Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 19.09.1974, Qupperneq 1

Lögberg-Heimskringla - 19.09.1974, Qupperneq 1
SYSTKINAFUNDUR EFTIR 74 ÁR Finun ára gömul flutti Halldóra ÞórSardóttir vestur um haf aldamóta árið, með foreldrum sínum og yngri bróður. Móðir hennar var bá veil lil heilsu, hafði alið bríbura og lifði einn þeirra sem þó var veikburða. ÞórSur lilli varS þvi eftir hjá fósturforeldrum og kom aldrei til Kanada. Nú heitir Halldóra systir hans Mrs. Benson og býr í Winni- pegosis í Manitoba. Hun var ein af mörgum ,sem sótlu ÞjóS. hátíðina á íslandi í sumar. Þá hitli hún bróður sinn, Þórð Þórðarson frá Höfn í Hornafirði, tæpum þrem aldarf jórðung- um eftir að þau höfSu síðast sést. VESTUR- ISLENDINGA KVEÐJUHÓF Þegar burtfarardagarnir nálguðust, efndi Þjóðræknis- félag íslendinga í Vestur heimheámi til síðdegis sam- kvæmis í Frímúrarahúsinu í Reykjavík 31. júlí, kvöddu vinina á Islandi og hvem annan yfir kaffibollunum að gömlum og góðum íslensk- um sið. Hófið var hið mynd- arlegasta, borð skreytt Kan- adískum og Bandarískum fánum og þétt setin, því þar mættu 500—600 manns. Þar sameinuðust hóparnir frá Winnipeg, Vancouver og Seattle, en meðal viðstaddra voru Kristján Eldjám, For- seti Islands og þáverandi for sætásráðherra Ólafur Jóhan- nesson. Skúli Jóhannsson formaður Þjóðræknisfélagsins ynnti af hendi mörg hugþekk trúnað- arstörf en ávarpaði fyrst samkomuna. þakkaði ógleym anlegar móttökur fyrir hönd Vestur-lslendinga og fór nokkrum orðum um sam- skipti íslendinga báðum meg in hafsins. Hann minntist á baráttuna vestanhafs við að halda þar lifandi tungu feðr- anna og tengslunum við Is- land. Enn kemur út í Kan- ada íslenskt blað, Lögberg- Heimskringla, sagði hann þó Framh. á bls. 7 -'i **■*•'■ ' • Vestur.lslendingar í Þjóðgöngunni á Þingvöllum. Mrí. Olla {ÉjjJ/ Stefanson og Mrs. Marjory Arnason frá Gimli bera merki Þjóð ræknisfélagsins. Næst gengur Stefan Stefanson frá Gimli, þá f “ Tani Björnson frá Seattle með Bandaríska fánann og Ted , .i»' Amason, Gimli, með Kanadíska fánann. Aldrei hafa Vestur-fslendingar kynnst ættlandi sínu og þjóð betur en í sumor Aldrei munu Vestur-lslend ingar hafa fundið betur til ættartengslanna við feðra- þjóðina en þegar þeir sóttu 1100 ára afmælis hátíð ís- landsbyggðar í sumar, og þótt hlýtt viðmót og höfðing legar móttökur af mannanna hálfu séu ekki nýung á Is- landi, mun náttúran sjaldan hafa verið gestrisnari en í sumar. Munu margir ferða- langar hafa notað sér skap- blíðu veðráttunnar og hinn nýja hringveg, sem opnaður var í tilefni af afmælinu til að skoða landið í allri sinni tign og velmegun. Nú er enginn héraðsbund- inn lengur og aðeins stutt dagleið á málli heimsálfanna. Klukkan hálf ellefu að kvöldi dags lögðu 199 Vest- ur-lslendingar á flug frá 'Winnipeg, en fimm tímum og 25 mínútum síðar steig hópurinn á land í Keflavík. Nokkru seinna bættist svo við hátt á annað hundrað manns frá Kyrrahafsströnd og var það því allt í allt álit- leg fylking Vestur-Islend- inga, sem tók þátt í þjóðgöng unni á Þingvöllum 28. júlí, undir þjóðfánum Kanada og Bandaríkjanna. Þann dag náði hátíðin hámarki sínu. Formaður Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, Skúli Jóhannson, hélt þar ræðu fyrir hönd Vestur-ís- lendinga, en P. H. T. Thor- lákson, m. d. fyrir hönd Kanadastjómar. — Ræður þeirra beggja birtast á öðr- um stað í blaðinu. Þegar kom að stórhátíðinni á Þingvöllum voru Vestur- Islensku hópamir að nálgast kveðjustundina og höfðu allareiðu tekið þátt í þjóð- --þátíðum víða um land og ýmsum athöfnum í höfuð- staðnum. Morguninn eftir að fyrri hópurinn kom til íslands, efndi stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Reykjavík til fundar með for manni Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi og fararstjóra hópferðarinnar frá Winnipeg, þeim Skúla Jó hannssyni frá Winnipeg og Stefáni J. Stefánssyni frá Gdmli. Var þar rædd þátt- taka Vestur-íslensku gest- anna í hátíðar athöfnum og gengið frá ráðstöfunum því Framh. á bls. 5 Megi fsland aefíð verða farsælt frón Ávarp dr. Paul H. T. Thorlakson, fulltrúa Kanada á Þjóðhátíðinni Mér er það sérstakur heið- ur að mega vera þátttakandi í þessum sögulega atburði, og ég flyt íslenzku ríkis- stjórninni og íslendingum öllum kveðjur og árnaðarósk ir Kanadastjórnar og kanad- ísku þjóðarinnar. Mér er enn í fersku minni sú sjón ,er við blasti, þegar við hjónin árla morguns 26. júní 1930 komum út úr tjaldi okkar og sáum, að snjóföl huldi Þingvelli, þennan helg- asta reit og söguríkasta stað á Islandi. En á þessum heilladegi hlaut svo að fara, að hýmaði yfir náttúrunni, enda braust sólin brátt fram og færði gleði og yl þessum þrjátíu þúsundum manna, sem marg ir voru komnir yfir hið bréiða haf til |æss að taka þátt í hátíðarhöldum í minn- ingu þúsund ára afmælis Al- þingis. Fyrst á dagskránni var það, að biskup íslands, dr. Jón Helgason prédikaði í Al- mannagjá, en kl. hálf ellefu setti Tryggvi Þórhallsson for sætisráðherra sjálfa hátíðina. Daginn eftir var sett á svið lögsögumannskjör, eins og menn ætluðu, að það hefði farið fram árið 930. En þá stóð Úlfljótur lögsögiunaður á Lögbergi og sagði upp þau lög, er lögðu grundvöll að því þingi, sem síðan hefur verið kallað formóðir eða amma allra slíkra þinga. Alþingishátíðin 1930 var í senn stórbrotin og hrífandi viðburður, sem nú í fimmtu ferð okkar til Islands vaknar í'ramh. á bls. 5

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.