Lögberg-Heimskringla - 30.03.1979, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 30.03.1979, Blaðsíða 1
93. ARGANGUR Winnipeg, föstudagur 30. mars, 1979 NUMER 12 Aðalbjörg Sigvaldason segir fró: FYRSTI BÓKASKÁPURINN VAR KOMMÓDUSKÚFFA NÝLEGA heimsóttum við Aðalbjörgu Sigvaldason á heimili hennar í Árborgarbyggðinni. Bogga, eins og hún er oft köll- uð, hefur komið mjög við sögu hvers konar félagastarfsemi í sinni byggð, og einkum hefur hún látið sig varða allt sem íslenskt er. Þannig hefur hún um margra ára skeið kennt íslensku á námskeiðum og I skólum, og hún er ritari Esj- unnar, deildar Þjóðræknisfélagsins. Auk þess hefur hún lesið prófarkir L-H frá því í fyrra haust, og er þá fátt eitt talið. Við báðum Aðalbjörgu að segja okkur nánar frá starf- semi íslendingafélaganna þar um slóðir, en frá þeim var lítillega sagt í L-H fyrir skömmu. Eftirfarandi hafði hún að segja okkur: NÚ ER ÚTI VEÐUR VOTT ... Lestrarfélag Árdalbyggðar var stofnað að heimili Eiriks Jóhannssonar í mars árið 1908, og hlaut það nafnið “Fróðleikshvöt”. Stofnfé félagsins var $14, sem kvenfélagið “Eining” gaf. 1 fyrstu stjórn félagsins voru þessi: Sigríður Ólafsson forseti, Árni Þórðarson, rit- ari og féhirðir, Eiríkur Jó- hannson, bókavörður. Fyrsti bókaskápur félags- ins var kommóðuskúffa,. sem Ólöf, kona Eiríks lánaði, en brátt fjölgaði svo bókum, að Árni Þórðarson smiðaði bókaskáp fyrir félagið. Fundarbækur félagsins til ársins 1933 fórust i bruna en það ár er Bjarnþór Lífman kosinn forseti, og aðrir í stjórn voru: Tryggvi Ingjald son, varaforseti, Herdís Ei- ríksson, ritari og féhirðir, Hann var eitt sólskinsbros er hann kom á skrifstofu L- H strax morguninn eftir að hann kom heim frá Islandi, og ávarpaði af sinni aikunnu snilld: “komdu sæll góði” — Það var strax alveg auð- heyrt, að Maurice hafði far- ið frcim í islenskunni þessa fáu daga, sem hann átti þess kost að dvelja á íslandi, en þangað hafði hann aldrei komið fyrr. í síðasta blaði var stutt- lega sagt frá því, að hann var boðinn í hádegisverð með forsætisráðherra Is- lands og fleiri stórmennum, og hann hafði frá mörgu að segja. Andrea Johnson, vararitari og féhirðir, Sesselja Oddson, bókavörður og Árni Bjarna- son, varabókavörður. Lestrarfélagið Fróðleiks- hvöt var stai frækt allt til ársins 1941, en þá var það sameinað nýstofnaðri deild Þjóðræknisfélagsins í Ár- borg. 1 skýrslu, sem skrifuð var á Þjóðræknisþingi í febrúar 1940 er þess meðal annars getið, að árið áður hafi ver- ið stofnaðar í Nýja Islandi tvær nýjar deildir innan Þjóðræknisfélagsins. — Það eru “Isafold” í Riverton, og “Esjan” í Árborg. i Isafold voru taldir 38 fullorðnir fé- lagar, og 13 börn og ungling ar, og í Esjunni voru þá alls 47 félagsmenn, þar með tald ir þeir, sem voru í Lestrar- félaginu Fróðleikshvöt. Þó átti hann varla til nógu sterk orð til þess að lýsa á- nægju sinni með þessa ferð, — veðrið hafði verið yndis- legt, og allir svo elskulegir. Það er kannski óþarfi að segja frá því, að aðeins tveimur dögum áður en Maurice kom til íslands var þar snarvitlaust veður og blindbylur, og ófærðin svo mikil, að varla var hægt að komast á milli húsa í Reykja vík. En Maurice fékk sólskin og blíðu, og hann er staðráð- inn í því að fara aftur til Is- lands, ef þess verður ein- hver kostur. já • Islenskukennsla “Laugardagsskólans”. Formlega er gengið frá sameiningunni á fundi i Esj- unni 20. apríl 1941, og þá tekur félagið að sér umsjón með bókasafninu. Þá var á vegum deildarinn ar starfræktur “Laugardags- skóli”, þar sem börnum var kennd íslenska, og var þessu haldið áfram í nokkur ár. Árið 1941 voru innrituð fjörutíu og eitt barn í skól- ann, þar af voru 29 alislensk 11 voru íslensk í aðra ættina og auk þeirra var í skólan- um einn pólskur drengur. — Kennarar voru fjórir, auk söngkennara. — Þá var í,agt frá því í fundargerð, að árið 1944 var eft til vísnasam- keppni, sem nokkrir félags- manna tóku þátt í. Það sama ár, var gefið út nýtt blað, sem hét “Storm- ur”. Ekki varð Stormurinn langlifur, aðeins fjögur ein- tök voru gefin út, þrjú árið 1944, i april, júlí og október, og svo eitt í apríl árið eftir. Ritstjóri blaðsins var Valdi Jóhannesson. Á árunum um og eftir 1950 vcir efnt til samkeppni í framsögn, og varð þetta ár legur viðburður. — Voru það unglingar, sem tóku þátt í þessu, og voru nokkr- ir þeirra fengnir til þess að koma fram á Þjóðræknis- þingum í Winnipeg, til þess að skemmta þingfulltrúum. • 1957 — Þá byrjuðu systkinin Jó hannes Pálsson og Lilja Mar tin að æfa unglinga og barna söngflokk, sem skemmti á mörgum samkomum í byggð inni, einnig á Manitoba Pool Elevator Folk Festival á Royal Alexandra Hotel í Winnipeg. Þá var einnig æfður og sýndur stuttur íslenskur gamanleikur í Geysir sam- komuhúsinu. • 1966 Þetta ár var íslenska bókasafnið i Evergreen skóla héraði skrásett í Þjóðbóka- Framh. á bls. 3 . . . verður allt að klessu, — ekki fær hann Grimur gott, að gifta sig í þessu... (líka voða veðri, — honum hefði verið nær, honum hefði verið nær, að gifta sig í gær! ) Nú er alit að fara á flot i Winnipeg, snjórinn bráðnar svo ört, að vatnið hefur ekki undan að renna í burtu. 1 vikunni , sem leið, fór hit'astig í fyrsta skipti í lang an tíma yfir frostmark. Það hafði þá ekki gerst í meira en þrjá mánuði samfellt, — alltaf verið frost, og það meira að segja mikið frost. En nú er vor í lofti, og þess verður ekki langt að bíða, að sumarið haldi inn- reið sína í allri sinni dýrð. Á Islandi er til siðs að halda hátíðlegan Sumardag- inn fyrsta, — jafnan þriðja 1 grein, sem birt var í L-H fyrir skömmu um starfsemi Esju, deildar Þjóðræknisfél- agsins í Árborg, var meðal annars getið um Lestrarfél- agið Fróðleikshvöt sem stofn að var árið 1908. Þá var minnst á útgáfu Storms, en þáð var ekki Lestrarfélagið, sem gaf blaðið út heldur kom það út á vegum Esju. Stormur kom út aðeins f jór- um sinnum á árunum 1944- 45, og Esja hafði þá verið fimmtudag í april. Þann dag fá fleiri börn á íslandi kvef, en alla aðra daga ársins og er þar auðvitað fyrst og fremst um að kenna skrúð- göngunum, og kannski veðr- inu. Hér í Vesturheimi hefur þessi íslenska hefð verið í heiðri höfð á nokkrum stöðum, t.d. í Selkirk. Þar verður Sumardagurinn fyrsti haldinn hátiðlegur í ár í 75. skipti. Deild- Þjóðræknisfélagsins í Selkirk, Brúin, hefur allan veg og vanda að þessu, og nýlega sagði Jack Björnson, formaður félagsins í viðtali við L-H, að sérstaklega yrði vandað til dagskrárinnar að þessu sinni. Nánar um það siðar. já stofnuð, og var Lestrarfélag ið innan vébanda þess félags. Þá hefur blaðinu einnig verið bent á eitt félag, sem enn hefur þann sið, að skrifa fundargerðir á islensku, en það er Kvenfélag Árdais- byggðar. Það var stofnað ár ið 1905, og enn er töluð is- lenska á fundum félagsins. Formaður nú er Magnea Sig urdsson og ritari er Emily Vigfússon. já Maurice Eyolfson: FRÁBÆR FERÐ TIL ÍSLANDS ATHUGASEMD

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.