Lögberg-Heimskringla - 07.12.1972, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 07.12.1972, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER 1972 Hundrað ór síðan Free Press fæddist í Winnipeg Þegar Winnipeg Free Press hóf æviferil sinn 30. nóv- ember 1872, var það vikublað og hét Manitoba Free Press. I>á var Winnipeg nýsprottin uppúr sléttugrasinu, og þess vegna eðlilegt að þessi stórhuga nýgræðingur, sem bar prent- frelsið í nafninu, vildi eiga sér víðari vettvang. En þessi litla sléttuborg var samt miðpúnktur landsins, og var af .eðlilegum ástæðum nefnd hliðið að Vesturlandinu þegar um hana var rætt austur í landi. Um Winnipeg og hinar endalausu sléttur, er teigðu sig vestur af borginni, lék ævintýraljómi er gagntók hugi ungra áhugamanna og kvenna, sem þótti farið að þrengja um sig austur í fylkjum. Winnipeg varð því fyrsti áfangi þeirra sem þráðu landrýmið í vestri. Þangað sendi dagblaðið Toronto Globe, ungan fréttamann, William Fisher Luxton. Og þar ílentist fréttamaðurinn, stofnaði Manitoba Free Press með öðrum manni, og gerðist fyrsti ritstjóri þess. Þangað lá leið Clifford Siftons, sem seinna varð eigandi og útgefandi Free Press og einn af áhrifamestu stjórnmála- mönnum landsins. Þar staðnæmdist Patrick Gammie Laurie árið 1869, og tók við ritstjórn blaðsins Nor’-Wester í Fort Garry, gerðist síðan prentari hjá Manitoba Free Press árið 1878, en þegar átti að skipa hann ritstjóra, hélt hann í norðvestur, þar lá hið mikla landflæmi North West Territories enn óskipt og lítt kannað. Þar stofnaði hann blaðið Herald í þorpinu Battleford, og var það fyrsta blaðið á sléttunum fyrir vestan Winnipeg. Hann lét mikið til sín taka, deildi djarft við lands- stjórnina í Ottawa um gagn og nauðsynjar norðvestur lands- ins og bar ósjaldan sigur úr býtum. Svo skýrt og rétt voru fréttir skráðar í blaði hans, að nú er Herald, talið með órækustu heimildum ef leitað er upplýsinga um Riel upp- reisnina 1885. Þá sat stjórn North West Territories í Battleford, og ekki annað sýnna en að þar yrði höfuðborg Saskatchewan þá skipt yrði í fylki. En örlaganornin í gerfi járnbrautar- innar svipti hinn söguríka stað því hlutskipti. Óvíst er að svo hefði orðið ef hins framsýna, hugmyndaríka blaðamanns, Paitrick Gammie Laurie hefði notið við, en þá hafði hann borið beinin þar í norðvestri um aldur fram. Blaðið lifir hann, og var marga áratugi undir stjórn afkomendanna. Nafn þess varð Saskatchewan Herald þegar fylkið skapaðist. Annar átti að erfa ríkið við hlið Vesturlandsins. Mani- toba Free Press var aðeins 14 ára gamalt þegar John Wesley Dafoe sagði sig frá ritstjórn blaðsins Ottawa Journal í höfuð- borg landsins og flutti til Winnipeg. Það var árið 1886 að hann kaus sér starfssvið við Manitoba Free Press í hinni einangruðu sléttuborg vestur í landi. Sama ár fæddist Heims- kringla í Winnipeg, en hún er eldri liðurinn í Lögberg- Heimskringlu. Það spáði sönnu um hvað síðar yrði með blaðamennsku í Kanada að einn af brautryðjendum hennar, hinn skapríki Patrick Gammie Laurie, skildi við Manitoba Free Press og þræddi eigin slóðir á ókönnuðu svæði, en J. W. Dafoe settist þar að völdum og átti mikinn þátt í að efla svo ríkið að það stendur nú traustum fótum í þjóðfélaginu, og mun halda þar velli. Óteljandi blaðamenn og blaðakonur hafa starfað ævilangt við Free Press, margir sér til frægðar og frama. En þeir eru líka ófáir ritstjóramir við stórblöðin í Kanada, sem byrjuðu starfsferil sinn við Winnipeg Free Press. Það er altalað í þeirra hóp að allar dyr standi opnar fyrir þeim sem geta sannfært ritstjóra hvaða blaðs sem er landshom- anna á milli, að þeir hafi þjálfast í iðn sinni við Winnpeg Free Press. „Svo þér tókst loksins að slíta þig frá Free Press,“ var sagt við blaðamann, sem hafði tekið stöðu vestur á Kyrra- hafsströnd. „Ekki segi ég það nú,“ svaraði hann. „Free Press er svo blandað blóðinu í mér að þar verður aldrei fullkom- inn skilnaður. Svo mega fleiri segja, og það ekki einungis starfsfólk blaðsins. Winnipeg Free Press hefir verið svo samtvinnað þjóðfélaginu í Vestur Kanada og örlögum þess í hundrað ár, að bæði hafa þróast af áhrifum hvort frá öðru. Winnipeg Free Press er árnað heilla á hundrað ára aldursaifmælinu af Lögberg-Heimskringlu, sem er aðeins 14 árum yngra, og fæddist í Winnipeg. — C. G. Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy Sireel, Winnipeg, Man. R3B 2M7 Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. Ediior Emeriíus: INGIBJÖRG JÓNSSON Editor: CAROLINE GUNNARSSON President, Johonn T. Beck; Vice-President, S. Aleck Thororinson; Secretary, Dr. L Sigurdson, Treosurer, K. Wilhelm Johónnson. EDITORIAL CONSULTANTS: Winnipeg: Prof. Haroldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eytands, Tcm 'Oleson, Dr. Thorvaldur Johnson, Dr. Philip M. Petursson, Hjalmar V. Larusson. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victorio, B.C.: Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlocius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jock. Subscriplion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Sacond dan moil reoiitrotion numbw 1667" Ávarps- og þakkarorð til Vestur-íslendinga fró Lúðrasveit Reykjavíkur Dagana 2.-25. ágúst 1972 efndi Lúðrasveit Reykjavíkur til ferðar um byggðir Vestur- Islendinga í Kanada og Bandaríkjunum. Tilgangur ferðarinnar var m.a. tvíþætt- ur: í fyrsta lagi að minna Vestur-íslendinga á þjóðhá- tíðina miklu árið 1974, sem haldin verður I tílefni ellefu hundruð ára afmælis íslands- byggðar og í öðru lagi til þess að leggja fram sinn litla skerf til eflingar þjóðræknismálum þ.e. treysta bönd ættrækni, vináttu og sameiginlegrar arf- leigðar íslendinga vestan hafs og austan. Flogið var frá Keflavík 2. ágúst til New York, síðan til Minneapolis, og haldið þaðan með strætisvagni til Gimli í Manitobafylki, með stuttri viðkomu að Mountain (elli- heimilinu Borg og Selkirk). Frá Gimli var síðan haldið um byggðir Islendinga í Mani- toba: Árborg, Lundar, Mikley, Riverton og Winnipeg, svo að nokkrir staðir séu nefndir. Frá Winnipeg var síðan hald- ið til Albertafylkis, Edmon- ton og staldrað við í Marker- ville, og þaðan ekið til Cal- gary og síðan vestur yfir Klettafjöllin, til Vancouver í British Columbia og loks til Seattle í Washingtonríki (með viðkomu að elliheimilinu Staf- holti í Blaine) og flogið þaðan heim um Denver í Colorado og New York 25. ágúst. Eins og sjá má var ferðin löng og ströng, svo að ekki vannst tími til þess að heimsækja allar byggðir íslendinga, ag eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á því. Lúðrasveitin heimsótti m,a. öll hin mynd- arlegu elliheimili, sem Vestur- íslendingar reka með miklum glæsibrag. Þau vöktu sérstaka athygli ferðal'anganna. Alls lék lúðrasveitin naer '25 siim- um í ferðinni og að sjálfsögðu mest íslenzk þjóðlög og ætt- jarðarsöngva. Tilgangur þessara fáu orða er ekki sá að rekja langa ferðasögu, frá hafi til hafs, eða segja frá 'hmum fjölmörgu ánæ-gju- og gleðistundum, sem Lúðrasveitarmenn áttu með I Vestur-íslendingum, á þriggja vikna langri og viðburðaríkri reisu um Vesturálfu, heldur aðeins að færa öllu því fólki hugheilar þakkir, sem af hjartans einlægni og alveg sérstakri velvild greiddi götu Lúðrasveitar Reykjavíkur i þessari ferð. Hér verða ekki nefnd nein nöfn. Sá listi yrði all langur, en rétt er og skylt að minnast allra móttöku- nefndanna, á þeim stÖðum, sem lúðrasveitin heimsótti. Þær lögðu á sig óhemju erf- iði við skipulagningu og und- irbúning komu hennar á hvern stað. Ekki verður held- ur gleymt öllum gestgjöfun- um, sem hýstu ferðalanganna, því síður yfirvöldum í borg- um, bæjum, sveitum og hreppum, forsvarsmönnum félaga, klúbba, að ógleymd- um kvenfélögum og kirkju- yfirvöldum og fjölda einstak- linga, sem opnuðu dyr heim- ila sinna upp á gátt. Sú mikla gestrisni, hjartahlýja og upp- örvandi hlýhugur mun aldrei líða komumönnum úr minni — og þeir þakka fyrir alla þessa vinsemd. Fyrir févana sveit manna er kostnaður við slíkt ferða- lag nokkur fórn og sjálfsagt verður að framlengja ferða- víxilinn um nokkurt árabil, þrátt fyrir þetta myndarlega framlag Vestur-Islendinga og vina og velgjörðarmanna heima á Fróni, en banki minn- imganna g e y m i r dýrmætan fjársjóð, öllu fé betri, m. a. örlagaríka og merkilega sögu íslenzka þjóðarbrotsins í Kan- ada, fólksins, sem tók sig upp á þrengingartímum þjóðar sinna^, settist að í framandi landi, í gjörólíku umhverfi, með tvær hendur tómar, en sleit síðan af sér alla fjötra fátæktar og basls, rétti sig úr kútnum, brauzt áfram til bjargálna og aflaði sér trausts og virðingar allra í hinu fram- andi landi. Já, ferðahópurinn frá ís- landi, varð margs vísari um þetta fólk, frumbýlingsárin, basl þess og óbilandi kjark, þrek, seiglu, sigra og ósigra Framhald á bls. 5. SyyJUL Hvað hefir orðið af krökk- unum sem allstaðar flæktust fyrir fótum manna í gaml^- daga, eftir því sem fólk sagði? Nú sér maður varla hnötV ótt krakkakrýli velta niður nokkrar tröppur og stinga sér svo kollhnísa alveg út áð hliði, og það þó maður gangi upp og niður strætin fyrir framan hús sem ættu að vera full af krökkum. Aldrei fær maður snjóbolta í gagnaugað, rétt fyrir ofan gleraugun, og aldrei er maður skotinn milli herðanna með ískekki eða þvíumlíku. Hvað gera krakkarnir að gamni sínu nú á dögum, ef eitthvað er enn eftir af þeim í heiminum? Helzt fer manni að gruna að fólkið sé farið að fæðast fullorðið. Væri slíkt •sízt láandi. Það er ekki svo spennandi að vera krakki nú- orðið. Ég kom samt að stráksnáða um daginn, þar sem hann var eitthvað að gaufa í skugga- krók á milli húsa. „Ertu að hnoða snjóbolta til að skjóta í stelpurnar?" spurði ég. „Til hvers er að hnoða snjó- bolta fyrst maður má ekki kasta þeim?“ sagði strákur ó- lundarlega. „En einhvemtíma þegar enginn sér til mín skal ég henda stórum snjóbolta eins hart og ég get yfir fensið hjá kerlingunni í húsinu hinu- megin og hitta hana í réttann stað þegar hún er hálfbogin við að skafa svellið af tröpp- unum hjá sér.“ „Þetta er nú ekki fallega hugsað,“ sagði ég, „og þú sem ert eins og engill í framan, það er ég viss um, þegar vel liggur á þér.“ „En hún kallar á pólitíið, kerlingin hinumegin, ef snjó- bolti fiýgur yfir fensið hjá henni, svo hann má þá eins vel lenda aftan í henni ef hann þorir yfir fensið á annað borð.“ „Eru snjóboltar á móti lög- unum?“ ,;Það má henda þeim í stelp- ur, en ef þeir hitta skólatröpp- urnar í staðinn, er fjandinn vís af því. Snjórinn skítur ut tröppurnar.“ Krakka greyin að Jjurfa að læra að vera gömul svona ung, og drýgja allar sínar beztu syndir í leyni eins og fullorðna fólkið! — C. G.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.