Lögberg-Heimskringla - 06.06.1974, Qupperneq 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚNl 1974
SAMBÝLI
a&tiJi
fcinah d(. Jiuahan
Fyrir ekkert annað en vitið. Það kemur ekkert
málinu við, hvað nytsamt iþað er eða ánytsamt,
sem gengur feaupum og sölUm — enda væri það
óðs manns æði, að kaupsýslum'aður færi að gera
sér rellu út 'af því. Hann druknaði í botnlausu
feni efasemda og alls konar vitl'eysu, því að sami
hluturinn gertur verið nytsamur einum og skað-
legur öðrum. Hvaða vara sem það svo er, sem
gróðinn er bundinn við, þá er hann aldrei annað
en verðlaun fyrir vitið — í þetta skápti það vit
mitt að kaupa víxilinn og það vit yðar að láta mig
fara með efni yðar.
Og nú hló hann hátt, og létt var orðið yfir hon-
um, eins og þegar hezt lét.
Henni var svo ógeðfelt að hlusta á hann, og
hún var svo vandlega á verði gegn honum, að hún
hafði ekki hlustað á hann nema að nokkru leytá.
— Mér er a'lveg sama, hvað þér segið, og hvem-
ig þér fóðrið þetta, mælti hún. Þennan gróða vil
ég ekki. Og ég vil ahs ekki græða á því að hafa
af öðrum.
Honum fannst þetta reyna á stillinguna. En
hann ásetti sér að vera þolinmóður.
— Viljið þér þá engan gróða, frú Finndal? All-
ur gróði er fenginn með því að hafa af öðrum —
sem þér nefnið svo — fengixm með því að toga út
úr öðrum meira en kostað hefir verið til. Stund-
um láta menn toga það út úr sér af mauðsyn, en
stundum af fákænsku — það kemur ekkert mál-
inu við. Það er allt ran.gfengið, ef þér viljið ieggia
á það einhvem himneskan mældkvarða... Hvem-
ig farið þér annars að lifa af efnunum, sem þér
hafið fengið eftir manninn yðar? Hvemig haldið
þér, að þau séu undir komin? Hann byrjaði blá-
fátækur, eins og ég. Hann dó auðugur maður. —
Hvemig haldið þér, að hann hafi fengið efnin? —
Haldið þér, að það hafi atvikast með einhverjum
himneskum hætti? Hann fékk þau með því að
kaupa alia hluti svo ódýrt og selja allla hluti svo
dýrt. sem honum var unt. Hann fékk þau með
því að selja aldrei nokkurn hlut fyrir jafnlítið og
hluturinn hafði kostað hann — þó að tilkostnað-
urinn væri reiknaður vandlega og hátt. Hann fékk
þau með því að sjúga allt af dálítið meira en yður
murudi finnast að honum hafi borið út úr hverjum
mianni, sem hann mest við úrræðalausa ræfla. —
Hann var einn um hituna- Hann saug fast. Og guð
veit, að ég lái honum það ekki.
Og Jósafat fór aftur að hlæja, góðlátlega og
hjartanlega.
En frúnni fannst eins og farið væri með plóg um
sál sína. Ymist varð hún föl eða rauð sem blóð.
Jósafat tók ekki eftir því, fyrr en þessari romsu
var lokið og hann var hættur að hlæja.
— Nú hefi ég liklega hlaupið á mig og gert
bölvaða vitleysu, sagði hann við sjálfan sig.
Frúin tók til máls — svo hrygg og reið, að
henni veitti nokkuð örðugt að koma upp orðun-
um.
— Það getur vel verið, að mín efni séu illa
fengin, sagði hún. Það getur vel verið, að ég ætti
að fleygj'a þeim frá mér, koma þeim fyrir einhvers
srtaðar, þar sem víst er, að þau verði ékki notuð til
annars en góðs. Guð véit, hvað ég ætti að gera í
því efni. Eg veit það ekki. En hitt véit ég, að ég
á ekki að nota þau til þess að láta yður sjúga út
aðra menn — eins og þér hafið farið með Grímu
gömlu í kafanum. Og ég ætla heldur ekki að gera
það-
Jósafat varð dálítið felmltraður af nýju. Frúin
var orðin svo alólík því, sem hann hafði niokkum
tíma séð hana áður. Hann var því óvanur að taka
briigzlum með þögn og þolinmæði. En hann sá,
að ekki var annars kostur en að fara vel að henni.
— Já þér minnist á Grímu, sagði hann. Eg get
því svo sem nærri, að hún hefir korriið til yðar og
kært mig. Og af því að þér eruð svo frásneidd öllu
Viðskiptalífi, þá finn ég að það er eðlilegt, að yður
veiti nokkuð örðugt að skilja mig í því máli. Við
kaupsÝslumenn lítum svo á, sem viðsMpti eigi æf-
inlega að vera viðskipti og ekki annað. Það er
heimska að grauta saman við þau óskyldum hug-
myndum, eins og mannúð og viðkvæmni og góð-
gerðasemi. Eg er ekki að mælá á móti þessum hug
myndum; þær eru góðar, þar sem þær eiga heima.
Viðskiptunum koma þær ekkert Við. Ef við gerum
saimhinga, þá er það ökkar verk að fá þá sem hag-
kvæmasta okkur. Allir ætlast til að við stöndum
við okkar samninga- Við ætliumSt líka til að aðrir
standi við sína — þó að þeir kunni að reynast
þedm óhágstæðir. Þetta er svo mikilvægt megin-
atriði, að það er þjóðfélaginu ekki til annars en
bölvunar, að því sé nokkum tíma stungið undir
stól — þó að það séu manneskjur eins og Gríma,
sem í hlut eiga. Allt annað mál er það, hvað ég
fcann að gera fyrir hana þar fyrir utan.
Jósafat sagði þett? af sannfæringar-hita. Frúin
fann, að í þessu fyigdi verulegur hugur máli hjá
honum. En gerði ekki annáð en auka gremju henn
ar.
— Já, ég skil yður, sagði hún, og var öllu æst-
ari og hnarreidtari en áður. Yður finnst sæmilegt
að sjúga menn út í viðskiptum með harðýðgi og
rangiæti. Svo ætlið þér að sýna veglyndið með
öhnusugjöfum tdl einhvers af þeim, sem þér hafið
félett!
Svo mikill gustur stóð af henni inn í sál Jósafatis
að hann kveinkaði sér. Óttinn við það, að hann
væri að missa af ölllum tökum á henni, kæfðu
alla reiði í hug hans. Og hann gerði sig svo ljúfan,
sem honum var frekast lagið.
— Verið þér ekki að talia iila um ölmusumar,
frú Finndal, sagði hann brosandi. Þær hafa komið
sér vel hjá mörgum- Og lítið yrði úr þeim, ef eng-
inn eignaðist nokkurn tíma neiitt. Eg er ekki ófús-
ari á þær en margur annár. Hvað segið þér um
það, að ég láti kerlinguna fá kofann, án þess að
hún þurfi nokkuru við að bæta? Það væri óneit-
anleva myndarleg ölmusa. A ég að gera það? Ef
þér segið eitt einasta já, þá geri ég það.
Hún hugsaði sig um ofurlítáð. Hann gat ekki
haft augun af henni. Aldrei hafði hún verið jafn-
yndisleg og nú í hans augum. Hann varð eins og
drukkinn af að horfa á hana. Hún ledt ekki upp,
en hélt áfram að hugsa sig um. Að lokum sagði
hún:
— Þér gerið það siálfsagt, sem samvizkan býð-
ur yður. Eg vona, að þér gerið ekkert í þessu efni
fyrir mín orð.
— Hvers vegna ekki? spurði Jósafat.
— Af því að ég vil það ekkl Sannleikurinn er
sá. Jósafat Jóakimsson, að ég vildi heldur bæta
Grúnu af mínum eigin efmun þær tvö þúsund kr.,
sem þér hafið ætlað að hafa af hennd, en hún fái
nokkuð frá yður fyrir bænastað minn.
— Skiljið þér það, sagði Jósafat, með heitum
hrygðarkeim í röddinni, að þetta eru voðaleg orð
í mínum eyrum?
— Eg skil ekkd, og vil ekki skilja, annað en það,
að þetta er sannledkur, sagði frúin. Héðan af er
ökkur vaf aláust báðum holTast að vera hreinskilin
hvort við annað.
— En þér gerið mér ákaflega rangt til, sagði
hann og færði sig nær henni. Þér haldið, að ég
sé ekkert annað en ágimdin — ég vedt það. Þér
haldið, að ég geti ekki um neitt annað hugsað en
peninga .Sannleikurinn er sá, að í raun og veru
hirði ég ekkert um þá. Hingað til hefi ég staðið
einn — eánn gegn öllum heiminum ...
Frúin tók fram í — og vatt sér um ledð út úr
hominu, því að hann var fardnn að ljúfea fyrir það.
— Það er sjálfsagt yðar meginvillla, að þér haf-
ið allt af 'litið svona á yður, sagði frúin — í stað
þess að skoða yður í sambýli, samvinnu við all-
an heiminn, alla tilveruna- Það er sú villa, sem
hefir spilt yður.
Jósafat gaf engan gaum að þeirri athugasemd,
en hélt sinn eigin hugsanaferil.
— Eitthvað varð ég að gera, sagði hann. Og
það atvikaðist einhvem veginn svo, að ég tók mér
fyrir hendur að fara að græða. Eg hefi ekká komist
hjá bví að græða — sjálfsagt af því, að ég hefi
verið þar óskiptur, lagt sál mína inn í starfið. En
í raun og veru hirði ég ekkert um gróðann. Eg
hirði um efckert ann'að en gæfuna. Eg hirði um
ekkert annað en yður. Fyrir yður gæti ég fleygt
frá mér tafariaust hverri ögn, sem ég á ... ég gætd
gefið það samstundis einhverjum. •. mér er aiveg
saima hverjum... einhverjum, sem ég hefi aldrei
séð... einhverjum, -:em ekki verða til, fyrr en
eftir mörg hundruð ár. Á ég að gera það? Segið
þér til.
Það lá við, að henni gengist hugur við. Hún
fann ástríðuöldunla frá Jósafat skella 'á sál sinni.
Hún gekk að því vísu, að hann hefði aldred unnað
neinu í veröldinni eins og henni. Henni fannst örð-
ugt að vísa honum frá sér- En hún fann líka, að
það var áríðandi, að nú Skriði til skara með þeim.
— Nei. Ekki fyrir mig, sagði hún. Eg gæti ekk-
ert vedltt yður í staðinn, og...
Hann greip fram í með ölllum ástríðuþunga sál-
ar sinmiar:
— Ekki nú... nei, ég veit, að þér gætuð það
efcki nú. En hugsanlegt, að það verði seinna. Segið
þér ekki, að það sé vonlaust. 1 guðs bænum, segið
þér það ekki.
— Eg ætlaði að bæta því við, sagði frúin, að
ég held ekki, að yður væri neitt gagn að því að
fara að gefa eigur yðar. Sérstalfct hugarfar þarf
víst til þess að manninum verðd það nofekur á-
vinningur. Þér eruð víðlesinn maður og munið
víst eftir alkurmum rithöfundi, sem segir, að vanti
það hugarfar, þá væri hann engu bættari, þó að
hann deildd út öILum edgum sínum, og þó að hann
framseldi líkama sinn, til þess að hann yrði' brend
ur... Jú, Jósafaf Jóakimsson, það er vonlaust...
alveg voniaust.
Þá félst Jósafat allt í einu hugur.
— Ættið þér að halda þvd til streitu, sagði hann
dauflega, að heimta af mér peninigana yðar, á
þeim tíma, sem þér minntust á áðan?
— Já, sagði frúin.
Þá harðniaði andlitið á Jósafat skyndilega, og
svo var að sjá, sem nýtt, ískyggilegt líf færðist í
hann.
— Eg ætla þá að halda því til streitu, sagði
hann og glotti við, að sleppa efcki þéssum pening-
um, fyrr en ég er til neyddur.
Hún leit á hann undruniaraugum.
Framhald í naasta blaði.
THE LÖGBERG-HEIMSKRINGLA WISHES TO
OBTAIN AS MANY NEW SUBCRIBERS
AS POSSIBLE.
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Subscriptlon Form
Name: ...............................
Address: ............................
Enclosed find $10.00 in payment for subscription
for one year.
Make cheques payable to:
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA.
303 Kennedy Street,
Winnipeg, Manitoba, Canada.
R3B 2M7. — Telephone: 943-9931.