Lögberg-Heimskringla - 07.12.1972, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 07.12.1972, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER 1972 7 Þú aldrei gleymist Fáein kveðjuorð í minningu um kæran vin Jakob F. Krisijánsson, F. á Akureyri 23. maí 1895. D. 8. oklóber 1972. Frá hinni fyrstu góð-kynn- ingu við þig, man eg þig vin- ur Jakob, eða Kobbi eins og þú varst ávalt kallaður af vinum þínum. Það var fyrir fjörutíu árum síðan, í samfé- lags lífi Sambands safnaðarins í Winnipeg, sem ég kynntist þér fyrst. Þar var glaðværð góð og gott að vera með í sámstarfi og söng, þjóðlegum leikum í athöfn og orði. Þar var ljós á leiðum og leitað fram með sókn og vöm eftir þörf til nytsemdar til vegs og vita, og lagst á eitt í dyggð og dáð með heilbrigðri viðleitni að gera vel og láta sem mest gott af sér leiða. Þar varst þú vinur með fjölskyldu þinni, heill og hugumstór yfir marga ára tugi. í þessari félags fjöl- breytni kynntist eg þér og þínum í söng á löngum leið- um og ýmiskonar framvindu átökum sem þér lét vel að vinna hvar sem þú varst að verki. Svo með líðandi árum voru mér ávalt kærar leið- beiningar þínar þar sem þekk- ing mín var af skornum skamti hér, þá nýkominn að heiman. Með aukinni kynn- ingu lágu leiðir okkar saman, sem leiddi til þess, að við kom- um okkur saman um að sækja hvorn annan heim einu sinni í viku hverri til gleðistunda í leikum og oft skemtilegum samræðum. Úr þessum heim- sóknum teigðist svo vel, að þær stóðu yfir milli heimila okkar í tuttugu og fim til þrjátíu ár. En í sambandi við það mátti engin hindrun standa í vegi fyrir öðru sem fyrir kunni að koma og varð að sinna. Og þessar heimsókn- ir entust næstum því til þinn- ar hinnstu stundar. Eftir svo langa samveru og skemti stundir, er margs að minnast og margt að þakka. Og mynd- irnar geymast og aldrei gleym- ast. Þó eg minnist þannig samveru stunda okkar, þá er það alls ekki ætlun mín að rekja æviferil þinn. Það læt eg öðrum í té. En með þess- um línum langar mig aðeins til að þakka þér fyrir liðna tíð, a'l'lar körgu ánægju stund- irnar sem við hjónin áttum í húsi ykkar hjónanna á marg- an veg. Þar var íslenzk risna, góðhugur og alúð til allra sem að garði þínum komu. Greið- vikni og tryggð héldust* þar ávalt í hendur. Eg þakka þér einnig góðar leiðbeiningar þegar eg gékk inn í bræðra- félagið, þú reistir mig og nærðir mig af veigum þekk- ingar þinnar. — Það er margt sem mig langar að færa í let- ur, en þó er það aðallega eitt atriði af mörgum sem mér er kærast og vermir bezt, sem mig langar til að leiða inn í dagsljósið og þakka. Það hafði sérstaklega . elskulegar sam- ræður í för með sér og varð að sönnum veruleika sem okk- ur hjónum hefði að líkindum aldrei hlotnast ef þú hefðir ekki fært góð rök að því hvað það yrði okkur til mikillar á- nægju eftir á. Og þar sem þú hefur nú flutt yfir móðuna miklu, vil eg festa þetta á blað, því hefði eg beðið ári lengur með það sem við rædd- um um, var lokað fyrir það. Svo ekki þar um saga sögð. Umræðumar stóðu í sam- bandi við ferð heim til íslands árið 1968. Eitt kvöld er við vorum í húsi þínu, færðir þú það í tal hvort við ætluðum ekki í ferð til Islands með þessari ferð. Gafst þú í skin að það væri kominn tími til fyrir okkur hjónin að skreppa heim. Eg tók því vel en þó ekki ákveðið, því hugmynd okkar hjónanna var sú, að vera lengur heima en einn mánuð þegar við færum á annað borð, því við þyrftum svo víða við að koma og dvelja um stund, að við sáum okkur ekki fært að geta notið þess á einum mánuði. Við ræddum þetta oft og mörgum sinnum þegar leiðr lágu sam- an. Tíminn leið óðfluga og stundin sem flugvélin átti að fara nálgaðist óðum án þess að ákvörðun væri tekin. Svo var það einn sunnudag, eg vaknaði alhress af værum blundi eins og vanalega. Það var yndislegt út að líta, ekki skýhnoðri til á lofti hugsana vitundar minnar. Eg lá vak- andi um stund og hugsaði. Heyri eg þá að konan segir. „Ertu búinn að vaka lengi?“ Sagði eg henni þá að eg hefði verið að hugsa um heimferð- ina. Við ræddumst við um málið aðeins lítið eitt, því við vorum ákveðin í hvað við ætl- uðum að gera. Hvernig væri að við förum á fætur og bregðum okkur til vina okkar, KaKbba og Steinu til þess að segja þeim ákvörð- un okkar. Konan tók þessu með svo miklum fögnuði, að þá vissi eg fyrst hvað hana langaði mikið til að fara heim. En það sem réði úrshtunum fyrir mér, voru hinar vinsam- legu lýsingar þínar, vinur Kobbi af fólkinu og öllum þeim unaði sem fellur þeim í fang sem leggur leið sína heim til að kynnast og skemta sér með vinum og vandafólki heima, að sjá gamlar æsku- stöðvar og breytingar allar til betrunar hvar sem komið er. Þegar við svo komum heim til þín, stóðst þú í dyrunum bros- andi alveg eins og þú hefðir átt von á okkur. Við gengum inn með þér, og næstum því áður en við gátum sezt niður, varð mér að orði. „Það var svo fagurt út að líta í morg- un, himininn heiður, sólskin- ið svo glatt, að við urðum að fara út í daginn og drekka í okkur fergurðina og angan jarðar, með því að renna út til þín í þeim tilganigi að gleðja þig með því að við höfum ákveðið að verða ykk- ur hjónunum samferða til ís- lands. Eg hafði sérstaklega mikla ánægju af að sjá hvað andlifc þitt ljómaði þegar eg sagði þetta. Þú reist úr sæti þínu með augun glampandi af fögnuði um leið og þú kall- aðir til konu þinnar og sagðir. „Steina. S t e i n a ! Komdu hingað snöggvast. í sama bili birtist Steina brosandi í dyr- unum og segir. „Hvað er um að vera?“ Þá sögðu þau bæði í sameiningu. „Davíð og Rose ætla að verða okkur samferða' heim.“ í gegnum allt þetta og margt annað sá eg þig eins og þú varst ávalt þegar talað var um eitthvað í sambandi við ísland og íslenzku þjóðina. Svona voru viðtökurnar vana- lega. Hjálpsemi þín og greið- semi og dugnaður, héldust í hendur. Það virtist ávalt vera nægur tími til að leggja öðrum lið, hvað mikið sem var til að gera. Og nú ert þú farinn vinur. Við söknum þín. Allir safcna þín. Það var ávinning- ur að fylgjast með þér á langri leið í gleði, söng og starfi. — Líf aldrei deyr. — Runólfur Marteinsson ÆVISAGA SÉRA JÓNS BJARNARSONAR Bókaútgáfan Edda, Akureyri. VERÐ — TÓLF DOLLARA Fáanllegt frá JÓN L. MARTEINSSON Box 238 Keewatin, Ont. B. T. H. MARTEINSSON Ste. 8-7184 Neal Sl., Vancouver 14, B.C. M. — DO NOT DETACH — Your Subscription to the Lögberg-Heimskringla from............19.... to...........19.... $........ Kindly co-operale with the publishers by paying your subscription in advance. Date...................19.... Enclosed find.............................in payment of Lögberg-Heimskringla subscription $6.00 per year. All cheques should be made payable to Lögberg-Heimskringla 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG, MAN., CANADA R3B 2M7 TELEPHONE 943-9931 Davíð Björnsson. 'What kind of gift can I get them this year?" is a question ycu may be asking yourself right now. Why not consider these, or one of the many practical electrical gifts available at Winnipeg Hydro Show- rooms? ÍD-SPEED BLENDERS CARVING KNIVES CAN OPENERS CORN POPPERS FOOD MIXERS FRY PANS & DEEP FRYERS KNIFE SHARPENERS HAIR DRYERS & SETTERS wmm YDRO 405 Portage Ave. Phone 946-0201

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.