Lögberg-Heimskringla - 06.10.1977, Side 6

Lögberg-Heimskringla - 06.10.1977, Side 6
6 LOGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. OKTOBER 1977 Ströng húsmóðir var hún og stýrði heimili sínu með harðri hendi. Illa fór fyrir þeim, sem risu á móti boðum hennar eða banni eða fóru í kringum hana og voru henni ótrúir. Þess hefndi hún svo, að menn rak minni til á eftir. En þeir, sem komu sér vel við hana, áttu hana jafnan að og af þeim leit hún aldrei, ef í nauðir rak fyrir þeim. Og þeir voru fleiri en hinir. öll hjúin virtu hana og flest elsk- uðu hana einnig meira en svo, að þau vildu gera henni á móti. En hvort sem þau elskuðu hana eða ekki, höfðu þau beyg af henni og hlýddu henni möglunarlaust. Þannig hafði húsmóðirin á Stóruborg verið allt til þess, er hér segir frá. En eftir að hún tók Hjalta að sér, var sem nokkuð skipti um. Það var sem hefði hún yngst um tíu ár. Það var kominn yfir hana einhver blíðleiki, einhver ungfreyju-yndisþokki, langtum meir en áður hafði verið. Hún var glaðlegri og góð- legri í viðmóti við alla og ekki eins ströng við hjúin og hún hafði verið. Þau þekktu hana varla fyrir sömu manneskju. Þeim leið betur undir stjóm hennar, og heimilisbragurinn varð hlýlegri. — Það var sem gengi hún vakandi í sælum draumum og brosti að hugsunum sínum. Og stundum var hún, búkonan mikla, með hugann langt í burtu frá heimilis- störfimum. — Hjalti baðaði sig í sólskini þeirrar náðar og velþókn- unar, sem húsmóðirin hafði á honum. Hann blés í sundur að vexti og afli, því að nú var ekki við hann dreginn maturinn. Hann gekk langtum betur búin en nokkur annar á heimilinu og hann lék sér allan daginn og kunni sér ekki læti af gleði yfir lífinu. Áður var hann orðinn hverjum manni fremri í þvi að stökkva á stöng. Nú eignaðist hann nýja stöng, miklu betri en hann hafði haft áður, og eftir því, sem hann varð þrótt- meiri og vöðvastæltari, gerði hann lengri og fegurri stökk svo mikil og aðdáanleg, að enginn vissi slíkt dæmi. En nú tók hann einnig að leggja stund á fleiri íþróttir. Hann stökk stangarlaust yfir hest á jafnsléttu, og harni hljóp yfir tvo hesta samsíða, ef mishæð var honum til stuðn- ings. Hann hóf tvævett tryppi á herðar sér og bar það á háhesti. Hann lagðist til sunds í hyljunum í ánum og æfði það svo, að hann varð allra manna best syndur. Og hann varð skjótur á fæti, svo að enginn hestur tók hann, og kletta maður með afbrigðum. Allt, sem hann langaði til, mátti hann iðka, og mest laut það að íþróttum og líkamsæfingum, enda varð hann brátt fríður og fagurlimaður, sterkur og stæltur og ofurhugi hinn mesti. Hann vílaði ekki fyrir sér að vaða beint út í brimið, þegar það var sem trylltast við sand- ana fram undan bænum, standa þar föstum fótum, óstudd- ur, og láta ölduhrönnina og útsogið belja um herðamar á sér, og í fjöllunum kleif hann þar upp og ofan, sem öðrum þótti ófært. Hvar sem hann fór og hvar sem hann hafðist að, hvíldu jafnan augu húsmóðurinnar á honum. Ætið lék bros um andlit hennar, þegar hún sá hann gera eitthvað aðdáunar- vert. Oft fölnaði hún upp, þegar hún sá hann hafa einhver glæfrabrögð fyrir stafni, og ef hann var ekki heima við bæinn, var hún jafnan kviðin og áhyggjufull um harín. — Stundum sendi hún þá mann frá verki til að sækja hann og segja honum að koma heim að bænum. Það eina, sem Hjalti hafði af ófrelsi að segja var, að húsmóðir hans mátti aldrei til lengdar af honum sjá. Hún var hrædd um, að ofdirfska hans kynni að verða honum að voða. En heimilisfólkinu varð þetta stóra eftirlætisbarn hrein og bein plága. Við taumlaust frelsi varð ofmetnaður hans einnig taumlaus. Alla daga gekk hann iðjulaus eins og logi yfir akur, og þakkarvert var það, þegar vinnandi fólk mátti hafa frið fyrir honum. En það var ekki því að heilsa. Eink- um voru það vinnumennirnir, sem urðu fyrir barðinu á hon- um. Hann vildi fá þá til að glíma við sig, og ef þeir vildu það ekki, flaug hann á þá og stríddi þeim og storkaði á allar lundir, þar til þeir reiddust og jusu yfir hann skömmum eða fóru jafnvel illa með hann. Aldrei sagði hann önnu eftir — Það er mamma þín, sem er í símanum. — Guði sé lof. Ég hélt að annar burstinn væri ætlaður mér. — Hann sér um háu tónana þessi. . J þeim eða kærði þá fyrir henni, og virtu þeir hann meira fyr- ir það. En kæmist hún samt að því, að Hjalti hefði verið hart leikinn, var henni jafnan að mæta. Miklu sjaldnar urðu vinnukonurnar fyrir áreitni hans. Hvort sem það var af umhyggju fyrir þeim eða honum, eða hvort tveggja, þoldi húsmóðirin aldrei, að hann gerði sér dælt við þær. Hjalti sá það vel, að hann var illa liðinn á heimilinu, bæði meðal kvenna og karla. Hann vissi vel, að öfund réð þar miklu. Hann vissi vel að þetta fólk, sem vann baki brotnu frá morgni til kvölds, gat ekki unnað honum þess leika sér og ganga iðjulaus. Hann heyrði það tala um, _að dálætið a honum hefði bhndað svo húsmóðurina, að hún sæi hvorki, hvað sómi hennar væri né honum fyrir bestu. Hann eldist upp til að verða landeyða og gott ef ekki land- hlaupari og óknyttamaður. Hvað mundi úr honum verða, þegar hann nyti ekki önnu að lengur? Þessi ummæli og önnur því um lík sárnuðu Hjalta, og hefndi hann þeirra harðlega. Þó aldrei með því að bera þau til húsmóðurinnar, heldur með ertni og glettni, sem marg- sinnis gekk úr góðu hófi og illt þótti að hafa bótalausa. Þannig liðu dagarnir, vikurnar og mánuðimir fyrir Hjalta í ærslafullum æskuleik, taumlausri gleði og hóflausri nautn lífsins og æskunnar, þar til einn dag, að ofurlítið atvik kom fyrir. Það var sumarið eftir að hann hafði ratað í þessa miklu hamingju. Óþurrkasamt var það sumar, og gekk illa að hirða heyin. En svo kom einn að þessum yndislegu dögum, sem eru svo sjaldgæfir og dýrmætir á Suðurlandi. Norðankælan þokaði þessari eilífu plágu, skýjakafinu, ofurlítið suður á hafið svo að jöklamir stóðu bjartir í blárri heiðríkjunni og sjór- inn fyrir söndunum blikaði eins og spegill. Það var þurrkur, — langþráður, dýrmætur þurrkur. — Fjöllin og láglendið ljómuðu af gleði yfir sólskininu. Allir, sem vettlingi gátu valdið, voru önnum kafnir við að hirða töðuna á túninu á Stóruborg, sem búin var að hrekjast allt of lengi, allir — nema Hjalti. Hann snerti ekki á nokkru viki fremur þennan dag en aðra. Enginn nefndi heldur við hann að hjálpa til. Húsmóð- irin var ein inni í bænum og matreiddi sjálf handa verka- fólkinu, svo að enga af vinnukonunum þyrfti að tefja frá vinnunni. Allir stóðu löðursveittir, fáklæddir og hömuðust við heyið í bakandi sólskininu, en Hjalti hentist í kringum fólkið á stöng sinni. Túnið var harðlent, og nú var það svo þurrt og svo rúmt á því, eftir því sem heyið var tekið sam- an, að aldrei var það betur fallið fyrir þennan leik. Hjalti gerði aðdáanleg stökk og gaut augunum jafnt og þétt til fólksins, hvort enginn hrósaði sér. En fólkið var um annað að hugsa. Það sá að visu til hans en enginn skipti sér af honum. Því gramdist að sjá þennan stóra slána hoppa og skoppa iðjulauson, er svo mikið lá á hverju mannsliði. Það gaut til hans illum augum í kyrrþey og hafði orð á þessu sín á milli, en á hann yrti enginn mað- ur. Hjalti sá, hvað það hugsaði. Þessi illu augnatillit kitluðu hann eins og spjótsoddur, og skap hans reis til mótþróa og beiskrar glettni. Hann langaði til að hefna sín, því að honum fannst fólkið gera sér rangt til með því að vilja ekki láta sig njóta þeirrar aðdáunar, sem hann ætti skil- ið. Hann fór að striða fólkinu með því, að gera þvi ýmis- legt til ills og tefja fyrir því. Hann stökk beint ofan í sáturn- ar, sem stóðu óbundnar á reipunum, nýsaxaðar upp, og dreifði þeim út um allt. Hann fór eins og hvirfilvindur um flekkina, sem verið var að raka saman, og dreifði þeim . aftur. Hann henti sér ofan á hrifuhausana í höndunum á vinnukonunum og skildi þar engan tind eftir óbrotinn, og hann ramflækti reipin fyrir vinnumönnunum. Allir umbáru honum þetta með þögn og þolinmæði, hús- móðurinnar vegna, — allir, nema ráðsmaðurinn. Hann gat ekki stillt sig. „Nægir þér ekki, landeyðan þín,” mælti hann, „að lifa eins og sníkjudýr á því brauði, sem þetta fólk þrælar fyrir með súrum sveita, nema þú gerir þér það að leik að tefja fyrir því og gera því margfalda fyrirhöfn?” Hjalti roðnaði, en svaraði engu. Hann hvarflaði út yfir túnið og kom ekki aftur í bráð. Fyrst varð hann sneyptur og fann, að þetta var satt, en svo sárnaði honum við ráðsmanninn og langaði til að gera honum einhverja lítils háttar glennu. Þegar hann nálgaðist fólkið aftur, gekk maður á stað til heygarðsins með gríðarstóran töðubagga á háhesti sinum. Hjalti þóttist kenna þar ráðsmanninn. — Hljóp hann þá rösklega til, hóf sig hátt upp á stönginni og kom niður á heybaggann. Framh. í næsta blaði.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.