Lögberg-Heimskringla - 02.06.1977, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. JÚNÍ 1977
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
Published every Thursday by
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd.
67 st. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4 Canada
Telephone 247-7798
GUEST EDITOR: Jón Ásgeirsson
PRESIDENT: T. K. Arnason
SECRETARY: Emily Benjaminson
TREASURER: Gordon A. Gislason
ADV’T MANAGER: S. Aleck Thorarinson
Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE
— Second class mailing registration number 1667 —
Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Winnipeg
FYRSTU SUMARGESTIRNIR
FRÁ ÍSLANDI
Á SUNNUDAGINN komu til Winnipeg fyrstu sumargestirn-
ir frá íslandi. Þá lenti Flugleiðavél á Winnipeg flugvelli
með um 140 farþega innanborðs ,en þeir eru hingað komnir
á vegum Ferðaskrifstofunnar Sunnu.
Eftir smátöf á flugvellinum gengu farþegarnir frá borði
og þá var þar fulltrúi Sunnu að taka á móti þeim, Guð-
mundur Magnússon, en hann verður aðalfararstjóri þeirra
á meðan á dvöl þeirra stendur.
Guðmundur kom til Winnipeg daginn áður til þess að
. ndirbú.a komu farþeganna, og sagði hann þá í viðtali við
Li gberg-Heimskringlu, að sér virtist sem undirbúningur
væri góður, og ætti ekkert að verða því til fyrirstöðu að
gestirnir nytu dvalarinnar hér. Sagði Guðmundur jafnframt
að það hefði verið mikið verk að koma öllu þessu fólki íyrir,
en reyndar hefðu svcrkomið færri en upphaflega var búist
við, svo það hefði greiðst úr þessu öilu saman.
Á Winnipegflugvelli var hópur Vestur-íslendinga að
taka á móti gestunum. Ekki varð tölu komið á þá, en þar
voru margir tugir, og sumir komnir langt að. Flestir farþeg
anna héldu strax norður til Gimli, Árborg, Riverton og víð-
ar, en nokkrir fóru einnig beint yfir á vesturströndina ,til
Vancouver.
Flestir gestanna eru eldra fólk, sem er hingað komið til
þess að hitta ættingja og vini. Helgi Vigfússon var meðal
þeirra, sem komu með vélinni á sunnudaginn, og aðstoðaði
hann fólkið á flugvellinum, en hann verður ekki með þeim
hér að þessu sinni, hann ætlaði strax aftur til íslands með
þessari sömu flugvél. Hann sagði undirrituðum á flugvellin-
um, að hann kæmi síðar í sumar, og þá ætlaði hann að
dvelja hér lengur. Sagðist Helgi hafa lagt mikla vinnu í að
undirbúa þessa ferð sem best. Hefði það ekki gengið of vel
á stundum, og væru ýmsar ástæður fyrir því. Hann kvaðst
hins vegar vongóður um að tekist hefði að finna öllum næt-
urstað, og ekkert ætti því að vera fólkinu að vanbúnaði. —
Þess má ef til vill geta í þessu sambandi, að áður en
vélin lenti á Winnipeg flugvelli á sunnudag var haldinn
fundur með þeim, sem unnið höfðu að undirbúningi hér
vestan hafsin^, og kom þá meðal annars í ljós ,að gerðar
höíðu verið raðstaíanir til þess að koma þeim farþegum
fyrir, sem ef til vill fengju ekki gistingu, en þá var ekki
vitað annað, en vélin væri fullsetin, og hingað kæmu því
um 250 manns. — Fararstjóra Sunnu var skýrt, frá því að
þessi þjónusta slæði til boða, cf með þyrfti. Þa höfðu einn-
ig verið gerðar ráðstafanir til þess að fá bíla til þess að aka
fólkinu norður.
það var örlítil rigning, þegar gestirnir stigu á land á
sunnudaginn, og ekki eins hlýtt í lofti, og verið hafði síðustu
daga þar á undan. Hefur það vafalaust komið sér vel fynr
landann, en margir hafa sjálfsagt verið orðnir þreyttir eftir
rösklega fimm klukkustunda flug frá Keflavíkurflugvelli,
en ferðin tók nákvæmlega fimm klukkustundir og átján
mínútur. Þá tekur það fólk einnig dálítinn tíma að jafna sig
á tímamismuninum, sem er fimm klukkustundir.
Nú hafa vafalaust einhverjir fundið hér ættingja sína,
sem þeir hafa ef til vill aldrei fyrr sér, svo búast má við,
að víða hafi orðið fagnaðarfundir. Vitað er að margir hafa
haldið uppi spurnum um ættingja sína um nokkurt skeið,
og þannig fundið þá áður en lagt var upp í ferðina.
Það er einmitt það, sem allir skyldu gera, hvort heldur
þeir fara héðan og austur yfir haf, eða koma að austan ves-
ur yfir í leit að ættingjum. Gera skyldi fyrirspurnir áður,
og þannig reynt að haía uppá ættingjum, svo ekki þurfi að
eyða dýrmætum tíma, þegar á staðinn er komið, til þess þá
að hefja leitina. Lögberg-Heimskringla hefur gegnt veiga-
miklu hlutverki í þessu sam'bandi og oft birt fyrirspurnir frá
fólki beggja vegna hafsins. Auðvitað verður haldið áfram að
veita slíka þjónustu, sé þess óskað. Lögberg-Heimskringla
vonar að dvöl gestanna sem nú eru hér, verði þeim til
ánægju.
GUÐMUNDUR JÓNASSON Á KANADfSKAN BOMBARDIER
Guðmundur Jónasson er
þekktur maður á íslandi, og
þótt víða væri leitað. — Þeir
eru ófáir, sem hafa ferðast
með honum um landið á síð-
ustu áratugum.
Starfsemi Guðmundar er
sú viðamesta sinnar tegund-
ar„ í einkaeign á íslandi, —
fyrirtæki hans hefur nú yfir
að ráða 21 bifreið með sæt-
um fyrir 12-59 farþega hver.
Eitt af farartækjum Guð-
mundar er kanadískur snjó-
bíll af Bombardier tegund.
Hann kom til landsins árið
1950, og kom fljótt að góðum
notum við aðdrætti á Aust-
urlandi, þar sem snjóþyngsli
voru mikil á vetrum ,og færð
ill. Þremur árum eftir að bíll
inn kom til landsins, árið
1953 efndi Guðmundur til
skemmtiferðar á Vatnajökul,
og flest, árin síðan hefur
hann farið í jöklaferðir enda
slíkar ferðir sannkallaðar
ævintýraferðir.
Snjóbílaeign íslendinga hef
ur aukist eftjr þetta, og enn
eru Bombardier bílarnir í
fararbroddi.
Eftir .síðari heimsstyrjöld-
ina skildi bandaríski herinn
eftir nokkra Weapon og
GMC bíla með fjórhjóladrifi
og þá gafst mönnum eins og
Guðmundi Jónassyni tæki-
færi til að ferðast um ó-
byggðir landsins.
Tilhögun þeirra ferða hef-
ur brevst hin síðustu ár, og
nú eru skipulagðar á vegum
fyrirtækisins 12 og 13 daga
ferðir í bvggð og óbyggð,
sem farnar eru með sérstak-
lega til þess gerðum bílum
(Highland busses). — Þá er
gist í tjöldum og með hverj-
um hópi fylgir eldhús- og far
angursbíll. — íslenskt mat-
reiðslufólk annast matar-
gerðina og framreiðir íslensk
an mat, sem sérstaklega er
ætlaður útlendingum. Leið-
sögumaður er með hverjum
bíl, og segir frá því, sem fyr-
ir augun ber, — sögu lands-
ins og þjóðarinnar, plöntum
og dýralífi.
Flestir farþegar, sem koma
til Islands ferðast með bíl
frá Guðmundi Jónassyni, því
farkostir hans eru notaðir
við farþegaflutninga Flug-
lenda millí Keílavíkur eg
Reykjavíkur, og oftast eru
það því einnig bílar hans,
sem síðast er setið í á fs-
landi, áður en flogið er það-
an.
Vafalaust verða margir
Vestur-lslendingar meðal
farþega í bílum frá Guð-
mundi Jónassyni í sumar.
Já
The famous driver through the
lcelandic highlands, Gudmundur
Jónasson, checks if the river
next to the edge of Tungnár-
jökull is passable by snow-
truck. Although the waters are
shallow, the bottom mav be
treacherous.
Kaupa Flugleiðir breiðþotu?
Þær raddirverða sífellt háv-
ærari, að Flugleiðir hyggist
festa kaup á svonefndum
breiðþotum, og myndu þær
þá koma í stað þeirra flug-
vélar, sem félagið notar nú
á flugleiðinni' milli Banda-
ríkjanna og Evrópu, Douglas
DC-10 sem er fjær á mynd-
inni, og Boeing 747. Flugleið
ir eiga nú tvær Boeing 727,
sem einkum eru notaðar á
flugleiðinni frá íslandi til
annarra Norðurlanda og
Bretlands. Þá má geta þess,
að nýlega hófst áætlunarflug
milli Keflavíkur og Parísar.
Þá hefur nú verið fjölgað
ferðum milli Chicago og
Keflavíkur og eru nú fjórar
ferðir í hverri viku, og svo
er flogið daglega, og stund-
um oftar en einu sinni á dag
milli New York og Keflavík-
ur. 1 báðum tilvikum, hvort
heldur farið er frá Chicago
eða New York, halda vélarn
ar áfram til Luxemborgar
eftir stutta viðdvöl á íslandi.
Hefur þetta fyrirkomulag
mælst vel fyrir og á síðustu
árum hefur þeim útlending-
um fjölgað stöðugt, sem hafa
notað tækifærið og komið
við á íslandi, á leið sinni til
mið-Evrópu, eða þaðan til
Bandaríkjanna.
ja