Lögberg-Heimskringla - 02.06.1977, Side 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. JÚNl 1977
5
OTTO KRISTJÁNSSON SENDIR
LÍNU OG LJÓÐ
Alllangt er nú síðan við fengum ágætt bréf frá Otto
Kristjánssyni, White Rock, sem er að verða 85 ára.
Hann sendi okkur $10 í Styrktarsjóð Lögbergs-Heims-
kringlu, og eru honum hér með færðar kærar þakkir
fyrir. Einnig sendi hann okkur ljóð eftir föður sinn,
Kristján Kristjánsson, sem lengi var hreppstjóri í
Stapadal, Arnarfirði (36 ár). Kristján fæddist að Borg
í Arnarfirði árið 1844 og hann mun hafa verið 18 eða
19 ára að aldri, þegar hann orti þetta ljóð. Það er því
orðið æði gamalt, og sennilega er Otto eini maðurinn,
sem kann það.
Það hefur því miður dregist þar til nú, að birta
þetta 115 ára gamla kvæði Kristjáns, en það fer hér á
eftir.
Eg ólst upp við freiðandi fossanna fjöld,
þar fuglar á vötnum sungu,
mitt yndi var það hvert einasta kvöld
að una við vatnsföllin þungu.
Þar taldi ég gullperlur glitrandi á grjóti
í gljúfrinu umhverfis ólgandi fljóti.
Eg lá þar í runnanum laufgræna og lét
liljurnar faðma mig ungu,
því allt sem ég leit þar af ánægju grét
þá iðandi fossarnir sungu.
Þar valdi ég berin af vökvuðum kvisti,
þá vindblærinn þegjandi fjóluna kysti.
Þar heyrði ég sambland af svananna söng,
og grjótið á ísalda hljóðum.
þar sáust hin tröllslegu gljúfranna göng,
og grjótið á ísalda hljóðum.
Þar eru menjar margþúsundfalda,
sem minna á söguna horfinna alda.
1W 0 (J N || T) m
Lru JU JU II V- J ffl íii 11
Heimskringla 2. júní 1887
ÍSLANDS-FRJETTIR. Vesturfarir eru haldið að verða muni
með meira móti í sumar og munu þó verða drjúgari, ef bænd
ur ætti hægt með að koma eigum sínum í peninga. — Um
bjargarskort er kvartað í brjefum úr Dalasýslu, ísafjarðar-
sýslu, Strandasýslu, einstöku sveitum í Húnavatnssýslu og
Skaptafellssýslu.
MINNEOTA, MINN. í dag er frelsishátíð Norðmanna og þar
af leiðandi er hjer í hinum norsku byggðarlögum og bæjum
mikið um dýrðir, fallbyssurnar drynja við og við, lúðrar
þeyttir og bumbur barðar og ýmsir leikir framdir.
MÖRG NÝ JARNVERKSTÆÐI svo og járnnámufjelög eru
nú þegar að myndast í austurfylkjunum, er sýnir bráðan ár-
angur af tollhækkuninni á innflutum járnvarningi.
Vöruflutningar í lofti
Islensk fyrirtæki hafa á síð-
ustu árum tekið flugvélar í
auknum mæli í sína þjón-
ustu við vöruflutninga. —
Þannig hafa verið fluttar
allskonar vörur, bæði til Is-
lands og frá Islandi, og
mætti nefna sem dæmi
hrossaflutninga frá landinu
og þvottavélaflutninga til
landsins. Nú eru ef til vill
ekki allir sammála því, að
kalla hesta vörur, en þá má í.
staðinn benda á flutning
fiskafurða.
íslenska flugfélagið Iscar-
go fékk nýlega leyfi til þess
,að fara nokkrar ferðir milli
Bandaríkjanna og jslands og
var fyrsta ferðin; fyrirhuguð
núna um mánaða]mótin.
Þá hefir Cargolux, dóttur-
fyrirtæki Flugleiða, sem hef
ur aðalbækistöðvar í Luxem
borg, uppi áform um að
leigja eina af flugvélum sín
um til flutningaflugfélags,
sem er verið að stofnsetja í
Montevideo í Urugua og hef
ur einnig komið til tals, að
Cargolux verði beinn eignar
aðili þessa fyrirtækis. Það er
því óhætt að segja, að um-
svif íslensku flutningaflug-
félaganna eru talsverð um
þessar mundir. já
auglýsið i
LÖGBERGI-
HEIMSKRINGLU
JUipLpi oq Skohi/t
SÉRA BRAGI FRIÐRIKSSON, sóknarprestur í Garða-
bæ hefur verið kjörinn prófastur Kjalarnessprófasts-
dæmis. Hann tekur við því embætti af séra Garðari
Þorsteinssyni, fyrrverandi sóknarpresti í Hafnarfirði.
I Kjalarnesprófastsdæmi eru ellefu sóknarprestar og
hlaut séra Bragi einróma kosningu. Séra Bragi Frið-
riksson er formaður Þjóðræknisfélags íslendinga. Hann
er væntanlegur til Kanada mnan sxamms, og hyggst
dvelja hér til hausts, en þá fer hann til Bandaríkjanna,
þar sem hann hyggst stunda framhaldsnám.
%
HEILDARVELTA COLDWATER SEAFOOD CORP.,
dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvarinnar í Bandaríkjun-
um, varð 145 milljónir dollarar á síðasta ári, eða um
27,6 milljarðar íslenskra króna. Það er nú orðið stærsta
fyrirtæki sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Veltuaukn
ingin nam 45% frá árinu áður.
HEILDARVELTA ICELAND PRODUCTS Inc., dóttur
fyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjunum varð 48,5
milljónir dollarar á árinu, eða um 9,3 milljarðar króna.
Aukningin frá árinu áður var 42,5 %.
HAGNAÐUR Á REKSTRI H.f. Eimskipafélags íslands
varð um 63 milljónir króna, en árið áður var um 17
milljóna tap á rekstri félagsins. Félagið hefur nýlega
fest kaup á tveimur vöruflutningaskipum í Danmörku.
Halldór H. Jónsson er formaður stjórnar félagsins. For-
stjóri er Óttar Möller.
ARNARFLUG hefur tekið á leigu flugvél hjá Western
Airlines í stað vélar félagsins, sem nú er óhæf, eftir að
tæring kom í Ijós í vængjum vélarinnar. Félagið getur
síðan keypt vélina, sem er af gerðinni Boing 720 B. —
Hún hun hefja leiguflug eftir nokkra daga.
ÞRÓUNIN I f'lKNIEFNAMALUM a Islandi cr ohugn-
anleg, segir í blaðagrein fyrir skömmu. Talið er að
smygl á fíkniefnum fari vaxandi, og meira sé nú flutt
til landsins af sterkum lyfjum, en áður. I fyrra var
komist fyrir smygl á 45 kílógrömmum af hassi, sex af
marihuana, 130 grömmum af hassolíu, 370 töflum af
LSD og um 400 grömmum af amfetamíndufti.
Lægstu Þotufargjöld
beinaleið til íslands
frá Chicago
Loftleiðir (Icelandic Airlines) gefa nú völ á áætl-
unar þotuflugum til Islands frá New York EÐA CHI-
CAGO! Allt fyrir lægri þotufargjöld, en nokkur önnur
áætlunar flugþjónusta hefir upp á að bjóða til íslands
og Luxembourg, í miðpunkti Evrópu.
Einnig reglubundin áætlunar þotuflugþjónusta frá
New York eða Chicago, með ísland í leiðinni, til Oslo,
Kaupmannahafnar, Stockholms, Glasgow og London.
Þú getur staðið við og litast um á Islandi, á leiðinni
til annarra Evrópu landa, án þess að borga auka far-
gjald.
Leitaðu fullra upplýsinga og ferðabæklinga hjá
ferða agentum, 'eða hafðu samband við:
ICELANDIC LOFTLEIDIR
620 Fifth Ave., New York, N.Y. 10020; Ph. (212) 757-8585
18 S. Michigan Ave., Chicago, 111. 60603; Ph. (312) 372-4806
SPURNIMG
VIKUNNAR
Are you expecting
guests from lceland
this summer?
HEIÐA SIGFÚSON,
WINNIPEG:
No, not that we know of but
we are always glad to have
people from -Iceland coming
to see us.
NORMAN BREDEgEN,
WINNIPEG:
Yes seven. No, they are not
all coming at the same time,
but they will all be coming
this summer. — Thay are all
m.y wife’s relatives, — I am
Norwegian and you know,
the Norwegians are too smart
to come.
KRISTIN OLSON,
WINNIPEG:
Ekki, sem ég veit af, but. I
would love to see them here.
I don’t think anv of my rela-
tives will be coming over
this vear. But I was in Ice-
land two years ago, and then
I met many of them.
GARÐAR GARÐARSSON,
WINNIPEG:
Ekki beinlínis. Það er hins
vegar alltaf fullt af gestum
hér hjá okkur, sem betur fer,
en við eigum ekki von á nein
um ættingjum. Við ætlum
heim í sumar._________
Lögbcrg-
Heimskringla
spyr