Lögberg-Heimskringla - 02.06.1977, Side 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGlNN 2. JÚNI 1977
JÓN THORODDSEN
Piltur og stulka
Sigríður greip þá þegjandi um hönd Indriða og starði á
hann, og sá hann, að tárin komu fram í augun á henni, en
ekki gat hún komið upp neinu orði, og enginn, sem þá hefði
séð Sigriði, mundi hafa getað misskilið Sigriði og séð, hvað
hana langaði til að segja. Indriði tók þá aftur til orða, um
leið og hann leit framan í hana:
Sigríður mín góð! Eg sé nú, hvað þú hugsar, guði sé lof
fyrir það, að ég er hér á Iþessari stundu; ég sé, að þú lítur
mig með hinum sömu ástaraugum sem fyrr, og sé það svo,
að hér hafi verið lagðar fyrir þig þær snörur af vondum
mönnum, er þú skyldir í falla, þá er ég nú sannfærður um,
að guð hefur opnað augu þín svo ,að þú sér hættu þá, er þér
var búin.
Það getur þú verið sannfærður um, sagði Sigríður, að á
þessu kvöldi hef ég séð, hver ráð voru lögð af þeim, sem
voru mér illviljaðir, og er það ekki mín forsjá, heldur þess,
sem styður veikan vilja, að ég hef hjá þeim komist en látum
okkur ekki eyða fleiri orðum um það. Vegur sá, sem liggur
frá freistingum heimsins og glaumsins til hrösunarinnar og
lastanna, er skammur; guð sé lof fyrir það, að ég bar gæfu
til þess að sjá hvar ég var stödd, þegar ég var komin á hann;
en þá er það og best að rífa sig írá glaumnum og sollinum,
er máttinn vantar að standa fyrir strauminum; ég fer burt
héðan, ég vona til þess, að þú hjálpir mér til að komast aust
ur og skiljir ekki fyrr við hnig.
Nei, sagði Indriði, guð gefi, að ég þurfi aldrei að skilja
við þig, fyrr en dauðinn aðskilur okkur.
(Ó, guð gefi það, sagði Sigríður, og þessi orð staðfestu þau
Sigríður og Indriði með heitum kossi.
Eftir það gekk Sigríður heim og ræddi ekki um, hvað
gjörst hafði; en Indriði fann kaupmann L. að máli um kvöld
ið, og sagði þá hvor öðrum frá öllum atburðum, er gjörst
höfðu, en daginn eftir kom kaupmaður L. að máli við þau
húsbændur Sigríðar og sagði þeim á laun frá, hvernig á
stæði, og bað þau leyfa, að Sigríður færi þegar til hans, og
brugðust þ@u vel undir, en ekki kom Möller að máli við
Sigriði eftir þetta, og fór Sigriður svo úr Víkinni, að kveðj-
ur þeirra Guðrúnar og Sigríðar urðu fáar.
Þau Indriði og Sigríður voru í Hafnarfirði, það sem eftir
var vetrarins; en um vorið, þegar vegir voru orðnir færir,
bjuggust þau til austurferðar. Þeir Indriði og kaupmaður L.
skildu með vináttu. Fylgdust þau nú öll austur, Indriði, Sig-
ríður og Ormur; og segir ekki af ferðum þeirra, fyrr en þau
koma einn dag síðla að Indriðahóli, og var þar tekið á móti
þeim með mesta fögnuði. Það fréttu þau á Hóli, er gjörst
hafði í héraðinu og mestum tíðindum þótti sæta og fjölrædd
ast manna á milli, og var það eitt, að Búrfells Guðmundur
var kvongaður og hafði fengið ríkt kvonfang og gott, að því
sem flestir menn sögðu þar um sveitir. Þetta hafði atvikast
svo, að hið sama sumar, er Indriði fór að leita unnustu sinn-
ar Sigríðar, fór Guðmundur að ráði Bárðar fóstra síns í
kaupstað á Vopnafjörð með smjör, ull og tólg, er skyldi selj-
ast fyrir skildinga. Guðmundi farnaðist vel ferðin, unz hann
kom að kauptúninu. Hann reið hesti meinfælnum, og þá er
'hann átti skammt til bæjarins, lá leiðin yfir trébrú eina
litla, en er hesturinn kom á brúna, ærðist hann undir Guð-
mundi, svo hann féll af baki og fótbrotnaði. Fylgdarmenn
hans fluttu hann til kaupstaðar og komu honum þar fyrir
hjá verslunarstjóra einum, sem Egill hét. Greri fóturinn
seint, og lá Guðmundur lengi í sárum. Egill var maður áln—
aður vel. Hann átti dætur tvær, og hét hin eldri Rósa, hún
var þá gjafvaxta og þótti vera svarri mikill. Hún hafði getið
barn við manni einum þar í sveitinni, þó lítils háttar. Faðir
hennar undi því allilla og vildi fyrir hvern mun gefa hana
góðum búhöld, Egill lét Rósu stunda Guðmund í legunni,
og fórst henni það vel. Réðust það þá með þeim Agli, Rósu
og Guðmundi, að Guðmundur skyldi fá Rósu, og hét Egill
að gjöra dóttur sína vel úr garði. Hvataði hann nú svo mjög
að þessu ráði, að þegar voru lýsingar úti, áður Guðmundur
ar algróinn sára sinna. Brúðkaup þeirra Guðmundar og Rósu
var haldið á Vopnafirði í góðu gengi, en síðan riðu þau heim
til Búrfells, og tókust ástir þeirra eigi óbklega í fyrstu. —
Bárður lét sér fátt um finnast; þótti honum sem var, að
ekki hefði hans ráða verið leitað, þar til Guðmundur sagðl
Bárði, að Rósa ætti í vændum þrjú eða fjögur kot og mál
manna væri það, að Egill ætti skildinga og hefði heitið dótt-
ur sinni heiðarlegum heimamundi.
Á Hóli fréttu þau systkin einnig, að Ingveldur móðir
þeirra hafði fyrir þrem vikum tekið sótt og var najög þungt
haldin. Ormur reið þegar um kvöldið yfir að Sigríðartungu,
en Sigríður var orðin svo þreytt af ferðinni að hún treysti
sér ekki að fara með honum um kvöldið, en bað hann að
segja, að hennar væri þangað von snemma morguninn eftir.
— Ég veit vel hvað ég á að gera,
ég veit bara ekki hvernig ég á að
gera það!
*
Ameríkanar drekka að meðaltali
(eða eyða) um 270 lítrum vatns á
hverjum degi.
*
— Það væri ekki amalegt, að
geta sagt þetta!
*
Það voru tvær kerlingar i
Louisville í Kentucky, sem erfðu
115 þúsund dali viö andlát geitar,
sem var eign fjarskyldrar frænku
þeirra.
*
— Hvaða djöfulskap eruð þið
mamma þín nú að brugga?
*
Þegar markvörð fótboltaliðs
greindi a um mark við framvörð
hins liösins í Mexicó City, þá hljóp
framvörðurinn beint til búnings-
klefans, kom aftur með skamm-
byssu í höndunum og skaut
mörgum skotum í markmanninn.
*
i i
Ég ætlaðí að kaupa eldhússlopp
handa konunni minni, — þetta
er stærðin sem hún notar.
JÓNAS GUÐMUNDSSON
Mál Ágústar
Ekki kom séra Jón prestur samt með neinar sannamr fyr-
ir þessum fullyrðingum. Allir hlutu að sjá að þetta og hitt,
nema bæjarfógetinn í Reykjavík.
Fógetinn sá sig tilneyddan til þess að líta upp úr mann-
hvarfsmálinu og dansk-íslensku stjórnlaganefndinni og úr
þinginu til að verja sig. Hann sendi þó aðeins frá sér hóg-
vær svör og bað lýsisbræðsluklerkinn vel að lifa. Ekki neitt
fékk haggað ró embættismannsins ,sem moggaði eins og stór
skonnorta undir færum á dauðum sjó.
Innst inni var bæjarfógetinn samt stórreiður.
— Þetta helvíti hann séra Jón prestur, hugsaði hann með
sér. Það situr nú helst á honum að heimta rök og jarðteikn.
Hann sem lifir á heilli fræðigrein, þar sem engra raka er
krafist. Allt þetta svínarí, með dómkirkjum, biskupum og
próföstum, var allt byggt á svokallaðri guðfræði, þar sem
engra raka né sannana var krafist. Meira að segja lýsis-
bræðslan hjá honum var betur grunduð en sjálf guðfræðin.
Bæjarfógetanum var það skapi næst að benda þessum grút-
arbræðara á það og honum yrði því miður sem hingað til að
nægja sá rangi dómur, sem öll hans guðfræði byggðist á.
Það sat á svona fólki að reyna að hindra löglega rannsókn í
morðmáli.
Bæjarfógetinn sagði samt ekkert af þessu á prenti. Hann
fór í kirkju eins og aðrir embættismenn. Hin eiginlega guð-
fræði var ekkert fyrir hann. Siðfræði kirkjunnar átti hins-
vegar nokkurn veginn samleið með rómverskum og latnesk-
um rétti og það yrði að nægja, og svo varð auðvitað einhver
að syngja messu og yfir þeim sem dóu ,gífta fólk og jarða.
Guðfræðin í kirkjunni skipti hann ekki máli.
Annað niál var það og verra, að þjóðin var öll á bandi
séra Jóns í mannshvarfsmálinu og lýsisbræðslunni og líka í
þessari útróðra guðfræði, sem hann stundaði fyrir austan
og menn flykktust langt að til að heyra hann messa og
andskotast í kirkjunni út í dómsmálakerfið.
Stjórnarráðið myndi líka minnast hans á verðugan hátt
næst þegar hann neitaði að jarða lík, þegar illa stóð á fyrir
sakir sjávarafla.
LOMBER OG ÚTSAUMUR
Það bar til um kveld í miklum stormi og regni, er bæjar-
fógetinn í Reykjavík og fáeinir vinir hans sátu yfir soðinni
kind og súpu, að maður úr fangahúsinu kom og spurði um
yfirvaldið. Hann var móður af hlaupum og hafði nánast
fokið eins og fugl með of stóra vængi yfir auðar göturnar.
Það voru hálkublettir víða, sem gerðu hlaupin óviss í takti.
Bæjarfógetinn afgreiddi múrvörðinn framí forstofu og gaf
honum hvellar skipanir. Samkvæmið hélt áfram þegjandi.
Þegar bæjarfógetinn kom aftur inn í stofuna, tóku gestirn-
ir upp þráðinn, þegar séð varð að bæjarfógetinn ætlaði ekki
að ræða við þá þessa heimsókn úr fangelsinu gegnum
storminn. Honum var eekki brugðið.
Húsíð skalf á grundvelli sínum í mestu hrinunum og gest-
irnir settust að þriggja manna spili, lomber, en dömur sett-
ust að saumum.
Það fuku margar kirkjur í þessu veðri, sem var í undar-'
legu ósamræmi við fágaða siði gestanna í stofunni.
Þetta kveld andaðist Þórður Böðvarsson í fangelsinu og
varð strax jafnkaldur grjótinu í veggjunum og jafnfölur
og daufkalkað loftið í réttarsalnum.
Um morguninn kom réttarlæknirinn og sótti grasavatnið,
sem hann hafði verið með og verið hafði meðal hans inn í
langan svefn.
Andlátið kom réttarlækninum ekki á óvart, Fyr um vet-
urinn hafði lífsmátturinn verið genginn til þurrðar úr aug-
unum, og sálin hafði líka tæmst hægt, og þá var ekkert eft-
ir aema að verða meira gulur og deyja .Markvisst en hægt
hafði kaldur steinninn og vatnið og brauðið murkað veikt
lífið úr gulum kroppnum. Hann hefði ekki lifað neitt meir
í torfbæ undir stóru fjalli, innan um ómegð o£ þunglynda
kú.
Opinberlega var gefin út tilkynning um andlátið, sem bar
til með eðlilegum hætti úr innanmeini, en sín á milli héldu
menn því fram, að bæjarfógetinn hefði drepið Þórð, með
langvinnum yfirheyrslum yfir veikum manni. Drá nú um
hríð úr snjöllum blaðagreinum um linkindina og slaka fram-
göngu í mannhvarfsmálinu.
Það var fátt við jarðarförina í Reykjavík, sem fór fram
eftir hæfilegan tíma og krufningu.