Lögberg-Heimskringla - 26.09.1974, Side 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1974
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
Published every Thursday by
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. LTD.
512-265 Portage Avenue, Winnipeg, Man. R3B 2B2
Editor Emeritus: Ingibjörg Jonsson
Editor: Caroline Gunnarsson
President, K. W. Johannson; Vice-President, Dr. L. Sigurdson;
Secretary-Treasurer, Emily Benjaminson; Adv’t Manager,
S. Aleck Thorarinson.
Subscription $10.00 per year — jíayable in advance
TELEPHONE 943-9931
“Second class mail registration number 1667”
Printed by: GARDAR PRINTING LIMITED
»i
Blessuð letin hefur sína kostí tíl að bera
Iðni og vinnusemi hafa löngum verið talin til stórdyggða
og ef sagt er um mann að honum falli aldrei verk úr hendi,
er honum ætlað að fagna ummælunum og þakka fyrir. En
sefur slíkur maður aldrei? Lætur hann aldrei eftir sér eina
örstutta letistund til að njóta lífsins eins og xað á einstöku
sinnum að vera, jafnvel í því þrælbundna vinnukerfi, sem
öldin okkar hefur smíðað utan um okkur.
Vinna og erill hafa sinn djöfúl að draga og blessuð letin
er ekki öllum kostum sneidd, þó fáir klappi henní lof í lófa.
Á ensku er oft sagt um vinnugefinn mann að hann sé
alltaf með nefið við hverfisteininn. Slíkt nef á ekki sjö dag-
ana sæla, og ekki væri því of gott að losna úr ánauð endrum
og sinn, fá að lifta sér upp til að lofa ylmsætum blæ að
þenja út nasdmar og læðast um allar taugar .
Þetta færi um sálina eins og fjörgandi vínblanda og það
er ein helgasta skylda nefsins hér á jörðu að gefa sér tíma
til að gleðja sálina.
Þeir einir sem hafa gerst samverkamenn náttúrunnar og
vinna flest sín verk imdir berum himni, fá að njóta skilning
arvitanna eins og mönnum ber .En til þess verða þeir samt
að lofa letinni að leggjast í sig af og til. Vöðvamir eiga það
skilið að láta líða úr sér drykkjanga stund á meðan hugur
og hönd slá slöku við dagsverkið og augun reyna að seðja
sig á því, sem fyrir þau ber.
Það er gaman að góna út í bláinn á fögrum haustdegi
og lofa verkvitinu að hvílast í draumsælum dúr. Sléttumar
okkar eru fegurstar á haustin, þegar þær liggja í gullroðn-
um fölva undir svölum bláma himins. Þá er sælt að láta aug
unleika um þær í algleymingi og sinna því ekki hót, í bili,
að þær eru að búa sig undir svefninn, að varla verður þess
langt að bíða að breidd verði yfir þær drifhvít sæng, og svo
geti íarið að þær svíkist um að skila bændum fullum verka-
launum.
Svona getur náttúran verið óþjál í viðskiptum við tíma-
bundna menn og öll erum við tímabundin, þeir sem yrkja
jörðina, heftir árstíðum og veðrúttu, en allir aðrir matvinn-
ungar þrælbundnir klukkunni.
Klukkan! Þaðer engu öðru fært en letinni aðgera lítið
úr klukunni og hún á það skilið að lækkaður sé í henni hrok
inn.. Þetta ósvífna óféti leyfir sér að taka ómælda eilífð og
búta hana niður í sekúndur, mínútur og svokallaðar klukku
stundir. Hver einasta sekúnda skipar okkur svo fyrir verk-
umog heimtar sitt.
Hvað um mannlega tign? Er það henni virkilega sam-
boðið að láta í minnd pokann fyrir taugalausri samsetningu
af stálfjöður og hjólum, sem hvorki hugsar eða finnur til
og þsirf aldrei að hvíla sig, bara lætur dingulinn dingla fram
og aftur dag og nótt?
Skollinn hafi það IKIukkan á hvergi heima nema í fom
gripasöfnum, en áður en henni er komið þar fyrir á óæðri
hillunni, á mannshöndin að trekkja hana upp svo rækilega
að fjaðrimar bresti. Þá er hennar almætti lokið.
Þá fær maður loksins guðslangan daginn heilaim og ó-
skiptan frá morgni til kvölds og lángt fram á nótt, vinnur
sín verk þegar svo liggur á manni og kemur öllu af.
En blessuð letin. Henni þarf ekki að bjóða heim, hún
kemur fyrirvaralaust eins og góður vinur þegar mest liggur
á, ekki fer maður að forsmá hana þegar harðstjórinn er horf
inn úr heimsmenningunni og maður fær að ráða sér sjálfur.
Hún er svo notaleg, blessuð letin, og eiginlega það eina, sem
bjargað getur mannfólkinu frá því að drepa sig um aldur
fram af ofurkappi og iðjusemi eða þá að sprengja upp allt
í kringum sig og sjálft sig með, ef ekki þykja duga eigin
kraftar til að fl..ta fyrir framtökunum. » C.G.
Árni G. Eylands:
Á HÁA-HALLI
Hái-Hallur er örnefni á Þingvöllum
Gott er af Háa-Halli
að horfa yfir þetta land,
dalinh og „djúpið mæta”, :•:
draumanna Sprengisandi.
Auðnir og aldir daga, í
einnig Bláskógatúr, !j
hjer spyr þig sannmælsk Saga: i
„sonur minn — hver ert þú?
Hvar eru verk þín vinur, j:j
völlurinn sem þú brauzt, j-j
kemur knör þinn að landi
kapphlaðinn næsta haust? S
Margs hefi jeg að minnast, -ji
menn hafa Þingvöll gist, ;j;
hjer er allt skráð til skila,
skuldheimtan: unnið og misst.
Leggur þú lóð á metin ;j;
landi og þjóð í hag, j!j
hefir þú unnið þjer afrek
einhver í gær og í dag?
Verða þau meiri á morgun,
mikil og stærri tök? í
Hjer stendur bergið og boðar
brattans og kjarksins rök.”
I
Horfi jeg vítt af Halli
háum, um sviðið bjart, j;j
skil — jeg á skuld að inna, ■jjj
skulda stórt og margt. ■;!
>1
Skil, jeg á skuld að gjalda.
Skjaldbreiður, Hrafnabjörg,
leyfið mjer leið að halda, jjj
leggja minn skerf á hörg. jjj
Veit jeg, mitt land, hann er ljettur, !j!
litlu jeg valdið fjekk, jj!
tök mín færri en fjöldans ;j;
er fastara að starfi gekk.
Veit þú mjer land mitt að lifa
að lokum eitt Bláskógavor, j;
hjer kýs jeg að ganga um grjótið *
og grámosann síðustu spor. j;j
Á. G. E. !j!
FIDELITY
Different loving
Is not loving different people
But changing the quality of the emotion applied.
Belonging and becoming
We grow together as we change
And differences become us as we
Become our differences.
You must love with an open hand
And eyes which accept all that they see
And I must love the best in you
Even when if isn’t there.
Change so that I do not change
And I will do the same, only differently.
— Betty Jane Wylie
„Eg ætla að flytja í góða
veðrið vestur við haf, það er
ekki lifandi hérna í Winni-
peg. í gær rotaði ég múskitu
sem var að sjúga blóðið aft-
an úr hnésbótunum á mér
og nú er ég að frjósa á tán-
um,’ heyrði ég kellingu segja
þegar ég var að bíða eftir
bössinu í morgun. Hún var í
pínupilsi og með bókabagga
á herðunum, en samt er hún
kelling þessi aumingi.
„Frjósa*a tánum!” sagði
strákurinn, sem stóð hjá
henni, ég sem er að hugsa
um að fara vestur að hafi til
að komast í snjó, af því ég
get ekki beðið eftir honum í
Winnipeg. Hann er alltaf
fljótari á sér á haustin þar
vestur frá. Svo hypja ég mig
heim aftur þegar fer að
snjóa hér og rigna þar.”
Strákurinn var með hár
niður fyrir mitti og svo snot
ur í framan að ég hélt hann
væri systir stelpunnar þang-
að til ég tók eftir káboy skón
um, sem hann varjneð á fót
unum.
„Þegar maður er í striga
buxum og réttum skóm,
boðra múskiturnar mann
ekki,” sagði stráksi. „Þær
hafa aldrei komist í hné-
sbæturnar á mér og nú ná
þær ekki í mig aftan á háls-
inum heldur, af því þær
flækja lappimar í hárinu á
mér. Winnipeg er besta borg
í heimi ef maður kann að
lifa.”
Eg bara vona að það verði
aldrei hjón úr þessum krökk
um, hugsaði ég, því hún
væri vís til að teyma hann á
hárinu, kannski eitthvað suð
ur á eyðimerkur í Bandaríkj
unum, bara til að komast úr
rokinu á Portage og Main. —
En þetta blessað rok á Port-
age og Main er einmitt það
sem gerir súpermenn úr okk
ur hérna í Winnipeg. Það
feykir engum nema útlend-
ingum frá Toronto, Montreal
eða Vancouver. Þá vildi ég
heldur sjá af þessum strák í
veðrið austur á Atlants
'ströndum ,þar sem það er
hetjum hæft.
Þá kom bössið og stelpan
klifraði um borð en strákur-
inn sagði, „goodbye, see you
later maybe”. Svo stikaði
hann af stað, sagðist ætla að
labba þessar fáu mílur út á
háskóla. Hann fer ekki að
flýja veðrið í Winnipeg pilt-
urinn sá, bara hamast við að
lifa þangað til hann dettur í
sundur, og það er tími þang
að til. C.G.