Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 05.12.1980, Qupperneq 1

Lögberg-Heimskringla - 05.12.1980, Qupperneq 1
Seðlabanki Islands Júlí 80 Aðalskrifstofa, Austurstræti 111» Re.ykjavik. Tceland LOGBERG Stofnað 14. janúar 1888 HEIMSKRINGLA Stofnað 9. september 1886 Lögberg- Heimskringla 94. ÁRGANGUR WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 5, DESEMBER 1980 NÚMBER 39 Fimm ár frá kvennafrídegi Þann 24. okt. 1980 .fyrir rétt rúmum 5 árum gerðist sá einstæði og merki at- burður á Islandi að íslenskar konur úr öllum stéttum til sjávar og sveita lögðu niður störf sín til að sýna fram á mikil- vœgi vinnuframlags síns. Þetta framlag íslenskra kvenna till hins alþjóðlega kvennaárs vakti heimsathygli. Þar sem nú eru liðin 5 ár frá þessum merkisatburði er ekki úr vegi að rifja upp með fáeinum orðum hvað gerðist þennan dag. Það má með sanni segja að atvinnulíf í landinu lamaðist að verulegu leyti. Dagheimili, skólar, verslanir, frystihús Erlingur Ellertsson formaður ís- lendingafélagsins í Washington D.C. Blómlegt félagsstarf íslendinga í Washington, D.C. Í blaðaviðtali við Erling Ellertsson formann íslendingafélagsins í Wash- ington D.C. var frá því greint að með- limir félagsins væru um 200 talsins. Félagslíf er fjölbreytilegt og blómlegt og samkomur margar á ári hverju. Má þar nefna jólatrésskemmtanir, þar sem íslensku jólasveinarnir og Grýla koma í heimsókn. Þá er haldinn bazar og þar boðnar til kaups íslenskar ullarvörur unnar af íslenskum konum í borginni. Þorrablót eru og á dagskrá. Erlingi varð tíðrætt um áhuga íslendinga á því að rækja samskiptin við heimaþjóðina sem vendilegast. Gat hann sérstaklega um heimsóknir íslenskra listamanna. íslendingafélagið í Washington hefur nú sem fyrr nána samvinnu við Sendi- ráð Islands í Washington og Flugleiðir í New York. og leikhús - allt lokað, jafnvel síðdegisblöðin komu ekki út. Reynt var að halda bönkum opnum og tóku karlmenn þá að sér að reyna að leysa úr störfum kvenna. Margur karlmaðurinn komst ekki til vinnu sinnar vegna þess að eiginkonan var farin og þeir urðu að gæta barn- anna heima. Sagan hermir að mikið hafi selst af pylsum í verslunum daginn áður og að á matsölustöðum hafi margur viðvaningur verið að störfum. Kl.2 síðdegis var haldinn útifundur á Lækjartorgi og voru þar mættar um 30 þúsund konur. Mikill fjöldi þeirra var búsettur á Reykjavíkursvæðinu en einnig komu konurnar utan af landi í hópum til þess að vera á fundinum. Dagskrá fundarins stóð í 2 tíma. Haldnar voru margar ræður, fluttir leikþættir, sungið og lesin upp skeyti víðs vegar að innanlands sem utan. Eftir fundinn komu margar kvenn- anna saman í svokölluðum "opnum húsum", þar sem spjallað var um bar- áttumálin yfir kaffibollum. Þannig varð þessi dagur hvatning til Xögberg- Heimskringla fær stórgjafir Systkinin Sigrún, Haraldur, Pálmi og Helgi Pálsson hafa nýlega gefið $500.00 í styrktarsjóð Lögbergs-Heimskringlu í minningu um móður sína frú Guðrúnu Páls- son. Ennfremur hafa þrenn hjón Sóley og Roy Page, Inga og Baldur Danielson, Steini og Inga Pálsson gefið $150.00 í styrktarsjóðinn í minningu um foreldra og tengdaforeldra Þorgrím og Guðrúnu Pálsson. Við þökkum öllu þessu fólki örlæti og tryggð. Ritstj. Corrections Unfortunately, the article on Dr. and Mrs. Paul H.T. Thorlakson's wedding anniversary (L.H. Nov. 21) contained two errors: lines 12-13 (third column) should read "The groom's father per- formed the holy rites of matrimony." On p. 3, third paragraph from bottom shoúld read "The love of books and learning was evident outside the home by Mother's twelve years on the Board of Governors at the University of Manitoba and Dad's chancellorship at the University of Winnipeg." On the front page of the same issue the word tíuleytið is misspelled in the last paragraph of cl. no. 1. íslenskra kvenna um að standa saman í jafnréttisbaráttunni. Nú fimm árum síðar spyrja margir hvort stigin hafi verið skref framávið í Frá hinu nýafstaðna skákmóti í Argentinu: Hér teflir Friðrik við Hort, sem íslendingum er að góðu Það þarf ekki að kynna Friðrik Ólafs- son stórmeistara fyrir Manitóbabúum. Hann kom hér ásamt konu.sinni í boði íslendingadagsnefndarinnar og lék hér fjöltefli og lifandi manntafl svo eitthvað sé nefnt. Þau hjón létu ákaflega vel yfir ferð sinni hingað og hafa margir hér að vestan átt góðar stundir með þeim hjónum síðan heima á íslandi. baráttunni, en um það verður ekki fjallað hér að sinni. Meðfylgjandi mynd var teknin á Lækjartorgi þann 24. október 1975. kunnur, en skák þeirra lauk með jafntefli. Nú fyrir skömmu var Friðrik á skák- móti í Buenos Aires í Argentínu. Þar bar það m.a. til tíðinda að hann sigraði heimsmeistarann, Rússann Anatoly Karpov. Var Friðrik að vonum án- ægður með þann sigur. Þetta er í fyrsta sinn sem Friðrik sigrar heimsmeistara við skákborðið, þótt hann hafi oft áður unnið fyrrver- andi eða verðandi heimsmeistara. Friðrik vann Karpov í Argentínu

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.