Lögberg-Heimskringla - 31.08.1990, Blaðsíða 8
Föstudagur 31. ðgúst 1990
WbZ UífJÍE
Hópurinn fyrir utan fiskiðju KASK. Morgunbla«i«/J6n Gunnar Gunnarsson.
Hclg-i Austman og frú Lily.
Höfn:
Á slóðum forfeðranna
H8fn.
FIMMTÍU manna hópur Vestur-íslendinga á hringferð um landið hafði
viðkomu i Austur-Skaftafellssýslu miðvikudaginn 15. ágúst. Þau sem
hér eru á ferð eru flest bændafólk og búa vítt og breitt um Kanada
allt frá Vancouvereyju í vestri austur til Ottawa, en þar á milli eru
um 5.000 kílómetrar. Tildrög þessarar ferðar eru þau að Helgi Aust-
man, fararstjóri hópsins og búfræðingur á eftirlaunum að eigin sögn,
hefur frá 1975 unnið að skipulagningu bændaferða fyrir íslendinga
i Kanada og Bandaríkjunum. í byrjun þessa árs skrifaði Helgi þjóðræ-
knifélögum og öðrum er hann taldi að hefðu áhuga á Islandsför.
Hafði hann hugsað sér að ná um 40 manns til farar. En fljótlega kom
í ljós að áhugi var mikill og endaði með að hópurinn var orðinn 50
manns, en ekki var talið fært að hann yrði stærri í einni og sömu
ferðinni.
Þau komu svo til landsins 5. ágúst
síðastliðinn og hafa síðan ferðast
norður og austur um land. Á leið
sinni hafa þau notið gestrisni
íslenskra bænda og dvalið mislengi
á hveijum stað. Þannig var gist í 3
nætur á Hvanneyri og í nágrenni
og farið þaðan um Snæfellsnesið og
Borgarfjörðinn. Vatnsnesið var
skoðað í fylgd Sigurðar Líndals,
málsverður snæddur á Blönduósi í
boði sveitarfélagsins svo lítið eitt sé
nefnt.
Hér í sýslu höfðu Guðmundur
Jónsson á Höfn, Ingólfur Bjömsson
í Grænahrauni og Þrúðmar Sigurðs-
son í Miðfelli veg og vanda af mót-
tökum ferðalanganna. En þeir voru
einmitt á ferð í Kanada á síðastdr
ári. Farið var upp að Hoffellsjökli
og Geitafelli og skoðuð kirkjan í
Hoffelli. Þá var haldið í Byggðasafn-
ið á Höfn sem öllum þótti fróðlegt
og skemmtilegt að skoða. Eftir það
var fiskiðjuver Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga heimsótt, bæði frysti-
húsið og salfískverkunin. Og þáðar
veitingar í boði kaupfélagsins í mat-
sal fiskiðjunnar. Að þessu loknu var
orðið all áliðið og hafði fólk um 2
stundir aflögu án skipulagðrar dag-
skrár. Sumir fóru þá í sund — aðrir
svipuðust um á staðnum, litu í versl-
anir og annað í þeim dúr. En undir
kvöldverðarleytið var allur hópurinn
kominn í mat á Hótel Höfn. Og þar
luku ferðalangamir góðum degi í
sýslum jöklanna með kvöldvöku sem
þeir settu snarlega saman. Þá af-
hentu þeir móttökunefndarmönnum
góða bók um sögu Kanada í máli
og myndum. Verður henni komið
fyrir þar sem almenningur hefur
greiðan aðgang.
Frá Höfn var svo haldið árla
morguns daginn eftir og för heitið
Elsti og yngsti ferðalangurinn í þessari íslandsferð. Lilian Sumarliða-
son, 90 ára frá White Rock í bresku Kólombíu og Kristján Heidrick,
10 ára.
að Skógum en þar og í nágrenni var
næsti næturstaður.
Það er ekkert kynslóðabil í þess-
um hóp þótt aldursmunur sé all
nokkur. Yngsti þátttakandinn er 10
ára og sá elsti stendur á níræðu.
Þá eru ýmsir í hópnum mikið skyld-
ir og tólf þeirra eru náskyld. Það
er Sigurðsson-hópurinn sem þau
kalla hann. Sá hópur er kenndur við
Helgu Sigurðsson sem ásamt systur
sinni, bömum ' og bamabömum
myndar hópinn. Að sögn Helgu hef-
ur allt gengð mjög vel og verið í
alla staði ánægjulegt. Alls staðar
hefur mætti þeim mikil gestrisni og
hlýhugur. Og flestir hafa nú litið
augum fæðingarsveit forfeðranna,
en þeir munu hafa verið dreifðir um
nánast allt land. - JGG
Stefanson, Fyrrverandi Formaður
Þjóðræknisfélags íslendinga
í Vesturheimi Heiðraður
Stefan J. Stefanson, fyrrverandi
formaður Þjóðræknisfélags
Islendinga í Vesturheimi og Olla
kona hans hafa verið heiðruð
sérstaklega af stjórn Þjóðræ-
knisfélags íslendinga í Reyk-
javík.
Á hátíðarfundi stjórnar Þjóðræ-
knisfélagsins, sem haldinn var í
Reykjavík 31. júlí var Stefani
afhent heiðursskjal ásamt
minnispeningi, sem sleginn hefur
verið í tilefni af tvöföldu afmæli
Vigdísar Finnbogadóttur, forseta
Islands, og félagið Þroskahjálp
hefur nú fengið til dreifingar og sölu
til ágóða fyrir starfsemi sína.
Stefan og Olla hafa tekið virkan
þátt í starfsemi Þjóðræknisfélagsins
vestan hafs um áratuga skeið. Þau
hafa komið til Islands um tuttugu
sinnum og ávallt lagt mikla rækt
við uppruna sinn, eiga hér marga
ættingja og vini víða um land. Á
undanförnum árum hafa þau átt
mikinn þátt í því að byggja upp
Olla og Stefan J. Stefanson ásamt formannl
ÞJóðræknlsfélags íslendlnga I Reykjavfk, Jónl Ásgelrssynl.
íslenskt minjasafn á Gimli.
Olla hefur verið í hlutverki
Fjallkonunnar á Islendinga-
deginum á Gimli, dóttir þeirra
hefur verið formaður Islendinga-
dagsnefndarinnar, einnig sonur
þeirra og tengdasonur. Þau tala
íslensku mjög vel og stutt er síðan
barnabarn þeirra kom til íslands
til þess að kynnast landi og þjóð, og
fór héðan talandi, skrifandi og
lesandi á íslenska tungu.
Þau hjón hafa um árabil tekið á
móti hópum íslendinga sem lagt
hafa leið sína til íslendingabyggða í
Kanada og greitt götu einstaklinga
á margvíslegan hátt. Stefan
hefur tekið þátt í að skipu-
leggja heimsóknir þjóðhöfðingja
Islendinga, hann hafði umsjón
með öryggisgæslu þegar Kristján
Eldjárn þáverandi forseti kom
í heimsókn til Manitoba fyrir
röskum áratug og eins þegar
Vigdís Finnbogadóttir forseti var
þar á ferð á síðasta ári.