Lögberg-Heimskringla - 30.03.1979, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 30.03.1979, Blaðsíða 6
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 30. mars, 1979 ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | HALLDÓR KILJAN LAXN ESs| I ♦ ♦ J I I I i t t BREKKUKOTS ANNÁLL HELGAFELL 1957 ! ! ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Þá fór altíeinu af mér feimnin og ég horfði á hann á móti. Og legg ég ekki fyrir hann einsog ekkert væri, þama á miðri Laungustétt, þessa spurníngu sem hefur verið að brjótast í mér í þrjú ár, altaf síðan hann séra Jóhann talaði við mig hér um árið: Er það satt, sagði ég, að ekki sé til nema einn hreinn tónn? Víst er það §att, sagði saungvarinn. Því er nú ver og mið- ur, liggur mér við að segja. En ef maður skyldi nú ná þessum tón, sagði ég. A grunaði mig ekki að það væri ég sjálfur sem ég mættr hér á Laungustétt að kaupa piparl Svo þú ert líka farinn að tala við hann séra Jóhann. Þegar ég var að alast upp þá var eingaungu fríðleiks- konum og tignarmeyum trúað fyrir að gæta þeirra óum- ræðilegu fjársjóða kökugerðarlistar sem samanstóðu í bak- aríunum hjá okkur í höfuðstaðnum og breiddu þar úr sér um borð og bekki og uppum hillur og veggi. Bakarí einsog tii dæmis hjá honum Friðriksen okkar var í raun og veru ekki hægt að iíkja við annað en sjálfa Persíu að viðbættu hálfu Sýrlandi og parti af Konstantínópel einsog þessum stöðum er lýst í Ulfarsrímum. Enda vorum við ekki fyr komnir inn- fyrir dyr í Friðri’ksenskjallara en alheimssaungvarinn reif oí- an hattinn og beygði sig allan, mér liggur við að segja í duftið, og mælti lotníngarfuilur þetta eina orð: madonna. Þarna var loksins sá maður fundinn er kunni að koma fram við bakaríisstúikur einsog hæíði. Sú sem hér stóð fyr- ir innan disk í upphlut, með silfurverk á brjóstinu, brosti Iíka í réttum stíl og roðnaði hæfiíega; en það ieið ekki yfir hana; eftilvill hafði saungvarinu komið hér áður. Fyrir framan diskinn stóð feitlagin hnáta, sem kanski hef- ur haft árið yfir mig eða vel það, og var að kaupa tvö frans- brauð. Þegar frægðarmaðunnn kom inní bakaríið og fór að taka ofan, og madonna fór að roðna, þá fór þessi budda öll að fara hjá sér líka, og hún gerði kné'beygju með hrifníngar- skelk í augunum. Og þá verður honum litið á stelpuna og hann kannast við hana. Hann gekk til hennar og kysti hana á ennið og strauk henni um rjóðan vángann og spurði hvað hún segði í fréttum. Ekki neitt, sagði buddan og fór nú ögn að brá af henni: nema pabbi og mamma eru altaf að tala um að þú komir aldrei. Nú kem ég og fæ fransbrauðssteik, sagði hann. En fyrst ætla ég að kynna þig fyrir þessum strák sem verður bráð- um eins stór og þú: hann er nefnilega ég sjálfur einsog ég er í raun og veru, hvað heiti ég nú aftur? Hann Ieit á mig og ætlaðist víst til þess að ég svaraði, en ég treysti mér ekki til að segja til nafns míns í svo undarlegu samheingi. Urþví ég svaraði ekki þá sagði hann: Þetta er nún litla fröken Gúðmúnsen. Hún mamma hennar steikir fransbrauð betur en aðrar konur á islandi. Það var sem skýi brygði fyrir andlit úngu stúlkunnar og hún sagði hikandi: Er — þessi með þér ? Við erum hvert með öðru börnin góð. Gerið svo vel og fáið ykkur fimmauraköku. Nei takk, sagði stelpan og hélt áfram að mæla mig út skilníngslaust. £g er að flýta mér heim. Ekkert liggur á htla fröken, sagði hann. Madonna, mætti ég biðja yður að húkka í þetta breiða hvíta fat sem stendur þarna á fæti. Ekki man ég í svipinn hvaða grein umferðarlaganna það er, en við skulum geta gripið hann samt. A Nei, hann getur ekki taiað, hann er ekki í sambandi! Ég er búinn að spara mér svo mikla peninga á því að fara gangandi til vinnunnar í stað þess að fara á bflnum, að ég get keypt mér bfl! \ ■ Madonna setti fat fyrir okkur þakið rjómakökum, á búð- arborðið. Manni næstumþví leið fyrir brjóst af andlegri og. líkamlegri sælu að horfa á þessi gómsætu listaverk. Gerið svo vel kæru börn, sagði Garðar Hólm. Eg fékk mér köku og ætlaði að borða hana af hæversku eftir því sem mér hafði verið kent; ég var meira að segja að reyna að útsirkla þá köku sem væri einna fábreytilegust að !it og lögun, því amma mín hafði lagt ríkt á við mig ef ég væri einhverstaðar gestur, að velja einlægt óásjálegasta bitann. En ef tekin er svona kaka og farið að bíta í hana hæversklega, þá verður býsna lítið úr henni nema lítilshátt- ar vilsa á puttunum. En þá verður mér litið til og sé hvar saungvarinn sjálfur er tekinn til við kökurnar. Það er ekki ofsagt að hann hafi farið að við kökur einsog sá sem vald hafði. Þvílíkar aðfarir hafði ég ekki séð fyr; að minstakosti var ekki verið að velja Ijótustu kökuna fyrst. Litla fröken Gúðmúnsen horfði á líka og madonna brosti við hverja köku sem hvarf oní saungvarann. Því þær hurfu, eða réttara sagt runnu oní hann í stríðum straumum, hver á fætur annarri, stundum tvær og þrjár í senn. Meðan hann át linti hann ekki látum að skora á okkur kæru börn að gera svo vel. Mér fé!l svo rækilega allur ketill í eld að ég man ekki ljóst hvort ég hætti mér nokkurntíma útí köku númer tvö; það er einsog mig minni að ég hafi látið mér nægja að standa þarna uppi einsog hver annar glópaldi með vilsuna úr númer eitt á puttunum. Jesús, sagði litla fröken Gúðmúnsen. Það ríður á að hesthúsa þær áður en þær súrna, sagði Garðar Hólm, enda var fatið bráðum tómt. Eigum við að biðja madonnu um annað fat? Já, sagði litla fröken Gúðmúnsen og tók andköf. Þetta ætti hann pabbi að sjá, sem altaf segir úldinn fiskur sé best- ur. Eða hún mamma sem segir það eigi að vera steikt frans- brauð. Garðar Hólm þurkaði sér um munninn með vasaklútnum sínum og hló að okkur. Hvor meget, madonna? Hann fór oní vasa sinn og lét hríngla í einhverju, tók síðan fram hand- fylli sína af gullpeníngum. Hann kastaði einum peníngi uppá fatið tæmda og sagði veskú madonna. Jesús, sagði litla fröken Gúðmúnsen. Er þetta ekta gull- peníngur? Það er ekki til ekta gull börnin góð, sagði hann. Gull er í eðli sfnu óekta. Jesús, sagði litla fröken Gúðmúnsen. Eg get því miður ekki skift, sagði madonna og skoðaði penínginn báðumegin frá. Svona miklir pæníngar hafa aldrei komið í kassann hjá mér í einu síðan ég kom híngað. Þér verðið að tala við Friðriksen sjálfan. Við Iátum það bíða þángaðtil næst, sagði Garðar Hólm. Adieu madonna. Nei, sagði madonna, ég tek það ekki í mál. Það er varla að ég þori einusinni að koma við hann. Eg mundi ekki hafa ró í mínum beinum að vita hann nálægt mér. Garðar Hólm var kominn hálfur uppúr kjallaranum og hafði tekið yfir axlir mér og henni fröken Gúðmúnsen, eins- og hann ætti okkur bæði jafnt. Madonna kom hlaupandi á eftir okkur með penínginn. Ég grátbið yður, Garðar Hólm, takið þér frá mér gull- penínginn yðar, sagði hún. Fáðu hann þessum únga sveini, madonna, sagði saungvar- inn. Hann er nær því að vera ég sjálfur heldur en Garðar Hólm. Madonna lagði gullpenínginn í lófa mér og þrýsti fíngr- unum á mér utanað honum. Hérna er peníngurinn, sagði ég þegar við vorum komin uppá götuna. Og nú verð ég að fara. Ég var næstum búinn að gleyma að hún amma mín sendi mig út að kaupa pipar. Alveg einsog ég, sagði Garðar Hólm. Hún móðir mín sendi mig einusinni út að kaupa pipar og ég er ekki kominn heim enn. Hérna er gullpeníngurinn, sagði ég aftur. Blessaður, sagði hann, stíktu á þig þessum aurum. Jesús, sagði litla fröken Gúðmúnsen. Þetta ætti hann pabbi minn að sjá. Og hún mamma. Framhald í næsta blaði

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.