Lögberg-Heimskringla - 07.12.1972, Blaðsíða 1
Bergsteinn Jonsson,
Box 213
REYKJAVIK, Iceland
Jan. 73
Þjóðræknisþingið
Sökum þess að nokkrir aí stjórnarnefndarmönnum geta ekki sótt þing
Þjóðræknisfélagsins á venjulegum þingtíma í febrúar hefir verið ákveðið
að halda þingið í ár seint í janúar, á föstudag og laugardag, janúar 26, og
27, 1973. Fólk er beðið að iaka eftir þessari breytingu á þingtímanum.
Hö gberg - ?|ciméfer tnsla
Stofnað 14. jan. 1888
Stofnað 9. sept. 1886
86. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER 1972
NÚMER 37
Úfgefendasfjórn
Lögberg-Heimskringlu
Aleck Thorarinson
íormaður
K. Wilhelm Johannson
varaformaour og gjaldkeri
Vestur íslendingar vilja eiga íslenzkt blað
og sýna viljann í verkinu
Á ársfundi Lögberg-Heims-
kringlu 25. nóvember s.l. kom
það skýrt fram í skýrslum og
umræðum að Vestur íslend-
ingar vilja eiga íslenzkt blað.
Enda sýna það ummæli, sem
oft fylgja gjöfum í styrktar-
sjóð blaðsins að þeir eru
margir, sem unna íslenzkri
tungu og vilja allt til þess
vinna að halda henni við í
Vesturheimi, svo hún endist
sem traust tengitaug milli
þjóðbrotanna í Vesturálfu og
þjóðarinnar á íslandi.
Drengilegur stuðningur vel-
vildarmanna blaðsins gerði
því mögulegt að halda velli
síðastliðið ár og koma út eftir
settri áætlun, "g bendir allt
til að áhugi manna fyrir fram-
tíð blaðsins haldist. Ársreikn-
ingar frá ágúst byrjun 1971
að ágúst byrjun 1972 sýna að
á því tímabili námu gjafir er
einstaklingar lögðu í styrkt-
arsjóð Lögberg-Heimskringlu
$5,338.00. Margir hafa nú þeg-
ar lagt í þessa árs sjóð og
birtast nöfn þeirra jafnótt í
blaðinu.
Fjárhagsskýrslur lagðar fyr-
ir fundinn sýna vaxandi fjár-
hagshalla við rekstur blaðs-
ins. Hallinn nam $12,095.07
frá ágúst byrjun 1971 að ágúst
byrjun 1972, en árið áður
nam hann $10,309.07. Forseti
stjórnarnefndarinnar, herra
S. Aleck Thorarineon mun
skrifa ítarlega um fjárhag
blaðsins áðurenn langt líður.
Dr. L. Sigurdson ritari
Góðir gestir
Séra Valdimar J. Eylands,
D.D., frú Lilja kona hans og
Barbara tengdadóttir þeirra,
v o r u við kvöldmessuna í
Fyrstu lútersku kirkju 26.
nóvember. Var séra Ingþór
I s f e 1 d sóknarprestur Gimli
safnaðar í stólnum, og hafði
séra Eylands orð á því, í góð-
látlegu spaugi, að þeir væru
víst færri sem legðu upp í
ferð frá Rugby, N. D., til
Winnipeg til að fá að njóta
íslenzkrar messu. En þær
voru nokkuð margar talsins
messurnar sem séra Valdimar
fltitti sjálfur á íslenzku, árin
sem hann þjónaði söfhuði
Fyrstu 'lútersku kirkju. í»au
héldu heim á miðvikudag 29.
nóvember.
Kynnir sér tónlist í skólum Winnipegborgar
Guðmundi Nordahl leizt svo
á við fyrstu kynni af Winni-
peg að ekki yrði tónlistarlífið
þar kannað að ráði á fárra
daga slitróttri viðstöðu í borg-
inni. Guðmundur er klarin-
ettuleikari í Lúðrasveit
Reykjavíkur, og var með í
hinni happasælu reisu hennar
um byggðir íslendinga í Vest-
urálfu síðastliðið sumar.
Guðmundur hefir ekki tón-
listina aðeins í hjáverkum.
Hann er skólastjóri tónlistar-
skóla Garðahrepps, nálægt
Reykjavík, og kennir tónlist
í barnaskólum þar. Honum
lék því hugur á að kynnast
músík í barnaskólum Winni-
pegborgar og gerði sér aftur
ferð þangað snemma í nóvem-
ber með konu sinni, Þórdísi
Ólafsdóttur. Hann leit inn hjá
Lögberg-Heimskringlu, Sagði
að þau hjón mundu ferðast
lengra vestur í land og halda
heim á leið eftir þriggja vikna
dvöl í Kanada.
Guðmundur hafði þá heim-
sótt nokkra skóla í Winnipeg
og talað við yfirmann tónlist-
arkennzlu í skólakerfinu. Var
honum hvarvetna vel tekið,
honum sýnt allt, sem að mál-
inu lýtur og allt skýrt fyrir
honum. Þótti honum mikið
koma til þeirrar áherzlu sem
lögð er á músíkkennzlu í skól-
unum í Winnipeg og allan að-
búnaðar til þróunar þessarar
menntar hjá æskunni. Fannst
honum einnig mikill glæsi-
bragur á tónlistarlífi borgar-
innar yfirleitt.
Hann frétti að frú Elma
Gíslason væri að æfa söng-
flokk sinn, Festival Opera
Framhald á bls. 5.
Víðtækt- verksvið ó sjó og landi
Dave Einarsson, sem fullu
nafni heitir Theodore David,
hefir verið kosinn varaforseti
Geophysical Service Incorpor-
ated, petroleum subsidiary of
Texas Incorporated in Can-
ada. Er það langt nafn og
flókið, en bendir til þess að
starfssvið Dave Einarssons sé
að kanna Kanada á sjó og
landi í olíuleit. Áður var hann
framkvæmdarstjóri þessarar
álmu fyrirtækisins, og hefir
verksvið hans legið víða út
um heim síðan hann útskrif-
aðist í jarðfræði frá Manitoba
háskólanum árið 1956.
Um árabil starfaði hann í
Summatra og víðar í austur-
löndum, en í Kairo kvæntist smíðað í Edmonton, Alta., sent
hann Ginu konu sinni, sem
er af egypskum og ítölskum
ættum. Þau eiga tvo syni Paul
Harold og Russell.
Félagið gerir út skip með
vísindalegum útbúnaði til
neðansjávar könnuniar á At-
lantshafinu við strendur Kan-
ada, og leggja þau leið sína
frá Nýfundhalandi til Græn-
lands.
Síðastliðið ár lét Geophysi-
cal S e r v i c e Incorporated
smíða skip til neðansjávar
rannsókna, sem er hið full-
kom nasta sem enn hefir verið
gert út í slíka könnun. Það
heitir G.S.r. Marirrer, var
í þrem stykkjum til Hay Riv-
er, N.W.T., sett þar saman og
steypt þar af stokkunum.
Dave er fæddur í Árborg,
Man., sonur Guðmundar Ósk-
ars Einarssonar og Guðrúnar
Elínar Schram Einarsson.
H e r r a Grettir Johannson,
gjaldkeri Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vesturheimi, af-
henti fundinum bankaávísun
upp á $1000.00 að gjöf frá fé-
laginu í styrktarsjóð Lögberg-
Heimskringlu.
Höfðinglegur styrkur frá fé-
lögum og einstaklingum hefir
gert blaðinu fært að gegna
hlutskipti sínu mörg undan-
farin ár. En örðugleikar við
rekstur þess aukast árlega,
með sívaxandi útgáfukostnaði,
sem öll blöð hafa átt við að
stríða, og rýrnandi tekjulind-
um, meðal annars vegna þess
hve mjög kanadísk blöð og
tímarit hafa orðið útundan í
keppni um auglýsingar síðast-
liðin ár.
Kom til orða að reynt yrði
að afla blaðinu auglýsinga á
íslandi vegna vaxandi ferða-
mannastraums milh landa, og
tveggja stórhátíða, er nú eru
í aðsígi á Islandi og í Mani-
toba, sem hlyti að gera flug-
félögum og Eimskipafélaginu
æskilegt að upplýsa almenn-
ing um þá þjónustu er þau
hafa upp á að bjóða. Einnig
gæti komið til greina kynning
á vörum er ferðamenn til Is-
lands eiga kost á, og innflutt-
um íslenzkum vörum í Kan-
ada, og kemur þar til greina
áætlun Eaton’s verzlunarinn-
ar í Winnipeg að hafa íslenzk-
ar vörur á boðstólum næsta
sumar. Verður þar um yfir-
gripsmikla kynningu að ræða.
Létu fundarmenn uppi það
álit að æskilegt mundi að
biðja velunnara blaðsins á ía-
landi að hafa það í huga þeg-
ar auglýsingum er ráðstafað.
Úr blöðunum fró íslandi
Tveir arkitektar vinna nú
að því að skipuleggja 1000
íbúða hverfi í vesturbænum í
Reykjavík. Þegar arkitektarn-
ir hafa skilað tillögum sínum
að skipulagi, mun það lagt
fyrir borgarráð til endanlegr-
ar ákvörðunar.
Ríkisstjórn Islands hefir
mælst til þess við ha&ar-
stjórnir landsirts að landhelg-
isbrjótar og aðstoðarskip
þeirra verði ekki afgreidd, og
hafa hafnarstjórnir tekið vel
í málið.