Lögberg-Heimskringla - 30.03.1979, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 30.03.1979, Blaðsíða 4
4 Lögberg-Heimskringla, föstudagur 30. mars, 1979 Högberg- ifrtmakrtngía Publíshed every Frlday by LOGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd. 1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue, Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945 EDITOR: Jón Asgeirsson MANAGING EDITOR: Sharron Arksey PRESIDENT: T.K. Arnason SECRETARY: Emily Benjaminson TREASURER: Gordon A. Gislason Subscription $15.00 per year PAYABLE IN ADVANCE — Second class mailing registration number 1667 — Printed by GRDAR PRINTING LIMITED, Arborg, Manitoba ÍSLANDS ER VÍÐA GETIÐ Síðustu mánuði hefur rekið á okkar fjörur ýmislegt efni um ísland, og það, sem einkum er athyglisvert í því sambandi er, að okkar mati, hve víða lands og þjóðar er getið. Þannig hafa birst greinar á óskyldustu blöðum og tímaritum, og þótt við getum nefnt nokkur dæmi um það, sem við höfum séð, þá er augljóst, að fleira hefur birst en það, sem við höfum séð. Sumt af því, sem við höfum haft undir höndum, höfum við birt í L-H, annað ekki. Flestar greinarnar eiga það sammerkt að vera heldur vel skrifaðar, og sumar þeirra meira að segja af talsvert mikilli kunnáttu, og í mörgum tilvikum er greinilegt, að greinarhöfundar hafa lagt í það mikla vinnu, að undirbúa skrifin, svo greina mætti sem ítar- legast og nákvæmast frá. Nýlega birtum við grein, sem skrifuð var fyrir hið víðlesna tímarit, Fortune, og einnig birtist í L-H úrdráttur úr grein, sem birt var í Kiwanis, en það er tímarit, sem gefið er út af samnefndu félagsskap í Bandaríkjunum. Það er ekki oft, sem dagblöð hér vestra birta grein ar frá, eða um Island. Tvö nýleg dæmi kunnum við þó að nefna, nefnilega grein, sem birtist í Winnipeg Free Press, og aðra, sem birtist í Honolulu News, sem gefið er út á Hawaii. Af tímaritum, sem ekki hefur verið minnst á áð- ur má nefna Awake, tímarit, sem Vottar Jehova gefa út. Það birti nýlega ítarlega grein um ísland, og fólkið, sem þar býr. Það er auðvitað skemmtilegt til þess að vita, að vakin skuli athygli á landi og þjóð á erlendum vett- vangi, sérstaklega þegar haft er í huga, að þar er um að ræða árangur af víðtæku starfi, — kynningarstarfi, sem vert er að fjárfesta í — sbr. aðra grein í blaðinu í dag. En enda þótt blaðagreinar og tímaritafrásagnir þjóni sínum tilgangi, þá er það nú einu sinni svo, að persónuleg kynni skapa varanlegustu tengsl þjóða í milli. Því þarf að vinna markvisst að því, að gera fólki í Vesturheimi kleift að ferðast til íslands, og einnig þarf að greiða götu íslendinga, og hvetja þá til ferða- laga í vestur, einkum á slóðir íslenskra landnema í Vesturálfu. Besta leiðin til þess að tryggja áframhaldandi gagnkvæman áhuga á íslenskri menningararfleifð í Vesturheimi, og kveikja áhuga ungu kynslóðarinnar, er að auka persónuleg kynni meðal einstaklinganna. Það verður gert með margvíslegum hætti, — og hefur áður verið fjallað um t.d. unglingaskipti, gagnkvæmar heimsóknir flokka af ýmsu tagi og með margvísleg á- hugamál. Fjarlægðin milli landanna styttist, og því má þráð urinn ekki lengjast.________________________Ja Uöghrrg - ^rtmaferingía 1888 <886 fsland 1978: ELLEFU MILLJARÐA GJALDEYRISTAP AF FERÐAMÁLUM Á síðasta ári námu gjaldeyr- istekjur íslenska ríkisins af ferðamönnum, sem komu til landsins alls um ellefu millj- örðum króna, samkvæmt upplýsingum Ferðamálaráðs fslands. Um 5% of vinnuafli þjóð- aiinnar hefur störf er lúta að ferðamálum, og gjaldeyr- istekjur eru taldar jafn- gilda um 6% af verðmæti alirar útfluttrar vöru frá ís- landi. Mest. gjaldeyrisverðmæti skapast við útflutning og sölu á frystum fiski og áli, ferðamáiin eru svo í þriðja sæti á þessurn samanburðar- lista. Þrátt fyrír þetta hefur framlag ríkisins til ferða- mála verið lækkað verulega, og nýlega hélt Ferðamálaráð Islands fund með íulltrúum ferðamálanefnda sveitarfé- WHOARETHEY? - HVERJIR ERU ÞETTA? laga landsins, þar sem þessi stefna rikisstjórnarinnar var harðlega gagnrýnd. Á fundinum sagði Lúðvik Hjálmtýsson, íerðamála- stjóri, að ekki blési byrlega fyrir Ferðamálaráði, og i lok fundarins var samþykkt til- laga, þar sem meðal annars segir á þessa leið: “Þessi ráð stöfun jafngildir þvj að teggja niður starfsemi ráðs- ins og kippa þar með stoð- unum undan atvinnugrein, sem er Þjóðarbúskapnum til hagsbóta.” Þá má einnig geta þess, að a vegum Ferðamálaráðs ls- iands og Flugleiða er í ráði að auka mjög alla landkynn- ingarstarfsemi á Norðurlönd um og víðar í Evrópu. Einn- ig hafa verið ræddar hug- myndir um víðtækari land- kynningu í Vesturheimi. Kanada 1978: BULLANDI TAP Á FERÐAMÁLUM Kanadamenn verja árlega miklu fé til landkynningar- mála, og ferðamála almennt. Engu að síður er slíkt tap á ferðamálum, að gera þarf stórt átak til þess að bæta úr. Hefur í því sambandi með al annars komið til tals að leita eftir sérstökum efna- hagssamningum við Banda- ríkjamenn, þar sem áhersla verði lögð á þjóðmál. — Þar verði ákvæði, sem auðveldi bandaríkjamönnum að koma til Kanada. Sérstaklega er þá átt við alls konar ráð- stefnur og fundi, og er eink- um verið að ræða um þann möguleika, að kjósi banda- ríkjamenn að halda ráð- stefnu í Kanada, þá fá þeir kostnaðinn, sem af því leið- ir til frádráttar skatti. Fleiri slíkar hugmyndir eru uppi til þess að bæta hag ferða- málaiðnaðarins í landinu. Kanadamenn fara í æ rík- ari mæli í ferðalög til ann- arra landa, en þeim ferða- mönnum sem leggja leið sína til iandsins fjöigar ekki að sama skapi. Af hálfu stjórnvalda er lögð áhersla á að bæta stöðu þessarar mikilvægu atvinnu- greinar, misjafnlega þung eftir fylkjum landsins. Hér í Manitoba, þar sem búa rösklega ein milljón manns, verður varið tuttugu milljónum dollara af opin- beru fé til ferðamála á þessu ári. Þar af leggur fylkis- stjórnin sjálf fram 40%, — ríkisstjórnin 60%. Sé litið á Winnipegborg, þá er útlitið bjart í þessu sambandi. Frá 1977 til 1978 varð tæplega 157c aukning á ráðstefnum, sem haldnar voru í borginni, og er það árangur af markvissu starfi i þá átt að fjölga ráðstefnum í borginni. Fulltrúar á ráð- stefnum þeim, sem haldnar voru í Winnipeg eru taldir hafa notað um 20 milljónir dollara þann tíma, sem þeir dvöldu í borginni, og er það um tveimur og hálfri millj- ón dollara meira en árið áð- ur. já I* Canada Postes Post Canada Getur einhver sögufróður lesandi blaðsins upplýst okkur um þáð, hverjir þeir eru þessir íslensku heiðurs- menn á myndinni? Við vitum, að myndin er tekin i Kanada, og við vitum einnig, að annar mannanna mun vera fæddur í Kanada. Um hinn er minna vitað. Vinsamlegast hringið, eða sendið okkur línu, ef, þið kannist við þessa tvo menn. já Sfyðjið Þjóðræknisfélagið og deildir þess Keepintoudv for thirty f ive

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.