Lögberg-Heimskringla - 26.09.1974, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1974
5
SAMBÝLI
atfiÍA
fcinaA K. Jívahan
— Þú ert stórveldi ,sagði draugurinn. Enginn
getur ætlast til þess, að þú sért betri en önnur
stórveldi. Hvers vegna ekki hirða peninga frúar-
innar? Þeir eru eins og nýlenda. Hirða ekki stór-
veldin nýlendur, ef þau geta náð í þær?
Það var eins og vitið og óráðið væru að vega
salt.
Aðra stnudina hoppaðist óráðið upp. Þá kom
draugurinn hans alltaf, gretti sig og skældi alla-
vega framan í hann, minnti hann á lúalegustu ó-
drengskaparverkin, sem hann hafði í frammi
haft í fjármálum, hældi þeim, gerði níðingsverkin
að ávöxtum sannrar visku.
— Þú verður hreinn og beinn snillingur, þégar
þú verður kominn þangað sem ég er og ert orðinn
draugur eins og ég. Og það verður þú nú bráðum,
sagði draugurinn.
Og þá hló hann voðalega og afskræmislega. Og
Jósafat varð bæði hræddur og reiður, og vísaði
draugnum norður og niður.
En hina stundina bar vitið hærra hlut. Þá hvarf
draugurinn. En þá kom allt af sama hugsunin,
með meiri og meiri þimga og meiri og meiri sár-
indum:
— En ef ég nú á að deyja... ?
Morguninn eftir var hann hressari og með fullri
rænu. Mál'ið mikla, hvort dauðinn væri í aðsigi,
varð áleitnara en nokkru sinni áður. Hann mundi,
að læknirinn hafði sagt honum, að hann mundi
þurfa að vera þolinmóður. Hann minntist þess líka
að einn af kunningjum hans hafði fyrir nokkuru
legið fyrir dauðanum, ólæknandi. Þá hafði læknir
sagt honum þetta sama — ekkert sagt honum, ann
að en þetta, að hann þyrfti að vera þolinmóður. —
Það var líklegast ófrávíkjanlegur lækna-siður að
demba á menn þessu þolinmæði-tali, þegar dauða-
dómur hafði verið upp kveðinn yfir þeim. Lækn-
ar voru verstu menn. Og auðvitað var sá læknir-
in*n allra-verstur, sem bann hafði sjálfur glæpst á.
Hann var ráðinn í því að fá að vita sannleik-
ann í þessu efni. Hann gerði sér enga grein þess,
hvaða áhrif það mundi hafa á hann, ef læknirinn
staðfesti grun hans. En hann fann, að það var ó-
bærilegt að vera í óvissunni lengur.
Læknirinn kom inn til hans og fór að athuga
hann. Spurningin mikla var eins og logandi eldi-
brandur inni í hug hans. En þegar til kom, var
ekki árennilegt að koma með hana. Jósafat kveink
aði sér að minsta kosti við því að fara beinustu
leiðina.
— Hvað er um prófin eftir brunann? sagði hann
— Hefir engin vitneskja fengist um, hvernig kvikn
að hefir í?
— Enginn óyggjandi vitneskja, sagði læknirinn.
En allar líkur eru til þess, að vitfirringurinn hafi
verið valdur að eldinum.
— Nú — Gríma hefir látið hann gera það, sagði
Jósafat.
— Þer ættuð ekki að vera með getsakir, sagði
læknirinn — allra-sízt þær, sem engar líkur eru
ti'l að séu réttar.
— Jæja, ég veit nú mínu viti, sagði JósEifat. Eg
veit, hvað Gríma sagði við mig rétt fyrir brenn-
una. Og ég þekki hana ... Það var annars hraust-
lega af sér vikið — blátt áfram að brenna mig
inni!
— Þér voruð ekki brenndur inni. Þér eruð hér
lifandi.
— Það kemur nú nokkuð í sama stað niður — ef
það ríður mér að fullu.
— Það kemur nú ekki í sama Stað niður — þó
. að svo færi, sagði læknirinn.
— Þarna kemur það! sagði Jósafat í huganum.
Hann veit að ég muni deyja.
Hann ætlaðist til þess, að læknirinn segði eitt-
hvað meira. En það gerði læknirinn ekki. Jósafat
fannst það nýr vottu rum óhreinskilni hans og
fláræði, og espaðist.
— Getið þér ekki sagt mér eins og er? sagði
hann önuglega.
— Hvað vilj'ið þér að ég segi yður?
—• Hvort ég muni d'eyja úr þessu, sagði Jósa-
fat.
Lækninum varð orðfall snöggvast.
— Þér haldið, að ég sé heigull, sagði Jósafat.
Eg veit, að þér haldið allt illt um mig. En það er
rangt af yður að halda, að ég sé heigull. Það hefi
ég aldrei verið. Og nú krefst ég þess að fá að vita
þetta.
— Eg get ekkert fullyrt um það, sagði læknir-
inn. Það getur verið að lífsmagn yðar sé meira en
það sýnist vera. En sé eitthvað, sem þér viljið
fyrir hvern munfá ráðstafað, þá ræð ég yður til að
hugsa yður eins og þér ættuð skammt eftir ólifað.
Það er sjálfsagt, að ég segi yður þetta, fyrst þér
krefjist þess.
— Einmitt það... Þakka yður fyrir, sagði Jósa-
fat. *
Og eftir það spurði hann einskis.
— Svo að nú á ég að deyja!
Jósafat var ekki í neinum vafa um það, hvað
ummæli læknisins merktu: Það var engin lífsvon.
Samt var hann nokkura stund að á'tta sig a frétt-
inni. Honum hafði í raun og veru aldrei verið það
ljóst, að hann ætti að deyja. Að sjálfsögðu vissi
hann, að svo mundi einhvern tíma fara. En sú
vissa var með engum hætti samgróin lífi hans. —
Einstöku sinnum hafði hann hugsað um það, En
sú hugsun hafði ekki verið annað en nokkurskon-
ar leikur — líkt og menn hugsa um sig í betrunar-
húsi, eða úti á heimskauti, eða sem miljónamær-
ing, eða konung. Og nú þurfti hugurinn tíma til
þess að venjast þessum nýju horfum.
Verst var, að hann hafði ekkert næði til að
hugsa. Verkimir voru svo miklir og hitinn og
þreytan. Hann vildi hugsa um þetta. Hann hafði
æfinlega viljað hugsa. Hann bafði haft megnustu
fyrirlitning á þeim mönnum, sem hugsuðu ekki
um málefni sín, önuðu áfram eins og sauðkindur,
eða létu reka á reiðanum. En mönnum veitir örð-
ugt að hugsa, þegar þeir þola ekki við og óráðið
situr um þá, eins og köttur um mús.
Einni hugsun skaut þó upp, innan um þrautirn-
ar: Það var sárt að skiljast við þetta líf. Það hafði
verið gaman að l’ifa. Það bafði verið stóránægju-
legt að sjá svo góðan árangur af hyggindum sín-
um og elju — eða vita innieign sína í bönkunum
belgjast út, nærri því eins og með einhverjum
dularful’lum hætti — að beyta stórum húseignum
kaupum og sölum fram og aftur, líkast því sem
hann hafði þeytt snjóboltum í æsku — að hlaða
utan um sig viðskiftamönnum, eins og hann hafði
naðað kringum sig leikföngum, þegar hann var
barn — viðskiftamönnum, sem alltaf höfðu verið
að reyna að hafa af honum — viðskiftamönnum,
sem voru heimskir eins og naut og óendanlega
hlægilegir í fégirni sinni — viðskiftamönnum, er
voru samt alltaf að glíma við hann — viðskifta-
mönnum, sem tignuðu hann í nauðum sínum eins
og guð, hötuðu hann, þegar eitthvað rættist úr
fyrír þeim, og komu svo til hans aftur eftir ofur-
lítinn líma, eins og flugur renna sér í ljósið. Allt
hafði þetta verið frámunalega hugnæmt og skemti
legt.
Og nú átti þessu öllu að vera lokið allt í einu,
af því að vitfirringur fór að rjála við húsið hans!
. .. Þetta gat ekki verið! þetta var ekki annað en
vitleysa, misskilningur, endaleysa!
Og þá kom draugurinn...
— Já! Það var gaman, Jósafat, sagði draugur-
inn. Það var gaman að ginna menn og svíkja þá
og féfletta þá og koma þeim á vonarvöl! Okkur
þótti það báðum gaman!
Og hann brá á einhvem helvískan draugadans af
kæti út af því, hvað þetta hefði verið gaman, rak
aðra löppina alla leið upp í loftið og ætlaði að
kippa Jósafat fram úr rúminu, til þess að láta
hann stíga þennan dans, sem ekki var öðrum hæf-
ur én púkum og forynjum.
Jósafat rak upp hljóð af hræðslu.
— Þú lætur nokkuð drembilega — þú, sem bráð
um varður draugur sjálfur. Þú þykist of góður til
að dansa við mig. Jæja ... þá fylli ég spítalann af
Mórum og Skottum, svo ég geti dansað. Það var
svo gaman að ginna aðra! sagði draugurinn.
Þá hvarf hann.
— Það er þetta bölvað óráð, sem sækir á mig,
sagði Jósafat við sjálfan sig-... Um hvað var ég
nú að hugsa? Það var eitthvað merkilegt... Jú,
nú man ég það. Nú á ég að deyja. Nú vil ég hugsa
um það.
Hann hafði aldrei gert sér í hugarlund að öllu
mundi lokið með andlátinu. Vitaskuld hafði hann
lítið um það hugsað og enga fasta sannfæring um
það fengið. En honum hafði jafnan þótt það frem-
ur ólíklegt. Nú kom honum það alls ekki til hug
ar. Þrátt fyrir það, hvað hann var veikur, fannst
hontim svo mikið líf í sér, að hann gat ekki hugsað
sér, að það sloknaði með öllu alt í einu. Svo að
hann gekk að því vísu, að hann mundi halda á-
fram að lifa einhvem veginn. Og hann sendi þá
spurning út í alheim'inn:
— Með hverjum verð ég?
Þá minntist hann þess, að einhver heilabrota-
maður hafði sagt honum, að það væri alls ekki
sjálfsagt, að sumir menn yrðu með neinum fyrsta
sprettinn, þegar yfir um væri komið. Þeir kynnu
að verða aleinir — og það jafnvel í myrkri. Og
þeir höfðu bent honum á ummæli Krists um —
„myrkrið fyrir utan”.
— Ekki setja þeir mig einan í myrkur. Fyrr
mætti nú vera tukthús! Fyrr mætti nú vera mann
vonzka!
Þá heyrðist honum draugurinn segja, einhver-
staðar úti í skoti:
— Þú verður með mér.
Og Jósafat nötraði um stund og skalf í rúminu
af ótta við það að éiga annaðhvort að vera einn í
myrkrinu í éilífðarlandinu, eða með draugnum.
Systirin var inni þessa stundina. Hún spurði,
hvað að honum gengi — hvort honum liði eitt-
hvað ver en venjulega. Þá vitkaðist hann aftur.
— Þetta er ekki annað en óráð og heilaspuna-
grýlur, sem ég er að gera mér, sagði hann við
sjálfan sig. Draugurinn er ekki til. — Og hvers
vegna ætti ég að verða í myrkri? Þetta er ekki
annað en fjarstæða... En með hverjum verð ég?
Honum varð litið á Kristmyndina, sem hékk á
veggnum beint á móti honum. Hann minntist þess
að honum hafði verið sagt í æsku, að góðir menn
væru með Kristi eftir dauðann. Hann gat ekki
stilt sig um að reka upp hlátur.
— Að hverju eruð þér að hlæja? spurði systirin
forviða.
— Finnst yður ekki skringilegt að hugsa sér,
að ég verði með Kristi, þegar ég er dauður? sagði
hann.
— Eruð þér að hlæja að því? spurði systirin.
Og nú var undrunin orðin mjög sorgblandin.
— Já. Mér finnst það svo mikil vitleysa. Finnst
yður það ekki?
— Eg veit ekki, sagði systirin. Það er guð, sem
dæmir mennina, en ekki ég. En okkur er kennt að
stundum verði síðaistur fyrstur.
• — Mér þætti hann líklega leiðinlegur. Og hon-
um þætti líklegast... líklegast... ég hafa feng-
ist of mikið við víxla.
— Hann er með óráði ,sagði systirin við sjálfa
sig. Guði sé lof, að það er í óráði, að hann talar
svona voðalega.
En Jósafat var ekki með óráði. Þetta skiftið
hafði hann talað af nákvæmum skilningi á sjálf-
um sér, og með ósvikinni viðurkenning sannleik-
ans.
HADASSAH GARAGE SALE
September 29th —10.00 A.M. to 5.00 P.M.
1516 Mathers Bay (off Waterloo Street.)