Lögberg-Heimskringla - 23.10.1975, Page 8

Lögberg-Heimskringla - 23.10.1975, Page 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. OKTOBER 1975 Eric Wilson leikur á cello. Móðir hans, Mrs. Thelma (Guttormson) Wilson leilrur undir á pianó, en systir hans, Mrs. Kerrine Slewart-Hay flettir nótnabiöðunum. m Karlakór Reykjavíkur söng í Manitoba Theatre Centre í Winnipeg þegar bislcup íslands var sæmdur heiðursnafnbót af Winnipegháskóla. LITRfK SAMKOMA Framh af bls. 1 Kanadísku þjóðinni á aldar- afmæli Fylkissambandsins 1969, og á þau er greiptur kafli úr Grænlendingasögu, er skýrir frá siglingum ís- lendinga, er könnuðu land í Kanada á tíundu öld Mr. Jahannson sagði að skiltin væru gefin í tilefni af 100 ára landnámsafmæli Islendinga í Manitoba, og sem þakklætisvott fyrir sam vinnu háskólanna við íslend inga í því að stofna til ís- lensku kennslu í þessum menntastofnunum frá því að sú fræðigrein var fyrst inn- leidd árið 1900 í Wesley College (nú University of Winnipeg). Ummæli Mr. Jo- hannsons birtast síðar í heild á ensku síðum Lögbergs- Heimskringlu, ásamt ávarpi Hon. John Munro. Auk þjóðsöngvanna, söng Karlakór Reykjavíkur nokk- ra aðra söngva á íslensku og ensku, og hlaut lof í lófa. Icelandic Centennial Childr en’s Choir, töfraði áheyrend- ur með 75 þýðum, samstillt- um barnaröddum ,en sum börnin eru svo ung og smá að fætumir ná ekki niður að gólfi þegar þau sitja. Þeir sem hafa þekkt Eric Wilson frá því hann var bam, biðu þess með óþreyu að heyra hann enn einu sinni leika á cello, og urðu ekki fyrir vonbrigðum. Þar fór frábær listamaður með fræg tónverk og hann komst ekki hjá því að þóknast á- heyrendum með því að koma fram oftar en einu sinni. — Móðir hans. Thelma Gutt- ormson Wilson aðstoðaði hann við píanóið. Eigum við að skrifa öðruvísi utan á bréf til þín? Hafðu samband við Manitoba Health Services Commissiort ef þú hefur breytt um utaná- skrift, eða nafn eða skjólstæð- ingum hefur fjölgað eða fækkað MANTrOtA HEJU.TH SERtnCiS ( 599 EmörM* StrMt. Wlnnlpag R3G 3H2 Totophona collact 786-7101 .Hjálpaðu okkur að hjálpa þér NOTICE The draw on the painting of the Stephan G. Stephans- son homestead has been postponed until December 6, 1975. We wish to fchank all those who have assisted us in fchis project. PLease watdh for further announcement. THE LEIF EIRIKSSON ICELANDIC CLUB CALGARY, ALTA. JOAN MAGEE KENNIR ISLENSKU I WINDSOR, ONTARIO Framh af bls. 1 an sérkennilega bókmennta- smekk unglinganna. Síðar fékk hún stöðu í bókasafni háskólans í Winds- or og vannst þar tími til að grúska í fomensku og fom- enskum bókmenntum. Hún skynjaði fljótlega skildleika fomensku og foríslensku, og varð það ljóst að norræna eða forníslenska býr yfir miklum forða merkra bók- mennta. Um sama leyti barst henni sá orðrómur að hinn danski norrænufræðingur og rithöf- undur, Hans Bekker Nielsen, væri kominn til Toronto til að kenna þar við Pontifical Institute of Medieval Studi- es. Hún réðist í að skrifa hon um og biðja hann um tilsögn í norrænu og miðalda holl- ensku. Hann svaraði í kýmni að sitt umdæmi að sinni, væri hrein danska, en hann væri til í að kenna henni nor rænu ef samningar næðust með þeim. Joan brá sér á fund hans, en hann kannað- kunnáttu hennarjtók hana í tima og hiá honum nam hún fomíslensku í eitt ár. Hann ráðlagði henni að halda á- fram náminu og gerði þá Uppástungu að hún þjálfaði sig með því að þýða Biskupa sögur og benti henni sérstak lega á Lárentíus Sögu Hóla- biskups. Hún byrjaði þegar að þýða söguna, og þeg- ar Hans Bekker Nielsen sneri aftur til Evrópu, hélt hún áfram að nema foraís- lensku hjá dr. ^lermanni Pálssyni, sem nú er prófess- or í Edinburgh háskóla í Skotlandi. Hann hvatti hana túil að halda áfram með þýð ingu Lárentíus Sögu og stefna að því að geta kennt forníslensku og norræn fræði í Windsor. Hún hefur von um að Ijúka við þýðingu Lárentíusar Sögu i haust BISKUP ÍSLANDS HEIÐRAÐUR AF WINNIPEGHÁSKÓLA Framh af bls. 1 Séra Sigurbjörn býr yfir fjölbreyttum hæfileikum, er málsnjall og ritsnjall fræði- maður. tónlistamaður og þýð andi. Hann var sjö ár rit- stjóri guðfræðiritsins Víðför ull, en auk þess hefur hann ritað fræðigreinar, sem hafa birst í 10 ritum ,þar á meðal, “The Church of Christ in the State of Hitler, “The Re- ligions of India,” “The Re- ligions of Mankind” og “Com mentary on the Revelations of John.” Biskupshjónin eiga átta böm, sex syni og tvær dæt- ur, þrír synirnir eru prestar og annar tengdasonurinn vel þekkt tónskáld. — Kona bisk upsins, frú Magnea Þorsteins dóttir, á það sammerkt með manni sínum að unna söng og tónlist. Hún er þjóðkunn hannyrðakona og þaulkunn Islendingasögunum. — Eftir þeim stílar hún oft skraut- saum og önnur frumleg hann yrðaverk. Kanslari Winnipegháskól- ans, dr. P. H. T. Thorlakson, C.C., M.D. sæmdi biskupinn doktorsgráðunni. THE LÖGBERG-HEIMSKRINGLA WISHES TG OBTAIN AS MANY NEW SUBCRIBERS AS POSSIBLE. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Subscriptlon Form Name: ... Address: Enclosed find $10.00 in payment for subscription for one year. Make cheques payable to: LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, 67 ST. ANNE'S ROAD, WINNIPEG, MANITOBA R2M 2Y4 CANADA

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.