Lögberg-Heimskringla - 26.09.1974, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1974
7
einn sona sinna Grettir, og hefur hann nú um
fjölda ára verið aðal ræðismaður íslands í Vestur
Kanada- Þá er mér ljúft að nefna Arinbjörn Sig-
urgeirsson Bardal, albróður Karls á Bjargi, sem
flestir hér munu kannast við. Um hann hefir ver-
ið sagt í gamni, að hann muni hafa ýtt undir fleiri
íslendinga á leið þeirra yfir í annan heim, en nokk
ur annar íslenskur maður. En hann var útfarar-
stjóri í Winnipeg um fjölda ára. En Arinbjarnar
verður lengst minnst vegna þess að hann var fé-
lagsmaður mikill, einlægur kirkjuvinur, og eld-
heitur Goodtemplari. — Hann var Stórtemplari í
Winnipeg og Norðvesturlöndum. Aldrei dróg hann
dul á uppruna sinn og þjóðerni. Bróðir hans, Páll,
var einnig merkur athafnamaður. Afkomendur
þeirra bræðra eru f jölmargir í Kanada, al'lt mynd-
arlegt og velgefið fólk.
Skylt er mér að minnast á þá presta vestanhafs,
sem hingað eiga ættir að rekja. Þeir hafa allir ver-
ið mjög hæfir menn, og sómi stéttarinnar. Ég hefi
áður minnst á séra Jónas A Sigurðsson frá Ás-
bjarnarnesi. Hann var eldheitur ættjarðarvinur,
ræðuskörungur og skáld gott- Hann hefir, m. a.
orkt áhrifamikið kvæði um Borgarvirki. Lætur
hann virkið vera prédikunarstól, þar sem Drottinn
sjálfur ávarpar þjóðina, og hvetur hana til dáða
og trúmensku við sannleikann. Lokaerindin hljóða
þannig:
Er traustur sá hornsteinn sem heimsviskan leggur,
Er hvelfing sú dýrðleg sem neitunin skapar?
þótt rísi upp menningar rammgerður veggur
oft riðar sú bygging, og musterið hrapar.—
Þótt mannsandinn prédiki og prýðisvel yrki
er prestsstóll hans sannleikans Borgarvirki.
Þú ættjarðar faðir, er fermdir minn anda
í feðranna kirkju á örævalandi—
þótt ég sé hér manna síst vaxinn þeim vanda:
í virki þíns sannleika gef að ég standi.
og veit mér að benda á þitt Borgarvirki,
að bernskusveit mína, og ættland þar styrki.
Síðast, en ekki síst, nefni ég séra Jóhann Bjarna
son, albróðir Tryggva, fyrrum alþingismanns sem
bjó hér á næsta bæ, um langt skeið. Séra Jóhann
var gáfumaður, ættjarðarvinur mikill og skörung-
ur á alla lund. Hann var lengi embættismaður
Hin Evangeliska Lúterska Kirkjufélags Islend-
inga í Vesturheimi, áhrifamesta og víðtækasta fé-
lagsins sem starfrækt liefir verið með íslendingum
vestan hafs til þessa dags.
Enda þótt afkomendur landnemanna sem vestur
fóru séu nú dreifðir um ómælisvídd Vesturheims
og séu víða aðeins enskumælandi, er þó fjarri því
að þeir séu horfnir í þjóðahafið. Þeir eru sér yfir-
leitt vel meðvitandi um uppruna sinn, og eru
tengdir traustum tryggðaböndum sín á milli með
ýmiss konar félags samtökum, og bera mjög hlýj-
an hug til stofnþjóðar sinnar og ættlands, eins og
dæmin sanna.
Það er óhætt að fullyrða að íslendingar eru í
góðu áliti meðal samborgara sinna vestan hafs. Ég
hefi orðið þess var, er ég hefi ferðast um ókunnar
sveitir, að Islendingurinn skipar oft leiðtogastöðu
í borg og bæ- Oft er hann skólastjórinn, læknir-
inn, lögmaðurinn eða borgarstjórinn. Mér hefir
verið sagt að það sé oft á við gott meðmælabréf
við umsóknir um atvinnu, eða embætti, að vera
af íslensku bergi brotinn. Ekki var þetta þó þann-
ig frá upphafi. Á fyrstu árunum voru íslendingar
í fremur litlu áliti vestra. Þeir þóttu sérkennileg-
ir í háttum, einstaklingshyggjumenn miklir, en fá-
kunnandi til verka, enda voru flest vinnubrögð
þeim framandi í fyrstu. En þeir sóttu fram, og
þeir sigruðu almenningsálitið með heiðarlegri
framkomu sinni, þrautseigju, dáðum og dreng-
skap. Þannig lögðu þeir, eins og á annan hátt,
grundvöllinn undir framtíð og velgengni barna
sinna. Þeir gleymdu aldrei aðalerindi sínu til
Ameríku, „ailt fyrir börnin.” Þótt þeir treguðu
ættland og ástvini létu þeir ekki heimþrána lama
framsóknarmátt sinn. Ávallt sáu þeir bláma fjar-
lægra fjaila, ep það voru fjöll hugsjónanna, og
hins íslenska manndóms sem jafnan ber sér vitni
í hátitum hæfra manna, og miðar til sigurs og
sóma.
III.
Það kunna að virðast einkennilegir duttlungar
örlaganna, að einmitt á tímabilinu sem liðið er
frá því er vesturferðir hófust, hefir þjóðlífið hér
í landi tekið fulikomnum stakkaskiptum- Fljótt á
litið mæ'tti ætla að það hafi orðið slík landhreins-
un að vesturförunum, að fyrst þá er þeir voru
horfnir hafi þjóðin vaknað af löngum dvala, og
tekið stórkostlegan fjörkipp. En það voru margir
lækir sem mynduðu þá elfu sem braut stíflurnar
sem til þess tíma höfðu að mestu heft eðlilegar
framfarir .lands og þjóðar. Ef til vill voru vestur-
ferðirnar einn þeirra litlu lækja. Forystumenn
þjóðarínnar voru auðvitað mjög mótfallnir Ame-
ríkuferðum, sem þeir töldu að myndu leiða til
landauðnar í sumum sveitum. Framsýnir leiðtog-
ar töldu með réttu, að besta mótvægið gegn út-
flutningi væri það að bæta svo kjör fólksins að
það hefði enga réttmæta ástæðu tú að fara úr
landi. Fyrsta skrefið í þá átt var auðvitað það, að
herða á sjálfstæðisbaráttunni, heimta fullkomið
frelsi úr höndum hins erlenda kúgunarvalds. Auð-
vitað hafði lengi verið róið að þessu, en herra-
þjóðin var treg til samninga og hélt fast á móti. En
um, og eftir aldamótin síðustu kom fram á sviðið
slík sveit forystumanna, að önnur slík hefir naum-
ast sést áður í sögu landsins. Það er freistandi að
nefna nokkur nöfn í þessari sveit, svo sem Hann-
es Hafstein, Bjöm Jónsson, Skúla Thoroddsen,
Valtý Guðmundsson, Tryggva Gunnarsson, Bjarna
frá Vogi og skáldið Benedikt Gröndal, þótt ekki
væri hann neinn þjóðmálaskörungur. Hann helti
drjúgum úr hæðnisskálum sínum yfir allt sem var
og hét Ameríka og vesturferðir og vákti athygli
alþjóðar á þessu mannfélagslega fyrirbrigði. Hann
sagði t.d- eitt sinn: „Ef helmingur þjóðar um hafið
vill halda, og heimili stofna um Vesturheims lönd.
Hvað verður þá, og hvað mun því valda, að hjörtu
vor stirðna og kúgast vor önd ... ?” Þessir menn,
og margir fleiri á þeirri tíð, voru stórbrotnir. —
Þeir hnakkrifust um flest milli himins og jarðar,
eins og Islendingum er lagið, en voru sammála um
aðeins eitt:
ISLAND SKAL VERÐA FRJÁLST — ISLAND
FYRIR ISLENDINGA!
Draumurinn rættist frelsið fékkst kraftaverkið
gerðist, og er enn að gerast. Yður er öllum kunn-
ugt um það kraftaverk sem ég á við, það hefir ekki
aðeins gerst að yður ásjáandi þér eruð þátttakend-
ur í því, þér hafið skapað nýja Island úr því
gamla. Ég, sem hefi dvalist fjarri fósturjarðar-
ströndum í meira en fimmtíu ár, get ekki orða
bundist, er ég minnist þess sem var á mínu æsku-
skeiði, og þess sem ég sé og heyri nú, heimkom-
inn, sem framandi maður. Að sjón yðar, sem ávallt
hafið átt hér heima, fylgst með viðburðunum, og
tekið þátt í þeim, er allt þetta sem nú sjáum vér
hversdagslegt og sjálfsagt. En fyrir sjón minni
blasa hér við undursamleg kraftaverk hvar sem
Irtið er. Leyfið mér að benda á nokkur þeirra. —
Fjarlægðirnar, sem áður fyrr voru oft ógnvekj-
andi, hafa horfið með vegabótum og hraðskreið-
um farartækjum. Árnar, sem áður voru skæðir, og
oft stórhættulegir farartálmar, á vissum tímum
aðeins færar fuglinum fljúgandj, eru nú aðeins
sem tilbreyting í landslagi þar sem þær líða frám
í farvegum sínum, beislaðar með steypu og stáli.
Ævilangt strit, sem oft lagði vaska menn í gröf-
ina langt um aldur fram, er nú úr sögunni, stór-
virkar vinnuvélar afkasta meira á einni klukku-
stund, en erfiði margra manna. Túnin eru ekki
lengur kafþýfðir kragar í kringum þústir af mold-
arkofum, þau eru rennslétt, og töðufengurinn
margfaldur við það sem áður var, en bæirnir rúm-
góðir, hlý‘r og bjartir, og búnir flestum þægind-
um nútímans. Bóndinn þarf ekki lengur að óttast
horfelli á búpeningi sínum, þótt Kári gnauði á
Þorranum og Góunni; nú eru mörg úrræði þar
sem áður voru engin nema harmur og neyð. Nú
þarf þjóðin ekki lengur að sæta úrskurði erlendra
dómstóla í málum sínum, né fátæklingurinn að
þola smán og missi almennra mannréttinda vegna
fátæktar sinnar. Nú þurfa mann ekki lengur að
standa niðurlútir með hatt í hönd, við búðardyr
selstöðukaupmannsins, milli vonar og ótta um það
hvort þeir muni fá björg í bú. Nú á þjóðin sinn
eigin skipastól á lofti og sjó, og verslun eigin búð-
ar. Nú standa skólar landsins öllum opnir sem
vilja eða geta lært, verkleg eða bókleg fræði. —
Rúmlega 50 árum áður en vesturferðir hófust, var
efnilegur, en örsnauður maður að alast upp hér í
Hrútafirðinum. Hann var mjög námfús, en allar
leiðir tilframa virtust lokaðar. Pappír var ekki til
á heimilinu, og ekki einu sinni spjald og griffilí.
Sagt er að hann hafi fundið fuglsfjöður niðri í
fjöru, gerði hann úr henni penna, og lærði síðan
af sjálfum sér að skrifa á gamla hrosshausa í hag-
anum, og önnur skinin bein. Þrátt fyrir þessa ann-
marka ,varð þessi piltur um síðir merkur embætt-
ismaður. Björn Gunnlaugsson, hinn þjóðkunni
spekingur og vísindamaður, lærði að reikna með
því að skrifa tölur á moldarflög með smalaprik-
inu, og á snjóföl á svellum. Gera má ráð fyrir að
tíu ungmenni hafi farið í súginn, á móti þessum
tveim sem höfðu svo frábæran viljakraft. Mikill
er sá munur. Það er dásamlegt að vera ungur á ís-
landi nútímans, og sjá opnar dyr á allar hliðar.
Þjóðin er ekki lengur beygð af feimni og fásinni,
en er frjálsmannleg og djörf. Island stendur nú
öðrum þjóðum fyllilega jafnfætis, og jafnvel fram-
ar sumum nágrannaþjóðunum, um tæknilega þró-
un. Að öllu samanlögðu er það Ijóst að Islending-
ar hafa aldrei, á ellefu alda sögu sinni, haft jafn-
mikið handa á milli sem einmitt nú. Hvort þessi
tímalega velgengni og efnahagslega hagsæld hefir
skapað samsvarandi lífsgleði, hvort menn una
glaðir við sitt, nú fremur en áður var, er nokkuð
sem ég skal ekki dæma um. En eitt er víst: Þjóðin
hefir aldrei haft meiri ástæðu en einmitt nú til að
syngja af hrifningu: „Eg vil elska mitt land; eg vil
efla þess hag, eg vil láta það sjá margan hamingju-
dag.”
Matthías orti hinn dásamlega lofsöng: )ó, Guð
vors lands, í tilefni af þúsund ára afmæli íslands
byggðar. Væri hann uppi nú, myndi hann endur-
semja lofsönginn, og bæta við elleftu öldinni. —
Rímsnilld hans myndi enn njóta sín, og ekki yrði
honum skotaskuld að flétta þessa nýliðnu öld við
hinar tíu. Eg er viss um að efni lofgjörðarinnar
mundi verða enn hið sama og fyrr. Hann myndi
votta Drottni alsherjar. Guði vors lands, lofgjörð
og þökk fyrir handleiðslu hans á landi og lýð, allar
þessar aldir. Hann mundi biðja þess að hjá yður
mætti ávallt verða gróandi þjóðlíf með þverrandi
tár, sem þroskast á guðsríkisbraut.
Ég sé í fjarlægð fjöllin blána. Það eru fjöll fram-
tíðarinnar. Ég sé í þeim bláma farsældar, frelsis
og framfara. Ég sé í þeim ræktarsemi við arf feðr-
anna, og fullkomið traust til æskunnar sem á að
erfa landið. Ég sé í þeim framréttar hendur, báð-
um megin frá, yfir hafið, því að enn viljum vér
Islendingar halda hópinn, þótt hafið skilji löndin.
íslendingar vestan hafs biðja að heilsa, og óska
landi og lýð blessunar á þessum merku tímamót-
um.
„BLESSUÐ SÉRTU SVEITIN MÍN SUMAR
VETUR ÁR OG DAGA.”
THE LÖGBERG-HEIMSKRINGLA WISHES TO
OBTAIN AS MANY NEW SUBCRIBERS
AS POSSIBLE.
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Subscripllon Form
Name: ....................~.........
Address: ...........................
Enclosed find $10.00 in payment for subscription
for one year.
Make cheques payable to:
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA,
512-265 Portage Ave.
Winnipeg, Man. R3B2B2
Telephone 943-9931