Lögberg-Heimskringla - 06.10.1977, Qupperneq 4
4
LOGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. OKTOBER 1977
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
Published every Thursday by
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd.
67 st. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4 Canada
Telephone 247-7798
GUEST EDITOR: Jón Ásgeirsson
PRESIDENT: T. K. Arnason
SECRETARY: Emily Benjaminson
TREASURER: Gordon A. Gislason
ADV’T MANAGER: S. Aleck Thorarinson
Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE
— Second class mailing registration number 1667 —
Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Winnipeg
ÁSTKÆRA YLHÝRA MÁLIÐ
ÞAÐ, sem vekur mesta athygli þeirra, sem koma til Kanada
í fyrsta skipti, er hve margir Vestur-Islendingar taia góða
íslensku, og hve almenn íslenskukunnáttan er meðal þeirra.
Svo var að minnsta kosti á þeim, sem hingað komu í sum-
ar, að heyra, og það hefur einnig verið haft eftir nokkrum
þeirra á prenti.
Þetta leiðir hugann að þvi, hver sé framtíð íslensk-
unnar í Vesturheimi. 1 forystugrein síðasta tölublaðs var
fjallað um félagslífið hér vestra, og þess meðal annars getið,
að Lögberg-Heimskringla er kjörinn vettvangur fyrir Is-
lendingaféiogin, hvar sem þau eru staríandi. Það þarf að
auka samstarfið milli blaðsins og félaganna, og hefur af
háifu blaðsíns veriö latmn i ijós áhugi a því. Útgáfa blaösins
er félögunum lika nauðsynleg.
Starísemi Islendingafélaganna er auðvitað forsenda fyr
ir því, að íslenskan gleymist ekki alvég meðal yngra fólks-
ins. A fundum og öðrum mannamótum á vegum félaganna
gefst fólki tækifæri tii þess að tala íslensku, og sumt fólk
hefur lítil, eða jafnvel engin önnur tækifæri til þess að æfa
sig í maiinu. Nema með því að lesa Lögberg-Heimskringlu.
En hvernig er sú íslenska, sem hér er töluð? Að mínu
mati er hún tvenns konar, mjög góð, og heldur vond. Það
eru einkum þeir eldri, sem tala góða íslensku, og hún er
einnig afar skemmtileg. í henni eru meira að segja orð af
dönskum uppruna, — orð sem algeng voru í málinu fyrir
aldamótin.
Eg hef stundum verið að velta því fyrir mér, hvort
áttræður Vgstur-lsiendingur og átján ára Austur-Islend-
ingur myndu skilja hvor annan fullkomnlega, þótt báðir
töiuðu ástkæra ylhýra málið.
Þeir, sem fluttu vestur um haf um aldamótin, og á
fyrstu árum þessarar aldar, og enn lifa hér vestra, en hafa
ekki haft tækifæri til að fylgjast með þróuninni á íslandi,
þeir yröu senmlega undrandi a málþróuninni, sem orðið hef-
ur á síðustu ^áratugum.
Eg hef tilhneigingu til þess að skipta íslenskunni i þrjá
flokka, bókmál, talmál og “stjórnmál”. Þá lít ég á bókmálið,
sem “venjulega” íslensku, talmálið, það sem unga fólkið á
Islandi notar nú til dags, og “stjórnmálið” er þá það mál,
sem stjórnendur, — landsfeðurnir taia. Og þá er ekki ein-
göngu átt við stjórnmálamenn, þótt þeir falli vissulega
flestir undir þennan flokk, heldur einnig hina fjölmörgu sér-
fræðinga og aðra menntamenn, sem láta sifellt meira að sér
kveða.
Sem dæmi um þær breytingar, sem orðið hafa á íslensk-
unni, og það á tiltölulega fáum árum má nefna það, að nú
er eins og ailt sé byggt á Islandi. Vegir eru byggðir, hús
eru byggð og stólar eru byggðir. — Hér áður fyrr voru
vegir yfirleitt lagðir, hús gjarnan reist, stólar smíðaðir, og
samt var líka hægt að byggja ýmislegt.
Nú er líka allt framkvæmt á íslandi. Menn eru cdveg
hættir að gera nokkurn skapaðan hlut, þeir framkvæma
allt. Menri framkvæma alls konar áætlanir, viðgerðir eru
framkvæmdar, akstur á milli staða og jafnvel flug er fram-
kvæmt, og nú síðast mátti lesa það í fyrirsögn í víðlesnasta
blaði Islendinga, að utanríkisráðherra landsins hefði verið
að ræða við utanríkisráðherra Bandaríkjanna um „að fram-
kvæma fækkun” í varnarliðinu í Keflavík.
Ætli menn fari ekki bráðum að „framkvæma opnun á
glugganum til að byggja upp meira súrefni,” í stað þess að
opna bara gluggann og hleypa inn lofti.
Skyldi sá aldraði hér vestra skilja þann unga að aust-
an, þegar hann segist ætla að „rísla sér í tuð á átta gada
dæginu meððí að gidla binnann”? Eða sérfræðinginn, þeg
ar hann útskýrir „hvernig hagfóturinn verður til þess að
skapa framkvæmdaaðilum atvinnuveganna aukið aðhald á
sviði gjaldeyrisöflunarverðmætasköpunar í kjölfar nýrra
kjarasamninga, sem gera verður ráð fyrir, að þrátt fyrir
gagnkvæma framkvæmd launþegasamtakanna og atvinnu-
veitenda á gildandi vinnulöggjöf, mun leiða af sér óðaverð-
bólgu, sem marki þjóðartekjum þröngan bás.” Ha? já
Viðtal við Núma Friðfinnson
HEIMSÓKN í ÁRTÚN
ÞAÐ VAR engin smáhávaði í fuglunum, þegar við komum
til þess að skoða þá. Það er kannski móðgandi að tala um
garg, en hvílík hljóð. Hvort þeim þótti ástæða til að fagna
okkur svona sérstaklega, eða var þeim ekkert um gestína
gefið? En það er best að setja það hér strax á prent, að við
svöruðum bara í sömu mynt, og þá jókst hávaðinn enn. Og
það verður að játa, að eftír að við vorum búnir að vera,
þarna skamma stund, þá dró heldur úr hávaðanum, og þeg-
ar við fórum þá gátum við ekki setíð á okkur, og sendum
þeim tóninn, og þá kvað nú aldeilis við söngur í lagi. Þeir
voru þa,rna einir 2400 saman komnir fuglarnir, sem þeir
eiga bræðurnir Númi og Skafti Friðfinnssynir. Þeir kalla
bæina sína Ártún, en þeir reka sameignarbú í Nýja íslandi,
steinsnar eftir að beygt er af hávegi númer átta, um það
bil 10 mílur norður af Gimli, og þá fer maður í austur.
efu hundruð á einum degi,
og oft voru eggin um þúsund
á dag.”
Kalkúnaeggin eru heldur
stærri en hænuegg, þau eru
dekkri utanvert en ekki
mjög frábrugðin hænueggj-
um á bragðið. Þeim er auð-
vitað ungað út í vélum, og
þurfa þess vegna að vera al-
veg heil, og óskemmd. Það
verður því að fara varlega
með þau, og öll meðferð eggj
anna er vandasöm og krefst
þolinmæði.
Kalkúnakór
Skafti var ekki heima, þeg
ar okkur bar að garði, en
Númi svaraði fúslega öllum
spurningum okkar, á ágætri
islensku.
„Nei, hún er svo sem ekki
til fyrirmyndar íslenskan,”
sagði hann, „og hún verður
verri og verri eftir því, sem
árin líða. Við reynum alltaf
að tala íslensku saman,
Skafti og ég, en önnur tæki-
færi gefast fá, svo maður er
farinn að rygða töluvert. —
Annars lærðum við íslensk-
una heima í föðurhúsum. —
Pabbi var fæddur hér fyrir
vestan, Kristmundur Frið-
finnsson, og við eru sex syst
kininj fimm bræður og ein
systir.
Systir okkar býr hér
skarnmt fyrir vestan okkur
með manni sínum, Einari
Oddleifssyni, og einn bróðir
okkar, Kjartan er hér um
það bil eina mílu fyrir norð-
an okkur. Leifur er búsettur
í Árborg, og yngsti bróðirinn
Júníus býr í Toronto,”
„Hafið þið komið tíl Is-
lands”.
„Nei, ekki ennþá. Leifur
fór árið 1974, en við höfum
bara ekki haft tíma til þess,
þótt við höfum nú reyndar
oft talað um það, við Skafti.
Aldrei komið til
Islands
— Það er bara svo mikið að
gera hjá okkur á sumrin,
þegar hópferðirnar eru farn
ar, að við megum ekki vera
að því. Kannski kemur nú að
því samt, að við skellum okk
ur”.
„Hvers konar búskap
stundið þið bræður, annan
en fuglaræktina?”
„Við erum með komrækt,
— þetta er allstórt land, eitt
hvað um 1000 ekrur, og svo
erum við með nokkra naut-
gripi. Sennilega hættum við
griparæktinni áður en langt
iíður, og snúum okkur þá
Númi Friðfinnson
alveg að fuglunum og kom-
inu.”
„Hvað eru varpfuglamir
niargir?”
„Við emm núna með alls
um 2400 kalkúna, og verðum
þá líklega með milli 1600 og
1700 varpfugla. Varpið byrj-
ar í janúar, um 20. janúar,
og svo er það búið um 20 júlí
Fuglamir byrja að verpa,
Þeir fengu um
136 þúsund egg í ór
/
þegar þeir eru sjö til átta
mánaða gamlir, og þegar
þeir hafa lokið hlutverki
sínu, þá er þeim slátrað, og
svo eru þeir étnir.”
Islenskur kaupstaðabúi,
innfæddur Reykvíkingur,
uppalinn i malbikssamfélagi,
og nú í heimsókn í Ártúni,
kannaðist aðeins við þessa
göfugu fuglategund, — vissi
að þeir voru étnir. — Hann
vissi líka, að kalkúnar þykja
herramannsmatur á Islandi
og eru ekki etnir hvunndags.
Það er eiginlega bara á jól-
unum, og það reyndar óvíða,
að kalkúnar em á borðum á
íslenskum heimilum.
En við vildum vita meira
um varpið.
„Við fengum alit um 136
þúsund egg í ár, fyrsta dag-
inn voru þau tíu, en mest
fengum við eitthvacj um ell-
Þeir eru þyngri
en þær
Karlfuglarnir — ætli þeir
heiti ekki hanar, — eru stór-
ir, þeir geta orðið allt að 50
pund á þyngd, en veikara
kynið er venjulega milii 18
og 20 pund.
Við sátum inní eggjaskúrn
um þeirra bræðra, á meðan
við spjölluðum saman, en
svo fómm við út til þess að
díta á fiðurféð, þar sem það
var í girðingu þarna skammt
frá.