Lögberg-Heimskringla - 26.09.1974, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1974
VALDIMAR J. EYLANDS:
RÆÐA
fluft á þjóðhátíð Húnvetningp,
að Kirkjuhvammi,
laugardaginn 6. júlí 1974
Háttvirtu Húnvetningar—
„Ef ég sé fjöll í fjarlægð blána, þá finn ég alltaf
sömu þrána.” Þannig farast einu of skáldum vor-
um orð, er hann nálgast átthagana eftir langa fjar
vist. Þessi orð hafa oft bergmálað í huga mér er
ég hefi ferðast hér norður um sveitir. Svo var það
og í dag, er ég á norðanverðri Holtavörðuheiði sá
blána fyrir fjöllum vestur sýslunnar, og firðina,
Hrútafjörð og Miðfjörð, teygja sig eins og löngu-
töng og vísifingur á framréttri vinarhönd til að
bjóða mig velkominn heim. En það er ekki aðeins
hin steinrunna og fljótandi náttúra sem býður
mig velkominn í dag, heldur og fóíkið sem hér
dvelur. Ég er mjög hrærður og þakklátur fyrir
það vinarþel sem ég er hér aðnjótandi, og þann
sóma sem mér er sýndur sem ræðumanni dags-
ins á þessari glæsilegu og fjölmennu þjóðhátíð.
Er ég sé þessi fjöll blána, og verða æ gleggri
fyrir sjón minni við heimkomuna, minnist ég þess,
að þetta eru gömul fjöll, og að sjórinn sem vér
sjáum hér, er gamall sjór. Nú er það sem gamalt
er, lítt í hávegum haft með samtíð vorri, hvort
heldur það eru menn eða menjar um foma tíð;
tískan er að telja allt gamalt úrelt og að engu nýtt.
En vér getum tæplega talað þannig um fjöllin.
Þau eru bæði minnisvarðar og leiðarsteinar kyn-
slóðanna. Þau eru eldri en svo að ártölu verði þar
við komið með nokkurri vissu. Væri þau skyni
gædd, máli og minni, gætu þau sagt oss langa og
stórmerka sögu. Þessi fjöll blánuðu við aðkomu
hinna fyrstu landnámsmanna sem reistu byggðir
og bú í þessum sveitum. Þeir byggðu fyrstu hús
sín og heimili í skjóli þeirra. Þeir miðuðu landa-
merki landeigna sinna við gil þeirra og lækjar-
drög. Hér nærlendis nam Ingimundur gamli land
fyrstur manna, en hann er talinn einn göfugasti
fomaldarmaður sem sögur greina. Hingað, í þess-
ar sveitir, komu í öndverðu þeir Skinna-Bjöm og
Miðfjarðarskeggi, og var sá síðamefndi talinn
garpur mikill á sjó og landi. Hér riðu hetjur um
héruð á sögu og þjóðveldisöld. í þessum hún-
vetnsku sveitum hafa merkar sögur gerst. Auk
Vatnsdælu, sem greinir frá fyrsta landnámsmann-
inum, em bæði Grettis- og Bandamanna-saga
tengdar þessum sveitum. 1 sambandi við þessi há-
tíðahöld verður Ásdísar á Bjargi minnst, bestu
móðurinnar sem sögur vorar geta um. Þótt miklu
munaði um gæfu og gjörvileik Grettis, sonar
hennar, varð hann einskonar þjóðhetja og við eng-
an annan mann, lífs eða liðinn, em jafn mörg ör-
nefni kennd, hér á landi, sem hann.
Þessi þöglu og látlausu fjöll hafa verið vitni að
mörgum hetjusögum, og einnig að mörgum dapur-
legum atburðum. Aldir renna, kynslóðir koma,
starfa og hverfa í moldarskaut við rætur fjall-
anna. En þessar sveitir hafa á öllum öldum fætt
og ahð marga merkilega menn, og fagrar konur.
Þannig er það enn- Þessar sveitir hafa lagt Þjóð-
félaginu til stóran hóp gáfu og athafnamanna, og
margir þeirra em einnig kunnir í fjarlægum lönd-
um, og mun sumra þeirra síðar getið. Hér vil ég
þó nefna Friðrik Ásmundsson Brekkan, frá Ytri
Reykjum, sem var merkur rithöfundur, og hinn
þjóðkunna fræðimann og sagnfræðing Jón Jóhan-
nesson frá Hrísakoti. Úr þeim sveitum sem mynda
austur sýsluna er komin röð af þjóðkunnum lækn-
um, á meðal þeirra tveir landlæknar. Gamall Víði-
dælingur gleymir því auðvitað ekki að ein fræg-
asta ætt landsins er kennd við heimasveit hans,
Víðidalinn. Fom frægðarljómi er einnig yfir slík-
um stöðum sem Þingeyrum, Breiðabólsstað í Vest-
urhópi, Lækjamóti, Víðidalstungu og Auðunnar-
stöðum. Þegar hart er í ári hér nyrðra, skemmta
menn sér við að rekja ættir bretsku konungsfjöl-
skyldunnar til fyrsta bóndans á Auðunnarstöðum.
Móðurjörð, hvar maður fæðist, mun hún ekki
flestum kær?” Jú, víst er það svo. En þú mun það
sannmæli, að sá, sem dvelst alla ævi í heimahög-
um, venst svo umhverfi sínu að hann veitir því
naumast eftirtekt. Hann sér ekki fjöllin blána í
fjarlægðinni, og dagsins önn yfirskyggir glæstar
myndir sögunnar. En dveljist menn langvistum í
öðrum héruðum, eða fjarlægum löndum fá menn
nýja innsýn og næmari skilning á öllu umhverfi
æsku sinnar, landi og lýð. Það er því ekki tilvilj-
un að mörg innilegustu ættjarðarljóðin hafa verið
kveðin erlendis. Þar sannast hið foma spakmæli,
að enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst, hefir-
Þannig kvað séra Jónas Á. Sigurðsson, merkur
prestur í Vesturheimi, fæddur að Gröf í Víðidal,
en upp alinn ,að Ásbjamarnesi um þetta efni, á
þessa leið:
Fjær þá átthögum er
þráfalt andinn mig ber
til þín, fornhelga feðranna strönd
Land, með heiðloftið hátt,
. þú, sem hjarta mitt átt, —
við þig knýta mig kærleikans bönd.
Blúgur faðma ég fold,
kyssi munhýra mold,
lýt þér, fágæta feðranna þjóð.
Hvíli höfuð mitt þar,
fyrr er vagga mín var.
Hlýði fanginn á aldanna óð.
II.
„Ef ég sé fjöll í fjarlægð blána, þá finn ég allt
af sömu þrána.” „Ég hef augu mín til fjallanna,
hvaðan kemur mér hjálp.”
Þessi fjöll blánuðu ekki aðeins í fjaFlægðinni
við aðkomu hinna fyrstu Tandnámsmanna, eða við
heimkomu ferðalanga, sem leita átthaganna á
ýmsum tímum. Sú var tíðin að þau blánuðu í æ
vaxandi fjarlægð, og hurfu loks að öllu, stórum
hópum íslenskra manna sem fluttust úr landi
vestur um haf, á síðari hluta aldarinnar sem leið.
Talið er, samkvæmt manntalsskýrslum, að 15.434
Islendingar hafi flust til Vesturheims, á árunrnn
1870 til 1920- óhætt er að fullyrða að þetta fólk
var ekki landhlauparar eða ævintýramenn. Fjöll-
in í heimabyggðum þeirra, hér og víða annarsstað-
ar á landinu birtust þeim ekki í draumkenndri
blámóðu, þau voru um langt skeið, full af snjó
árið um kring; hafið var ekki lengur skínandi
bjart, það var fullt af hafís langt fram á sumar, ár
eftir ár. Þjóðin var langþjökuð af erlendri kúgun
og óstjórn. Þjóðlífið var í kyrrstöðu, framfarir
litlar og framtíðin uggvænleg. Á þessum árum
voru kjör alþýðumanna í mörgum sveitum svo
kröpp að hin unga kynslóð sem nú nýtur álls-
gnægta í landinu mundi tæpast trúa þeirri sögu
þótt sögð væri. En þetta örsnauða íslenska fólk
gleymdi samt ekki fjöllunum, en þau tóku á sig
aðra mynd, þau urðu tákn hugsjóna, framtaks og
fórna. Einkunnarorð þessa fólks var: — ALLT
FYRIR BÖRNIN. Það var draumsjón þessa fólks
að tryggja framtíð æskunnar, og til þess að hún
mætti verða að veruleika fórnaði það tilfinning-
um sínum, ættingjum, ættjörð og jafnvel líkama
sínum og kröftum í ömurlegra striti en það hafði
áður þekkt, fyrst lengi, á dvalarárum sínum
vestra. Fyrsta kynslóð vesturfaranna er nú horfin
af sviðinu, en óhætt er að fullyrða að hugsjónin
um velferð afkomendanna hefir ræst langt um
vonir fram. Rúmlega fimmtán þúsundir manna
fóru vestur á umræddu tímabili, en nálega fimm-
tíu þúsundir manna, af íslensku bergi brotnir, eru
nú taldir búsettir í Vesturheimi.
Saga vesturferðanna er merkilegur þáttur í
heildarsögu Islendinga. Fyrsti „stór hópurinn” fór
úr landi sumarið 1874, fyrir nákvæmlega hundrað
árum- Hátíðahöld fara nú fram víðsvegar í byggð-
um íslendinga vestra, í tilefni af landnáminu þar,
og svo mun einnig verða næsta ár. Munurinn er
sá, að þér hér heima, á hátíðahöldum yðar, rifjið
upp sögu sem er rétt þúsund árum lengri en saga
bræðranna vestra. En bæði stofnþjóðin hér, og
þjóðarbrotið vestra, hafa margs að minnast og
margt að þakka.
Vestra munu menn nú minnast fyrsta vestur-
fara hópsins og næstum ótrúlegrar sögu sem gerð-
ist á skipsfjöl, áður en á land var gengið. Það var
síðsumars, árið 1874, að gufuskipið St. Patrick
sigldi upp eftir St. Lawrence fljótinu, áleiðis til
Quabec í Kanada. — Fjöldi innflytjenda var um
borð, á meðal þeirra 365 íslendingar, og höfðu all-
margir þeirra hafið sjóferð sína á Borðeyri. Ekki
voru margir á meðal þeirra vitrir að manna dómi,
ekki margir máttugir, ekki margir stórættaðir.
Þetta var misjafn, og mislitur, öreigalýður, á von-
lausum flótta, að talið var frá'hlutskipti sveitar-
ómagans. Ég læt einn samtíðarmann þeirra (séra
J- A. S.) lýsa þeim í ljóði:
Vér komum með trefil, og klæddir í ull 18
og kunnum ei enskuna að tala
Við áttum víst langfæstir góss eða gull
né gersemar Vesturheims dala.
Með sauðskinn á fótum, og sængurföt heit
með sjal, og með skotthúfu og poka—
Við fluttum þá útgerð í óbyggð og sveit
og enskinn við báðum að þoka.
Er skipið nálgaðist áfangastað kom lóðs um
borð, eins og lög gera ráð fyrir, og með honum
umboðsmaður og fulltrúi Kanadastjómar. Kom
hann þeirra erinda að segja þessu fólki hvert það
ætti að flytjast, og hvar því væri ætlað að setjast
að í nýja landinu. Gengu þá fram fyrir fylltrúann
tveir talsmenn þess vaðmálsklædda og vankunn-
andi lýðs, og báru fram kröfur til stjórnarinnar
sem skilyrði fyrir landgöngu og landnámi. Heimt-
uðu þeir fyi’st og fremst ákveðna landspiltu, sem
þeim sjálfum litist best á, að afstaðinni landkönn-
un, fyrir sig og niðja sína, og aðra af þjóðflokki
sánum, sem síðar kynnu að bætast í hópinn. 1
þessu nýja landnámi skyldi þeim heitið fullkomnu
frelsi til sjálfsstjómar og að þeir mættu óhindrað
rækja trú sína, tungu og menningarerfðir. Mun
fulltrúa hinnar bresku krúnu hafa þótt búand-
karlar þessir gera sig digra að setja slíka kosti, en
þó var að þeim gengið, og þau heit haldin af stjóm
inni. Nokkm síðar stofnuðu þeir ríki í ríkinu, og
nefndu Nýja Island, með landstjóm og öllu skipu-
lagi sem þar til heyrir. Það er merkileg og söguleg
staðreynd, að íslendingar urðu fyrst stjómarfars-
lega sjálfstæðir í Vesturheimi, frá því á hinni
fomu þjóðveldisöld, og télja sögufróðir menn að
þetta hafi ýtt undir frelsis baráttuna hér heima,
sem þó var ekki borin fram til fullnaðar sigurs
fyrr en áratugum síðar. Rétt er að geta þess að
Nýja ísland leið undir lok í áranna rás, sem sjálf-
stætt lýðveldi, er það varð innlimað í ríkisheild-
ina. En nafnið helst, og á þessu svæði eru afkom-
endur fmmherjanna hvað fjölmennastir í Norður
Ameríku-
Þess má geta, til fróðleiks, að sextán fjölskyld-
ur úr Húnavatnssýslunni, sem þá var óskipt, vom
í þessum hópi innflytjenda, sem að ofan greinir.
Nokkrar þeirra áttu síðast heima hér í Miðfirðin-
um eða á Vatnsnesinu. í hópnum vom hjón frá
þessum bæ, Kirkjuhvammi; hétu þau Raín og
Rósa, en Jón var föðumafn beggja. Ekki er mér
kunnugt um ættfærslu þeirra, örlög eða afkom-
endur, ef nokkrir voru. Þau em fyrir löngu horf-
in yfir móðuna miklu, eins og allir hinir sem
mynuduðu landnámssögu Íslendinga fyrir vestan
haf.
Þess skal getið að þessar sveitir hafa átt, og eiga
enn, atkvæðamenn í hópi Vestur Islendinga. Vil
ég fyrstan nefna Ásmund P. Jóhannsson, frá
Húki. Hann var ekki aðeins frábær fjáraflamað-
ur, en einnig einlægur íslands vinur ,og lét ekki í
því efni sitja við orðin tóm. Hann var einn helsti
hvatamaður að stofnun kennaraembættis í ís-
lensku og íslenskum fræðum við Háskóla Mani-
tobafylkis, en stór hópur ungmenna af ýmsum
þjóðum leggur nú stund á íslensk fræði við þá
stofnun. Þessu fyrirtæki til framdráttar lagði As-
mundur fram, sem fyrsta tillag í stofnsjóðinn,
upphæð sem nú mun samsvara fjögur hundruð
þúsund íslenskum krónum. Minnugur heimasveit-
ar sinnar, og frægasta sonar hennar, nefndi hanp