burt
af heimilinu, ráðalausf og skömmustulegur. Hvað
honum var líkt farið og þessum himdi! Hann lét
binda við sig byrði, sem hann gat ekki hrist af
sér, og svo ætlaði hann að strunsa burt með hana
eitthvað út í veröldina. Um þetta var hann lengi
að hugsa — eða að minsta kosti fanst honum,
hann vera lengi að því. Og því lengur sem hann
hugsaði um það, því aumingjalegra, lítilmann-
legra, hundslega fanst honum það vera.
Svo var það loksins, þegar l'angt var liðið á
nótt, að hann komst að niðurstöðu nokkuri. Hann
ætlaði að láta skríða til skarar morguninn eftir
og segja föður sínum, hvernig ástatt var. Hvað
vissi hann, nema þetta gæti alt lagast með góðu?
Hvað vissi hann, hvort föður sínum mundi vera
nokkuð verulega fast í hendi með Solveigu? Og
var hann ekki vís til að víkja fyrir syni sínum,
þegar hann fengi að heyra aMa málavöxtu? Ef
hann var ófáanlegur til þ’ess, varð alt að fara sem
auðið yrði. Sjálfur gat hann ekk vikið. Hann gat
ekki laumast burt; hann gat ekki látið binda við
skottið á sér; hann gat ekki gert sjálfan sig að
hundi. Og þegar hann hafði ráðið þetta af, komst
nokkur kyrð á hug hans, og þreytan varð öllum
órósemdum yfirsterkar.
Snemma morguninn eftir var hann vákinn með
kaffi eins og vant var. Hann fór þegar á fætur og
spurði eftir föður sínum. Honum var sagt, að
hann svæfi, og hann réð af að fara ekki út á engj-
arnar, fyr en hann hefði náð fundi föður síns.
Svo hann beið hans með mikilli óþreyju. Hann
hugsaði ekkert um, hvernig hann ætti að koma
orðum að erindi sínu, heldur eingöngu um það,
hver erindislokin mundu verða.
Það leið löng stund áður en Sveinbjöm kom
á fætur, en að lokum hitti hann son sinn í Stof-
unni. Hann varð hálf-hissa.
„Svo þú ert ekki farinn enn,“ sagði hann. —
„Það er rétt af þér að vera ekki að rífa þig upp
fyrir aUar aldir. Þú veizt, eg ætlast ekki til þess,
að þú leggir harðara að þér en rétt eins og þú
kant sjálfur bezt við“.
„Eg var að bíða eftir þér, pabbi. Eg þarf endi-
lega við þig að tala, og mér fanst ekki, eg geta
dregið það. Það er um Sölveigu. Eg get það ekki
get það ekki með nokkru móti“.
„Hvað geturðu ekki?“
„Eg get ekki hugsað til þess, pabbi, að hún
verði konan þín — né neins annars. Mér þykir
sjálfum svo vænt um hana. Eg hugsa um ekkert
annað en hana. Eg hef enga ánægju af neinu,
þegar hún er ekki viðstödd. Þú hættir við þetta
pabbi, sem þú sagðir mér í gær. Heldurðu þú
gerir það ekki, þegar þú veizt, hvað mér stendur
það á miklu? Mér er ómögulegt að gera þér grein
fyrir, hvað mér stendur það á miklu, og eg vil alt
til vinna að þú látir þetta eftir mér“..
Framhald í næsta blaði