Lögberg-Heimskringla - 07.12.1972, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 07.12.1972, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER 1972 GULNUÐ BLOÐ GUÐRÚN FRÁ LUNDI „Sæll og blessaður, frændi. Hvernig heldurðu að þetta gangi fyrir okkur?“ Hann tók í framrétta hönd hennar. „O, ætli það gegni ekki þolanlega,“ sagði hann um leið og hann renndi sér inn með hlið þessarar fyrirferðarmiklu konu. Hann var orðinn matlyst- ugur og langaði heldur ekki til þess að ræða við þessa nýju sambýliskonu sína. Inni í húsinu var allt orðið fullt af einhverju búsáhaldadrasli, sem nýju ábúendumir áttu Allt var það heldur ófélegt, svipað eigendunum. Hon- um gramdist það svo, að hann setti fótinn í eina kölluna og sparkaði henni út í horn með talsverð- um hávaða. Hann opnaði búrkistuna. Þar var soðinn mat- ur. Gyða hafði nú búizt við, að hann yrði einbúi fáeina daga. Þarna var smjörskaka á fjöl og búr- hnífur hjá. Allt minnti þetta á þá umhyggjusömu góðu systur, sem nú var horfin. Á borðinu stóð trébytta full af mjólk og rauk dálítið upp úr henni. Þá mundi hann eftir kúnni, sem sjálfsagt hafði ekki fengið þurrt eða vott síðan snemma um morguninn. Hann flýtti sér fram úr búrinu og lenti beint í fanginu á Sigurlaugu, sem hafði stað- ið á gægjum við dyrnar. Hann flýði inn í eld- húsið. Þaðan í fjósið. Hún fylgdist með honum. „Það er líklega orðið mál að gefa kúnni,“ sagði hann á leiðinni eins og til þess að afsaka fátið og flýtinn. Kýrin var lögzt og heypokin tómur á stétt- inni. Tvær ókunnar beljur voru komnar í fjósið, heldur grennlulegar og hnútuberar hjá selhærðu og feitu kúnni hans Sveinbjarnar, sem nú var orðin eign Markúsar. Stór hymdur uxi var á innsta básnum. Þetta voru gripir Kláusar gamla. Sigurlaug var komin fast að hlið hans. „Hélztu að ég léti þína kú standa yfir tómri jötunni, meðan hinar úðuðu í sig. Það er auðséð, að þú þekkir mig ekki. Þú þarft ekki að hugsa meira um hana. Ég læt Auðbjörgu hugsa um þig að öllu leyti. Þá tekur hún náttúrlega til handa kúnni og kastar í hana, meðan þeim verður gefið. Hún ætlar að hafa það allt sér. Þú þarft ekki að óttast, að hún haldi illa á. Þú afhendir henni mat- vælin á morgun. Ég var búin að lofa Gyðu að reynast þér vel.“ „Er þá búið að mjólka kúna?“ spurði hann. „Já, auðvitað er búið að því og hún lögzt. Það var ekki mikil fyrirhöfn, þar sem heyið og vatnið stóð inni hjá henni.“ „Það þarf víst ekki að hugsa um mat handa mér fyrstu dagana. Gyða hefur séð fyrir því.“ Svo tók hann heypokann og hélt á honum fram. „Ég hef oftast nær tekið til handa henni, kýr- greyinu, og það geri ég enn á meðan þess þarf.“ Hann settist á búrkistuna og fór að borða. „Er þetta mjólkin mín?“ spurði hann húsmóðurina, sem fylgdist með honum hvert spor. „Já, þetta er nú þín mjólk. Ætlarðu ekki að koma inn og tala við Kláus, meðan þú ert að borða?" spurði hún. ,Nei, ég sit héma. Það er ekki nema fyrirhöfn að bera þetta snarl inn.“ Hún kom með yfirbolla og jós úr byttunni í könnu, sem hann átti. „Þessa byttu á nú nýja ráðskonan," sagði hún glettnislega. Honum féll það hreint ekki vel, að heyra hana nefna Auðbjörgu því nafni, en lét það sem ótalað. Sigurlaug stóð nú við hné hans og sagði hon- um frá búskap Nikulásar afa hans. Hann hugsaði til þess með kvíða, ef hann ætti að hafa þessa símalandi kvörn við hlið sér í hvert sinn, sem hann mataðist — í heilt ár. Það yrði hræðilegt. Loksins var hann búinn að borða og lét matar- leifamar niður og læsti búrkistunni. Þetta var myndarkista, líklega úr búi Nikulásar afa hans. Þá voru ekki hirzlurnar hafðar ólæstar. Svo fór hann út til þess að taka til handa kúnni. Þegar hann kom inn aftur, var Kláus hátt- aður í rúm Gyðu. Hann kastaði á hann kveðju, settist’ á sitt rúm, sem búið var að taka ábreið- una af og slétta snyrtilega úr sænginni, og fór að tína utan af sér spjarirnar. Kláus var eitthvað að tala um veðrið. Það hafði breytzt til batnaðar, því að helzt hafði litið út fyrir rigningu. Það hefði náttúrlega verið ákjósanlegt fyrir túnin, það er að segja þau, sem búið var að koma ofan í. Markús svaraði því einu, að það væri gott að fá þurrt veður meðan sauðburðurinn stæði yfir. Auðbjörg kom inn í dymar og stóð þar bros- andi meðan hann var að klæða sig úr, og spurn- ingarnar ráku hver aðra: Hvað hann hefði eignast mörg lömb í dag? Hann sagðist nú bara ekkert hafa kastað tölu á það. „Svona er að eiga margar rollur. Það emm við, sem getum talið það, hversu mörg lömb fæð- ast á dag,“ sagði hún glettin. Markúsi hafði verið kennt að ganga rösklega að hvaða verki, sem hann gerði, eins því að klæða sig og afklæða. Hann var kominn undir sængina eftir litla stund. Hún gæti víst glápt á annað en hann, þetta stelpuflón. Hún fór að gæta að plögg- unum hans. Þegar hún sá, að það þurfti ekkert við þau að gera fór hún fram. En Sigurlaug kom inn og fór að hátta hjá manni sínum. Þau töluðu bæði við Markús, hvort í kapp við annað. Hann gegndi fáu, því að hann var þreyttur og syfjaður. Málæði þeirra varð að fjarlægri suðu og hvarf alveg að lokum. Þau töluðu til hans löngu eftir að hann var sofnaður. Þá sneru þau saman bök- um, og að lítilli stundu liðinni heyrðist ekkert nema andardráttur sofandi fólks. 5. Þegar hjónin vöknuðu næsta morgun var Markús allur á burt. „Hann getur vaknað maðurinn þessi,“ sagði Sigurlaug. ,Honum hefur sjálfsagt verið kennt það í upp- vextinum að sofa ekki öll augu úr sínu höfði,“ sagði maður hennar. Þau byrjuðu að vinna, hvort í sínum verka- hring. Hann bar smíðabekkinn sinn inn í norður- skálann. Auðbjörg hjálpaði honum. En Sigurlaug fór að kveikja upp undir katlinum. Það var tals- verð tilbreytni að kveikja eld í nýjum hlóðum og hengja ketilinn yfir. Hún var búin að elda um tuttugu ár í eldhúsinu á Melhúsum. Það vantaði heldur ekki, að það, væri myndarlegt þetta eld- hús héma í Grenivík, enda hafði þetta verið ríkis- bændabýli, og nú var hún orðin hér húsmóðir. Hún brosti drýgindalega, enginn gat vitað hvað fram undan var. Hún kallaði fram til feðginanna, að nú væri morgunkaffi heitt á nýja bænum. Bezt að drekka það inni í baðstofunni. Svo spyr hún, hvort nokkur hafi séð Markús. Guddi sagði, að hann væri víst niðri í fjárhúsum, því að hundur- inn hans lægi uppi á þekjunni. „Kallaðu þá á hann, greyið mitt,“ sagði móðir hans. Hann gerði það, en kom fljótlega aftur kaf- móður af ákafanum að geta sagt frá því, ag Mark- ús væri búinn að stinga út úr anmarri krónni, meðan þau hefðu sofið. ,Ekki spyr ég að dugnaðinum,“ sagði Sigur- laug. Skömmu seinna kom Markús. Hann hafði far- ið inn í búr og náð í kleinur með kaffinu. Það var siður Gyðu að hafa brauð með kaffinu á morgnana. Hann bauð góðan daginn og settist að borðinu með hinu fólkinu og lét kleinudiskinn hjá sínum bolla. En þá seildust allar hendur eftir kleinu af diskinum, öllum hafði dottið það sama í hug, að hann ætlaði að traktera þau á kleinum. Eftir litla stund var engin kleina eftir. Sjálfur hafði hann náð í eina. Svo byrjaði málæðisuðan að nýju og var nú fjórrödduð, því að systkinin töluðu líka. Markús varð feginn að komast út að verki sínu. Kaffið fannst honum bragðlaust skólp. Þetta var allt svo gremjulega hlægilegt, að Gyða hefði vafalaust getað hlegið að því. Aldrei myndi hann kynnast eins skemmtilegri stúlku og henni. Allar aðrar voru leiðinlegar og síblaðrandi. Þá var hjólbörum ekið heim í húshlaðið og Auðbjörg og Guddi fóru að hamast við að bera út hnausana og aka þeim á þurrkvöllinn. „Það ætlar að borga mér kleinurnar,“ hugsaði Markús. Guddi var alltaf að tala eitthvað við hann, en hann var svo þvoglumæltur, að Markús skildi lítið af því. Hann þráði að komast eitthvað í burtu frá þessu símalandi fólki. Honum er líka orðið hræðilega illt í bakinu. Hann endar við hálfnað verk og verður feginn að koma undir bert loft og anda að sér góðviðrinu. Auðbjörg ekur 'frá á hjólbörunum. Hún er orðin blóðrjóð og kófsveitt, en móðir hennar krýpur í miðjum hnausaflekknum og klýfur hnausana í þunnar flögur. Markús styðst upp við húsvegginn og þurrkar framan úr sér svitann, tekur því næst upp pontuna og fær sér í nefið. Sigurlaug lítur upp. „Sýnist þér þetta ekki ganga hjá okkur, frændi! Sýnist þér ekki ráðskonan þín geta tekið til höndunum?“ Hún bendir á Auðbjörgu, þar sem hún hellir heljarmikilli hnausakássu úr börunum rétt hjá móður sinni. „Það lítur út fyrir það,“ sagði hann. „En ég held bara að þið látið þetta svo þétt, að það þomi aldrei. Ég verð nú víst að fara að líta eitthvað eftir rollunum,“ bætti hann við og hvarf burtu án þess að segja eitt einasta þakklætisorð fyrir hjálpina. Þá byrjaði Guddi að ryðja úr sér blóti og ill- yrðum yfir því að þurfa að vera að púla hér hjá þessum asna, sem ekki vildi einu sinni tala við mann, því síður þakka manni fyrir. Það væri víst nær að fá sér eitthvað að éta og fara svo að gæta að sínum eigin rollum. En Auðbjörg horfði bros- andi á eftir Markúsi, hvað hann hljóp léttilega yfir túngarðinn, sem var þó nokkuð hár, og vest- ur yfir grjótrindana. Hann var svei mér ekki aldurslegur í hreyfingum, hugsaði hún. Sigurlaug kallaði á eftir honum, að það tæki því ekki fyrir hann að fara burtu fyrr en búið væri að borða. En það kom ekkert svar. Sigur- laug var aldeilis orðlaus yfir þessu öllu, en von- aði samt, að það myndi lagast með tímanum. Það var komið fram yfir miðjan dag, þegar Markús kom heim aftur. Hann sá að taðið var allt komið í einn svartan flekk framan við fjár- húsið. Hann hafði hugsað sér að láta ekki kerling- una eyðileggja sig svona aftur, með því að tal'a um ráðskonuna. Úr því að hann var kominn í sambýli við þetta fólk, varð hann að þola það. Hann gekk hiklaust til baðstofu. Mæðgurnar voru inni í húsinu að skoða sessuna hennar Gyðu og dást að því, hvað þetta væri fallegt. „Þama kemurðu þá loksins, frændi!“ sagði Sigurlaug. „En hvers vegna beiðstu ekki eftir matnum? Ertu ekki aldeilis að detta í sundur af hungri?“ „Það er mjög vanalegt um sauðburðinn, að maður borði ekki alltaf á réttum tíma,“ sagði hann „Ef þið vilduð láta mig hafa mjólkursopa með snarlinu, yrði ég feginn, því að ég er orðinn vel matlystugur.“ „Það er nú meiri umhyggjan fyrir skepnunum að gefa sér ekki tíma til að borða,“ sagði Auð- björg. „Alltaf er þó maturinn mannsins megin.“ Framhald.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.